Fréttablaðið - 12.03.2015, Qupperneq 46
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
12. MARS 2015
Tónleikar
19.30 Anna-Maria stjórnar Sibeliusi.
Concierto Pastoral, flautukonsert
spænska tónskáldsins Joaquín
Rodrigo, verður fluttur í Hörpunni.
Miðasala á harpa.is.
20.00 Útgáfutónleikar á plötunni
Hver stund með þér– ástarljóð afa til
ömmu í 60 ár, í Salnum í Kópavogi.
Miðasala á midi.is. Miðaverð 2.000
krónur.
21.00 Jónas og ritvélarnar verða
í rosalegu stuði á Café Rósen-
berg í kvöld. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.00.
21.00 Bubbi Morthens og
hljómsveitin Dimma koma
saman á tónleikum á Græna
Hattinum fimmtudaginn
12. og föstudaginn 13. mars
2015.Miðaverð 3.900 kr, miða-
sala á miði.is.
22.00 Antimony Útgáfu-
tónleikar á Dillon fyrir
OVA EP Gestir TBA.
Antimony er nýbylgju
drunga-popp sveit frá
Reykjavík. Frítt inn.
Fundir
11.45 Hádegis-
fundur Samtaka
atvinnurekenda
á Akureyri
verður haldinn
fimmtudaginn
12. mars nk.
kl. 12.00-13.00
á efri hæð
Greifans í Gler-
árgötu. Húsið
opnar klukkan 11.45 og fundur byrjar
stundvíslega klukkan 12.00.
17.15 Ritsmiðja Íslands heldur
fund á Íslenska barnum Ingólfs-
stræti, beint á móti Óperunni. Allir
velkomnir.
20.00 Stjórnmálasamtökin Dögun
bjóða til fundar um sjávarútvegsmál
fimmtudaginn 12. mars á veitinga-
staðnum Catalína Hamraborg 11.
Fulltrúum allra stjórnmálaflokka á
Alþingi er boðið á fundinn.
Sýningar
09.00 Andstæðar týpur er samsýning
fimm íslenskra grafískra hönnuða,
bandarísks myndskreytis, finnskrar
og íslenskrar textagerðakvenna á
HönnunarMars 2015. Þema
sýningarinnar er Andstæðar
týpur sem hver túlkar á
sinn hátt. Opið daglega.
Hönnun og tíska
17.00 Scintilla opnar
sýningu á nýjum plakötum
í versluninni Gallería á
Laugavegi 77 í tilefni af
HönnunarMars // Design-
March.
17.00 Systurnar
Hadda Fjóla Reykdal
listmálari og Hlín
Reykdal hönn-
uður vinna báðar
út frá hughrifum
úr náttúrunni. Á
sýningu þeirra í Gall-
eríi Gróttu skoða þær
hvernig hugmyndir
þeirra mætast og
mótast og verða að
samspili í ólíkum
miðlum verkanna.
21.00 Opnunarhátíð
Reykjavík Fashion
Festival verður haldin
með pompi og prakt á
Sky Bar and Lounge í kvöld klukkan
21.00 fyrir hátíðargesti.
Kynningar
12.00 Kynning á starfsemi Íshúss
Hafnarfjarðar sem er klasi vinnustofa
og verkstæða úr ólíkum geirum
hönnunar, iðnaðar og myndlistar.
Fjölbreytt þjónusta í boði.
19.00 Opinn kynningarfundur um
háskólanám í tölvuleikjahönnun og
margmiðlun sem HINT háskólinn í
Noregi er með í samstarfi við CCP.
Fundurinn er haldinn í höfuðstöðv-
um CCP, Grandagarði 8.
Málþing
12.00 Í hádeginu á fimmtudaginn 12.
mars verður málþing um raunveru-
leikasjónvarpsþáttinn Biggest Loser
Ísland. Staður: Málfundastofa V101 í
Háskólinn í Reykjavík. Stund: 12.00-
12.45.
Dans
20.00 SALSADAGAR á RÍÓ! Fimmtu-
dagskvöldið 12. mars býður SalsaIce-
land til salsaveislu á RÍÓ! Frír prufu-
tími fyrir byrjendur kl. 20.00 og síðan
er dansgólfið laust fyrir alla salsaóða
til kl. 00.00.
