Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 24
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi upp- gjör gengislána félagsins. Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsað- ferðinni í Borgarbyggðarmálinu. Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt for- dæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í októ- ber 2012, þegar dómur í Borgar- byggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni frem- ur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstarétt- ar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreinings- mál. Þetta eru vissulega ánægju- leg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leið- réttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjár- málafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmd- ist fremur góðum viðskiptahátt- um fjármálafyrirtækis að Lýs- ing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raun- verulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólög- mætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hend- ur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármála- fyrirtæki heldur yrði að líkind- um einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna! Í mörg ár hefur mér fund- ist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra póli- tískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþús- undi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannrétt- indi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokk- ur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmála- flokkar nú fleiri og minni. Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkis- stjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópu- sambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópu- sambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrir- vara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evr- ópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta. Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem köll- uð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapott- ur eða leigupottur. Pottasull er ávís- un á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klass- ískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöf- un þessarar mikilvægustu auðlind- ar þjóðarinnar, því þarf að breyta. Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta póli- tíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrár nefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðar eign á auðlindum, umhverfis- vernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endur- skoðun. Þetta er sú leið sem mál- efnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjöl- miðlunum og gamli tíminn í fræða- samfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuld- um fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðar- innar sem birtist í þjóðaratkvæða- greiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við von- uðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri? Er hagnaður til hægri? Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoð- un minni að útreiknings- aðferðin sem Lýsing beit- ir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæsta- réttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýs- ingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félags- ins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnu- veitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafor- dæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar. Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaða- grein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstak- linga og fyrirtækja stefnt Lýs- ingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvem- ber 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktaka- fyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigu- samningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýs- ing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og Lýsing á leik Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuð- borgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokk- urs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á ein- hverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverf- inu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbæn- um er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum fram- kvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmd- ir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síð- asta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þing- vangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skipt- ir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlust- að sé á raddir okkar í stóru mál- unum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verk- taka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þétt- ingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með tölu- vert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt. ➜Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Alvöru íbúalýðræði SKIPULAGSMÁL Hróbjartur Örn Guðmundsson íbúi í Reykjavík STJÓRNMÁL Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar Glöggt er gests augað segir gamalt máltæki. Á þeirri speki geta verið margar hliðar eins og fleiru. Sú hætta er augljós að gest- inum hafi verið sýnd fegr- uð mynd af ástandinu á bænum, allt gert hreint í hólf og gólf fyrir komu hans og í hann borið það besta sem til var matar- kyns. En — sé gesturinn vandanum vaxinn — lætur hann ekki villa um fyrir sér með slíkum brögðum. Tala nú ekki um ef tilgangur heimsóknarinnar er beinlínis sá að kanna ástand mála eins og það raunverulega er og vera á varðbergi gagnvart fegraðri mynd af hlutunum. Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stund- um er sagt, og jafnvel í háðsleg- um tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn ein- mitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sann- leikurinn um hinar feysknu undir- stöður „íslenska efnahagsundurs- ins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðu- laus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008. Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohos- lavsky, landið á vegum Mann- réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heim- sóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efna- hagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi. Heim- sókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum. Niðurstöðurnar eru athyglisverð- ar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gests- auga. Hér var þó hvorki umboðs- laus aðili á ferð né er hann þátttak- andi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erind- reka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þess- um tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sann- leikanum um það sem var tilgang- ur heimsóknarinnar. Og tilgangur- inn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þess- um mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið: Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórn- valda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í saman- dregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í laus- legri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahags- þrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarf- ar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtíma- atvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv. „Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Þegar kemur að því að svara spurn- ingunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórn- völd tókust á við efnahagserfiðleik- ana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinar- höfundar) og gesturinn hefur síð- asta orðið: „… ríkisstjórnin brást við fjár- mála- og efnahagsþrenging- unum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjár- framlögum til félagslegra stuðn- ingsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnu- markaðs aðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað fram- hlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi auk- innar tekjuöflunar með þrepaskipt- um tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrir- tækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem rík- ari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Glíma Íslands við hrunið! EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður FJÁRMÁL Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar- lögmaður ➜ Dómarnir frá síðastliðnum fi mmtu- degi hafa víðtækt fordæmisgildi … 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -6 2 A 0 1 4 1 C -6 1 6 4 1 4 1 C -6 0 2 8 1 4 1 C -5 E E C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.