Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.2013, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 24.04.2013, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Spurningar og svör stjórnmálaleiðtoga 1. Hver eru þrjú brýn ustu hags muna mál in sem þinn flokk ur mun standa fyr ir, kom ist hann á þing? 2. Hver er af staða þín til gjald mið ils Ís lend inga, verð trygg ing ar og stýr ing ar verð bólgu. Hvert eiga Ís lend ing ar að stefna? 3. Skuld ir heim ila hafa hækk að sök um verð bólgu og verð trygg ing ar frá hruni. Þannig er fólk jafn- vel tækni lega gjald þrota en fast í eig in hús næði. Vill þinn flokk ur gera eitt hvað í þeim mál um (lykla- frum varp, flöt skulda nið ur fell ing eða ann að). 4. Mik ið hef ur ver ið skor ið nið ur í heil brigð is mál um á Vest ur landi á síð ustu árum og heil brigð is stofn an- ir sam ein að ar. Hver er stefna þíns flokks í heil brigð- is mál um á Vest ur landi? 5. Eiga skatt ar ein stak linga og fyr ir tækja að vera ó breytt ir, hærri eða lægri? Hver er stefna þíns flokks í þeim efn um? 6. Víða á Vest ur landi skort ir störf sem henta kon um sér stak lega. Er flokk ur þinn með ein hverja stefnu til að bæta þar úr? 7. At vinnu leysi mælist mest í hópi ungs fólks, frá 16- 30 ára. Hvað hyggst þinn flokk ur gera til að bæta stöðu ungra á at vinnu mark aði á Vest ur landi? 8. Ungt fólk og eldra hef ur ver ið að tapa í búð ar- hús næði á liðn um árum. Í ljósi hertra reglna á lána- mark aði er sér stak lega ungu fólki nær ó mögu legt að kaupa hús næði, með al ann ars vegna kröfu lána- stofn ana um hátt hlut fall eig in fjár við í búða kaup. Hef ur þú ein hver ráð fyr ir þetta fólk, t.d. með efl- ingu leigu mark að ar. Hef ur flokk ur inn stefnu í hús- næð is mál um al menn ings á Vest ur landi? 9. Land bún að ur hef ur lít ið ver ið í um ræð unni fyr- ir þess ar kosn ing ar. Hver tel ur þú vera helstu sókn- ar færi hans á Vest ur landi og fyr ir hverju munt þú berj ast á því sviði? 10. Launa mun ur kynj anna hef ur ekk ert minnk að á yf ir stand andi kjör tíma bili og mælist um 20% hjá hinu op in bera. Vill þinn flokk ur gera eitt hvað í að draga úr launa mun kynj anna? 11. Há skól ar í land inu eru nú sjö tals ins og þar af fjór ir á lands byggð inni. Finnst þér það hæfi legt? Munt þú beita þér fyr ir því að stað inn verði vörð ur um há skól ana á lands byggð inni? 12. Hverj ar eru að þínu mati brýn ustu úr lausn ar efni í sam göngu mál um á Vest ur landi? 13. Hver er skoð un þín á jöfn un hús hit un ar kostn- að ar? 14. Munt þú beita þér fyr ir efl ingu lög gæslu á Vest- ur landi og ert þú fylgj andi hug mynd um um fækk- un sýslu manns emb ætta? 15. Ert þú fylgj andi nú ver andi sjáv ar út vegs kerfi, og ef ekki, hverju viltu helst breyta? 16. Tel ur þú að Ís lend ing ar eigi að ganga í Evr ópu- sam band ið? Ef ekki, eig um við að leita sam starfs við önn ur ríki eða ríkja sam bönd? 17. Hvar er að þínu mati hægt að spara í op in ber- um rekstri (rík is ins)? 