Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR anna. Mik il ó yndi voru í mér, ég var al veg við þols laus af heim þrá og svaf stund um ekki á nótt unni. Síð an hefi ég vel skil ið líð an stroku hest­ anna. Um miðj an nóv em ber þeg ar ég var bú inn að vera í skól an um í hálf an ann an mán uð stóðst ég ekki mát ið. Strand ferða skip ið Esja var í ferð um og ég tók mér far með því aust ur, strauk úr mennta skól an um. For eldr ar mín ir voru vita skuld ekki á nægð ir þeg ar ég kom heim, en mér leyfð ist þó að vera heima fram yfir ára mót in. Þá fór ég aft ur til Ak­ ur eyr ar í skól ann og síð an hef ir mér aldrei leiðst eða þjáðst af heim þrá hvar sem ég hefi dval ið og ég lauk stúd ents prófi frá MA á rétt um tíma eða vor ið 1948.“ Í há skóla nám til Banda ríkj anna Ingi mar sagð ist ekki hafa ver­ ið á kveð inn eft ir stúd ents próf ið hvaða stefnu skyldi taka. „Ég ætl­ aði að taka mér árs frí frá námi en þá var það sem ég fyr ir til vilj un rakst á aug lýs ingu í blaði. Þar var aug lýst ur skóla styrk ur til náms í land bún að­ ar há skóla í Pulm an í Was hington­ fylki í Banda ríkj un um. Þetta vakti á huga minn, ég sótti um og ó vænt í á gúst mán uði fékk ég sím skeyti þess efn is að ég fengi styrk inn og skóla­ vist ina. En það var skamm ur tími til stefnu, skól inn átti að byrja eft ir ein ung is viku. Þetta voru erf ið ir tím ar rétt upp úr stríði. Til að fá dval ar leyfi í Banda ríkj un um þurfti að afla til­ skil inna leyfa og vott orða, sem sýndu að ég væri hvorki með berkla eða kyn sjúk dóma og hefði aldrei ver ið með lim ur í Komm ún ista­ flokkn um,“ seg ir Ingi mar og hlær. „Gjald eyr is höft voru líka á þess­ um tíma og ekki auð velt að út vega skot silf ur til far ar inn ar. Í gegn um kunn ings skap tókst að út vega mér 10 doll ara í pen ing um og 100 doll­ ara á vís un. Doll ar inn kost aði þá að­ eins 6,50 kr. Meira hafði ég ekki til ferð ar inn ar. Þeg ar kom ið var út til New York varð ég að greiða 8 doll­ ara af þess um 10 sem ég fékk í pen­ ing um í komu skatt og ekki reynd ist auð velt að fá ís lenskri á vís un skipt. Ég kynnt ist í ferð inni strák sem var að fara til náms í ann an skóla í Banda ríkj un um. Við þurft um að fara alla leið nið ur á Wall Street til að fá á vís un um okk ar skipt. En mik ið létti okk ur eft ir það, ekki er gam an að vera pen inga laus í fram­ andi landi.“ Feðg ar í fé lags bú Ingi mar var ytra sam fellt öll fjög­ ur ár náms tím ans. „ Þetta var mjög góð ur skóli, ég lærði þar margt og það var gam an að koma heim vor ið 1952. Þá stofn uð um við Jón bróð­ ir minn og fað ir okk ar fé lags bú um bú skap inn á Eg ils stöð um, sem nefnt var Eg ils staða bú ið. Jón er mennt að ur flug virki og nám okk ar beggja nýtt ist mög vel við bú skap­ inn.