Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.2013, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 24.04.2013, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Spurningar og svör stjórnmálaleiðtoga 1. Það brýn asta er að taka á skulda vanda heim il anna. Af nema verð trygg ing una og setja þak á vexti. Það þarf líka að hækka skatt­ leys is mörk og per sónu af slátt og þar með tryggj um við fram færslu. Við þurf um að stöðva nauð ung ar söl ur og út burð fjöl skylda af heim il um sín um. 2. Við erum ekki í stakk búin til að skipta um gjald mið il við nú ver andi á stand. Hins veg ar þarf að tengja krón una við ann an gjald mið­ il og taka upp fast geng is stefnu. Verð bólga og verð trygg ing hald ast í hend ur og ef þak yrði sett á vexti og verð trygg ing in af num in, yrði auð veld ara að eiga við verð bólg una. 3. Flokk ur inn var stofn að ur til að taka á skulda vanda heim ila. Við vit um að stór hluti þjóð ar inn ar býr við nei kvæða eigna mynd un og er fast ur í skulda fang elsi. Svoköll uð 110% leið var gerð til að festa fólk enn frek ar. Hún er ónýt og þeir sem nýtt hafa hana eru ekki bet ur stadd ir en áður. Per sónu lega er þetta mér mik ið hjart ans mál og ef þetta verð ur ekki lag að er eng in fram tíð í land inu. Eitt sem ég vil benda á er að ef líf eyr is sjóð irn ir fá að kaupa í bönk un um er hægt að gleyma því að leið rétt ing muni eiga sér stað. Þeir verða að vernda eign ir sín ar sam kvæmt lög um. 4. Það verð ur að verja heilsu gæsl una á Vest­ ur landi með öll um til tæk um ráð um og taka til baka alla skerð ingu hjá heil brigð is þjón­ ust unni. Nið ur skurð ur inn hef ur kom ið nið­ ur á allri þjón ustu stofn anna og ef fólk hef­ ur ekki þessa grunn þjón ustu er heilsu fólks stefnt í voða, því mesta hætt an á heilsu vanda er á á lags tím um sem þess um. Heil brigð þjóð er mark mið ið og eng ir af slátt ar mið ar þar. 5. Það þarf að lækka skatta. Ef skatt ar eru hækk að ir á fyr ir tæki fá þau ekki tæki færi til vaxt ar, ráða starfs fólk og fara í fjár fest ing­ ar. Það þarf líka að lækka á ein stak linga og fjöl skyld ur. Gera þarf breyt ing ar á skatta­ lög um og leið rétta þann ó jöfn uð sem víða er að finna í þeim. Lækka þarf trygg inga gjald og taka á lagn ingu út varps gjalds til end ur­ skoð un ar. Þeg ar skatt ar eru hækk að ir þarf að spara, fólk hætt ir að kaupa þjón ustu og ein­ hver eða ein hverj ir missa vinn una. Að lækka skatta er hluti af því að koma hag kerf inu í gang, einnig þarf að taka út og lækka ó beina skatta. 6. Já við erum með hana. Nið ur skurð ur í heil­ brigð is kerf inu og banka kerf inu hef ur kom ið harð ast nið ur á kon um. Stað reynd in er sú að kon um er oft sagt fyrst upp í fyr ir tækj um og það þarf að rétta hlut kvenna. Við við snún ing heil brigð is þjón ust unn ar skap ast störf. Það þarf að gera kon um kleyft að stofna fyr ir tæki því það er búið að sýna sig að kon ur reka fyr­ ir tæki með mikl um á gæt um. Þær reka fyr ir­ tæki eins og heim ili. Í þessu þarf að vinna vel og hratt. Það er mik ið á fall að missa vinnu og ekki síð ur að standa frammi fyr ir því að fá ekki vinnu. Ég þekki það vel og þetta er skelfi leg lífs reynsla. 