18. Ferða þjón usta hef ur ver ið ört vax andi at vinnu- grein á land inu og nú stefn ir í að 800 þús und ferða- menn komi til lands ins á þessu ári. Hvað þarf að gera til að efla at vinnu grein ina ferða þjón ustu, eink- um með til liti til Vest ur lands? 19. Virkj an ir eða nátt úru vernd? 20. Ertu fylgj andi nú ver andi kjör dæma skip an, eða viltu breyta henni og þá hvern ig? 21. Hvert verð ur þitt fyrsta bar áttu mál á Al þingi eft- ir kosn ing ar og snert ir íbúa Vest ur lands? 22. Hver er af staða þín gagn vart efl ingu Þjóð garðs- ins Snæ fells jök uls? 23. Hvern ig spá ir þú að skipt ing 8 þing sæta verði í Norð vest ur kjör dæmi í kosn ing un um (7+1)? 24. Hver er þín drauma rík is stjórn eft ir kosn ing ar? 25. Hver eru að þínu mati væn leg ustu sókn ar færi Vest ur lands? 26. Hver er að þínu mati fal leg asti stað ur á Vest ur- landi? Spurn ing ar til odd vita stjórn mála flokk anna sem bjóða fram í Norð vest ur kjör dæmi við al þing is kosn ing arn ar 27. apr íl 2013. 1. Að standa vörð um full veldi og sjálf stæði Ís lands og aft ur kalla ESB um sókn ina. Við vilj um einnig sjá nýja sókn hjá und ir stöðu­ at vinnu veg um þjóð ar inn ar í hin um dreifðu byggð um lands ins er síð an geta stað ið und­ ir bætt um lífs kjör um. Hér mætti nefna sjáv­ ar út veg, land bún að, mat væla vinnslu, ferða­ þjón ustu, iðn að og mennt un. Í þriðja lagi er grunn þjón ust an sem þarf að varð veita þ.e. mennt un, heilbrigðisþjónusta,og önn ur op­ in ber þjón usta á lands byggð inni. Einnig vilj­ um við stuðla að nátt úru vernd og jafn rétti óháð bú setu. 2. Krón an er okk ar gjald mið ill og verð ur á fram um næstu ár. Hún bar ekki á byrgð á hrun inu, held ur mis tök stjórn mála manna og græðgi pen inga afl anna. Krón an hjálp aði okk­ ur aft ur á móti við að vinna okk ur út úr vand­ an um er skap að ist í hrun inu. Verð trygg ing á að hverfa og byggja á stöð ug leika í efna hags­ líf inu. Ís lend ing ar eiga að treysta á sjálfa sig, auð lind ir sín ar og mannauð, á sjálf stæð um for send um. 3. Það er mjög mik il vægt að vinna bug á þeirri of skuld setn ingu sem átti sér stað á ár­ un um fyr ir hrun en það verð ur þó að ger ast með sann gjörn um hætti þannig að kom ið sé til móts við þá verst stöddu. Síð an skipt ir öllu að skapa efna hags leg an stöð ug leika svo að vext ir verði lág ir og verð trygg ing því ó þörf. 4. Ég hef barist gegn nið ur skurði í heil brigð­ is þjón ustu á lands byggð inni í rík is stjórn og á þingi. Á lands byggð inni er erf ið ara að byggja upp eitt hvað sem er far ið og góð heil brigð is­ þjón usta er for senda fyr ir traustri bú setu og ör yggi íbúa. 5. Skatta tekj ur rík is sjóðs eru nauð syn leg ar til að halda uppi sam eig in legri vel ferð og op­ in berri þjón ustu. Það þarf að tryggja meira jafn rétti í þeim mál um ekki hvað síst varð­ andi lægstu launa hópana. Fólk á lands byggð­ inni þarf að sækja þjón ustu um lang an veg og skatt ur á flutn ings kostn að leggst harð­ ast á það. Það þarf að horfa á skatta í heild, hvern ig þeir lenda á ein stak ling um og fyr ir­ tækj um, ekki síst eft ir bú setu. Það á að lækka trygg inga gjald ið strax, því það voru mis tök að hækka það. 6. Störf í mennt