Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BRETLAND Franska skoptíma- ritið Charlie Hebdo hefur fengið verðlaun fyrir fordóma gegn íslam, aðeins tveimur mánuð- um eftir að stór hluti ritstjórnar blaðsins var myrtur af öfga- íslamistum. Það eru bresk alþjóðasamtök, sem nefnast Mannréttindanefnd Íslams, sem gerðust svo djörf að senda skopteiknurum blaðsins þessa köldu kveðju. Allt var það þó í gríni gert, segir talsmaður samtakanna, til að sýna að múslimar geti líka verið ósvífnir húmoristar. - gb Verðlaun fyrir fordóma: Charlie Hebdo svarað í gríni SVÍÞJÓÐ Sendiherra Sádi-Arabíu í Svíþjóð var kallaður heim í gær eftir að Svíar sögðu upp vopna- sölusamningi á milli ríkjanna. Vopnasala Svía til Sádi-Araba hefur staðið yfir í mörg ár en vopnasalan hefur verið afar umdeild eftir að ríkisstjórn jafn- aðarmanna og græningja tók við völdum í fyrra. Áður hafði Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, gagnrýnt stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu við litla hrifningu ráðamanna í Sádi-Arabíu. - srs Svíar hætta að selja vopn: Svíar og Sádar elda grátt silfur SPURNING DAGSINS Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent að viku liðinni, þann 19. mars. Dómnefnd hefur valið úr þeim hundruðum tilnefninga sem bárust frá lesendum blaðsins og tilnefnt þrjú félagasamtök og þrjá einstak- linga í hverjum flokki sem verðlaun eru veitt í. Í flokknum Hvunndagshetjan eru tilnefnd Ísleifur Patrik Friðriksson, starfsfólk Grensáss fyrir framlag sitt til að bæta heilsu fólks og Gunnar Kvaran tónlist- armaður fyrir að opna umræðu um þunglyndi. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar eru tilnefnd þau Jón Freyr Þórarinsson, kennari og skólastjóri, Þórunn Björnsdóttir, söngstjóri Kórs Kársnesskóla, og Jónína Ómarsdóttir, kennari í Rimaskóla. Í flokknum atlaga gegn fordómum eru tilnefnd Kristín Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, Halldór og Kári Auðar og Svans- synir sem tjáðu sig opinskátt um sálræn veikindi sín í Fréttablaðinu, og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sem er hálfur Íslendingur og hálfur Egypti og er stolt af hvoru tveggja. UN Women, Rótin og Stígamót eru svo tilnefnd til aðalverðlauna Samfélagsverðlaunanna en vinn- ingshafinn fær tvær milljónir króna að launum. Þetta verður í tíunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunin. Dómnefnd er skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur, ritstjóra og útgefanda Fréttablaðsins, Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi og Guðrúnu Ögmundsdóttur, starfsmanni innanríkisráðuneytisins. Um fjögur hundruð tilnefningar bárust en verðlaun eru veitt í fimm flokkum: Tilnefnd til Samfélagsverðlauna HANDHAFAR AÐALVERÐ- LAUNA 2014 Klúbburinn Geysir hlaut Samfélagsverð- laun Frétta- blaðsins árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Kringlan | 588 2300 Vi nn us to fa n. is / / 03 15 OPIÐ TIL KL. 21.00 ÞÝSKALAND Þýska stjórnin hafnar alfarið kröfum grískra stjórnvalda um skaðabætur vegna framferðis Þjóðverja í Grikklandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Steffen Seibert, talsmaður Angelu Mer- kel Þýskalandskanslara, segir málið löngu afgreitt, bæði lagalega og pólitískt. Reut- ers-fréttastofan skýrði frá þessu. Seibert segir engar viðræður í gangi við Grikki, hvorki af hálfu Merkel kanslara né Wolfgangs Schäuble fjármálaráðherra. Þá hefur Reuters eftir talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins að kröfur Grikkja séu einungis tilraun til að beina athygl- inni frá hinum alvarlega fjárhagsvanda Grikkja. Þýskir nasistar hertóku Grikkland og drápu þar tugi þúsunda manna á árunum 1941 til 1944. Þá eyðilögðu nasistar hundr- uð þorpa í Grikklandi og hirtu fé úr gríska ríkissjóðnum. Þjóðverjar segja allar kröfur um frekari stríðsskaðabætur vera úr sögunni eftir að bæði Austur- og Vestur-Þýskaland gerðu samning við hernámsveldin fjögur, Bret- land, Frakkland, Rússland og Bandaríkin, árið 1990, stuttu fyrir endursameiningu þýsku ríkjanna. - gb Grískir ráðamenn halda fast við kröfur sínar á hendur Þýskalandi um stríðsskaðabætur: Merkel vísar skaðabótakröfunum á bug JANIS VARÚFAKIS OG ALEXIS TSIPRAS Fjár- málaráðherra og forsætis- ráðherra nýju grísku vinstri- stjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÍRAK Íraskir hermenn og stuðningslið þeirra hafa nú náð á sitt vald hluta borgarinnar Tikrit, sem vígasveitir Íslamska ríkisins hertóku á síðasta ári. Hálf önnur vika er liðin frá því Írakar hófu innrás sína í Tikrit. Meira en tuttugu þúsund manna herlið stendur þarna að verki, bæði frá íraska stjórnarhernum og frá sjálfstæðum hersveitum bæði sjía- og súnní-múslima. Hörð átök geisa nú í borginni, sem er fæðingarborg Saddams Huss- ein sem í eina tíð var einræðisherra í landinu. - gb Sókn íraska hersins gegn vígasveitum Íslamska ríkisins: Hafa náð hluta Tikrit á sitt vald SIGRI HRÓSANDI Íraskir hermenn komnir til Tikrit. NORDICPHOTOS/AFP Kemur þetta aftan að mönnum? „Nei, það er aldrei of seint í rassinn gripið.“ Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir segir nauðsynlegt að koma á skipulagðri skimun vegna ristilkrabbameins. Karlar þurfi að vera meðvitaðri um hættuna á ristilkrabbameini en þeir fara mun síður í ristilspeglun en konur. FÉLAGSMÁL Umhverfis- og fram- kvæmdasvið Hafnarfjarðar sam- þykkti í gær beiðni vegna sam- starfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verk- efnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurta- garða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameigin- legar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verk- efnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæð- ingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsu- mál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmda- svið Hafnarfjarðar hefur sam- þykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurta- görðum sem til eru fyrir á svæði Hafnar fjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulags- ráðs Hafnar fjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálpar- starfi kirkjunnar,“ segir Helga. - srs Garðyrkja til að efla fátækar fjölskyldur Hafnarfjarðarbær mun úthluta skjólstæðingum Hjálparstarfs kirkjunnar mat- jurtagarða næsta sumar. Markmiðið er að auka samveru fátækra fjölskyldna, efla hollustu og auka sparnað. Fleiri sveitarfélög eru með verkefnið inni á borði sínu. VILBORG ODDSDÓTTIR Verkefninu er ætlað að styrkja fátækar fjölskyldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar. 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -1 D 8 0 1 4 1 C -1 C 4 4 1 4 1 C -1 B 0 8 1 4 1 C -1 9 C C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.