Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 22
12. mars 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir
Grensásveginn á hverjum degi á leið til
skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ung-
menni í Bústaðahverfinu en við búum
við götu sem liggur að Grensávegi milli
Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturs-
hraði þarna hefur mælst allt að 80 km/
klst. enda var gatan upphaflega lögð sem
hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs.
Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór
fyrir þá umferð sem um hana fer og því
óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri
íbúðabyggð.
Fólk hefur ýmsar skoðanir á fram-
kvæmdinni en mikilvægt er að virða
óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem
haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin
ár við undirbúning nýs aðal- og hverf-
isskipulags hefur skýrt komið fram að
íbúar líta á mikla og hraða bíla umferð í
Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegn-
um þau til helstu ókosta borgarhlutans.
M.a. vegna þessara ábendinga leggur
borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga
úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar
sem umlykur borgarhlutann og þverar
skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er
að þeir sem fara reglulega yfir götuna
fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki
börn og ungmenni, þurfi ekki að fara
yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi.
Hverfið verður öruggara með hægari
bílaumferð.
Ég talaði nýlega fyrir þessari fram-
kvæmd á Facebook. Vinur minn úr net-
heimum sagðist vera mótfallinn fram-
kvæmdinni vegna þess að heppilegt sé
að nota götuna þegar umferðin er þung
á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt
fleiri tala sem ekki eru sáttir við fram-
kvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan
spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er
það deginum ljósara að slíkur hraðakstur
hentar ekki íbúum hverfisins.
Með framkvæmdinni fæst öruggari
og vistlegri gata sem hægt verður að
hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu.
Endurbættur Grensásvegur er liður í
metnaðarfullu langtímaverkefni að gera
Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi
tiltekni hluti götunnar er nú stórhættu-
legur fyrir hjólandi umferð.
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta
það að vera óskir og þarfir íbúa hverf-
anna sem skipta mestu máli.
Hvað með þarfi r íbúanna?
➜ Með framkvæmdinni fæst
öruggari og vistlegri gata sem hægt
verður að hjóla án þess að leggja líf
og limi í hættu.
SKIPULAG
Dóra
Magnúsdóttir
íbúi í Bústaða-
hverfi og formaður
hverfi s ráðs Háa-
leitis og Bústaða
Siðleysi eða hvað?
Björn Valur Gíslason, varaformaður
Vinstri grænna, sparar hvergi stóru
orðin þegar kemur að stuðningi
sjávarútvegsfyrirtækja við Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokk. Hann segir
styrkina vera greiðslu til þingmanna og
stjórnmálaflokka „gegn gjaldi sem felst
þá í því að viðkomandi þingmenn og
stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra
sem styrkja þá“, eins og hann orðaði
það í Bylgju fréttum í gær. Björn Valur er
ekki sá eini sem hefur gripið til stórra
orða vegna fregna af umræddum
styrkjum. Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrverandi forsætisráðherra,
segir þetta siðlaust og tekur
Björn Valur undir það. Þetta
vekur upp umræðuna um
slíka styrki. Allir stjórn-
málaflokkar taka við
þeim frá fyrirtækjum. Hvenær verða
styrkirnir siðlausir?
Umræðan endalausa
Hér er ekki spurt til að vera með hártog-
anir. Styrkir af þessum toga einkenna
íslenskt stjórnmálaumhverfi og lengi
hefur verið reynt að ná utan um þá. Allir
flokkar hafa þegið styrki af sjávarútvegs-
fyrirtækjum, en hvenær verða þeir sið-
lausir? Er það við ákveðna upphæð, eða
þegar ákveðinn fjöldi fyrirtækja í sama
geira styður sömu flokkana? Eða
eru fyrirtæki alltaf að kaupa
sér stuðning stjórnmála-
manna ef þau styrkja þá?
Áhugaverð umræða, en
ólíklegt að við komumst
nokkuð áfram í
henni frekar en
fyrri daginn.
Ókeypis ráðgjöf afþökkuð
Lekamálið virðist vera mest ráðgefna
mál í Íslandssögunni, ef marka má
fregnir af almannatengslafyrir-
tækjum og lögfræðistofum sem hafa
fengið greitt fyrir ráðgjöf vegna þess.
Fréttastofa RÚV upplýsti í gær að ekki
aðeins hefði innanríkisráðuneytið greitt
fyrir ráðgjöf vegna málsins, það hefði
lögreglan einnig gert. Kannski hafa
ráðgjafarnir verið í fríi, í það minnsta
bárust þau skilaboð úr ráðuneyti Ólafar
Nordal að ekki yrði rætt frekar við
fjölmiðla vegna málsins. Af því
tilefni eru hér endurbirtar ókeypis
ráðleggingar til ráðamanna, sem
fyrst birtust í gær: Segið satt og
skilmerkilega frá. Ekki forðast fjöl-
miðla. Veitið aðgang að gögnum.
