Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2008, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.06.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ Hvann eyr ing ur inn Björn Ó feigs­ son hafði alla tíð ver ið heilsu­ hraust ur þeg ar hann lenti í því að­ eins 37 ára gam all að fá stórt hjarta­ á fall. Lækna mis tök í með ferð hans or sök uðu að í dag er hann hjarta­ bil að ur og ör yrki af þeim sök um. Björn vann ný ver ið dóms mál sem hann höfð aði á hend ur Land spít­ ala Há skóla sjúkra húsi en það kost­ aði hann fimm ára þrot lausa bar­ áttu við kerf ið. Í of aná lag greind ist hann í liðn um mán uði með ó lækn­ andi lifr ar sjúk dóm. Björn held ur úti heima síð unni hjartalíf.is sem hann von ar að geti bæði opn að um­ ræð una og gagn ast þeim sem verða fyr ir því að fá hjarta sjúk dóm og að­ stand end um þeirra. Það eru ó fá ir, því á hverju ári lát ast fleiri Ís lend­ ing ar af völd um hjarta­ og æða sjúk­ dóma en úr öll um krabba mein um sam an lagt. Sunnu dag ur inn 9. febr ú ar árið 2003 hófst eins og hver ann ar dag ur en reynd ist Birni mik ill ör laga dag­ ur. „Ég hafði ver ið slapp ur heima með brjóst verki en svo skán aði það og ég á kvað að fara í kirkju með vini mín um til þess að hlusta á fal lega tón list. Þeg ar ég gekk inn í and­ dyr ið á kirkj unni leið mér eins og kross væri rek inn inn í mitt brjóst­ ið á mér. Ég fékk verk út í báða oln boga, hneig nið ur á hnén og lá þar kaldsveitt ur,“ seg ir Björn. Vin­ ur Björns brást skjótt við og keyrði með hann beint á Borg ar spít al ann í Foss vogi. „Ég gerði mér ekki ná­ kvæm lega grein fyr ir því hvað var að ger ast en vissi að það var eitt­ hvað meiri hátt ar að. Ég hélt með­ vit und all an tím ann og upp lifði allt í einu þetta augna blik þar sem ég átt aði mig á því að þetta gæti ver­ ið mitt síð asta,“ seg ir Björn og seg ir til finn ing una hafa ver ið mjög und­ ar lega. „ Þarna lá ég. Búið að rífa utan af mér skyrt una, stinga mig út um allt og tengja mig við allskyns mæli tæki. En ég hugs aði með mér að ef ég þyrfti að fara þarna væri það allt í lagi. Um leið og ég sleppti þeirri hugs un slak aði ég á og leyfði hlut un um bara að hafa sinn gang.“ Var að deyja í hönd un um á þeim Eft ir að hafa feng ið með ferð við bráða kransæða stíflu í Foss vog in­ um var Björn flutt ur á Land spít al­ ann við Hring braut. Þá var búið að gefa hon um bæði hjarta­ og verkja­ lyf. Á stand hans var því stöðugt. „Mér leið í sjálfu sér ekk ert illa, en hef reynd ar alltaf ver ið hraust­ ur og dá lít ill trukk ur,“ seg ir Björn og bros ir. „Lækn ir inn sem tók á móti mér þarna mat það svo að ég væri með goll urs hús bólgu en ekki bráða kransæða stíflu. Þá var klukk­ an um hálf sex síð deg is. Eft ir það fékk ég í raun frek ar litla at hygli. Kvart aði og fékk meira mor fín en var ó mögu leg ur. Svo leið tím­ inn. Klukk an átta um kvöld ið var ég orð inn mjög slæm ur. Mér hélt á fram að versna og tveim ur tím um síð ar kom lækn ir inn. Hann fór með mig í óm skoð un og þá kom í ljós að fram vegg ur hjart ans sýndi lít­ in sem eng an sam drátt ­ ég var að deyja í hönd un um á þeim og bú inn að vera í bull andi hjarta á falli frá því ég kom inn á sjúkra hús ið.