un, um önn un og heil brigð­ is þjón ustu er oft tengd kon um og þess vegna tel ég að eigi að færa verk efni op in berr ar stjórn sýslu og þjón ustu frá höf uð borg inni út á lands byggð ina, ekki síst á Vest ur land. Hins veg ar ætti jafn rétt is stefna að vera nauð syn­ leg ur hluti af allri byggða stefnu, að hug að sé að störf um er henta báð um kynj um. 7. Við vilj um treysta og efla þær grein­ ar sem taka á móti ungu fólki. Við sjá um grein ar eins og tækni grein ar, ferða þjón ustu, mennt un og rann sókn ir. Það þarf að efla há­ skóla­ og rann sókna stofn an ir í fjórð ungn­ um. Þannig fengj um við störf ungs fólks inn í sam fé lag ið. 8. Ég tel að al mennt eigi að efla leigu mark­ að og að bæði sveit ar fé lög og ríki eigi að hafa frum kvæði að því að bjóða hús næði til leigu á hag kvæm um kjör um. Þá vant ar einnig fjöl breytt ari bú setu kosti úti á landi, til að mynda fyr ir eldra fólk er vill minnka við sig. 9. Sókn ar fær in eru bæði í sauð fjár rækt og mjólk ur fram leiðslu. Þau eru einnig mik­ il í korn rækt og hrossa rækt er blóm leg á þessu svæði. Á svæð inu eru einnig góð og mik il mat væla vinnslu fyr ir tæki. Nátt úru og menn ing ar tengd ferða þjón usta sem bygg ir á gæð um lands ins. Að mað ur tali nú ekki um Breiða fjörð inn og hans fjöl breyttu nátt úru. Allt er þetta hluti af land bún aði og það eru mik il sókn ar færi þar. 10. Að sjálf sögðu á slík ur mun ur ekki að þekkj ast né eiga sér stað. 11. Ég er sjálf ur bú inn að vera rekt or yfir ein um af þeim, Hól um í Hjalta dal og tel afar mik il vægt að standa vörð um þessa há skóla og sjálf stæði þeirra. Jafn framt nána teng ingu þeirra við at vinnu líf og sam fé lag sem gef ur þeim sér stöðu og sókn ar færi. Hjarta mitt slær með þess um há skól um sem og fram­ halds skól um. 12. Að mínu mati er brýn ast að kom ið sé skikki á inn an hér aðs vegi sem eru for senda byggð ar og bú setu. Á svæð inu eru marg­ ir slík ir eins og í Borg ar firði, á Mýr un um og Döl um. Ein breið ar brýr á hættu leg um stöð­ um eru líka for gangs mál. 13. Það á að tryggja jafn ræði í hús hit un ar­ og raf orku kostn aði lands manna. 14. Ég er al far ið á móti fækk un sýslu manns­ emb ætta og lagð ist gegn þeim bæði á þingi og í rík is stjórn. Þess í stað á að færa verk efni frá stjórn sýsl unni í Reykja vík til þeirra svo hægt sé að standa vörð um grunn þjón ustu og efla starf semi þeirra. Þetta hef ég ver ið að gera á Al þingi og mun gera á fram. 15. Ég tel að það eigi að breyta kerf inu og sem ráð herra beitti ég mér fyr ir mörg um breyt ing um. Ég vil nefna strand veið ar, síld­ veið ar og mak ríl í því sam bandi. Byggða teng­ ing ar á afla heim ild um og að auka hlut deild sjáv ar byggða og vinnslu á við kom andi stöð­ um er at riði sem ég barð ist sjálf ur fyr ir og mun gera á fram á þeim grund velli. Að treysta stöðu sjáv ar byggða og fólks ins sem þar býr og vinn ur. Þar eru mik il sókn ar færi og sem dæmi þyk ir nú sjálf sagt að koma með alla grá­ sleppu að landi í stað þess að henda og mik­ ill hagn að ur skap ast þar. Það sýn ir hvað hægt er að gera. 16. Við