Skessuhorn - 25.06.2008, Page 7
Írskir
dagar
á Akranesi
Taktu helgina frá
og kíktu á Skagann!
Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir á Akranesi dagana 4. - 6. júlí n.k.. Þessi magnaða hátíð er ein
stærsta fjölskylduhátíð sem haldin er á Íslandi og laðar til sín þúsundir gesta í heimsókn á
Skagann á hverju ári. Íbúar bæjarins leggja mikinn metnað í hátíðina og skreyta bæinn hátt og
lágt með fánum, blöðrum og veifum í írsku fánalitunum - að sjálfsögðu! Brottfluttir Skagamenn
flykkjast á fornar slóðir til að taka þátt í gleðinni - en auðvitað eru allir boðnir velkomnir á Írska
daga! Ekki missa af þessari frábæru helgi á Akranesi! Verið velkomin á Írska daga 2008!
www.irskirdagar.is
4.-6. júlí 2008
Ertu með rautt hár?
Mundu þá að skrá þig í keppnina um rauðhærðasta
Íslendinginn! Glæsileg verðlaun í boði!
Vertu með á markaðnum! Tryggðu þér borð og leyfðu
sölumanninum í þér að njóta sín!
Fimmtudagur 3. júlí
Gamli vitinn á Breið - ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar. Á sýningunni, sem haldin er inni í
gamla vitanum á Breiðinni eru myndir sem Friðþjófur hefur tekið á Breiðinni á síðustu
mánuðum.
Listasetrið Kirkjuhvoll - Sumarsýning Kirkjuhvols 2008!
Sýning á verkum frá Listasafni ASÍ. Þarna má m.a. sjá dýrgripi eftir listamenn á borð við
Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson.
15:00 - 17:00 Húsasmiðjan býður Skagamönnum í grill og gleði.
Kíktu á svæðið og fáðu þér eina með öllu!
Föstudagur 4. júlí
Jet Ski leiga á Langasandi - hefurðu prófað þotuskíði? Ef ekki - er þá ekki kominn tími til?
Ljósmyndasýning Ljósmyndasafns Akraness með myndum frá Írskum dögum 2007 opnar í
Upplýsingamiðstöðinni í Skrúðgarðinum.
14:00-18:00 Markaðsstemning í Akraneshöllinni.
14:00-18:00 Tívolí á Jaðarsbökkum - Frábært tívolí fyrir börn á öllum aldri! 20 metra fallturn,
hringekjur klessubilar og hoppkastalar.
14:00-18:00 Írskir dagar í miðbænum - stuð og stemning í miðbænum!
15:00 og kl. 16:00 Safnasvæðið að Görðum.
Námskeið í keltneskum dönsum. Skráning á staðnum.
Götugrillin vinsælu um allan bæ um kvöldið.
22:00 - 24:00 Kvöldvaka á Kirkjubraut! Ný dönsk og Eurobandið!
Ballstemning í miðbænum fram eftir kvöldi! Ekki missa af þessum frábæru hljómsveitum í
hörkustuði á sviðinu í miðbænum!
Á milli hljómsveita verður boðið upp á tískusýningu frá Ozone.
Opið í Ozone frá kl. 20:00 - 24:00!
Laugardagur 5. júlí
Fjölbreytt skemmtidagskrá um allan bæ!
Akraneshlaupið
Ræst verður frá Akratorgi. Kl. 10:30 - 21 km hlaup, kl. 11:00 - 10 km hjólreiðar og kl. 11:30 - 10
hlaup, 3.5 km skemmtiskokk, 2 og 3.5 km ganga.
Útsýnisflug með þyrlu frá þyrlupallinum við íþróttavöllinn!
Jet Ski leiga á Langasandi - hefurðu prófað þotuskíði? Ef ekki - er þá ekki kominn tími til?
10:00-12:00 Sandkastalakeppni á Langasandi.
Glæsilegir vinningar í boði - láttu sköpunarþörfina fá útrás! Taktu fram skóflu og fötu og mættu
á Langasand!
11:00-13:00 Dorgveiðikeppni á "Stóru bryggjunni" (Aðalhafnargarði) í boði Módel á Akranesi.
