Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 40
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
siSAM
Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
Búa sig undir vonskuveður – Flugi aflýst vegna veðurs – Líklega versti
vetur í áraraðir – Hviður allt að 55 metrar
á sekúndu – „einum gír ofar en venjulegur
stormur“!
ÞETTA voru fyrirsagnirnar á „mest les-
ið“-listum vefmiðlanna þegar ég kíkti
þangað inn eftir hádegið. Óveðrið átti
reyndar að skella á á hádegi en lét
aðeins bíða eftir sér. „Maður hefur
nú alveg séð það verra,“ sögðu ein-
hverjir og grínuðust með að það
væri ekkert við að fara út í „þetta“
veður. En svo brast það á. Útsýnið
út um gluggann minn snarbreyttist á
hálftíma. Ég sá ekkert, horfði bara inn
í eitthvað hvítt og óráðið. Stundum
var eins og ég væri að horfa inn
í bilaðan sjónvarpsskjá, eins og
þeir voru í gamla daga. Stund-
um rétt grillti ég í grenitrén
handan götunnar, svo alveg
hvítt. Ég heyrði í vindinum,
eins og í litlum drunum og
það slóst eitthvað til úti. Mér
fannst hljóðið koma ofan af
þakinu.
ÉG las viðtal við flutningabílstjóra sem
hafði aldrei vitað annan eins vetur, stans-
laust þurft að setja á keðjurnar og fresta
ferðum. Hann virtist vera orðinn þreyttur
á þessu. „Samgöngur lamast“, var næsta
fyrirsögn sem ég las og um leið fékk
ég póst frá frístundaheimilinu, „ekkert
barn má ganga heim“. Á Face book birti
fólk myndir af veðrinu, bílum á hliðinni,
strætó þversum, ófært var orðið upp í
Hafnarfjörð og í uppsveitum Kópavogs og
björgunarsveit fór að sækja 35 leikskóla-
börn sem voru strandaglópar.
ÞAÐ bætti í drunurnar, óyndi setti að
fólki í kringum mig, það stóð upp, gekk
um gólf, horfði út. Símar hringdu og fólk
reyndi að skipuleggja heimför. Fréttir af
margra bíla árekstrum um alla borg settu
strik í reikninginn, sumir drifu sig af
stað, aðrir ákváðu að bíða. Skyggnið skán-
aði en þó bætti í vindinn. Grenitrén svign-
uðu og glamrið uppi á þaki byrjaði aftur.
Svo fór að rigna.
ÉG dró á mig gúmmístígvélin, herti mig
upp til heimferðar og reyndi að rifja upp
hvort ég hefði lokað stofuglugganum.
Vonskuveður í beinni
THE DUFF 5:50
CHAPPIE 8, 10:10
STILL ALICE 5:50, 8
VEIÐIMENNIRNIR 10:30
HRÚTURINN HREINN 5:50
10:10
THE GRUMP KL. 5.30 - 8 - 10.40
CHAPPIE KL. 10.20
ANNIE KL. 5.30
VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30 - 8
BIRDMAN KL. 8 - 10.30
ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 - ÍSL TEXTI
THE DUFF KL. 3.30 - 5.45 - 8
CHAPPIE KL. 8 - 10.40
CHAPPIE LÚXUS KL. 5 - 8 -10.40
ANNIE KL. 5
HRÚTURINN HREINN KL. 3.30
FIFTY SHADES OF GREY KL. 10.20
KINGSMAN KL. 8 - 10.45
PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL
20.000 MANNS
Laufey Jónsdóttir opnar sýn-
inguna Persona í Norræna húsinu
í dag. Á sýningunni má finna þrí-
víðar portrettmyndir af fólki sem
Laufey tók viðtal við, en hún leitað-
ist við að finna fólk sem hún þekkti
lítið, helst ekkert.
„Það var svolítið erfitt að finna
fólk sem ég þekkti ekki neitt, svo
ég treysti mikið á vini og vanda-
menn að hjálpa mér,“ segir Laufey.
Það kom henni á óvart hversu
vel fólk tók í verkefnið. „Það sögðu
bara allir já strax og tóku vel í
þetta. Það var líka ómetanlegt hvað
þau voru tilbúin að deila miklu með
mér, bæði gleði og sorgum.“
Samtals fékk Laufey níu manns
í verkefnið. Hún tók klukkutíma
langt viðtal við hvern og einn. Út
frá viðtalinu vann hún svo mynd-
irnar. „Fólkið málaði þannig sína
eigin mynd með sínum sögum. Ég
túlkaði sögurnar svo á minn hátt
og túlkaði þannig hvern einstak-
ling fyrir sig. Svo munu áhorfend-
ur túlka það sem þeir sjá á sinn
hátt,“ segir Laufey.
