Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2007, Page 6

Skessuhorn - 28.11.2007, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER Ég er sem kunnugt er afskaplega hrifnæmur maður. Það þarf ekki mikið eða merkilegt til þess að ég sé frá mér numinn eða numinn á brott af djúpstæðum tilfinningum. Það þarf heldur ekki mikið til að gleðja mig og þannig hefur það alltaf verið, alveg frá því ég man eftir mér, sem ég man að vísu ekki hvenær var. Í barnæsku, alveg fram að fermingu, fékk ég hver einustu jól spilastokk í jólagjöf frá afabróður mínum. Ekki sama stokkinn, þannig að það sé skýrt tekið fram, heldur nýjan um hver jól. Þetta þætti ekki stór gjöf í dag og hefur væntanlega ekki heldur þótt það þá en engu að síður eru þetta nánast einu jólagjafirnar sem ég man eftir í dag og ég man að stokkarnir þessir glöddu mig ekki minna en stærri og dýrari gjafir. Því fer fjarri að ég lifi einhverju meinlætalífi og neiti mér um lífsins gæði. Ég læt þvert á móti alltof mikið eftir mér og sanka að mér hinu og þessu sem ég gæti vissulega verið án. Samt sem áður eru það ekki dýrustu og flottustu hlutirnir sem gleðja mig mest. Eins er það með menningu og listir. Ég get notið tónlistar þótt þar komi ekki heil sinfóníuhljómsveit að verki. Ég get notið þess að lesa bók þótt hún sé ekki eftir Nóbelsskáld og í leðurbandi. Ég hrífst einfaldlega af öllu því sem er fallegt og skemmtilegt líkt og hver annar. Hinsvegar er það eitt sem ég virðist alls ekki hafa lært að meta eins og þessi hverannar. Það eru biðraðir! Ég þoli einfaldlega ekki að bíða í röð með öðrum og biðraðir eru að mínu mati alltof stórar ef í þeim eru fleiri en ég einn. Ég veit ekki hvort þetta hefur eitthvað með innilokunarkennd að gera en allavega fæ ég bæði andleg og líkamleg óþolseinkenni ef ég stend lengi í biðröð með öðru fólki. Verst kemur þetta niður á geðslaginu og oft má ég beita mig hörðu til þess að ég veitist ekki að öðru fólki í röðinni án þess að það hafi í raun neitt annað til saka unnið en að bíða í röð. Auðvitað kemst ég stundum ekki hjá því að bíða í röð. Ég ferðast allnokkuð með þar til gerðum flugvélum svo ólánslega hagar til að á flugvöllum eru verstu og lengstu biðraðirnar. Frá því maður stígur fæti inn í flugstöð og alla leið upp í flugvélina er maður nánast allan tímann í biðröð. Engum venjulegum biðröðum því þær eru svo þéttar og fólk er svo samanþjappað að líkamleg nánd er hvergi nándar nærri eins mikil. Svo mikil að við liggur að menn þurfi að hafa með sér getnaðarvarnir. Þótt mér þyki þetta ekki eftirsóknarvert þá virðist þorri Íslendinga kunna vel að meta biðraðir. Svo vel að þeir bíða sjálfviljugir í biðröð allt upp í hálfan sólarhring ef einhverjum dettur í hug að opna nýja raftækja­ eða byggingavöruverslun. Að maður tali nú ekki um leikfangaverslanir. Síðastliðnar vikur hafa verið opnaðar á höfuðborgarsvæðinu tvær stórar leikfangaverslanir, svo stórar að hægt væri að troða þar inn velflestum Íslendingum. Engu að síður stóð fólk í biðröðum í nokkra klukkutíma til öryggis. Ég fer í verslanir eins og hver annar, enda ekki hjá því komist. Nóg er hinsvegar álagið við að elta konuna búð úr búð þó ekki bætist biðraðirnar við. Íslenskar konur eru nefnilega álíka einbeittar og veðhlaupahestar þegar þær fara í verslunarferðir. Ekki veit ég af hverju en þannig er það nú bara. Ég tek að sjálfsögðu fram að ég ætla ekki að gera lítið úr þeim sem búa við þær aðstæður að þeir hreinlega neyðast til að standa í löngum biðröðum til að nálgast brýnustu