Fréttablaðið - 30.03.2015, Síða 22
Páskar MÁNUDAGUR 30. MARS 20154
Tsoureki er klassískt brauð sem Grikkir baka á páskum. Eggin
sem sett eru ofan á brauðið eruð iðulega rauð í Grikklandi en auð-
vitað má leika sér með það. Oft er notað krydd sem heitir Mahlab
en erfitt getur reynst að nálgast það á Íslandi. Hér er því uppskrift
af Foodnetwork að Tsoureki þar sem kryddinu er sleppt.
½ bolli volgt vatn
2 ¼ tsk. þurrger
5 ½ bolli hveiti
½ bolli sykur
1 ½ bolli mjólk
5 msk. ósaltað smjör
1 tsk. fínt salt
2 stór egg léttþeytt (og
aukaegg til að pensla
brauðið)
2 tsk. möluð fennelfræ
¼ tsk. möndludropar
3 harðsoðin egg (lituð)
jurtaolía
Blandið gerinu saman við
vatnið í hrærivélarskál. Þeyt-
ið létt samanvið 1 msk. af
hveitinu og 1 msk. af sykri.
Hyljið með viskustykki og
látið bíða í fimm til tíu mín-
útur þar til blandan freyðir.
Hitið mjólkina í potti yfir lágum hita í um sex mínútur, takið af hellunni og hrær-
ið smjör, afganginn af sykrinum og saltið saman við. Látið kólna í fimm mínútur.
Blandið mjólkurblöndunni saman við gerblönduna. Hrærið saman við tvö þeytt
egg og bætið smám saman við hveiti, fennel og möndludropum. Aukið hrað-
ann á hrærivélinni þar til deigið verður að blautum bolta.
Setjið deigið á hveitistráðan flöt. Hnoðið og bætið við hveiti eftir þörfum.
Smyrjið skál og setjið deigið ofan í. Hyljið og látið hefast í einn og hálfan tíma á
hlýjum stað. Sláið deigið niður og látið hefast á ný í um klukkutíma.
Skiptið nú deiginu í þrennt. Rúllið hverjum hlut varlega í 40 cm langa lengju.
Setjið á bökunarplötu og fléttið lengjurnar saman og látið þær mynda hring.
Lituðu harðsoðnu eggin skal nudda með olíu og þurrka með eldhúspappír.
Þrýstið þeim ofan í deigið með jöfnu millibili. Hyljið og látið hefast í klukkustund.
Hitið ofninn í 180 gráður, penslið brauðið með eggi og bakið þar til brauðið er
gullinbrúnt eða í um 45 mínútur. Látið kólna í hálftíma áður en skorið er í það.
Lituðu eggin eru aðeins til skrauts en ekki átu.
Grískt páskabrauð
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er órjúfanleg-ur hluti páskahátíðarinn-
ar á Ísafirði og í nágrenni. Hátíð-
in hefur verið haldin á hverju ári
síðan 2004 og hefur alltaf verið
ókeypis inn á hana auk þess sem
öll vinna kringum hana er unnin
í sjálfboðavinnu. Stemningin er
fyrir vikið sérstök og skemmtileg
enda allir að skemmta sér á jafn-
ingjagrundvelli, hvort sem það
eru listamennirnir sjálfir, heima-
menn eða gestir segir Birna Jón-
asdóttir, rokkstjóri hátíðarinn-
ar. „Hér skemmta sér allir saman
enda er Aldrei fór ég suður hátíð
fólksins. Þar sem ekkert kost-
ar inn fer fólk og kemur þegar
því hentar andrúmsloftið er ró-
legt og heimilislegt. Ef ekki væri
fyrir óbilandi kraft sjálfboðaliða,
dyggan stuðning styrktaraðila og
vilja tónlistarfólks þá væri hátíð-
in ekki söm.“
Flestar v insælustu hljóm-
sveitir og listamenn þjóðar-
innar hafa komið fram á hátíð-
inni undanfarin ár, meðal ann-
ars Páll Óskar, Retro Stefson,
Hjaltalín, Hjálmar, Kaleo, Bubbi
Morthens, Nýdönsk auk heima-
mannsins Mugi sons. Auk vin-
sælla listamanna hefur fjöldi
ungra og efnilegra sveita komið
þar fram í bland við listamenn
frá Vestfjörðum og þar kennir
sannarlega ýmissa grasa.
Tónlistarmaðurinn Mugison
og faðir hans, Papamug, eru upp-
hafsmenn hátíðarinnar en hug-
mynd kviknaði yfir bjórglösum í
útlöndum sumarið 2003. Næstu
páska var fyrsta hátíðin haldin
og síðan hefur hún ekki stopp-
að. „Það er góð blanda af heima-
mönnum, brottfluttum Vestfirð-
ingum og fólki sem á engar ættir
að rekja hingað vestur sem sækir
hátíðina. Fjölbreytt tónlistaratriði
verða til þess að fólk á öllum aldri
sækir hana, amma og barnabarn
standa hlið við hlið, dilla sér og
njóta tónlistarinnar.“
Eftir að hafa starfað svo lengi að
skipulagi hátíðarinnar eru margar
góðar minningar sem standa upp
úr að sögn Birnu. „Oft eru það at-
riðin sem maður þekkir lítið til
sem grípa mann algjörlega eða
stjörnur frá æsku sem koma og
rifja upp fyrir manni hvers vegna
þær voru töff og eru það enn. Það
sem situr kannski einna mest eftir
í minningunni er að sitja um há-
nótt á gólfinu í stofunni minni
í Japan og fylgjast með hátíð-
inni í gegnum tölvuna árið 2005.
Ég hef sjaldan fengið jafn mikla
heimþrá!“
Hátíðin í ár verður með breyttu
sniði en nú hefst hún á fimmtu-
degi og teygir sig fram á sunnudag.
„Upphitunartónleikar verða víðs-
vegar um bæinn á fimmtudegi en
hátíðin sjálf er sett á föstudaginn
með tónleikum í kirkjunni ásamt
fleiri viðburðum. Á laugardegin-
um er sem dæmi heimkomuhá-
tíð, súputónleikar og að sjálfsögðu
skemmutónleikarnir okkar. Hátíð-
inni lýkur svo á sunnudaginn með
fjölbreyttum tónleikum. Í heildina
leitumst við eftir þéttari hátíð með
meiri rólegheitum baksviðs, aukn-
um samfélagskrafti og meira lífi í
bænum. Með þessum breytingum
vonumst við til þess að enn fleiri
finni eitthvað sem kitlar áhuga-
svið þeirra og dregur fólk út að
hlusta á góða tónlist.“
Allir skemmta sér vel saman
Það er jafnan mikið fjör um páskana á Ísafirði en þá fer meðal annars fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður. Hátíðin hefur verið
haldin árlega frá 2004 og hana sækir fólk á öllum aldri. Ókeypis er inn og mjög fjölbreyttur hópur listamanna stígur jafnan á svið.
Birna Jónasdóttir er rokkstjóri tónlistarhá-
tíðarinnar Aldrei fór ég suður.
MYND/HELGA LIND MAR
Diskókóngurinn Páll Óskar heldur uppi frábærri stemningu hvert sem hann fer.
Stemn-
ingin
er alltaf
frábær á
hátíðinni
og
aðsóknin
er góð.
Nýdönsk spilaði við góðar undirtektir árið 2011. MYNDI/ALDREI FÓR ÉG SUÐUR
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
0
-6
C
0
0
1
4
5
0
-6
A
C
4
1
4
5
0
-6
9
8
8
1
4
5
0
-6
8
4
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K