7. Ungt fólk má ekki ganga at vinnu laust til lengri tíma. Það þarf að koma upp ein hvers­ kon ar starfs námi, þar sem að fyr ir tæki geti far ið í skól ana eða öf ugt og ráð ið inn samn­ ings tengt eins og var hér áður. Það þarf að efla til muna að komu ungs fólks á sviði ný­ sköp un ar og rann sókna. Við vilj um vinna að þessu og ætl um að bæta at vinnu ör yggi hjá ungu fólki. Taka þarf þessi mál föst um tök­ um og koma í veg fyr ir að skóla fólk hafi ekki kost á sum ar vinnu. 8. Við höf um á kveðna stefnu í þess um mál­ um. Þessu fólki þarf að koma til hjálp ar og ef verð trygg ing verð ur af num in og vöxt um breytt mynd ast strax gluggi til þess. Það þarf að breyta leigu mark aði og gera þeim sem kjósa að vera á leigu mark aði kleyft að vera þar. Einnig þarf að gefa fólki kost á að eign­ ast eig ið hús næði með því að breyta vaxta­ kerf inu og af nema verð tygg ing una. Þá verð­ ur þetta auð veld ara. Marg ir segja að stjórn­ mála menn hafi gleymt leigu mark að in um en það höf um við ekki gert. 9. Við þurf um skil yrð is laust að vernda land­ bún að inn, sem er ein af stoð grein um þessa lands, og gera hon um kleyft að standa und­ ir sér. Stoppa þarf eigna söfn un í hend ur fárra fé laga í land bún aði. Ný lið un í grein inni er nán ast eng in vegna þess ara fé laga. Gefa þarf sveita stjórn um svig rúm til að ganga inn í og stoppa söl ur til slíkra að ila. Við erum eyja og ef við ætl um að fara með land bún að inn eins og t.d. hús gagna iðn að inn gæti það reynst okk ur dýr keypt. Sam göngu mál um hef ur ekki ver ið sinnt sem neinu nem ur und an far­ in ár. Þar er breyt inga þörf. Það þarf að efla mennt un og rann sókn ir varð andi land­ bún að og stuðla að upp bygg ingu nýrra land bún að ar tengdra fyr ir tækja á Vest­ ur landi. 10. Það er hægt að jafna launa mun kynj­ anna og það ætl um við að gera. Það er ekki eðli legt að fólk sem er með sömu mennt un og starfar hlið við hlið sé ekki með sömu laun. Það kost ar jafn mik ið fyr ir konu að sjá fyr ir sér og karl mann. Það sem stend ur í vegi fyr ir að þetta hafi ekki ver ið gert er skort ur á vilja og þetta virð ist vera rót gró in hefð. 11. Það verð ur að standa vörð um há­ skóla á lands byggð inni með öll um til­ tæk um ráð um. Þeir hafa mikla þýð ingu fyr ir lands byggð ina. Ungt fólk hef­ ur þá tæki færi á að fara í nám í sinni heima byggð og lík urn ar á brott flutn­ ingi minnka. Jafn framt þarf að gæta þess að at vinnu tæki fær in séu til stað ar. Hver um sig hafa þess ir skól ar á kveðna sér­ stöðu. Efla þarf sam vinnu á milli þeirra og teng ingu við at vinnu líf ið. 12. Á svona stóru svæði eins og Vest ur landi þurfa sam göng ur að vera í lagi. Það þarf að taka út hvað hef ur set ið á haka naum, hvað þarf að gera og vinna hratt úr því. Það þarf að klára teng ing una við Vest firði, byggja upp tengi vegi, setja bund ið slit lag á vegi og taka all ar ein breið ar brýr úr um ferð. 13. Það verð ur að koma til móts við fólk á köld um svæð um því það er ekki eðli legt að svo há pró senta af laun um fari í hús hit un ar­ kostn að. Rík ið, sveit ar fé lög in og orku fyr ir­ tæk in þurfa að koma öll að þessu. Þetta er jafn rétt is mál og er eitt af mörgu sem stýr­ ir því hvort land svæði hald ast í byggð. Auka þarf rann sókn ir og leit eft ir heitu vatni á þess um svæð um. 14. Lög gæsla á Vest ur landi sem og á lands­ byggð inni allri er í mol um og það er ekki lög gæslu mönn um að kenna. Þar er búið að skera nið ur inn að beini og ó tækt er að bjóða bæði starfs fólki og í bú um upp á þetta. Ég vil benda á aukn ingu í um ferð vegna fjölg­ un ar ferða manna í því sam hengi. Það verð ur að efla lög gæslu, því hún er hluti af grunn­ þjón ust unni. Fækk un sýslu manns emb ætta á að taka út af dag skrá og styrkja frek ar stöðu þeirra. 