“ Björn fór í hjarta þræð ingu dag inn eft ir og steig ekki upp úr rúm inu fyrr en á þriðja degi eft ir hana. Alla jafna tek­ ur það að eins einn dag að jafna sig eft ir slíka að gerð. Af leið ing mis tak­ anna er sú að Björn býr við hjarta­ bil un og er ör yrki. Hann get ur ekki unn ið venju lega vinnu, get ur sinnt sín um dag legu þörf um en lít ið um­ fram það. Menn sussuðu á mig Björn seg ist strax hafa gert sér grein fyr ir því að eitt hvað hefði far­ ið al var lega úr skeið is í sinni lækn is­ með ferð. „Ég fór að leita svara en menn sussuðu jafn vel á mig. Mér var sagt að lækn ar björg uðu manns­ líf um á hverj um degi og að ekki mætti tala illa um þá.“ Fimm dög­ um eft ir á fall ið var Björn kall að ur á fund lækn is ins. „Hann sagði mér að þetta hefði far ið á versta veg, hefði ver ið „extens íft“. Sagð ist skilja mjög vel ef ég væri reið ur og bauð mér að skipta um lækni. Hins veg­ ar vildi hann ekki meina að þarna hefðu átt sér stað mis tök ­ sagð­ ist ekki vilja nota það orð. Ég varð svo sátt ur við hann fyr ir að við ur­ kenna þetta og sagði að ég sæi enga á stæðu til að skipta um lækni.“ Björn fékk sér lög mann nokkrum mán uð um síð ar og sjúkra hús ið var beð ið að við ur kenna bóta skyldu sína á grund velli sam tals ins við lækn inn. „Þá mót mælti hann því að þessi orð hefðu ver ið sögð og þvoði hend ur sín ar af þessu,“ seg ir Björn sem í fram hald inu fékk sér nýj an lækni. Fimm ára mála ferli Til að gera langa sögu stutta hafa mála ferl in tek ið fimm löng ár en í nóv em ber síð ast liðn um var mál hans tek ið fyr ir af fjöl skip uð um dómi. „Við unn um mál ið mjög af­ ger andi og með glæsi brag. Það var mik il upp reisn æru og stað festi að það sem ég hafði sagt í fimm ár var rétt. Dómn um var ekki á frýj að. Nú ligg ur fyr ir beiðni í hér aðs dómi um mats menn sem þurfa að meta ör­ orku mína. Svo þarf að reikna út hversu háar bæt ur ég fæ. Ég er því enn að bíða þótt dóm ur hafi fall ið og nið ur stað an sé ljós.“ Þeg ar Björn er innt ur eft ir því hvort hann hafi þurft að kljást við mikla reiði í kjöl far alls þessa seg ir hann svo vera. „Ég var mjög reið ur og ég var oft reið ur. Marg ir sögðu mér að ég mætti ekki per sónu gera þessa reiði. Það væru á kveðn ir ferl­ ar í gangi inn an sjúkra húss ins sem hefðu klikk að og gert það að verk­ um að mis tök in áttu sér stað. Ég gat hins veg ar ekki ann að en per­ sónu gert þetta. Sér stak lega þar sem lækn ir inn stóð ekki við orð sín þeg­ ar ég leit aði eft ir að spít al inn við­ ur kenndi bóta skyldu, hann brást mér. Það sem mér þótti þó erf ið ast var djúp stæð sorg ar til finn ing. Að átta mig smám sam an á því að sumt gat ég ekki leng ur. Ég hef t.d. alltaf haft gam an af því að fara út á kvöld­ in, hlusta á góða tón leika og ferð­ ast. Slíkt get ég ekki leng ur án góðs und ir bún ings bæði fyr ir og eft­ ir. Mér fannst ég hafa ver ið svipt­ ur mikl um lífs gæð um og svo voru menn að berj ast við mig í rétt ar söl­ um. Þeg ar ég fór af stað með mál ið upp lifði ég það sem svo að ég væri einn í slags mál um við ein hverja mafíu eða kerf ið, ó skil greind­ an óvin. Það var eins og ég mætti hvergi minn ast á þetta og fólk fór und an í flæm ingi. Land lækn ir og lækna ráð stóðu sam an sem einn mað ur og gerðu lít ið úr öll um mín­ um rök um, ef það var vafi túlk uðu þeir lækn in um í hag. Þess vegna finnst mér með ó lík ind um að við höf um ekki tals mann sjúk linga. Ég þurfti að standa einn í þess ari bar­ áttu sam hliða því að berj ast fyr ir lífi mínu oft og tíð um.