Glæsilegir vinningar í boði!
11:00-18:00 Tívolístemning á Jaðarsbökkum allan daginn. Frábært tívolí fyrir börn á öllum
aldri! 20 metra fallturn, hringekjur klessubilar og hoppkastalar.
10:00 -18:00 Risamarkaður í Akraneshöllinni!
Ef þú vilt selja eða kaupa eitthvað þá er þetta rétta augnablikið og rétti staðurinn! Minnum
sérstaklega á stórbókamarkað Bókasafns Akraness.
13:00 "Bylgjan í beinni" frá Akranesi.
15:00 Rauðhærðasti Íslendingurinn á Jaðarsbökkum!
Hin árvissa keppni um Rauðhærðasta Íslendinginn fer fram á Jaðarsbökkum - hver verður
rauðhærðastur í ár! Glæsilegur ferðavinningur í boði - ferð fyrir einn til borgar rauðhærða
fólksins, Dublin á Írlandi! Rauðhærðir keppendur mæti kl. 14:45 í Akraneshöllina þar sem
dómnefnd mun meta hvern lokk og úrslit verða kynnt kl. 15:00. Skráning á staðnum, á
www.irskirdagar.is, í síma 433 1000 eða með tölvupósti: loa@akranes.is.
14:00 Mótorcross á Langasandi - glæsileg sýning, spól og læti frá félögum í
Vélhjólaíþróttafélagi Akraness.
14:00 Kraflyftingamót í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
14:00-16:00 "Hittnasta amman" í körfu á Jaðarsbakkasvæðinu!
Áfram amma! Skráning á staðnum. Glæsilegir vinningar! Í fyrra mættu um 60 ömmur á víta-
punktinn - hvaða amma rústar þessu í ár? Eru engar ömmur utan Akraness? Hvernig er með
ömmur úr Hafnarfirði eða frá Hólmavík? Skráning á staðnum, á www.irskirdagar.is, í síma
433 1000 eða með tölvupósti: loa@akranes.is.
Götuleikhúsið setur skemmtilegan svip á bæjarlífið á meðan á hátíðinni stendur.
20:30-23:30 Café Mörk - Oran Mór
Keltnesk söngveisla þar sem sönghópurinn Oran Mór flytur írskættaðar söngperlur.
Lopapeysan 2008
Stærsta og magnaðasta ball ársins á Íslandi! Hið árvissa Lopapeysuball verður haldið á Írskum
dögum - við höfnina á Akranesi - fimmta árið í röð. Í ár verður dagskráin ekkert slor frekar en
fyrri ár - fyrstur stígur á svið hin alkunni Ragnar Bjarnason og svo er það Jet Black Joe sem
kemur þar á eftir. Sálin hans Jóns míns slá svo botninn í gleðina og spila fram á nótt.
Sunnudagur 7. júlí
Jet Ski leiga á Langasandi - ekki spurning að prófa!
14:00 - 17:00 Fjölskyldudagur í Skógræktinni - Lokahátíð Írskra daga 2008!
Skemmtilegur dagur fyrir alla fjölskylduna.
Grill og Svali fyrir alla!
Hoppkastalar og önnur frábær leiktæki.
15:00 Barnaskemmtun Söngvaborgar!
Söngavkeppni Akraness - Allir krakkar á aldrinum 7 - 14 ára geta tekið þátt í þessari fráb æru
keppni. Skráning á staðnum, með tölvupósti (loa@akranes.is) eða í síma 433 1000.
Skemmtidagskrá Söngvaborgar með leiknum atriðum og söng af Söngvaborgunum. Fram
koma Sigga Beinteins, María Björk, Lóa Ókurteisa (Helga Braga) Masi (Björgvin Franz) Subbi
sjóræningi (Björgvin Franz). Magni Ásgeirsson mætir með gítarinn og leikur og syngur
nokkur lög.
Listasetrið Kirkjuhvoll og Safnasvæðið að Görðum opið alla helgina.
Aðgangur að dagskrá Írskra daga er ókeypis nema annað sé tekið fram!
Góða skemmtun á Írskum dögum!