Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 28
FÓLK|
Framhald af fyrri síðu.
Ég fór til Indlands fyrir tíu árum að skoða arkitektúr með skól-anum og keypti mér þar eyrna-
lokk sem liggur yfir eyrað. Ég hef verið
með lokkinn stanslaust síðan,“ segir
Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og einn
þriggja hönnuða sem standa á bak við
nýja skartgripalínu, Indland – Ísland,
sem sýnd er í Hrím hönnunarhúsi nú á
HönnunarMars.
Línan samanstendur af eyrnalokkum,
hálsmeni og armbandi úr gulli og silfri
og byggir á indverska lokknum hennar
Hildar.
„Sá lokkur er mikið flúraður og mig
langaði alltaf til að gera einfalda útgáfu
af honum og laga hann að okkar skandi-
navíska formtungumáli,“ útskýrir Hildur
en eyrnalokkarnir, festin og armbandið
skarta mörgum einföldum skífum, sem
grípa birtuna og endurkasta ljósi og
litum.
„Ég komst í samband við Ásu Gunn-
laugsdóttur, vöruhönnuð og gullsmið,
eiganda ASA Jewellery, og saman þró-
uðum við línuna. Indverski lokkurinn
er einungis hannaður til að liggja yfir
eyrað og ætlast til að annar lokkur
hangi úr eyrnasneplinum en við út-
færðum okkar lokk þannig að hann geti
hangið niður líka. Sá indverski er einnig
í þremur hlutum en okkar er í einu lagi.
Þá er ekki hætta á að týna festingunni
eða pinnanum.“
Þær Hildur og Ása fengu síðan til liðs
við sig Írisi Stefánsdóttur ljósmyndara,
sem gaf línunni auka innslag frá Ind-
landi að sögn Hildar. „Það var frábært
að fá Írisi í samstarf en hún er nýflutt
heim frá Ítalíu, þar sem hún vann ein-
mitt við að ljósmynda skartgripi. Hún á
heiðurinn af því hvernig myndirnar af
línunni urðu til en af því að lokkurinn
var kominn langt frá sínum indverska
uppruna, að okkur fannst, þá kallaði
hún hann aftur fram í myndatökunni,
meðal annars með lituðu ljósi,“ útskýrir
Hildur og segir samstarfið hafa gengið
snurðulaust fyrir sig. Það hafi verið
áskorun fyrir arkitekt að vinna í svo
fíngerð efni eins og gull og silfur.
„Þetta gekk ótrúlega vel,
ég er vön að vinna í
grófa steypu en
við eigum þó
sameiginlegan
sjónlistabak-
grunn. Oft
var ég úti á
þekju þegar
var verið
að ræða á
fagmáli um
skart, hár-
greiðslu og
ljósmyndun
en það er
frábært að fá
innsýn í annan
heim. Svo er gaman
frá því að segja að ind-
verska sendiráðið kom
inn í þennan bræðing
okkar milli Indlands og
Íslands en Shri Sunil K.
Agnihotri hjá indverska
sendiráðinu og eiginkona
hans, Sengeeba Agni-
hotri, buðu upp á ind-
versk heimagerð sætindi
á opnuninni í Hrím. Nú
er stefnan sett á að hefja
framleiðslu á línunni
fljótlega og eins eigum
við þegar margar
hugmyndir að fleiri
vörum sem við
erum í starthol-
unum með.“
■ heida@365.is
EINFÖLD FORM
Hildi hafði lengi
langað til að útfæra
flúraðan lokk sem hún
keypti á Indlandi fyrir
tíu árum á einfaldari hátt
og nær „skandinavísku form-
tungumáli“.
INDVERSK ÁHRIF Línan byggir á indversk-
um eyrnalokk sem ætlað er að liggja yfir
eyrað. MYND/ÍRIS STEFÁNSDÓTTIR
FRUMSÝNA NÝJA SKARTGRIPALÍNU Hildur Steinþórsdóttir arkitekt , Ása
Gunnlaugsdóttir, vöruhönnuður og gullsmiður, og Íris Stefánsdóttir ljósmyndari
standa á bak við skartgripalínuna Indland – Ísland. Línan er sýnd í Hrím hönn-
unarhúsi við Laugaveg 25 nú á HönnunarMars. MYND/GVA
TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Nicolas Ghesquière sýndi haust- og vetr-artískulínu sína fyrir
Louis Vuitton á tískuvikunni í
París nýverið. Tískusýningin
fór fram inni í silfraðri bygg-
ingu listasafnsins Fondation
Louis Vuitton.
Sýningin vakti töluverða
athygli, ekki síst íburðarmiklir
hvítir loðjakkar sem voru
áberandi í sýningunni. Auk
þess vöktu ferköntuð málm-
veski nokkurn áhuga meðal
viðstaddra.
Uppáhaldsfyrirsæta Vuit-
ton, Freja Beha Erichsen, gekk
fyrst á svið í hvítum loðnum
jakka en mesta umfjöllun á
Instagram fékk Fernanda Hin
Lin Ly með sitt bleika hár.
HVÍTIR LOÐFELDIR VUITTON
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Kr. 11.900.-
Str. 40-56
6 litir
Stakir
jakkar
ÍSLENSKIR
FARARSTJÓRAR
BÍÐA ÞÍN Í SÓLINNI
BÓKAÐU Á UU.IS
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Stærðir 38-54
Smart föt,
fyrir smart
konur
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
C
-4
9
F
0
1
4
1
C
-4
8
B
4
1
4
1
C
-4
7
7
8
1
4
1
C
-4
6
3
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K