Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Page 2

Skessuhorn - 11.09.2013, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga komandi daga. Fólki á ferða- lagi vegna rétta og annarra viðburða hingað og þangað um næstu helgi, er bent á að hugsanlega gæti orðið hálka og krapi á vegum, jafnvel snjór á fjallvegum, þó síst syðst á landinu. Rétt er einnig að minnast á að fjár- rekstrar geta verið um vegi næstu vikurnar og almennt fjölgar sauðfé niðri í byggð eftir að réttum lýkur. Þar sem girðingaviðhaldi er ábóta- vant eiga kindur til að leita í kjarn- mikinn gróður í vegaköntum. Spáð er stinningskalda af suðri frá fimmtudegi til laugardags og skúra- veðri á köflum, hiti yfirleitt 5-10 stig. Á sunnudag er spáð vaxandi norða- nátt. Rigning eða slydda og snjó- koma verður til fjalla, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Á mánudag er útlit fyrir norð- vestanátt með slyddu eða snjókomu norðaustan til, en þurru veðri sunn- an- og vestanlands. Áfram svalt. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Er vaxandi notkun bókasafna á þínu heimili?“ Samkvæmt svörum gesta á Skessuhornsvefnum virð- ist svo ekki vera. „Nei hún er minnk- andi“ sögðu 53,9%, „já mjög mikil aukning“ sögðu 14,5% og „já aðeins“ 25,65%. Um 6% vissu ekki svarið. Í þessari viku er spurt: Ferð þú í réttir í haust? Stúlkurnar í meistaraflokki ÍA í knatt- spyrnu hafa staðið sig gríðarvel í sumar. Þær eru Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Götuhorni breytt í bílaplan BORGARNES: Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að ganga að tilboði Borgarverks í gerð bílaplans á horni Bjarn- arbrautar og Brákarbrautar í Borgarnesi. Verkið var boðið út í sumar. Á planinu var áður hús sem Skiltagerð Bjarna Steinars- sonar var í en þjónaði þar áður sem bensínstöð Skeljungs. Til- boð Borgarverks, sem var það eina sem barst í verkið, hljóð- aði upp á 9,7 milljónir króna en kostnaðaráætlun Borgarbyggð- ar gerði ráð fyrir að verkið ætti að kosta um 6,5 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist á næstu dögum. -hlh Aðalfundur SSV hefst á morgun VESTURLAND: Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi hefst á morgun, fimmtu- dag, og fer hann fram á Foss- hótel Reykholti í Borgarfirði. Ýmislegt er á dagskrá fundar- ins, en auk venjulegra aðalfund- arstarfa verða ýmis byggða- mál rædd á borð við mennta- mál, samgöngumál auk sóknar- áætlunar landshluta. Fjölmörg erindi og ávörp verða flutt á fundinum, en meðal þeirra sem munu ávarpa hann eru Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra, Ásmundur Ein- ar Daðason, formaður nefnd- ar um hagræðingu í ríkisrekstri, og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, sem mun fara yfir stöðu átaks til aukinnar menntunar í Norðvesturkjör- dæmis, en undirbúningur þess hefur staðið yfir síðan í vor. Fjölmörg önnur erindi verða einnig flutt um ýmis málefni. Á fundinum sitja fulltrúar sveitar- félaganna á Vesturlandi en að auki taka þátt í honum starfs- menn sveitarfélaganna, alþing- ismenn, starfsmenn SSV og aðrir gestir. Fjallað verður ítar- lega um aðalfund SSV í næsta tölublaði. -hlh Sama úthlutun af síld og áður LANDIÐ: Sjávarútvegsráð- herra hefur nú gefið út reglu- gerð þar sem segir að 500 tonn- um af íslenskri sumargots- síld skuli úthlutað í vetur til skipa allt að 200 brúttótonn- um að stærð sem ekki stunda veiðar með vörpu. Undanfarin þrjú ár hafa slíkar veiðar verið stundaðar í Breiðafirði og hafa þær skapað mörgum atvinnu og tekjur. Hafa þær veiðar gengið vel. Á síðasta ári var heildarút- hlutun upprunalega einnig 500 tonn en við hana var bætt svo að endaði í 900 tonna heildar- kvóta. –sko Játaði vörslu