15. Við vilj um gera breyt ing ar í sjáv ar út vegs­ mál um og vilj um efla strand veið ar sem eru bún ar að sanna á gæti sitt, með því til dæm­ is að koma í veg fyr ir lok an ir fisk vinnsla og skapa at vinnu tæki færi. Við vilj um taka veiði­ gjald ið af og setja á nýt inga gjald og að all­ ur afli verði sett ur á mark að svo all ir sitji við sama borð. Við vilj um auka þorsk kvót ann um allt að 50.000 tonn og að hann fari all­ ur á mark að. Þetta væri hægt að gera strax og sá á góði færi í að hækka per sónu af slátt. Að auki þarf að gefa út vegi svig rúm til að að lag­ ast breytt um að stæð um. 16. Ég tel að Ís land eigi alls ekki að ganga í ESB. Allt tal um að við mun um fá í viln an­ ir í sam bandi við land bún að, orku og sér lega fisk veið ar er barna skap ur. Það þarf ekki ann­ að en að lesa Lissa bon sátt mál ann til að sjá að svo verð ur ekki. Við mynd um hverfa sem sjálf stæð þjóð við að ganga í ESB, af sala okk­ ur full veld inu. Að halda að öll okk ar vanda­ mál hverfi um leið og við göng um þar inn er líka barna skap ur. Í því sam bandi er hægt að horfa á Portú gal, Grikk land, Spán og Kýp­ ur. Við eig um að taka upp sam vinnu á öll um svið um við önn ur ríki eins og við mögu lega get um og við eig um að vinna það út frá hags­ mun um Ís lend inga. 17. Það er auð vit að hægt að spara víða, t.d. er ver ið að setja millj arða í rekst ur á fyr ir tækj­ um eins og Hörp u nni. Hins veg ar er búið að spara svo í mörg um stofn un um að ekki er hægt að spara meir. Ég vil nefna ut an rík­ is þjón ust una, af hverju hef ur hún ekki ver­ ið tek in í gegn? Þar hef ur ekk ert ver ið spar­ að. Það þarf að fara í þá vinnu að sjá hvar hægt sé að taka af. Ef næsta rík is stjórn kem­ ur til með að líta út eins og skoð ana kann an ir gefa til kynna, mun á fram vera skor ið nið ur á sömu nót um og síð ast lið in fjög ur ár. 18. Það þarf að efla þessa frá bæru at vinnu­ grein og sem dæmi taka af gistin átta gjald. Skoða frek ar gjald á ferða menn sem koma til lands ins og tryggja vand lega að það fari ekk­ ert ann að en í ferða þjón ustu. Fjár mun ir sem tekn ir eru af ferða manna iðn að in um þurfa skil yrð is laust að renna til baka inn í ferða­ þjón ust una. Um það eiga að vera á kvæði í lög um. Taka þarf upp gjald töku á fjöl förn­ um og við kvæm um ferða manna stöð um vegna mik ill ar fjölg un ar og á troðn ings á við­ kvæma nátt úru. Það eru fjöl mörg sókn ar færi í ferða þjón ustu á Vest ur landi. Góð ar sam­ göng ur eru þar lyk il at riði og þar þarf að taka til hend inni. Það er mik ið tal að um Gullna hring inn , við þurf um að aug lýsa og bjóða upp á Vest ur lands hring inn. 19. Virkj an ir og nátt úr vernd er ekki hægt að tala um í sitt hvoru lagi. Við þurf um að virkja og höf um ver ið að virkja, en eft ir því sem ég hef upp lýs ing ar um er mik il ó nýtt orka í virkj un um. Það þarf að ná meira út úr þeim. Það þarf að end ur skoða ramma á­ ætl un ina og vinna hana upp á nýtt. Það þarf líka að horfa á það sem gerð ist með Kára­ hnjúka og skemmd ir á Leg in um sem dæmi. Við tök um ekki til baka það sem búið er að skemma. Einnig þarf að passa að fara ekki offari í nátt úru vernd. Leggja þarf mik ið upp úr rann sókn ar vinnu áður en far ið er í virkj­ an ir. Að vega og meta án öfga og skoða allt í sam hengi. 