Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 48
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING KVIKMYNDIR | 36 Cinderella Ævintýramynd Helstu leikarar: Lily James, Cate Blanchett, Richard Madden 7,8/107,2/10 7,0/1087%44% 72% Inherent Vice Drama Helstu leikarar: Joaquin Phoenix, Josh Brolin, Owen Wilson The Little Death Gamanmynd Helstu leikarar: Damon Herriman, Bojana Novakovic, Josh Lawson FRUMSÝNINGAR Trend Beacons ★ ★ ★ ★ ★ Bíó Paradís LEIKSTJÓRN OG FRAMLEIÐSLA: THE MARKELL BROTHERS. ÞORKELL HARÐAR- SON OG ÖRN MARINÓ ARNARSON. TÓNLIST: MUGISON. FRAMLEIÐENDUR: RAGNA FRÓÐA- DÓTTIR OG HEATHER MILLARD. VIÐMÆLENDUR: CHRISTINE BOLAND, DAVID SHAH OG RAVAGE-TVÍEYKIÐ ARNOLD VAN GEUNS OG CLEMENS RAMECKERS. Heimildarmyndin Trend Beacons fjallar um heim sem er mörgum framandi, heim tískunnar. Í mynd- inni fáum við að kynnast fjórum trend-spámönnunum, en þeirra hlutverk er að sjá fyrir hvað muni gerast í heimi hönnunar og tísku. Ekki næsta haust, nei. Þeir spá tvö ár fram í tímann. Vinna þeirra snýst um að sjá og spá um hvað verði næsta trend, í hönnun, tísku, litum og jafnvel lifnaðarháttum. Hugmyndirnar eru svo settar í bækur sem þeir selja til stóru fyrirtækjanna og hönnuðanna, með rökstuðningi um af hverju það ætti til dæmis að veðja frekar á bláan lit en bleikan. Bækurnar nota hönnuðirnir síðan sem innblástur fyrir næstu línu. Það eru miklir peningar í húfi og því taka fyrirtækin enga sénsa. Hraðinn sem einkennir þennan heim hefur gert það að verkum að ný trend verða orðin gömul fimm mínútum síðar. Myndin er frábærlega vel gerð, stiklar á stóru og snertir á mörg- um þáttum tískuheimsins, líka þeim slæmu. Áhorfandinn er leidd- ur inn í heim innblásturs og sköp- unar og fær góða innsýn í starf tískuspámannsins. Við fáum að sjá og kynnast starfi sem fáir þekkja og margir vissu ekki að væri yfir- leitt til, en er þó gríðarlega mikil- vægt. Í mörgum heimildarmyndum sem fjalla um þennan heim er tilgangurinn oft að gera lítið úr honum, nú eða blása hann upp, en þeim Þorkeli og Erni tekst að fara hinn gullna milliveg. Trend Beacons er fersk og töff heimildarmynd og það er gaman að sjá íslenska mynd sem fjallar um svona „current“ efni. Heimildar mynd sem enginn tísku-, hönnunar- eða markaðsáhuga- maður má láta fram hjá sér fara. Adda Soffía Ingvarsdóttir Ekki hobbý, heldur fag Í íslensku heimildarmyndinni Trend Beacons fylgjum við eft ir tískuspámönnum sem spá fyrir um trendin eft ir tvö ár. FLOTTIR RAVAGE-tvíeykið Arnold van Geuns og Clemens Rameckers með geithafrinum sínum sem fer á kostum í myndinni. 69 ára Liza Minnelli leik- og söngkona Þekktust fyrir: Cabaret, Arthur. Í dag hefjast hinir árlegu Þýsku kvik- myndadagar í Bíó Paradís. Sýndar verða sex nýjar og spennandi myndir. Dagarnir hefjast með hinni margverðlaunuðu Die geliebten Schwestern og auk hennar verða þekktar verðlaunamyndir sýndar, til að mynda Westen, Das finstere Tal og Kreuzweg. Myndirnar eru sýndar með enskum texta. ÞÝSKIR KVIKMYNDADAGAR CANON POWERSHOT SX610 Verð: 46.900 kr. Lipur en kröftug vél. 18x aðdráttarlinsa, Full HD vídeó og Wi-Fi. E N N E M M N M 67 88 0 Borgartúni 37 - 105 Reykjavík - 569 7700 | Kaupangi Akureyri - 569 7645 | nyherji.is/fermingar GRÆJAÐU FERMINGUNA LENOVO S8-50 Verð: 46.900 kr. Kraftmikil og skemmtileg 8” spjaldtölva. Full HD upplausn og 16 GB. 4G BOSE SOUNDLINK MINI Verð: 34.900 kr. Þráðlaus og léttur ferðahátalari sem tengist auðveldlega við snjallsíma. LENOVO Y50 15,6“ Verð: 199.900 kr. Flott fartölva með Haswell i7 örgjörva. Ótrúleg afköst fyrir leiki og skemmtun. Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú stytt- ist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Ander- son sem er nýflutt til San Franc- isco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum henn- ar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuð- stöðvarnar. Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leik- stýrði Óskarsverðlaunamynd- inni Up og um aldamótin leik- stýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leik- fangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Micha- els Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatou- ille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann. „Pers- ónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarn- ar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki e i n a my nd P i x a r s e m væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leit- inni að Nemo í kvik- myndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leik- fangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar. johannoli@frettabladid.is Sú fi mmtánda kemur í sumar Á rífl ega tuttugu árum hefur Pixar, í samvinnu við Disney, gefi ð út fj órtán myndir. Fjórar kvikmyndir framleiðandans eru væntanlegar fyrir árið 2017. TILFINNING Gleði er ein þeirra tilfinninga sem fylgst verður með. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 C -2 2 7 0 1 4 1 C -2 1 3 4 1 4 1 C -1 F F 8 1 4 1 C -1 E B C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.