Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 20
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20
Svavar Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Erlendir fjárfestar sýna fyrirtækj-
um sem tengjast vannýttum nátt-
úruauðlindum og líftækni hér á landi
aukinn áhuga, og eiga umtalsverðan
eða ráðandi hlut í fiskeldisfyrirtækj-
um, þörungavinnslum og sjávarlíf-
tæknifyrirtækjum hérlendis.
Íslenskir fjárfestar og lífeyris-
sjóðir keppast á hinn bóginn um að
kaupa rótgróin íslensk fyrirtæki á
innlendum hlutabréfamarkaði.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri greiningu þeirra Bjarka
Vigfússonar og Hauks Más Gests-
sonar, hagfræðinga Íslenska sjávar-
klasans, um sókn erlendra fjárfesta í
íslenska sjávarlíftækniiðnaðinn.
Vandi líftæknifyrirtækja
Í greiningu sinni benda þeir Bjarki
og Haukur Már á að þótt velta í
greinum á borð við líftækni, fisk-
eldi og þörungavinnslu sé einung-
is brotabrot af veltu sjávarútvegs-
ins í dag þá er það nú einu sinni svo
að þessar greinar geta vaxið langt
umfram hefðbundnari sjávarútveg.
Á þetta hafa þeir bent í fyrri grein-
ingum sínum frá hendi Sjávarklas-
ans og sýnt fram á mikinn vöxt þess-
ara greina, enda skapast fjölmörg
tækifæri til vöruþróunar og verð-
mætasköpunar innan fyrirtækja í
þessum fyrrnefndu greinum.
Vandi líftæknifyrirtækja hér-
lendis hefur fyrst og fremst fal-
ist í takmörkuðum fjármunum og
vanþróuðum fjárfestamarkaði. Í
skýrslu um umsvif, tækifæri og
áskoranir í sjávarklasanum sem
gefin var út árið 2011 var bent á
þetta. Þar lýstu fulltrúar sumra líf-
tæknifyrirtækja því hversu erfið-
lega gengi að fá fjármagn enda
mörg þeirra svo gott sem fjárvana.
Samkeppnissjóðir hins opinbera
væru frekar sniðnir að þörfum
stofnana en fyrirtækja, og þá héldu
fjárfestar að sér höndum. Þeir sem
þó báru sig vel virtust flestir hafa
þá sögu að segja að öflugt sjávar-
útvegsfyrirtæki kom inn í hluthafa-
hópinn sem gaf meira andrúm til
þróunar og vaxtar.
Þegar barnið vex
Hér er vísað til þess að öflug sjávar-
útvegsfyrirtæki koma að uppbygg-
ingu í líftækni, og í greiningu
Sjávar klasans eru nefndar fjárfest-
ingar Vísis og Þorbjarnar í Grinda-
vík, Ramma, FISK Seafood og
Síldar vinnslunnar í nokkrum þeirra.
En það er takmarkað hvað þess-
ar fjárfestingar ná langt. Þegar
líftæknifyrirtækin ná þeirri stærð
að þau þurfa annars konar þekk-
ingu, fjárfesta og alþjóðleg tengsl
á nýjum mörkuðum sem íslensku
sjávarútvegsfyrirtækin hafa jafn-
an ekki yfir að ráða, þá vandast
málið. Þá hafa innlendir fjárfest-
ar og fjármálamarkaðir afar tak-
markaða þekk-
ingu á þessu
sviði, og því er í
fá skjól að venda
og erlendir fjár-
festar verða oft
næstir í röðinni
sem hluthafar
hinna vaxandi
nýsköpunarfyr-
irtækja.
Mörg dæmi
Bjarki og Haukur Már taka nokkur
nærtæk dæmi um að erlendir aðil-
ar sýni íslenskum þekkingar- og
líftæknifyrirtækjum í sjávarklas-
anum áhuga.