“ Þrjár hjarta þræð ing ar og stór hjarta að gerð Bar átta Björns fyr ir lífi sínu hef­ ur stað ið nær ó slit ið í þessi fimm ár. Hann fór í aðra hjarta þræð ingu fljót lega eft ir þá fyrstu en var enn þá „eins og draug ur“. „Nýi lækn ir inn sagði mér að ég ætti að vera hress­ ari en ég leið út af í tíma og ó tíma. Var rétt fær um að sinna mín um eig in þörf um og varla það.“ Rúmu ári eft ir hjarta á fall ið náði Björn að sann færa lækn inn um að fá að fara í þriðju hjarta þræð ing una. Þá kom með al ann ars í ljós vís bend ing ar um að hann hefði feng ið gúlp á vinstri sleg il inn í hjart anu sem gerði það að verk um að mjög lít ill hluti af því blóði sem kom inn í hjart að dæld­ ist út í lík amann. Enn fór hann því í að gerð. Í þetta skipt ið stóra hjarta­ skurð að gerð, svo kall aða Dor að­ gerð, en þetta var í fyrsta skipti sem lækn ar fram kvæma þá að gerð hér á landi. „Eft ir að gerð ina hætti ég að líða svona út af og fékk aft ur lit í and lit ið. Blóð þrýst ing ur inn varð hærri og ég varð all ur stöðugri í líð an. Hins veg ar var ég á fram mjög þrek lít ill og er það enn í dag.“ Á mörk um þess að þurfa í græðslu Björn hef ur tvisvar sinn um far­ ið til Sví þjóð ar þar sem hann hef­ ur geng ist und ir ít ar legt mat á því hvort hann þurfi á hjarta ígræðslu að halda. „Ég treysti ekki þessu batt er íi hérna heima og fannst mjög ó nota legt að vera í mála ferl­ um við sjúkra hús sem ég þurfti að þiggja þjón ustu af á sama tíma. Eft­ ir tölu vert þjark sam þykkti Trygg­ inga stofn un að ég fengi að fara á Sal hgrenska sjúkra hús ið í Gauta­ borg. Þar tóku á móti mér tveir ís­ lensk ir lækn ar, Vil borg Sig urð ar­ dótt ir og Krist ján Kára son. Í mars 2006 kom í ljós að ég er á mörk um þess að þurfa í græðslu. Eft ir það kom ég heim með það fyr ir aug­ um að und ir búa mig und ir í græðslu eft ir 4­5 ár. En árið eft ir fór ég aft­ ur til Sví þjóð ar í sams kon ar mat. Þá komu mæl ing arn ar bet ur út. Þrýst­ ing ur inn inni í hjart anu und ir á lagi hækk aði ekki eins mik ið. Ég finn Björn Ó feigs son býr við hjarta bil un vegna lækna mistaka: Ég var að deyja í hönd un um á þeim Björn Ó feigs son hef ur þurft að glíma við al var leg veik indi í fimm ár þrátt fyr ir að vera ein ung is 42 ára gam all. Hann seg ist þó að mörgu leyti vera sátt ari við líf sitt í dag. Björn á samt unn ustu sinni, syni og fóst ur syni. Björn veikt ist að eins ári eft ir að hann kynnt ist Mjöll. Hér er Björn á samt Kr ist jáni Kára syni hjart a lækni í Sví- þjóð. Þang að hef ur h ann tvisvar far ið til þ ess að meta hvort hann þurfi á hja rta ígræðslu að halda . Í stof unni hjá móð ur sinni og þrem ur systk in um. Björn er lengst til vinstri á mynd inni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.