“ Með an Sveinn Jóns son var að­ al bónd inn á Eg ils stöð um var lengi vel sauð fé aðal bú stofn inn og fjár­ fjöld inn um eða yfir 500, en þeg­ ar syn irn ir Ingi mar og Jón komu að bú skapn um hafði fénu ver ið fækk að nið ur í um 200. Mjólk andi kýr voru um sex tíu tals ins en Eg ils staða­ bænd ur höfðu líka mikla nauta­ kjöts fram leiðslu, voru með stór­ gripa hús fyr ir um 250 gripi. Einnig var búið með svín á Eg ils stöð um, grís irn ir yf ir leit á bil inu 100 til 200, eft ir þeim mark aði sem var fyr ir kjöt ið. Fyrsti og besti kenn ar inn Eins og áður seg ir hef ur Ingi­ mar frá blautu barns beini hugs­ að um hesta og skepn ur. „Þeg ar ég var að al ast upp var Jón Ein ars son móð ur afi minn í vist hjá for eldr­ um mín um. Hann sá um hirð ingu á skepn un um, þar á með al hest un­ um. Ég var öll um stund um í kring­ um afa sér stak lega þeg ar hann var í hest hús inu. Það var al veg til fyr­ ir mynd ar hvern ig hann hugs aði um hest ana. Þá var ekki al gengt að sjá brúk un ar hesta kembda og gljá­ fægða eins og þeir voru hjá hon um. Ég lærði mjög mik ið af afa mín um sem var minn fyrsti og besti kenn ari í skepnu hirð ingu. Hjá hon um lærði ég hvern ig á að um gang ast skepn­ ur þannig að vel sé. Mér gekk strax í upp hafi mjög vel að fást við hesta og hefi alltaf tamið alla mína hesta sjálf ur,“ seg ir Ingi mar, en dæmi um dugn að hans og alúð við hvert við­ fangs efni er þeg ar hann ól upp af mik illi elju móð ur laust fol ald sem fékk nafn ið Pilat us og varð síð ar að dug mikl um og glæsi leg um gæð ingi og aðal reið hesti hans fram til dags­ ins í dag. Úr bú skap í kennslu En svo kom að breyt ing um hjá Ingi mar bónda á Eg ils stöð um. „Þeg ar ég hafði búið á Eg ils stöð­ um í nær 34 ár, um haust ið1985, hafði Sveinn Hall gríms son sem þá var skóla stjóri á Hvann eyri sam­ band við mig og spurði hvort ég væri fá an leg ur til að koma og kenna við skól ann. Nú væri stefnt á að efla kennslu í hesta fræð um við skól ann. Mér fannst á þess um tíma punkti á gætt að breyta til, enda var þetta bú inn að vera á gæt ur tími í bú­ skapn um. Þeg ar ég byrj aði kennslu á Hvann eyri var ekk ert náms efni í hrossa rækt til tækt. Ég varð því að viða að mér og semja kennslu efni sem ég hefi síð an auk ið og end ur­ bætt og mik ið af því er enn not að við kennslu í skól an um. Hrossa­ rækt var val fag í bænda deild skól ans og skipt ist í bók legt nám og tamn­ ing ar. Auk kennsl unn ar stund aði ég ýms ar rann sókn ir varð andi hross.“ Þró aði sína eig in tamn ing ar að ferð Ingi mar fór einnig utan til að afla sér þekk ing ar. „Árið 1993 fór ég á Equit ana hesta sýn ing una í Þýska­ landi og hitti þar Monty Ro berts sem er Banda ríkja mað ur og heims­ fræg ur tamn inga mað ur. Þar sýndi Monty tamn ing ar að ferð sem hann hafði ver ið að þróa í 40 ár og bygg­ ist á að nýta sér hegð un og skynj­ un hests ins. Fá hann til að koma til móts við tamn inga mann inn og treysta hon um frek ar en að brjóta hann nið ur og láta hann hlýða með valdi. Þeg ar heim var kom ið fékk ég leyfi til að koma upp hring gerði við hest hús Bænda skól ans og prófa þessa að ferð á mín um eig in tripp­ um, tamn ing artripp um nem enda og tripp um ann arra stað ar búa og ná granna. Í námi mínu við land bún að ar há­ skól ann í Was hington fylki í Banda­ ríkj un um var mitt aðal náms svið bú fjár rækt, þar með tal in hrossa­ rækt. Þar kynnt ist ég all vel hross­ um af þar lend um kynj um, bæði í reið, með för um og tamn ingu. Það kom mér því ekk ert á ó vart að ís­ lensku hross in brugð ust að ýmsu leyti öðru vísi við þess ari að ferð en þau er lendu og þurfti því að taka til lit til þess. Ég not færði mér þá reynslu mína og að lag aði tamn ing­ ar að ferð ina ís lensk um hross um og hefi síð an bætt inn í hana ýmsu sem reynst hef ir mér vel í gegn um árin, t.d. hljóð merkj um. Þetta er þannig orð in mín eig in að ferð sem ég hefi þró að og gef ið heit ið „Af frjáls um vilja.