Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 10
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Lögfræðiþjónusta Lögréttu veitir endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala í samstarfi við KPMG og Arion banka. Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 14. mars kl. 13-17 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 í Sólinni (aðalbyggingu) og eru allir velkomnir. Pólskur túlkur á staðnum Hvað þarf að hafa meðferðis? • Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka • Veflykil inn á rsk.is • Verktakamiða síðasta árs (ef við á) Skilafrestur á skattframtali einstaklinga er til 20. mars. MÓTMÆLI Í ISTAN- BÚL Óeirðir brutust út í Tyrklandi í gær þegar efnt var til mótmæla í tilefni þess að ár er liðið frá því að Berkin Elvan lést. Hann var fimmtán ára skóla- piltur sem særðist illa þegar hann varð fyrir gashylki frá lögregluþjóni í mótmælum gegn byggingaráformum í Gezi Park í Istanbúl árið 2013. Elvan lá í dái á sjúkrahúsi í 296 daga áður en hann lést þann 11. mars í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA MINNAST HAMFAR- ANNA Í FUKUS- HIMA Starfsmenn orkuveitunnar í Tókíó lutu höfði í þögn í tilefni þess að fjögur ár voru liðin í gær frá jarðskjálftanum mikla og flóðbylgjunni sem lagði meðal annars kjarnorkuverið í Fukushima í rúst. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 3SJÁLFSTÆÐI FAGNAÐ Í LITHÁEN Í gær var aldarfjórðungur liðinn frá því Litháen fékk sjálfstæði eftir að hafa áratugum saman tilheyrt Sovétríkjunum. Þessa var minnst í höfuðborginni Vilníus. NORDICPHOTOS/AFP 1 ÁSTAND HEIMSINS 2 1 3 SÝRLAND Um tveir tugir mann- réttindasamtaka hafa sent frá sér skýrslu þar sem farið er yfir álykt- anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna varðandi stríðsátökin í Sýr- landi, sem nú hafa staðið yfir í nærri fjögur ár. Niðurstaðan er sú að ályktan- irnar hafa ekki komist til fram- kvæmda og ekki haft nein áhrif í þá veru að bæta ástandið í Sýr- landi. „Orð Öryggisráðsins eru innan- tóm,“ segir Andy Baker hjá Sýr- landsdeild Oxfam, alþjóðasamtaka sem berjast gegn fátækt. „Það er tími til kominn að ríkisstjórnir sem hafa kynt undir átökunum hætti því og leggi áherslu á að auka hjálparstarf til að mæta lífsnauð- synlegum þörfum fólks og þrýsti á um friðsamlega lausn.“ Teknar eru fyrir fjórar álykt- anir sem Öryggisráðið samþykkti á árinu 2014. Þar er þess kraf- ist að almenningur njóti verndar, aðgengi hjálparstarfsfólks verði bætt, hjálparstarf verði eflt og unnið verði að pólitískri lausn á deilunum. Kröfur ráðsins eru síðan bornar saman við það sem gerðist eftir að ályktanirnar voru samþykktar, og niðurstaðan er sú að ráðið hafi gjör- samlega brugðist íbúum Sýrlands. Þrjár af fjórum einkunnum eru F en ein einkunnin er D. F er fall- einkunn sem þýðir að ástandið hafi hreinlega versnað eftir að viðkom- andi ályktun var samþykkt, en D er næstlægsta einkunnin og þýðir að ástandið hafi hvorki versnað né skánað. Augljóst þykir að almenningur njóti ekki verndar, aðgengi fyrir hjálp hafi ekki batnað, þörf fyrir hjálparstarf hafi aukist og fjár- munir til hjálparstarfs hafi minnk- að miðað við þörf. Aðgerðarleysi þeirra sem eiga að sjá um að hrinda ályktunum Öryggisráðsins í framkvæmd hafi orðið til þess að árið 2014 varð það alversta fyrir sýrlenskan almenn- ing frá upphafi átakanna. Stríðsátökin í Sýrlandi hafa kost- að 220 þúsund mannslíf undan farin fjögur ár, þar af létu 76 þúsund manns lífið á árinu 2014. gudsteinn@frettabladid.is Ráðið fær falleinkunn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gjörsamlega brugðist íbúum Sýrlands, að mati Barnaheilla, Oxfam og nítján annarra mannúðar- og hjálparsamtaka. Á FLÓTTA UNDAN SPRENGJU- ÁRÁS Ekki hefur tekist að verja almenning í Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA þúsund manns létu lífi ð af völdum stríðsátaka í Sýr- landi á árinu 2014. 76 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -5 3 D 0 1 4 1 C -5 2 9 4 1 4 1 C -5 1 5 8 1 4 1 C -5 0 1 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.