nauðsynjar. Því miður eru þeir fjölmargir. Ég get vel skilið það en ég get trauðla skilið að fólk bíði í biðröðum fyrir framan dótabúð sem verður væntanlega opin næstu árin. Gísli Einarsson, einn í röð. Pistill Gísla Raðir Á þriðju dag í síð ustu viku var hald inn í Loga landi al menn ur fund­ ur um neyslu vatns mál í Reyk holts­ dal. Þar kynntu full trú ar Orku veitu Reykja vík ur, þeir Jak ob S Frið riks­ son og Hreinn Frí manns son, stöðu mála í neyslu vatns mál um fyr ir íbúa svæð is ins. Á fjórða tug íbúa mætti á fund inn og má því marka mik­ inn á huga al menn ings á úr bót um í neyslu vatns mál um enda er víða á þess um slóð um skort ur á því. Þeir Jak ob og Hreinn gerðu grein fyr ir því hvers vegna fall ið var frá Rauðs­ gilsveitu og skýrðu frá því að hönn­ un væri haf in á nýrri veitu þar sem vatni verð ur veitt úr Grá brók ar­ veitu upp Staf holtstung ur og það an í Reyk holts dal. Hins veg ar fannst í sum ar vatn við bor un í landi Birki­ hlíð ar í Reyk holts dal. Áður en haf­ ist verð ur handa við áð ur nefnda fram kvæmd, verð ur at hug að hvort nægj an legt vatn sé í Birki hlíð og hvort gæði þess séu góð. Ef svo reyn ist vera er lík legt að sá kost ur sé væn legri held ur en að veita vatn­ inu alla leið frá Grá brók ar veitu. Nið ur stöð ur rann sókn ar á vatn inu í Birki hlíð munu liggja fyr ir snemma árs 2008. þá Net sam band hef ur ver ið lé­ legt hjá not end um und ir Akra fjalli á Hval fjarð ar strönd síð ustu dag­ ana. Það hef ur reynt veru lega á lang lund ar geð við skipta vina net­ þjón ustu fyr ir tæk is ins Hive, sem er með þjón ust una á svæð inu. Sam­ bands laust varð t.d. síðla sunnu­ dags og við var andi á mánu dag og þriðju dag í síð ustu viku að frá skild­ um ör stutt um inn kom um. Að sögn Brjáns Jóns son ar, yf ir manns fjar­ skipta sviðs Hive, eiga þessi mál nú að vera kom in í betra horf og net­ sam band ið verð ur vænt an lega orð­ ið al gjör lega hnökra laust í síð asta lagi í byrj un þess ar ar viku. Brjánn sagði að því mið ur hafi láðst að flytja nokkra not end ur frá end ur varps stöð inni á Tinds stöð um til nýju stöðv ar inn ar að Kiða felli í Kjós sem Hive kom upp á dög un­ um. Vara afls stöð er á Kiða felli en það var einmitt akkíles ar hæll inn við Tinds staði að þar var ekk ert vara afl. Rofn aði net sam band gjarn­ an í kjöl far raf magns út slátta, sem að sögn íbúa á svæð inu eru tíð ir við Hval fjörð vegna loft lína Rarik sem virð ast við kvæm ar fyr ir veðri og vind um. Netteng ing in á Vest ur landi er sú elsta á land inu og sagði Brjánn Hive nú leggja tugi millj óna króna í end ur bæt ur á kerf inu. Einn þátt ur í því er að tryggja vara afl við all ar 140 stöðv ar lands ins og að tryggja við skipta vin um fyr ir tæk is ins betri þjón ustu. þá Í nýrri skýrslu frá Bænda sam­ tök un um um eign ar hald á jörð um kem ur fram að sí fellt fleiri sækj­ ast eft ir að eign ast land og þá hef­ ur eig end um að lög býl um fjölg að mik ið. Sem dæmi hef ur þeim sem eiga fjög ur lög býli eða fleiri fjölg­ að úr 8.999 árið 2000 í 10.095 á ár inu 2006, eða um rúm lega eitt þús und. Af heild inni á lands vísu hafi við skipt um með jarð ir fjölg að úr 5% á ár inu 2001 í 8% á ár inu 2006. Vest ur land er ná kvæm lega á þessu lands með al tali og Norð ur­ land vestra mjög ná lægt því. Mesta breyt ing og hreyf ing er þó á lands­ sölu á Aust ur landi, 5% árið 2001 í 11% árið 2002. Svip að hlut fall er á Suð ur landi á þessu tíma bili eða úr 6% í 11%. Ó tald ar eru þó þær breyt ing ar sem orð ið hafa við að lands spild um sé skipt út úr lög býl um til marg­ vís legra nota, þ.