Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 28
FÓLK| Framhald af fyrri síðu. Ég fór til Indlands fyrir tíu árum að skoða arkitektúr með skól-anum og keypti mér þar eyrna- lokk sem liggur yfir eyrað. Ég hef verið með lokkinn stanslaust síðan,“ segir Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og einn þriggja hönnuða sem standa á bak við nýja skartgripalínu, Indland – Ísland, sem sýnd er í Hrím hönnunarhúsi nú á HönnunarMars. Línan samanstendur af eyrnalokkum, hálsmeni og armbandi úr gulli og silfri og byggir á indverska lokknum hennar Hildar. „Sá lokkur er mikið flúraður og mig langaði alltaf til að gera einfalda útgáfu af honum og laga hann að okkar skandi- navíska formtungumáli,“ útskýrir Hildur en eyrnalokkarnir, festin og armbandið skarta mörgum einföldum skífum, sem grípa birtuna og endurkasta ljósi og litum. „Ég komst í samband við Ásu Gunn- laugsdóttur, vöruhönnuð og gullsmið, eiganda ASA Jewellery, og saman þró- uðum við línuna. Indverski lokkurinn er einungis hannaður til að liggja yfir eyrað og ætlast til að annar lokkur hangi úr eyrnasneplinum en við út- færðum okkar lokk þannig að hann geti hangið niður líka. Sá indverski er einnig í þremur hlutum en okkar er í einu lagi. Þá er ekki hætta á að týna festingunni eða pinnanum.“ Þær Hildur og Ása fengu síðan til liðs við sig Írisi Stefánsdóttur ljósmyndara, sem gaf línunni auka innslag frá Ind- landi að sögn Hildar. „Það var frábært að fá Írisi í samstarf en hún er nýflutt heim frá Ítalíu, þar sem hún vann ein- mitt við að ljósmynda skartgripi. Hún á heiðurinn af því hvernig myndirnar af línunni urðu til en af því að lokkurinn var kominn langt frá sínum indverska uppruna, að okkur fannst, þá kallaði hún hann aftur fram í myndatökunni, meðal annars með lituðu ljósi,“ útskýrir Hildur og segir samstarfið hafa gengið snurðulaust fyrir sig. Það hafi verið áskorun fyrir arkitekt að vinna í svo fíngerð efni eins og gull og silfur. „Þetta gekk ótrúlega vel, ég er vön að vinna í grófa steypu en við eigum þó sameiginlegan sjónlistabak- grunn. Oft var ég úti á þekju þegar var verið að ræða á fagmáli um skart, hár- greiðslu og ljósmyndun en það er frábært að fá innsýn í annan heim. Svo er gaman frá því að segja að ind- verska sendiráðið kom inn í þennan bræðing okkar milli Indlands og Íslands en Shri Sunil K. Agnihotri hjá indverska sendiráðinu og eiginkona hans, Sengeeba Agni- hotri, buðu upp á ind- versk heimagerð sætindi á opnuninni í Hrím. Nú er stefnan sett á að hefja framleiðslu á línunni fljótlega og eins eigum við þegar margar hugmyndir að fleiri vörum sem við erum í starthol- unum með.“ ■ heida@365.is EINFÖLD FORM Hildi hafði lengi langað til að útfæra flúraðan lokk sem hún keypti á Indlandi fyrir tíu árum á einfaldari hátt og nær „skandinavísku form- tungumáli“. INDVERSK ÁHRIF Línan byggir á indversk- um eyrnalokk sem ætlað er að liggja yfir eyrað. MYND/ÍRIS STEFÁNSDÓTTIR FRUMSÝNA NÝJA SKARTGRIPALÍNU Hildur Steinþórsdóttir arkitekt , Ása Gunnlaugsdóttir, vöruhönnuður og gullsmiður, og Íris Stefánsdóttir ljósmyndari standa á bak við skartgripalínuna Indland – Ísland. Línan er sýnd í Hrím hönn- unarhúsi við Laugaveg 25 nú á HönnunarMars. MYND/GVA TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Nicolas Ghesquière sýndi haust- og vetr-artískulínu sína fyrir Louis Vuitton á tískuvikunni í París nýverið. Tískusýningin fór fram inni í silfraðri bygg- ingu listasafnsins Fondation Louis Vuitton. Sýningin vakti töluverða athygli, ekki síst íburðarmiklir hvítir loðjakkar sem voru áberandi í sýningunni. Auk þess vöktu ferköntuð málm- veski nokkurn áhuga meðal viðstaddra. Uppáhaldsfyrirsæta Vuit- ton, Freja Beha Erichsen, gekk fyrst á svið í hvítum loðnum jakka en mesta umfjöllun á Instagram fékk Fernanda Hin Lin Ly með sitt bleika hár. HVÍTIR LOÐFELDIR VUITTON Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 11.900.- Str. 40-56 6 litir Stakir jakkar ÍSLENSKIR FARARSTJÓRAR BÍÐA ÞÍN Í SÓLINNI BÓKAÐU Á UU.IS Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Stærðir 38-54 Smart föt, fyrir smart konur 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -4 9 F 0 1 4 1 C -4 8 B 4 1 4 1 C -4 7 7 8 1 4 1 C -4 6 3 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.