Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 46
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12. MARS 2015 Tónleikar 19.30 Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. Concierto Pastoral, flautukonsert spænska tónskáldsins Joaquín Rodrigo, verður fluttur í Hörpunni. Miðasala á harpa.is. 20.00 Útgáfutónleikar á plötunni Hver stund með þér– ástarljóð afa til ömmu í 60 ár, í Salnum í Kópavogi. Miðasala á midi.is. Miðaverð 2.000 krónur. 21.00 Jónas og ritvélarnar verða í rosalegu stuði á Café Rósen- berg í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. 21.00 Bubbi Morthens og hljómsveitin Dimma koma saman á tónleikum á Græna Hattinum fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. mars 2015.Miðaverð 3.900 kr, miða- sala á miði.is. 22.00 Antimony Útgáfu- tónleikar á Dillon fyrir OVA EP Gestir TBA. Antimony er nýbylgju drunga-popp sveit frá Reykjavík. Frítt inn. Fundir 11.45 Hádegis- fundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 12. mars nk. kl. 12.00-13.00 á efri hæð Greifans í Gler- árgötu. Húsið opnar klukkan 11.45 og fundur byrjar stundvíslega klukkan 12.00. 17.15 Ritsmiðja Íslands heldur fund á Íslenska barnum Ingólfs- stræti, beint á móti Óperunni. Allir velkomnir. 20.00 Stjórnmálasamtökin Dögun bjóða til fundar um sjávarútvegsmál fimmtudaginn 12. mars á veitinga- staðnum Catalína Hamraborg 11. Fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi er boðið á fundinn. Sýningar 09.00 Andstæðar týpur er samsýning fimm íslenskra grafískra hönnuða, bandarísks myndskreytis, finnskrar og íslenskrar textagerðakvenna á HönnunarMars 2015. Þema sýningarinnar er Andstæðar týpur sem hver túlkar á sinn hátt. Opið daglega. Hönnun og tíska 17.00 Scintilla opnar sýningu á nýjum plakötum í versluninni Gallería á Laugavegi 77 í tilefni af HönnunarMars // Design- March. 17.00 Systurnar Hadda Fjóla Reykdal listmálari og Hlín Reykdal hönn- uður vinna báðar út frá hughrifum úr náttúrunni. Á sýningu þeirra í Gall- eríi Gróttu skoða þær hvernig hugmyndir þeirra mætast og mótast og verða að samspili í ólíkum miðlum verkanna. 21.00 Opnunarhátíð Reykjavík Fashion Festival verður haldin með pompi og prakt á Sky Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 fyrir hátíðargesti. Kynningar 12.00 Kynning á starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar sem er klasi vinnustofa og verkstæða úr ólíkum geirum hönnunar, iðnaðar og myndlistar. Fjölbreytt þjónusta í boði. 19.00 Opinn kynningarfundur um háskólanám í tölvuleikjahönnun og margmiðlun sem HINT háskólinn í Noregi er með í samstarfi við CCP. Fundurinn er haldinn í höfuðstöðv- um CCP, Grandagarði 8. Málþing 12.00 Í hádeginu á fimmtudaginn 12. mars verður málþing um raunveru- leikasjónvarpsþáttinn Biggest Loser Ísland. Staður: Málfundastofa V101 í Háskólinn í Reykjavík. Stund: 12.00- 12.45. Dans 20.00 SALSADAGAR á RÍÓ! Fimmtu- dagskvöldið 12. mars býður SalsaIce- land til salsaveislu á RÍÓ! Frír prufu- tími fyrir byrjendur kl. 20.00 og síðan er dansgólfið laust fyrir alla salsaóða til kl. 00.00. Uppistand 21.30 Best of Uppistand.is á Bar 11. Mánaðarleg uppistönd þar sem fram koma þeir sem hafa skarað fram úr í Tilraunauppistöndunum. Aðgangur 1.000 krónur. Tónlist 20.00 Hljómsveitin LOW ROAR sem hefur ekki spilað á hljómleikum á Íslandi um nokkurt skeið er á Húrra í kvöld. Gott tækifæri til að sjá LOW ROAR á hljómleikum. Miðaverð 1.500. 21.00 Vinsælasti útvarpsþáttur djammarans Með á Nótunum verður með sitt fastakvöld fimmtudaginn 12 mars á Prikinu. Sérstakur gestur þetta kvöld verður enginn annar en Formaðurinn sjálfur eða DJ Kári. 21.30 Atli Kanill hefur ekki spilað húsdjús á Kaffibarnum síðan 2013, en mætir aftur þangað í kvöld. Þetta verður djúsígaman. Fyrirlestrar 09.00 Einvala lið alþjóðlegra hönn- uða og arkitekta sýnir fram á mikil- vægi leiks í hönnun og nýsköpun á DesignTalks, fyrirlestradegi Hönnun- armars 2015 í Hörpunni. Myndlist 17.00 Vinnusmiðju MA námsbrautar í myndlist lýkur með gjörningavið- burði í Listasafni Einars Jónssonar, Skólavörðuholti. Viðburðurinn er öllum opinn. 18.00 Samtal við hönnuð. Gestum Hafnarborgar er boðið í leiðsögn um sýningu hönnuðarins David Taylor, Á gráu svæði. Þá munu gestir fá tæki- færi til þess að ræða við og hlýða á hönnuðinn ræða um sýninguna og verk sín. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tískuviðburður ársins, Reykja- vík Fashion Festival, hefst form- lega í kvöld. „Opnunarpartíið verð- ur haldið á Ský Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 og þang- að er öllum hátíðargestum boðið að koma og fagna með okkur, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra mun opna hátíðina,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðla- fulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á hátíðina, hátíðarpassar fyrir helgina eru uppseldir og örfáir miðar voru eftir á stakar sýningar þegar blaðið fór í prentun. Sýning- arnar byrja svo á föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan hálf átta. „Það verður dálítið hlé á milli sýninganna, þar sem við vild- um gera meira úr hátíðinni. Þarna geta gestir komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á föstudag sýna Sigga Maija og Jör. Húsið verður opnað klukkan 14.30 á laugardag en þá sýna An other Creation, Scintilla, MAGNEA og EYLAND. Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni rff.is. - asi Reykjavík Fashion Festival hefst í dag Hátíðin verður sett í kvöld klukkan 21.00. GLÆSILEGT Frá Reykjavik Fashion Festival 2014. MYND/VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR dagar í Apótekinu Garðatorgi 12. – 18. mars Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira* Kaupaukinn inniheldur: • Take the day off, augnfarðahreinsir 30ml • DDML+, gula kremið, 30ml • Cubby stick , augnskuggi 5g • Blushing blush, kinnalitur 3,1g • High lengths,  maskari 5ml • Augnhárabrettari • Snyrtibudda *meðan birgðir endast NÝJUNG Vinsælasta varan frá Clinique komin í kremform. Fyrir þurrari húðgerðir. Gott gegn vetrarkuldanum. 25% afsláttur af Clinique vörum fimmtudag og föstudag 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 C -3 6 3 0 1 4 1 C -3 4 F 4 1 4 1 C -3 3 B 8 1 4 1 C -3 2 7 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.