á.m. til frí stunda. Eng ar sterk ar vís bend ing ar koma fram í skýrsl unni um jarða söfn­ un, þar sem ekki er hægt að greina veru lega fjölg un jarða hjá þeim hópi sem eiga marg ar jarð ir. Á hinn bóg inn fjölg ar mjög jarð eig end um sem bend ir til þess að deilt eign ar­ hald verði stöðugt út breidd ara. Í skýrsl unni seg ir enn frem ur í nið ur stöð um á lands vísu, að jarð ir hafi hækk að í verði, þótt grein ing á því liggi utan þess ar ar sam an tekt ar. Eft ir spurn og þró un verð lags hafi ef laust breyst með auknu verð mæti hlunn inda í jörðu, eins og vatns­ og jarð hita og námu rétt inda. Þá er land lög býla í vax andi mæli skipu­ lagt und ir aðra starf semi, eink um frí stunda byggð. Skýrslu höf und ar segja að sú spurn ing hafi vakn að hvort þörf sé á að gera ein hverj ar ráð staf an ir til að tryggja að ekki verði geng ið á besta land bún arð ar land ið og það tek ið und ir önn ur not. Hins veg­ ar seg ir í skýrsl unni að nið ur stöð­ ur um eign ar hald lög býla séu sett­ ar fram án jarð eign ar rík is ins, en rík ið á samt und ir stofn un um sín um er stærsti ein staki jarð eig and inn. Sveit ar fé lög in eru hins veg ar með­ tal in í nið ur stöð un um en þau eiga ein eða á samt öðr um fjölda lög býla. Sala rík is jarða telst hins veg ar með þeg ar um fang við skipta með jarð­ ir er met ið. þá Jóla sam keppni með al grunn skóla barna á Vest ur landi Jóla sög ur og jóla mynd ir óskast! Skessu horn gengst nú þriðja árið í röð fyr ir sam keppni með­ al grunn skóla barna á Vest ur landi í gerð jóla mynd ar og jóla sögu. Ann ars veg ar býðst öll um börn um á aldr in um 6­10 ára (1.­5. bekk­ ur) að senda inn teikn að ar og lit­ að ar mynd ir (A4) þar sem þem að á að vera Jól in. Hins veg ar býðst börn um á aldr in um 11­16 ára (6.­ 10. bekk ur) að senda inn jóla sögu. Lengd jóla sög unn ar má að há­ marki vera hálf til ein síða A4 með 12 punkta letri. Vald ar verða þrjár bestu mynd­ irn ar og þrjár bestu jóla sög urn ar að mati dóm nefnd ar og verða þær birt ar í Jóla blaði Skessu horns sem kem ur út 19. des em ber. Veitt verða þrenn verð laun í hvor um flokki og fær sá sem vinnur fyrstu verð laun í hvor um flokki staf ræna ljós mynda­ vél í verð laun af gerð inni Olympus FE­280 með 8 millj ón pixla upp­ lausn, hreyfi mynda töku með hljóði og 20 hand hægum töku still ing um. Hleðslu tæki, raf hlaða, taska, þrí­ fót ur og ól fylgja. Fyr ir 2. sæti í hvor um flokki verð ur veitt 10 þús­ und króna gjafa bréf og 5 þús und króna gjafa bréf fyr ir 3. sæt ið. Skila frest ur í sam keppn ina er til 9. des em ber nk. Mynd ir skulu send ar í pósti á heim il is fang ið: Skessu horn ehf., Kirkju braut 54, 300 Akra nesi og mun ið að merkja vel mynd irn ar á bak hlið þeirra (nafn, ald ur, síma núm er, heim ili og skóli). Jóla sög urn ar skulu send ar á raf­ rænu formi í tölvu pósti á net fang­ ið: skessuhorn@skessuhorn.is í síð­ asta lagi 9. des em ber og einnig þar þarf að koma fram nafn höf und ar, ald ur, síma núm er, heim ili og skóli. Skessu horn hvet ur alla krakka á Vest ur landi til að taka þátt í þess­ um skemmti lega leik, senda okk ur mynd ir og sög ur og hver veit ­ þú gæt ir unn ið! Gangi ykk ur vel! Á sókn í jarð ir og land eykst sí fellt Net sam bandsvand ræði í Hval firði Kanna fleiri mögu leika í neyslu vatns öfl un Úr Reyk holts dal. Mynd in er tek in í Loga­ lands skógi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.