Nýverið var Stofnfiskur, eitt
stærsta líftæknifyrirtæki í sjávar-
útvegi á Íslandi, selt til breska líf-
tæknirisans Benchmark Holdings
plc. Stærsti seljandinn var HB
Grandi. Þá var 60% hlutur í þör-
ungalíftæknifyrirtækinu Mar-
inox einnig seldur nýverið til írska
fyrir tækisins Marigot, sem jafn-
framt er eigandi Íslenska kalkþör-
ungafélagsins á Bíldudal. Þá er
Þörungaverksmiðjan á Reyk hólum
einnig að stórum hluta (71,6%) í
eigu bandarískra aðila, auk þess
sem tvö önnur íslensk nýsköpunar-
fyrirtæki sem hagnýta þörunga
eru að hluta í eigu norskra aðila.
Erlendir fjárfestar hafa svo sýnt
ísfirska lækningavörufyrirtækinu
Kerecis áhuga.
„Þessi áhugi erlendra fjárfesta
kemur ekki á óvart. Á alþjóðafjár-
málamarkaði má greina mikinn
áhuga fjárfesta á hagnýtingu rann-
sókna í sjávarlíftækni. Hérlendis er
talsverð þekking á fjármálamark-
aði þegar kemur að sjávarútvegi
en mjög takmörkuð í því sem kalla
má hinn „nýja sjávarútveg“. Það er
því líka eðlilegt að innlendir frum-
kvöðlar horfi til erlendra aðila um
samstarf og fjárfestingar,“ segir í
greiningunni um þetta atriði.
Blikur á lofti?
En er þessi þróun á einhvern hátt
hættuleg, að erlendir fjárfestar
komi hérna inn með þessum hætti,
eða er hún eðlileg og nauðsynleg?
„Áhugi eða fjárfestingar
erlendra aðila í þessum geirum er
ekki sérstakt áhyggjuefni. Koma
fjármagnsins er þvert á móti mikið
gleðiefni fyrir þessi fyrirtæki og
frumkvöðlana að baki þeim. Þetta
er hins vegar hugsanlegt áhyggju-
efni fyrir íslenska fjárfesta,
allavega eitthvað sem þeir ættu að
velta fyrir sér; eru þarna tækifæri
sem þeir sem fjárfestar eru að fara
á mis við og hvernig má þá bæta
úr því?“ segir Bjarki en telur að
íslenskir fjárfestar muni taka við
sér þegar fram líða stundir.
„Það skiptir engu grundvallar-
máli af hvaða þjóðerni fjárfestir
er. Það skiptir hins vegar máli að
tækifæri glatist ekki vegna skorts
á nauðsynlegum fjárfestingum
og því betur sem íslenskir fjár-
festar eru að sér í þessum geir-
um því betra. Við finnum að áhugi
þeirra er að vaxa og það er mikið
ánægjuefni. Fjárfestar á þessum
seinni stigum þurfa alltaf að koma
með eitthvað meira heldur en fjár-
magn, einhverja þekkingu, tengsl
o.s.frv. og þetta mun allt þróast hér.
Ég held því að það þurfi ekkert að
bregðast neitt við þessum erlendu
fjárfestingum, þær eru jákvæðar.“
Erlendir fjárfestar
sækja í sprotana
Áhugi erlendra fjárfesta á nýsköpunarfyrirtækjum innan sjávarklasans fer vax-
andi. Íslenskir fjárfestar horfa til rótgróinna fyrirtækja við fjárfestingar sínar.
HAUKUR MÁR
GESTSSON
HJÁ KERECIS Vara
Kerecis, sem er
úr þorskroði og
ætluð til að með-
höndla þrálát sár,
er orðin gjaldgeng
hjá félagslega
hluta bandaríska
heilbrigðiskerfis-
ins, Medicare og
Medicaid, sem
og öllum þeim
þúsundum einka-
rekinna trygginga-
fyrirtækja sem
þjónusta heil-
brigðiskerfið þar
í landi. Erlendir
fjárfestar horfa
í áttina til fyrir-
tækisins, segir í
greiningu Sjávar-
klasans.
