Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 44

Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 44
Páskar MÁNUDAGUR 30. MARS 20156 Grafið hreindýr er frábær forréttur á veisluborði um páskana. Það tekur tvo daga að gera réttinn svo best er að byrja strax. Rétt er að taka fram að það er ekki erfitt að gera þennan rétt. Ef einhver á hreindýr í fryst- inum er upplagt að prófa þessa uppskrift. Mögulega er hægt að fá hreindýr í betri kjötverslunum. Ef ekki má prófa að gera uppskriftina með lambafile. Grafið hreindýr 500 g ytra file af hreindýri 50 g salt 50 g sykur 1 ½ tsk. nýmalaður pipar 2 stilkar ferskt rósmarín Skerið alla himnu og sinar af kjötinu. Blandið saman salti, sykri og pipar og nuddið vel í kjötið á báðum hliðum. Setj- ið matskeið af blöndunni undir kjötið og aðra yfir það. Setjið rósmarín yfir. Klæðið formið með plastfilmu. Gott er að setja eitthvað þungt ofan á svo kjötið þjappist saman. Setjið í kæliskáp og látið standa í að minnsta kosti sólarhring. Snúið kjöt- inu einu sinni á þeim tíma. Dressing 3 msk. ólífuolía safi úr einni appelsínu 1 mjög fínt hakkaður skallotlaukur ½ dl hakkaðar möndlur Hrærið allt saman. Skerið kjötið í þunnar sneiðar. Gott er að bera hreindýrið fram með balsamsírópi, dressingunni og gorgonzola-osti. Lax með hnetukurli Þegar borðað er kjöt í forrétt er ágætt að fá sér fisk í aðalrétt. Til dæmis lax með hnetukurli sem er mjög góður réttur. Uppskriftin miðast við fjóra. 4 góðar laxasneiðar ½ bolli valhnetur 1 msk. fljótandi hunang 1 msk. dijon-sinnep smávegis sjávarsalt og nýmalað- ur pipar Setjið valhnetur í matvinnsluvél og hakkið. Setjið á disk. Hitið ofninn í 190°C. Leggið laxinn í vel smurt eldfast mót, roðið snýr niður. Hrærið hunang, sinnep, salt og pipar saman í skál. Penslið blöndunni ofan á hvern laxabita og setjið hnetukurlið þar á. Bakið í 12 mínútur. Berið strax fram með góðum kartöflum, sítrónubátum og fersku salati. Hunangs- og möndluís Í eftirrétt má síðan hafa hunangs- og möndluís. Þessi ís hefur mjög gott möndlubragð og það er einfalt að búa hann til. 100 g möndlur 3 egg 100 g fljótandi hunang 4 dl rjómi 4 msk. möndlulíkjör (Amaretto) Hakkið möndlurnar og ristið síðan á þurri pönnu. Þegar möndlurnar eru að taka lit er örlitlu hunangi dreift yfir þær. Kælið. Þeytið egg og hunang saman í hrærivél. Stífþeytið rjómann. Hrærið hann síðan varlega saman við eggjahræruna. Bætið möndlulíkjör í blönduna. Hrærið möndl- urnar saman við en skiljið smá eftir til að skreyta með. Setjið í form og frystið. Ágætt ráð er að klæða formið með plast- filmu áður en ísblandan er sett í það. Þá er auðveldara að ná honum úr forminu. Þriggja rétta páskaveisla Margir eru væntanlega að velta fyrir sér hátíðarmat um páska. Hér er uppástunga um þriggja rétta veislu. Í forrétt er grafið hreindýr, lax í aðalrétt og heimagerður ís í eftirrétt. Hunangs- og möndluís. Lax með hnetukurli. Grafið hreindýr er mikið lostæti. MYND/ANTON Mýkjandi og létt krem fyrir venjulega og blandaða húð Rakagefandi og fyllan di krem fyrir þurra og mjög þu rra húð Létt UV-fljótandi kre m, sem gefur þreyttri hú ð meiri ljóma Mattandi og frískandi krem fyrir feita og blandað a húð Nordic Moisture Match RAKI RA MÍT /garniericeland LEITUM VIÐ EKKI ALLTAF AÐ FULLKOMINNI SAMSÖMUN? LAUSNIN ER FUNDIN! Hvernig er húðgerð þín? Feit, venjuleg, þurr eða þreytt? – óháð því hver húðgerð þín er finnst nú klæðskerasniðin formúla sem mætir sérhverjum þörfum. Dekraðu við sjálfa þig með kremi sem er gætt frábærum rakagefandi eiginleikum: • Gefur samstundis raka • Rakagefandi í 24 tíma HEIMALAGAÐ SÚKKULAÐI 2/3 bolli rjómi 2 bollar kakó ¾ bolli smjör 1 bolli vatn ¼ bolli hveiti ½ bolli sykur 1 tsk. vanilludropar Sigtið kakó í skál og bætið smjörinu út í. Hellið í matvinnsluvél og blandið þar til mjúkt. Hellið vatninu í pott og kakó-smjörblöndunni út í. Hitið upp en sjóðið ekki. Hellið öllu saman aftur í skál og bætið rjómanum út í, hveitinu og sykrinum meðan blandan er ennþá heit. Hellið í matvinnsluvél og blandið vel. Hellið blöndunni loks í ísmolamót og frystið í 6 tíma. www.instructables.com 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 0 -6 7 1 0 1 4 5 0 -6 5 D 4 1 4 5 0 -6 4 9 8 1 4 5 0 -6 3 5 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.