Laufey valdi þessa aðferð til
að gefa sjálfri sér ramma til að
vinna innan. „Fólkið gaf mér
rammann með minningum sínum
og þannig fékk ég efni til þess að
vinna úr.“
Einn viðmælenda Laufeyjar var
nágranni hennar, sem hvorki talar
ensku né íslensku. „Við höfum
verið vinir lengi, en aldrei getað
talað saman. Konan hans bauðst til
þess að túlka fyrir mig svo ég gæti
tekið viðtal við hann og kynnst
honum betur,“ segir Laufey.
Sýningin verður opnuð kl. 16 í
dag í Norræna húsinu og verður
opin til 29. mars. adda@frettabladid.is
Vann portrettmyndir
af ókunnugu fólki
Laufey Jónsdóttir fór óvenjulega leið til þess að vinna að sýningu sinni Persona
en hún tók viðtöl við ókunnugt fólk og vann portrettmyndir út frá viðtölunum.
STOLT Laufey með portrettmyndirnar sínar, sem eru jafn ólíkar og þær eru margar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Save the Children á Íslandi
Fólkið málaði
þannig sína eigin mynd
með sínum sögum.
Áströlsku
söngkon-
unni Kylie
Minogue
var boðið að
koma fram
í sérstökum
stjörnuþætti
af Nágrönn-
um, en
hafnaði því.
Minogue fór
með hlut-
verk Charl-
ene Mitchell í Nágrönnum á
níunda áratugnum og sló í gegn í
kjölfarið. „Ég hugsaði um að fara
aftur í þáttinn, en ég held að það
myndi ekki gera karakternum
Charlene neinn greiða. Það hefur
liðið svo langur tími að það hefði
verið óeðlilegt og sennilega ekki
gengið upp,“ segir hún. Minogue
hætti í Nágrönnum árið 1988
eftir að hafa leikið í þáttunum í
tvö ár. Þær stjörnur sem verða í
þættinum eru Guy Pearce, Delta
Goodrem og Margot Robbie.
Neitaði að fara
aft ur í Granna
KYLIE MINOGUE
Kynlífsatriði í kvikmyndinni 50
Shades of Grey, sem byggð er
á samnefndri bók E.L. James,
þóttu of gróf fyrir bíógesti í Víet-
nam og var gripið til þess ráðs
að klippa atriðin úr myndinni.
Alls var hún stytt um tuttugu
mínútur. Myndin hefur nú þegar
verið bönnuð í kvikmyndahús-
um víða um heim, meðal annars
á Indlandi, í Malasíu og Indó-
nesíu. Ekki er vitað hvort um öll
kynlífsatriði myndarinnar er að
ræða, en líklegt þykir að loka-
atriði myndarinnar, sem hefur
farið fyrir brjóstið á mörgum,
hafi verið klippt út.
20 mínútum
styttri skuggar
OF GRÓFT Myndin hefur farið fyrir
brjóstið á mörgum.
Á dögunum kvisaðist út að söng-
konan Taylor Swift hafi búið svo
um hnútana fyrir tónleikaferð
sína, 1989 World Tour, að leggir
hennar væru tryggðir ef eitthvað
kæmi upp á.
Leggir poppprinsessunnar eru
því tryggðir fyrir litlar fjörutíu
milljónir Bandaríkjadala. Það
samsvarar rúmlega fimm og
hálfum milljarði íslenskra króna.
Heimildarmenn segja Swift
hafa orðið furðulostna yfir tölun-
um þegar þær komu í ljós. Swift
þykir þó vissulega hafa tilefni
til fjárfestingarinnar, en þessir
lögulegu leggir leika stórt hlut-
verk í tónleikahaldi skvísunnar.
Rándýrir leggir
SWIFT Í SVEIFLU Söngkonan tekur
enga áhættu á tekjutapi, enda ástæðu-
laust með öllu. NORDICPHOTOS
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-1
7
4
8
1
4
1
7
-1
6
0
C
1
4
1
7
-1
4
D
0
1
4
1
7
-1
3
9
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K