“ Losn að við hræðslu og styggð Um ára bil hef ur Ingi mar hald­ ið tals vert af fræðslu­ og tamn inga­ nám skeið um og not að þessa að ferð með góð um ár angri við frum tamn­ ingu á hátt á ann að þús und hross­ um, eig in hross um og ann arra, þar á með al hross um nem enda sinna í hrossa rækt við skól ann á Hvann­ eyri. Þá hef ur hann beitt að ferð inni á fjöl mörg um nám skeið um víðs­ veg ar um land og einnig utan land­ steina, í Dan mörku, Nor egi og Sví­ þjóð. „Svo til öll þess ara trippa hafa brugð ist vel við þess ari að ferð. Þau hafa orð ið með færi leg, losn að við hræðslu og styggð og hægt hef­ ur ver ið að fara á bak og ríða þeim laus um í gerð inu að loknu þriggja daga nám skeiði. Ég hefi feng ið þó nokk ur hross sem menn voru bún­ ir að gef ast upp við að temja með hefð bundn um að ferð um en hafa svar að og tamist fyr ir hafn ar laust með þess ari að ferð. Ég hætti fastri kennslu á Hvann­ eyri á ár inu 1998 þeg ar ég varð sjö­ tug ur. Enn held ég þó nám skeið bæði fræðslu nám skeið og tamn­ inga nám skeið.“ Hjón in gull merk is haf ar LH Guð rún Gunn ars dótt ir kona Ingi mars er líka mik il hesta­ kona. Hún var fyrsta kon an sem sat í stjórn Lands sam bands hesta­ manna fé laga og bæði voru þau hjón in sæmd gull merki LH fyr ir rúmu ári. Guð rún er fædd og upp­ al in í Borg ar firð in um og seg ir hún för sína aust ur á Hér að til vilj un, þar sem þau Ingi mar kynnt ust. „Það má segja að Jónas frá Hriflu hafi séð til þess að ég fór aust­ ur. Þor steinn Jóns son föð ur bróð­ ir Ingi mars var kaup fé lags stjóri Kaup fé lags Hér aðs búa. Ég var í Sam vinnu skól an um þeg ar Þor­ steinn hafði sam band við Jónas og bað hann að út vega sér stúlku og pilt aust ur til starfa við kaup fé lag­ ið. Þar lágu leið ir okk ar því sam an,“ seg ir Guð rún. Ríð ur út flesta daga Ingi mar og Guð rún hafa stund að hrossa rækt um ára bil og öll þeirra hross eru úr eig in rækt un. Ingi­ mar seg ir að hrossa rækt in hjá þeim bygg ist mest á hesta kyni kenndu við Eyj ólfs staði á Hér aði. Þau hafa að al lega rækt að út af tveim ur hryss­ um, Pílu og Veru frá Eyj ólfs stöð­ um. Vera skil aði þeim 13 folöld um á 14 árum. „Það hef ur ekk ert af­ kvæmi henn ar brugð ist, allt orð ið góð reið hross þó þau séu und an tíu mis mun andi stóð hest um.“ Þótt Ingi mar sé að verða 82 ára gam all seg ist hann enn þá ríða út og hafa gam an af. „Ég er með sjö hross á járn um og reið til dæm is mik ið og lengi út í gær. Ég þori varla að hætta. Ætli lið leik inn hverfi ekki, ég verði fljótt lat ur og stirð ur ef ég hætti að ríða út,“ seg ir Ingi mar að end ingu. þá Ingi mar í reið túr á Hvann eyrar engj um á hross un um Austra og Tögg. Ljósm. Ás dís Helga Bjarna dótt ir. Ingi mar er nú með sjö hross á járn um. Hann ótt ast að lið leik inn hverfi og hann verði fljótt lat ur ef hann hætt ir að ríða út. Ljósm. Ás dís Helga Bjarna dótt ir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.