Fréttablaðið - 11.03.2015, Qupperneq 32
USD 138,31
GBP 208,68
DKK 19,91
EUR 148,40
NOK 17,09
SEK 16,19
CHF 138,60
JPY 1,14
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.724,51 -153,10
(2,25 %)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrj-
un um málefni Ríkisútvarpsins og
kvað leiðarahöfundur nokkuð fast
að orði.
VELTI HANN M.A. UPP þeirri
spurningu hvort ekki kæmi til
greina að ríkið semdi við Bylgj-
una um að gegna því öryggishlut-
verki sem hingað til hefur hvílt
á herðum RÚV. Benti hann á þá
staðreynd að Bylgjan hefur meiri
hlustun en útvarpsrásir RÚV.
RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS velt-
ir þarna upp grundvallarspurn-
ingu um RÚV. Það er ágætis til-
breyting, en umræðan hefur oftar
en ekki litast af pólitík, sem verður
til þess að tími vinnst ekki til að
ræða grundvallaratriði um stöðu
ríkisútvarps í nútímasamfélagi.
HVAÐ ÖRYGGISHLUTVERKIÐ varð-
ar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt
og ritstjóri Morgunblaðsins, að
aðrar lausnir séu raunhæfar. Þann-
ig mætti hugsa sér eins og hann
gerir að ríkið semdi við einka-
reknu miðlana um að gegna þessu
hlutverki, en einnig mætti skoða
hvort ekki er hægt að leggja skyld-
ur í þessum efnum á fjölmiðla við
veitingu t.d. útvarpsleyfa.
SÍÐAST EN EKKI SÍST má spyrja
hvort lögboða sé nokkuð þörf í
þessum efnum, enda er ekki hægt
að segja að einkareknu miðlarnir
láti sitt eftir liggja þegar kemur að
umfjöllun um náttúruhamfarir eða
álíka viðburði.
UNDANFARIN ÁR hefur umræða
um RÚV oftar en ekki snúist um
bága fjárhagsstöðu stofnunarinn-
ar. Á sama tíma hefur verið ákall
eftir auknu vægi innlendrar dag-
skrárgerðar hjá stofnuninni, á
kostnað erlends skemmtiefnis.
FÓLK leyfir sér að horfa fram hjá
þeirri staðreynd að framleiðsla á
innlendu efni frá grunni er marg-
falt dýrari en innkaup á erlendu
efni. Því er ljóst að RÚV getur
ekki bæði haldið núverandi formi,
þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum
miðlum, og um leið aukið stórkost-
lega vægi innlendrar framleiðslu.
KALL EFTIR aukinni áherslu á inn-
lenda dagskrárgerð er því um
leið kall eftir breyttu hlutverki
stofnunarinnar. Ríkisútvarpið
er líka á auglýsingamarkaði, og
étur þar mikilvægar tekjur fyrir
einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á
markaðnum. Það er ekki hlutverk
hins opinbera að leggja stein í götu
einkaaðila.
STJÓRNARMAÐURINN er ekki
andstæðingur ríkisrekinna fjöl-
miðla. Þvert á móti telur hann þá
í aðstöðu til að sinna umfjöllunar-
efnum sem annars er hætt við að
falli milli skips og bryggju, má þar
nefna heimildarmyndir um ýmis
málefni og fréttatengda umfjöllun,
sbr. BBC í Bretlandi.
ÍSLENDINGAR verða hins vegar að
gera upp við sig hvernig ríkisút-
varp þeir vilja. Það verður ekki
bæði sleppt og haldið.
Grundvallar-
spurningar um RÚV
2 VEITINGASTAÐIR
Fyrsta áfanga í Leifsstöð lokið
Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar er lokið með opnun tveggja nýrra veitingastaða og
einnar verslunar. Framkvæmdir á svæðinu halda áfram og verður
lokið í áföngum fram í miðjan maí. Veitingastaðirnir Mathús og
Loksins Bar, hafa tekið til starfa. Þá hefur Optical Studio opnað
verslun sína á nýjum stað en verslunin hefur verið í flugstöðinni
í 16 ár. Isavia telur að endurhönnun flugstöðvarinnar og
útboð verslunar- og veitingasvæðis hafi verið nauðsynlegt til
þess að mæta auknum farþegafjölda á flugvellinum en um
fjórar milljónir farþega fóru um völlinn á síðasta ári.
06.02.2015 Það má segja að fyrsta skrefið
hafi verið stigið með því að Seðlabankinn
hætti útboðum. Nú erum við að fækka fjár-
festingakostum sem aflandskrónueigendur
geta sótt í. Og næsta skref verður þá það að
bjóða upp á aðra valkosti sem eru sniðnir
að áætlun stjórnvalda um það hvernig
höftin verða afnumin.
Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra.
1,9% VÖXTUR
Mesta landsframleiðsla í 7 ár
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,9% á árinu
2014 og hefur ekki verið hærri að raungildi frá árinu
2008. Hagstofan segir að innanlandsneyslan dragi
hagvöxtinn áfram en þjóðarútgjöld jukust um 5,3%.
Einkaneysla jókst um 3,7%, samneysla um 1,8% og
fjárfesting jókst um 13,7%. Útflutningur jókst um
3,1% á sama tíma og innflutningur jókst um 9,9%
þannig að þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og
þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 128 milljarða
króna, dró utanríkisverslun hagvöxtinn niður.
FA
S
TU
S
_H
_2
0.
03
.1
5
Fastus ehf.
Fæst í flestum apótekum.
Resorb™ Sport Resorb™
Freyðitöflur sem koma jafnvægi
á salt- og vökvabirgðir líkamans
Íþróttadrykkur sem bætir upp vökvatap
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-2
F
F
8
1
4
1
7
-2
E
B
C
1
4
1
7
-2
D
8
0
1
4
1
7
-2
C
4
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K