Skessuhorn - 11.09.2013, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 16. árg. 11. september 2013 - kr. 600 í lausasölu
HVAR OG HVENÆR
SEM ER
Með Arion appinu tekur þú stöðuna
með einum smelli og borgar reikningana,
hvar og hvenær sem er.
Þú færð appið á Arionbanki.is.
Skannaðu QR kóðann
og sæktu appið frítt
í símann þinn
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-1
8
9
2
10 töflur
25%
afslát
tur
Einstaklega mjúkar,
teygjanlegar og halda sér vel.
Buxur sem gefa öllum konum
flottar línur.
Bylting í buxnasniði
fyrir dömur
Tilboð vikunnar
Keila 1.430 kr/kg
BORGARNESI
Það hafa löngum verið sögð forréttindi að alast upp í sveit. Nálægð við náttúruna og dýrin ásamt því frjálsræði sem því fylgir
vegur upp ýmsa kosti sem vissulega fylgja búsetu í þéttbýli. Eftir rigningar síðustu daga og vikur skellti hann Aron Sölvi Atl-
ason í Dalsmynni sér út á á leikfangatraktorinn sinn. Að keyra í pollana á mikilli ferð er ekki leiðinlegt, ekki síst þegar maður
er vel búinn. Ljósm. iss.
Með stærri grindhvalavöðum síð-
ari árin lenti í sjálfheldu við strand-
l e n g j u n a
milli Rifs
og Ólafsvík-
ur síðastlið-
ið laugar-
dagskvöld .
Nokkrir tug-
ir hvala dráp-
ust í fjörunni
og var kjöt
af þeim nýtt af heimamönnum. Sjá
umfjöllun um grindhvalavöðuna á
bls. 18-20.
mm
Nú síðla sumars hefur veðráttan
reynst bændum á Vesturlandi erf-
ið og víða sem seinni sláttur hef-
ur ekkert gengið eða illa. Jafnvel
þótt komi þurrkglenna eru tún
afar blaut og erfið yfirferðar og
því nær ómögulegt að ná góðri
heyverkun. Raunar er það svo að
menn reyna að ná heyinu snerti-
þurru í rúllur um leið og færi
gefst. Í liðinni viku gerði þó víða
tveggja daga þurrt veður og voru
afar margir bændur sem slógu og
hirtu hey, þrátt fyrir blaut tún.
„Það er nú eða aldrei,“ sögðu
tveir bændur í uppsveitum Borg-
arfjarðar sem unnu saman að hey-
skap undir lok vikunnar.
Guðjón Jóhannesson bóndi í
Syðri Knarrartungu er einn þeirra
sem glímt hefur við erfiða veðráttu
nú síðla sumars. Honum varð að
orði sl. laugardagsmorgun, þegar
hann hlustaði á regnið lemja þak-
ið á mjaltabásnum, að þurrkvonin
væri dáin. Guðjón er hagmæltur
með ágætum og rammar í tveim-
ur vísum sínum ágætlega inn hug-
renningar bóndans í lok vætusams
sumars:
Í haustlitum stendur háin,
híma við fjósvegginn kýr.
Þurrkvonin þegar er dáin,
þá gerast ráðin dýr.
Þú reynir ef rignir ekki,
að raka hvert fölnað strá.
Rúlla upp fljótandi flekki,
og flokka sem úrvalshá.
mm
Veiðimet í Norðurá í Borgarfirði
gæti fallið núna í vikunni. Næst-
síðasta hollið kom úr ánni á mánu-
dagskvöld að lokinni þriggja daga
veiði með 155 laxa. Veiðin var þar
með komin í 3.205 laxa í sumar og
er farin að nálgast metið sem slegið
var veiðisumarið mikla 2008 þeg-
ar 3.307
l a x a r
veiddust í
Norðurá.
„Þetta var
mjög góð
veiði hjá
h o l l i n u
sem var að koma úr ánni og ef álíka
gengur hjá því næsta er ekki ólík-
legt að metið falli,“ sagði Birna G.
Konráðsdóttir á Borgum, formað-
ur Veiðifélags Norðurár, í samtali
við Skessuhorn í gær, en þá voru
þrír dagar eftir af veiðitímabilinu í
Norðurá.
Birna segist ekki í vafa um að góð
veiði í sumar muni hjálpa til við
sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar, en
veiðifélagið mun sjálft selja veiði-
leyfin í samvinnu við nýjan veiði-
réttarhafa í Norðurá, Einar Sigfús-
son. Einar er einnig með Haffjarð-
ará á leigu. Um leið hættir Stang-
veiðifélag Reykjavíkur leigu árinn-
ar eftir tæplega sjö áratuga sam-
starf við landeigendur. Birna seg-
ir að slök veiði sumarið 2012 hafi
gert erfitt fyrir hjá mörgum um
sölu veiðileyfa, ekki síst í ár á Vest-
urlandi sem voru vatns- og fisklitar
í fyrra. Þá veiddust ekki nema 953
laxar í Norðurá, en til samanburðar
veiddust 2.134 laxar sumarið 2011
og 2.279 sumarið áður. þá
Rúlla upp fljótandi flekki
Þrátt fyrir erfiða veðráttu í sumar hafa margir bændur lokið slætti. Er því víða
búsældarlegt að líta heim að bæjum þegar stæður af rúllum prýða hlöðin nærri
gripahúsin. Meðfylgjandi mynd er tekin í liðinni viku og horft heim að hinu
snyrtilega Skorholti í Hvalfjarðarsveit.
Veiðimet í
Norðurá gæti
fallið í vikunni
Grindhvalavaða