20. Að mínu mati eru kjör dæm in of stór. Mér þætti rétt lát ast að hvert hér að ætti sína full­ trúa á Al þingi. Það þurfti að breyta, en okk­ ur Ís lend ing um hætt ir til að fara of geyst og þetta er ár ang ur inn. Það hefði þurft að sitja meira yfir þessu á sín um tíma og til að skipt­ ing in verði rétt lát þarf að breyta þessu aft ur. Sem bet ur fer er það vel hægt. 21. Það er leið rétt ing á skulda vanda heim il­ anna. Þó mik ið sé tal að um út burð á höf uð­ borg ar svæð inu þarf ekki nema að lesa blöð­ in til að sjá að slíkt á sér stað um allt land. Líka hér á Vest ur landi. Síð an þarf að taka á þeim mál um sem snerta grunn þjón ustu, at­ vinnu og byggða mál. 22. Ég styð ein dreg ið efl ingu þjóð garðs ins og mér þyk ir af skap lega vænt um þetta fjall. Ég kom þang að ung í skóla ferð og heill að ist. Það er al veg klárt af minni hálfu að það á efla þetta svæði sem þjóð garð. 23. Við vilj um ekki sjá ó breytt á stand á Al þingi og stefn um á að ná inn tveim­ ur mönn um. Þetta tæki færi kem ur ekki aft ur. Við höf um þenn an glugga til að bæta hag heim il anna en hann mun ekki koma aft ur. Fyr ir mér er þetta ein falt mál. Vilj um við ó breytt á stand eða vilj­ um við gera þær breyt ing ar sem þarf til að bæta hag heim ila og fyr ir tækja. Að ó breyttu finnst mér trú legt að fram­ sókn fái þrjá og að Jón Bjarna son nái inn. Vinstri græn ir detta út og Sam­ fylk ing in nær tveim ur og sjálf stæð is­ menn tveim ur. Val ið er hjá þjóð inni. 24. Mín drauma rík is stjórn er fram­ sókn og Flokk ur heim il anna. Báð ir flokk ar vilja leið rétt ingu hjá heim il un­ um og þá yrði ekki um að ræða ein hver hrossa kaup. En það á aldrei að úti loka neitt vegna þess að póli tík er al ger ó lík­ inda tík. 25. Ég held að það séu gríð ar leg sókn ar færi á Vest ur landi og það þarf að setj ast nið ur með góðu fólki og finna leið ir. Þetta er stórt og gjöf ult land bún að ar hér að, hér er sjó sókn, að vísu í minna mæli en ann ars stað ar. Það eru ó trú lega mik il at vinnu tæki færi í land bún aði sem hægt væri að nýta bet ur. Einnig eru mik­ il sókn ar færi í ferða þjón ustu og smá iðn að ur ætti að vera meiri hér á Vest ur landi en hann er. Það þarf að fara í meiri kynn ingu á svæð­ inu og hvað Vest lend ing ar eru að gera. Al­ mennt veit fólk ekki mik ið um Vest ur land sem slíkt. Flest ir keyra hér í gegn á leið í aðra lands hluta og hugsa kannski ekki mik­ ið um hvað hér er að ger ast og hvaða tæki­ færi bjóð ast. 26. Fal leg asti stað ur inn fyr ir mér get ur ver­ ið lækj ar bakki, fjalla sýn eða planta í veg kant­ in um. Að öllu ó löst uðu er Snæ fells jök ull það sem ég dá ist hvað mest að. Ég ólst upp við fjalla sýn og hún er mér eins mik il væg og að draga and ann. Pálmey Helga Gísla dótt ir, odd viti Flokks heim il anna í NV kjör dæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.