Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
STÓLL
OG BORÐ
„The Lazy Butler
er ætlað að vera
persónulegt rými á
sama hátt og kist-
illinn var áður. Það
má nota bæði sem
stól og borð, hægt
er að hengja föt á
það sem og geyma
í því persónulega
muni. Ljósastaur-
inn er mín tenging
við þá framþróun
sem fylgdi iðnbylt-
ingunni.“
Það gekk ótrúlega vel á Mars-inum, ég var því miður ekki sjálfur viðstaddur en var með
trygga bakhjarla sem stóðu sýn-
inguna fyrir mig. Epal tók húsgagnið
í framhaldinu í sölu sem er mikill
heiður, þetta er háklassa búð,“ segir
Hjalti Axelsson vöruhönnuður en
hann kynnti hirsluna Lazy Butler, eða
lata brytann á HönnunarMars á dög-
unum.
Lazy Butler er smíðaður hér á landi
úr sérvöldum viði og sækir Hjalti inn-
blásturinn til kistla og kofforta fyrri
alda.
„Kistillinn er merkilegt fyrirbæri,“
segir Hjalti. „Þegar fólk flutti úr
sveitunum til
borgarinnar á
tímum iðnbylt-
ingarinnar á
árunum 1760
til 1870 tók að
fjölga í borg-
unum og þær
stækkuðu
óðum. Mér
fannst áhuga-
vert að skoða
hvaða hluti
fólkið tók með
sér og hvernig
breytingin
frá bónda í
borgara breytti
þörfum og
lifnaðarháttum
einstaklings-
ins. Kistillinn
er persónu-
legasti hluturinn sem fólkið úr sveit-
unum hafði með sér og var ein verð-
mætasta eign þeirra og gegndi líka
hlutverki borðs og sætis á löngum
ferðalögum eða inni á heimilinu. Koff-
ort eru mörg hver til enn þann dag í
dag og það segir mikið um mikilvægi
hlutarins, hversu mikið var lagt í
gæði við smíði þessara gripa.
The Lazy Butler, er ætlað að vera
persónulegt rými á sama hátt og
kistillinn var áður. Það má nota bæði
sem stól og borð, hægt er að hengja
föt á það sem og geyma í því pers-
ónulega muni. Ljósastaurinn er mín
tenging við þá framþróun sem fylgdi
iðnbyltingunni þegar götur borg-
anna urðu upplýstar sem og tenging
við heimkomuna að kveikja ljós og
hengja af sér. Bakkinn í húsgagninu er
ætlaður fyrir það sem við erum með í
vösunum til dæmis símann, peninga-
veskið og smáaura. Stærra hólfið gæti
til dæmis geymt höfuðföt og hanska.“
Hjalti hefur verið búsettur í borg-
inni Vín í Austurríki með nokkrum
hléum síðustu fimm ár. Þar hefur
hann fengist við grafísk verk fyrir
bókagerð en skráði sig nýlega sem
sjálfstæðan hönnuð og vinnur að
eigin verkefnum.
„Undanfarið hef ég verið að vinna
að stól og sé fyrir mér að kynna hann
heima á Íslandi þegar hann verður
tilbúinn. Annars er þetta frekar
mikið bóhemlíf hér úti, hönnuðir eru
lepjandi kaffi á kaffihúsum og hafa
lítið að gera, það er offramboð á
hönnuðum en mörg framleiðslufyrir-
tæki í Evrópu eru hætt. Það þarf að
vera svolítið þrjóskur til að standa í
þessu, skapa sér sín eigin tækifæri,
rétt eins og á Íslandi.“
■ heida@365.is
LATI BRYTINN
ÍSLENSK HÖNNUN Hjalti Axelsson starfar sem sjálfstæður vöruhönnuður í
Vín í Austurríki. Hann tók þátt í HönnunarMars á dögunum og kynnti húsgagn
sem hann byggir á kistlum og koffortum fyrri alda.
BÓHEMLÍF Í VÍN Hjalti
Axelsson vöruhönnuður
segir offramboð á hönn-
uðum í Vín sem þambi
því kaffi á kaffihúsum
borgarinnar. „Það þarf að
vera svolítið þrjóskur til að
standa í þessu, skapa sér
sín eigin tækifæri, rétt eins
og á Íslandi.“
MYND/HJALTI AXELSSON
NÝTT HÚSGAGN Lati
brytinn fékk góðar við-
tökur á HönnunarMars-
inum og er nú til sölu í
versluninni Epal.
UNDIR SMÁHLUTINA Undir lokinu er hólfaður bakki sem Hjalti segir henta undir smáhlutina.
● Forsíðumynd Brúðkaups-
blaðsins sem fylgdi Frétta-
blaðinu á fimmtudag var
tekin af Ruth Ásgeirsdóttur hjá
Ljósmyndir og list. Hún er af
Eyrúnu Birnu Jónsdóttur.
LEIÐRÉTT
*P
re
nt
m
ið
lak
ön
nu
n
Ca
pa
ce
nt
o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
0
-4
4
8
0
1
4
5
0
-4
3
4
4
1
4
5
0
-4
2
0
8
1
4
5
0
-4
0
C
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K