Uppistand
21.30 Best of Uppistand.is á Bar 11.
Mánaðarleg uppistönd þar sem fram
koma þeir sem hafa skarað fram úr
í Tilraunauppistöndunum. Aðgangur
1.000 krónur.
Tónlist
20.00 Hljómsveitin LOW ROAR sem
hefur ekki spilað á hljómleikum á
Íslandi um nokkurt skeið er á Húrra
í kvöld. Gott tækifæri til að sjá LOW
ROAR á hljómleikum. Miðaverð
1.500.
21.00 Vinsælasti útvarpsþáttur
djammarans Með á Nótunum verður
með sitt fastakvöld fimmtudaginn
12 mars á Prikinu. Sérstakur gestur
þetta kvöld verður enginn annar en
Formaðurinn sjálfur eða DJ Kári.
21.30 Atli Kanill hefur ekki spilað
húsdjús á Kaffibarnum síðan 2013,
en mætir aftur þangað í kvöld. Þetta
verður djúsígaman.
Fyrirlestrar
09.00 Einvala lið alþjóðlegra hönn-
uða og arkitekta sýnir fram á mikil-
vægi leiks í hönnun og nýsköpun á
DesignTalks, fyrirlestradegi Hönnun-
armars 2015 í Hörpunni.
Myndlist
17.00 Vinnusmiðju MA námsbrautar
í myndlist lýkur með gjörningavið-
burði í Listasafni Einars Jónssonar,
Skólavörðuholti. Viðburðurinn er
öllum opinn.
18.00 Samtal við hönnuð. Gestum
Hafnarborgar er boðið í leiðsögn um
sýningu hönnuðarins David Taylor, Á
gráu svæði. Þá munu gestir fá tæki-
færi til þess að ræða við og hlýða á
hönnuðinn ræða um sýninguna og
verk sín.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Tískuviðburður ársins, Reykja-
vík Fashion Festival, hefst form-
lega í kvöld. „Opnunarpartíið verð-
ur haldið á Ský Bar and Lounge
í kvöld klukkan 21.00 og þang-
að er öllum hátíðargestum boðið
að koma og fagna með okkur, en
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn-
aðarráðherra mun opna hátíðina,“
segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðla-
fulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver
að verða síðastur að ná sér í miða
á hátíðina, hátíðarpassar fyrir
helgina eru uppseldir og örfáir
miðar voru eftir á stakar sýningar
þegar blaðið fór í prentun. Sýning-
arnar byrja svo á föstudagskvöld
og verður húsið opnað klukkan
hálf átta. „Það verður dálítið hlé á
milli sýninganna, þar sem við vild-
um gera meira úr hátíðinni. Þarna
geta gestir komið saman, sýnt sig
og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á
föstudag sýna Sigga Maija og Jör.
Húsið verður opnað klukkan 14.30
á laugardag en þá sýna An other
Creation, Scintilla, MAGNEA og
EYLAND. Nánari upplýsingar og
dagskrá hátíðarinnar má finna á
heimasíðunni rff.is. - asi
Reykjavík Fashion
Festival hefst í dag
Hátíðin verður sett í kvöld klukkan 21.00.
GLÆSILEGT Frá Reykjavik Fashion Festival 2014. MYND/VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR
dagar í Apótekinu Garðatorgi
12. – 18. mars
Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira*
Kaupaukinn inniheldur:
• Take the day off, augnfarðahreinsir 30ml • DDML+, gula kremið, 30ml
• Cubby stick , augnskuggi 5g • Blushing blush, kinnalitur 3,1g
• High lengths, maskari 5ml • Augnhárabrettari
• Snyrtibudda
*meðan birgðir endast
NÝJUNG
Vinsælasta varan frá Clinique
komin í kremform.
Fyrir þurrari húðgerðir.
Gott gegn vetrarkuldanum.
25%
afsláttur af Clinique
vörum fimmtudag
og föstudag
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
C
-3
6
3
0
1
4
1
C
-3
4
F
4
1
4
1
C
-3
3
B
8
1
4
1
C
-3
2
7
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K