Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA
Þannig er að þegar mamma mín átti von á mér hafði hún eignast þrjár dætur
í röð, en átti fyrir drengi. Hana
langaði óskaplega mikið til að
eignast son og vonuðust foreldrar
mínir til þess að ég yrði strákur.
Svo fæddist fjórða stelpan og þá
sagði systir mín, sem er þremur
árum eldri en ég, að fyrst ég gæti
ekki verið strákur ætti ég í það
minnsta að heita strákur. Það
varð sem betur fer ekki úr en ég
fékk hins vegar að heyra þessa
sögu oft og mörgum sinnum þeg-
ar ég var að alast upp. Ég var mik-
ill strákur í mér. Allir vinir mínir
voru strákar og ég þyki enn í dag
alger nagli. Mér fannst örugg-
lega innst inni að ég hefði valdið
fólkinu mínu vonbrigðum.“
Thora segir brandarann hafa
verið lífseigan innan fjölskyld-
unnar. „Það kemur þó að þeim
tímapunkti að brandarar verða
þreyttir og ég ákvað því að taka
hinn pólinn í hæðina og leggja
meiri rækt við kvenlegu hliðar
mínar. Með því að klæðast nýjum
kjól á hverjum degi í níu mánuði
vil ég undirstrika þá staðreynd
að ég fæddist stelpa. Eftir þessa
níu mánaða kjólameðgöngu mun
ég endurfæðast sem kona,“ segir
Thora.
Aðspurð segir Thora alls engin
sárindi fylgja gjörningnum innan
fjölskyldunnar. „Mamma hefur
sagt að auðvitað myndi enginn
tala svona við börn í dag. Ég tel
mig ekki hafa borið neinn skaða
af þessu og foreldrar mínir urðu
auðvitað ekki fyrir neinum von-
brigðum með mig. Þetta er aðal-
lega til gamans gert og gaman að
taka þetta alla leið.“
VONAR AÐ FLEIRI VERÐI MEÐ
Gjörningurinn hefur að sögn
Þóru margar hliðar. „Mig langar
að senda jákvæða strauma út í
samfélagið. Þetta er hvatning til
kvenna að upphefja hið kvenlega
og það í daglegu lífi. Það eru for-
réttindi að geta klætt sig í kjól.
Það þarf ekki endilega að vera
fyrir eitthvert tilefni eða fyrir
einhvern annan. Við eigum fyrst
og fremst að punta okkur fyrir
okkur sjálfar. Persónulega líður
mér betur þegar ég lít vel út,“
segir Thora og vonast til að fleiri
konur fylgi hennar fordæmi og
taki þátt í gjörningnum. „Ég tek
líka glöð á móti fleiri kjólum.”
VERÐUR MEÐ ÞEMAMÁNUÐI
Thora ætlar að skipta mánuð-
unum niður í þemamánuði og er
fyrsti mánuðurinn tileinkaður
kjólum sem hún hefur fengið frá
vinkonum, systrum og frænkum.
„Þetta eru allt konur sem mér
þykir vænt um og standa mér
nærri. Þær fylgjast spenntar með
og bíða eftir að sjá mig í þeirra
kjól. Síðan ætla ég að vera með
einn svartan mánuð þar sem ég
mun eingöngu klæðast svörtum
kjólum og einn hönnunarmán-
uð þar sem ég mun eingöngu
klæðast kjólum eftir viðurkennda
hönnuði.“
Thora hefur fengið ýmsa kjóla
að gjöf og tekur við kjólum af
öllum stærðum og gerðum. „Ég
breyti þeim bara eftir þörfum og
fylgi orðatiltækinu að sníða sér
stakk eftir vexti út í ystu æsar.
Suma þarf ég að þrengja en svo
get ég líka bara verið í framhlut-
anum ef einhver skyldi ekki ná
allan hringinn,“ segir hún og hlær.
ÝMSAR UPPÁKOMUR
Thora segir endurnýtingu líka
vera einn anga af gjörningnum.
„Mér finnst ágætt í okkar neyslu-
samfélagi að benda á það að það
er hægt að gera margt fallegt og
líta vel út í einhverju sem er ekki
endilega keypt í dag.“
KJÓLL Á DAG Í NÍU MÁNUÐI
KJÓLAGJÖRNINGUR Listakonan Thora Karlsdóttir hóf níu mánaða kjólagjörning 1. mars. Hún hyggst klæðast nýjum kjól á hverjum
degi í níu mánuði eða í 280 daga. Thora líkir gjörningnum við endurfæðingu.
ÞÓ
TÍS
ÞÓ
TÍS
ÞÓ
TÍS
LIFANDI
GJÖRNINGUR
Þóra segist vilja
hafa myndirnar
lifandi og vill
helst að þær
fangi einhvers
konar hreyfingu.
„Ég vel myndir
sem Björn myndi
ekki endileg
velja. Þetta er lif-
andi gjörningur.
Mér finnst ekki
passa að vera
með uppstilltar
stúdíómyndir.“
MYNDIR/
BJÖRN JÓNSSON
Thora kemur til með að
setja mynd af sér í nýjum kjól á
hverjum degi á facebooksíðuna
280 Kjólar, Dresses, 40 Vikur,
Weeks 9 Mánuðir, Months en auk
þess verður hún með ýmsar upp-
ákomur tengdar gjörningnum á
meðan á honum stendur. Hún
stefnir svo að því að vera með
lokainnsetningu með öllum kjól-
unum að níu mánuðum liðnum.
Björn Jónsson, kærasti Þóru,
tekur myndirnar. „Við erum í til-
tölulega nýju sambandi en ég
var búin að ákveða að fara út í
þennan gjörning áður en úr varð
að hann yrði mér við hlið. Ég veit
eiginlega ekki hvernig ég ætlaði
mér að gera þetta án hans. Að-
koma hans gerir þetta allt mun
auðveldara og nú er þetta okkar
sameiginlega verkefni. Hann á
sinn þátt í þessu og þetta verður
þá kannski eins og barnið okkar
þegar upp er staðið.“
■ vera@365.is
Sjá fleiri myndir á
HÖNNUNARMARS
Í FLASH
30% AFSL.
AF ÖLLUM
VÖRUM Í DAG
Kjóll áður 14.990
nú 9.990
Toppur áður 7.990
nú 5.000
Kjóll áður 14.990
nú 9.990
Mussa áður 7.990
nú 5.000
OPIÐ til kl. 22
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-16
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
C
-3
6
3
0
1
4
1
C
-3
4
F
4
1
4
1
C
-3
3
B
8
1
4
1
C
-3
2
7
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K