MYND/KERECIS
Í greiningu Sjávarklasans er þrennt tiltekið sem mikilvægt er að hafa í huga
við þátttöku erlendra fjárfesta hér innanlands í sjávarlíftækniiðnaði.
Í norskum lögum eru ákvæði um að ekki megi selja eða miðla til annarra
réttinum til að nýta erfðaefni úr auðlindum sjávar nema með leyfi. Þótt lög
um efnahagslögsögu Íslands taki til allra lífrænna og ólífrænna efna hafsins
við landið er ákvæði sem þetta ekki að finna í íslenskum lögum. Mikilvægt
er að skoða hvort slík lagasetning geti tryggt íslenska hagsmuni.
Brýnt er að við sölu hlutabréfa líftæknifyrirtækja úr landi sé reynt eftir
mætti að halda áfram þróun og rannsóknum hérlendis. Í það minnsta þarf
að vekja sem mestan áhuga og skilning erlendra fjárfesta á þeim öflugu
rannsóknum sem hér fara fram og þeim áhuga sem íslenskur sjávarútvegur
hefur sýnt á samstarfi um ýmis þróunarverkefni.
Innlendir fjárfestar þurfa að efla kunnáttu sína í haftengdum greinum.
Kynna þarf betur nýju íslensku líftæknistarfsemina fyrir innlendum
fjárfestum og efla um leið tengsl fjármálafyrirtækjanna við erlenda fjár-
mögnunaraðila á þessu sviði.
RÍK ÞÖRF Á TRYGGU REGLUVERKI
Þetta er
hins vegar
hugsanlegt
áhyggjuefni
fyrir íslenska
fjárfesta,
allavega
eitthvað sem þeir ættu að
velta fyrir sér; eru þarna
tækifæri sem þeir sem
fjárfestar eru að fara á mis
við og hvernig má þá bæta
úr því?
Bjarki Vigfússon,
hagfræðingur Sjávarklasans.
Stefnt er að því að útboð á hlut-
um í fasteignafélaginu Eik verði
haldið dagana 17.-20. apríl næst-
komandi. Í framhaldi verður
félagið skráð á markað.
Í útboðinu hyggst Arion banki
hf. bjóða til sölu allt að 14%
eignar hlut sinn í félaginu en
frekari upplýsingar um stærð
og fyrirkomulag útboðsins verða
birtar í lýsingu félagsins. Í til-
kynningu frá Arion segir að með
fyrirvara um staðfestingu Fjár-
málaeftirlitsins á lýsingu Eikar
fasteignafélags verði hún birt á
vefsvæði félagsins í aðdraganda
útboðsins.
Eik fasteignafélag sinnir
rekstri og útleigu á atvinnuhús-
næði. Fjöldi eigna félagsins er
yfir 100 og telja þær samtals um
273 þúsund fermetra. Virði fjár-
festingaeigna félagsins er um
62 milljarðar króna og heildar-
fjöldi leigutaka er yfir 400. Eins
og fram kom í Markaðnum í gær
stækkaði efnahagsreikningur
félagsins verulega á árunum
2013-2014 þegar Eik keypti Land-
festar og EF1. - jhh
Arion býður allt að 14 prósenta hlut í Eik til sölu:
Útboð hefst 17. apríl
Winston Regal
18.990.-
www.snuran.is
vefverslun S: 537-5101
Njóttu þess að versla
heima í stofu og fáðu
sent upp að dyrum
Láttu nýja hleðslutækið vera
það síðasta sem þú kaupir.
FrayFix fylgir með öllum
hleðslutækjum á meðan birgðir endast.
Hleðslutæki 11.990.-
FrayFix 3.990.-
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
C
-3
B
2
0
1
4
1
C
-3
9
E
4
1
4
1
C
-3
8
A
8
1
4
1
C
-3
7
6
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K