Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 24
Páskakrimmi MÁNUDAGUR 30. MARS 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgð- armaður: Svanur Valgeirsson. Páskakrimmahefðin er rakin til Noregs en hún hefur þó verið að búa um sig annars staðar á Norðurlöndum líka. Í Nor- egi er hún rakin aftur til páskanna árið 1923 en þá kom glæpasagan Bergenstoget plyndret i natt eftir þá Nordahl Grieg og Nils Lie út. Hún fjallaði um lest sem var rænt á Bergensbanan. Ránið átti sér stað um páska. Bókaforlagið Gylden- dal auglýsti bókina með áberandi hætti á páskadag og varð hún fljótt metsölubók. Eftir það hefur Norðmönnum þótt tilheyra að lesa glæpasögur um páska. Rithöfundar og bókaútgef- endur í Noregi hafa lagst á eitt og kemur fjöldinn allur af glæpa- sögum út fyrir páska. Hin síðari ár hafa bókaútgefendur víðar á Norðurlöndum tekið hefðina upp og hefur sala glæpasagna í kring- um páska aukist jafnt og þétt. Það þykir enda tilvalið að hvetja til lestrar um páskana enda eru þeir alla jafna róleg hátíð. Fríið er nokkuð langt og margir fara í sumarbústað. Tími til lestrar er því jafnan meiri en aðra daga. Margir tengja páskareyfarahefð- ina líka við krossfestingu Krists á föstudaginn langa en sá atburður var auðvitað blóðugt drama. Í Nor- egi eru menn þó ekki á eitt sáttir um hvort hefðin tengist því. Hvað sem því líður er hefðin þar í landi rótgróin og hefur verið út- færð enn frekar. Þar er til dæmis boðið upp á ríkulegt úrval saka- málaþátta og glæpamynda á fjöl- mörgum sjónvarpsstöðvum alla páskana. Þá birta dagblöðin glæpa- smásögur þar sem lesendur eiga að giska á hver sé morðinginn. Meira að segja mjólkurframleið- endur prenta glæpasög- ur á fernurnar svo fólk hafi nú örugglega skuggalegt lesefni með morgun- kaffinu. Vaxandi hefð fyrir páskakrimmum Páskakrimmar eiga sér langa sögu í Noregi en hafa verið að ryðja sér til rúms annars staðar á Norðurlöndum hin síðustu ár. Í Noregi er hefðin rakin aftur til ársins 1923 en þar í landi eru glæpasögur meira að segja prentaðar á mjólkur fernur um þetta leyti árs. Eins eru birtar glæpasmásögur í dagblöðum. Það er tilvalið að nota páskafríið til að sökkva sér ofan í spennandi krimma. NORDICPHOTOS/GETTY Eins og margir vita hefur J.K. Rowling, höfundur Harry Pott- er-bókanna, skrifað bækur undir dulnefn- inu Robert Gal braith. Þegar upp komst um höfundinn spurðu margir sig hvers vegna hún skrifaði undir dul- nefni og sköpuðust miklar umræður um það í bókmenntaheim- inum af hverju rithöf- undar noti yfirhöfuð dulnöfn. Rowling er langt í frá sú eina sem notað hefur dulnefni en til dæmis hafa þau Stephen King (du l nef n i: R icha rd Bachman), Eric Arthur Blair (dulnefni: George Orwell), Agatha Christie (dulnefni: Mary Westmacott) og C.S. Lewis (dulnefni: N.W. Clerk) öll notað önnur nöfn en sín eigin á einhverjar bóka sinna. Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að höfundar kjósa að gera þetta. Sumir nota önnur nöfn þegar þeir gefa út bækur af annarri tegund en þeir eru þekktir fyrir. Þannig halda þeir mögu- legum lesendahópi og aðdáendum sínum aðskildum. Önnur ástæða er þegar höfundar skrifa fyrir annan lesendahóp en þeir gera venju- lega. Einnig gætu þeir gert það til þess að losna við ákveðna pressu eins og ástæðan var í tilfelli Rowling. Skrifað undir dulnefni J. K. Rowling er ein þeirra sem notað hefur dulnefni til að gefa út bækur sínar. NORDIC PHOTO/GETTY Bók sem hefur slegið í gegn um allan heim! www.bjortutgafa.is Á hverjum morgni bíður Melanie í klefanum sínum eftir að komast í tíma. Það skemmtilegasta sem hún veit er að læra um heiminn fyrir utan skólastofuna. Melanie er sérstök stúlka sem býr yfir óvanalegum hæfileikum. Guðirnir voru örlátir daginn sem henni var úthlutað náðargjöfunum. „Einlæg, vægðarlaus og átakanlega mannleg … jafnfersk og hún er hræðileg. Perla.“ -Josh Whedon „Frumleg, æsispennandi og mögnuð.“ - The Guardian „Meistaraverk“ - The Sun 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -7 F C 0 1 4 5 0 -7 E 8 4 1 4 5 0 -7 D 4 8 1 4 5 0 -7 C 0 C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.