Talið hreint út.
kolbeinn@frettabladid.is
U
m þessar mundir er ár liðið síðan utanríkisráðu-
neytið kynnti og ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum „Áherslur og framkvæmd Evrópustefnu“.
Ársafmælið var raunar í gær, því 11. mars í fyrra
fór kynningin fram. Ríkisstjórnin boðaði Evrópu-
stefnu sem byggðist á „efldri hagsmunagæslu á vettvangi
samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði (EES) og ann-
arra gildandi samninga Íslands og Evrópusambandsins (ESB)“.
Evrópa var í plagginu
réttilega sögð mikilvægt
markaðs- og menningarsvæði
fyrir Ísland og nauðsynlegt að
tryggja áfram opinn og frjálsan
aðgang að innri markaði ESB
á grundvelli EES-samningsins.
Í því augnamiði var meðal
annars boðuð efld hagsmuna-
gæsla í Brussel, við mótun laga þeirra sem hér hafa áhrif í
gegnum EES og um leið áhersla á skilvirka framkvæmd EES-
samningsins. Hluti af því var að snúa við sleifarlagi sem verið
hefur á innleiðingu Evrópulöggjafar og reglugerða hér á landi,
sem við höfum skuldbundið okkur til að gera á grundvelli EES.
Í þeim efnum erum við langt á eftir Noregi og Liechtenstein,
sem einnig eru aðilar að EES.
Frá því að kúrsinn var settur í fyrra hefur ótrúlega lítið
heyrst af efndum þeirra góðu fyrirheita sem í nýrri Evrópu-
stefnu var lýst. Hvað ætli hafi orðið um fjölgun starfsmanna í
Brussel eða skýrslu þar sem leggja átti mat á hagsmuni Íslands
af EES-samningnum sem utanríkisráðherra var sagður ætla
að vinna? Þeirri skýrslu átti að skila í fyrrahaust. „Efnt verður
til sérstakra umræðna um hana og EES-samninginn í tilefni af
20 ára gildistöku hans í samstarfi við helstu hagsmunasamtök
og fræðasamfélag,“ segir í kafla um framkvæmd Evrópustefn-
unnar. Þetta afmæli er komið og farið.
Sömuleiðis átti að gera gangskör að því að flýta innleiðingu
löggjafar ESB í EES-samninginn. Ísland var fyrir ári með
verstu frammistöðuna á EES-svæðinu í þeim efnum, bæði hvað
varðaði lög og reglugerðir. Lítil breyting virðist hafa orðið á
þessari stöðu og langt í land að „innleiðingarhalli“ EES-gerða
verði kominn úr þremur prósentum undir eitt prósent, eins og
ríkisstjórnin sagðist ætla að gera „eigi síðar en á fyrri hluta árs
2015“.
Í fyrradag kom út ársskýrsla ESA, eftirlitsstofnunar EFTA,
þar sem Oda Helen Sletnes, forseti ESA, fer yfir stöðuna og
gagnrýnir sérstaklega tregðu EFTA-ríkjanna við að lögfesta
sameiginlegar reglur innri markaðar Evrópu. „Á Íslandi virðist
vera við sérstakan vanda að glíma á sviði dýraheilbrigðismála
og miklar tafir hafa verið á að taka löggjöf á því sviði upp í
landsrétt,“ bendir hún á. Í ársskýrslunni kemur fram að ESA
hafi þurft að höfða 17 mál fyrir EFTA-dómstólnum í fyrra
vegna tafa á innleiðingu Evrópureglna. Metfjöldi, þar sem
þrettán málanna voru á hendur Íslandi, þrjú gegn Noregi og
eitt á hendur Liechtenstein.
Óneitanlega vakna spurningar um hversu mikil alvara hafi
fylgt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, sem vel að merkja hefur
líka á stefnuskrá sinni að ekki skuli gengið inn í Evrópusam-
bandið (né heldur gengið úr skugga um hvernig aðildarsamn-
ingur gæti litið út), þegar Evrópustefnan var kynnt.
Ár er liðið frá yfirlýsingum um mikilvægi EES:
Stefna í skötulíki
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
C
-4
E
E
0
1
4
1
C
-4
D
A
4
1
4
1
C
-4
C
6
8
1
4
1
C
-4
B
2
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K