eig um alls ekki að ganga í ESB og eig­ um að hætta við ræð um. Við eig um að treysta okk ar stöðu með tví hliða samn ing um við all­ ar þjóð ir, eins og við höf um gert. Við eig um ekki að fórna auð lind um okk ar og sjálf stæði. Þessi um sókn við ESB hef ur taf ið fyr ir upp­ bygg ingu at vinnu lífs á síð ustu miss er um. 17. Það er hægt að spara með því að hætta um sókn að ESB og þeim millj örð um sem þar er var ið yrðu nýtt ir í ann að. Það er einnig hægt að spara í yf ir bygg ingu stjórn sýsl unn ar og dreifa á byrgð og verk efn um út á land. 18. Ég nefni sem áður vegi um Borg ar fjörð, Mýr ar og Dali. Gott vega kerfi um svæð ið, sem býr yfir mikl um nátt úruperl um. Vega­ mál eru mik il væg. Síð an þarf að fjölga dags­ ferð um frá Reykja vík og við höf um marg ar góð ar hug mynd ir og svæði eins og jarð böð í Borg ar firði, Breiða fjarð ar svæð ið og nátt­ úru feg urð til Dala. Það eru líka mögu leik ar í að auka enn meira sjáv ar tengda ferða þjón­ ustu. Við eig um á Snæ fells nesi Þjóð garð inn og það mætti á fram telja. Þetta er nátt úru­ rík asta svæði lands ins. Ferða þjón ust an er líka lands byggð ar mál því hún bygg ir á auð lind­ um henn ar. 19. Að sjálf sögðu nátt úru vernd, þó ekki sé hægt að stilla þessu upp sem and stæð um. Sjálf bær vernd un og nýt ing orku auð linda er for senda og nátt úr an er okk ar mál. Hún á alltaf að njóta vafans við á kvarð ana töku um all ar virkj an ir. 20. Ég tel að kjör dæm in séu nú þeg ar orð ið nógu stór. Að hafa skipt Reykja vík ur svæð inu í tvennt finnst mér ó skyn sam legt. Kjör dæm in eiga að snú ast um land fræði lega,­ at vinnu­ og sam göngu tengd ar heild ir. Ég er ekki hlynnt­ ur því að land ið verði gert að einu kjör dæmi. Lands byggð in á að hafa hlut falls lega hærra vægi í stjórn sýsl unni og það þarf að standa vörð um hana í þeim efn um. 21. Fyrst og fremst veg irn ir, sveita­ og hér­ aðs veg ir, þeir sem ég hef áður nefnt og liggja frá að al veg um hvar sem þeir eru á svæð inu. Þeir eru for gangs mál fyr ir þetta lands svæði, að öðr um mál um ó nefnd um. 22. Það á að efla Þjóð garð inn og styrkja, ekki nokk ur vafi. Þetta starf sem unn ið hef­ ur ver ið á Snæ fells nesi um um hverf is vott un er einnig gott mál. 23. Það er ekki gott að spá en ég er full viss að Regn bog inn fái einn eða tvo á þing frá kjör dæm inu. 24. Það er rík is stjórn sem að stöðv ar var an­ lega um sókn ar við ræð ur við ESB og vinnu að þeim hags muna mál um sem Regn bog inn stend ur fyr ir. Lands byggð in, grunnatvinnu­ veg irn ir og grunn þjón usta stend ur þar hæst. 25. Þau liggja í nátt úru auð lind um svæð is ins og menn ing ar­ og mennta stofn un um sem þar eru. Í land bún aði, sjáv ar út vegi, mat væla­ vinnslu, iðn aði, ferð þjón ustu, mennt un og rann sókn um. 26. Ég er upp al inn í Bjarn ar höfn og af öll­ um mjög fal leg um stöð um hlýt ég að nefna Bjarn ar höfn fyrst ef ég á að nefna einn stað. Vest ur land býr yfir mikl um nátt úruperl um og fal leg um stöð um. Jón Bjarna son, odd viti Regn bog ans í NV kjör dæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.