barnakláms AKRANES: Síðastliðinn fimmtudag var maður hand- tekinn á Akranesi grunaður um vörslu á barnaklámi. Haldlagð- ar voru tölvur og tölvugögn á heimili mannsins. Að sögn lög- reglu er verið að rannsaka inni- hald diska og minnislykla, en maðurinn hefur játað vörslu á myndefni með barnaklámi. –þá Við bankahrunið margumrædda, haustið 2008, stóðu a.m.k. þrjú fjölbýlishús ófrágengin og á ýms- um byggingarstigum á Akranesi. Eitt þessara húsa er enn óselt og hefur verið boðið til sölu á nokkr- um fasteignasölum um skeið. Þetta er íbúðablokkin við Hagaflöt 7 sem er í rúmlega fokheldisástandi og í eigu Íbúðalánsjóðs. Í húsinu eru 20 íbúðir en alls er það 1.455 fermetr- Á mánudaginn komu franskir dag- skrárgerðarmenn hingað til lands til að vinna að gerð um klukku- stunda langs heimildaþáttar um ís- lenska hestinn sem sýndur verður um næstu jól á einni útbreiddustu hestaíþróttasjónvarpsstöð Frakk- lands. Ferð dagskrárgerðarmann- anna er að stórum hluta heitið á sunnanvert Snæfellsnes þar sem far- ið verður víða um, m.a. komið við á Miðhrauni og Söðulsholti, en að auki verður farið um Löngufjörur og aðra víðfarnar reiðleiðir svæð- isins. Þá er ferðinni einnig heitið á valda staði á Suðurlandi en upp- tökum á Íslandi á að ljúka í lok vik- unnar. Bakhjarlar og kostunaraðilar þáttarins eru hjónin Ólafur Ólafs- son og Ingibjörg Kristjánsdótt- ir sem reka hestabúgarða á Mið- hrauni í Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi og í Huilerie, skammt suður af París í Frakklandi. Í sam- tali við Skessuhorn sagði Ólafur, að ein aðalpersóna þáttarins sé Nico- las Andreani, einn þekktasti hesta- maður Frakka, en hann er heims- meistari í vaulting eða loftfimleik- um á hestum, íþróttar sem nýt- ur mikilla vinsælda meðal franskra hestamanna. Þátturinn fjallar raun- ar um för hans til Íslands þar sem hann kynnist íslenska hestinum, heimahögum hans og uppruna auk menningarinnar í kringum hesta- mennskuna. Sömu tækifæri í Frakklandi Þáttagerðin er hluti af umfangsmiklu kynningarátaki sem Ólafur og Ingi- björg standa að um þessar mundir í Frakklandi. Auk þáttargerðarinnar hefur verið fjallað um hestinn í einu útbreiddasta fagtímariti um hesta- mennsku í Frakklandi og er frekari umfjöllun væntanleg síðar í haust á þeim vettvangi. „Markmið okkar er einfaldlega að kynna þennan frábæra hest fyrir Frökkum sem eru mikil hestaþjóð. Það er ekki vanþörf á því einungis er um 4.400 íslenskir hest- ar eru í landinu á meðan þeir eru um 75.000 í Þýskalandi. Hestamennska er álíka vinsæl í báðum löndum en heildarfjöldi hesta beggja megin landamæranna er svipaður. Við vit- um að Þjóðverjar hafa verið aðdá- endur íslenska hestsins lengi og eru ástæðurnar fyrir því ekki síst menn- ingartengsl þeirra við Ísland,“ seg- ir Ólafur. „Okkar hugur með átak- inu stendur því til að efla tengslin við Frakkana og fjölga aðdáendum þessa glæsilega hests sem íslenski hesturinn er þar í landi.“ hlh Á fimmtudaginn voru ný leiktæki formlega tekin í notkun á sérstakri opnunarhátíð í leikskólanum Skýja- borg á Hagamel í Hvalfjarðarsveit. Unnið hefur verið að stækkun lóð- ar leikskólans í sumar og er óhætt að segja að leikaðstaða þar batni til muna með breytingunum. Að auki eykst rými útileiksvæðis tölu- vert. Hvalfjarðarsveit bauð gestum og gangandi upp á súkkulaðiköku á leikskólanum í tilefni opnunarinn- ar og þá kom leikhópurinn Lotta í heimsókn sem vakti mikla lukku leikskólabarna. Þá litu krakkar í 1. bekk í Heiðarskóla við í heimsókn til að prófa nýju leiktækin og end- urnýja kynni sín við fyrrum skóla- systkini sín. Við val á leiktækjum á Skýjaborg var tekið mið af óskum leikskólabarna og því var ánægjan mikil meðal þeirra þegar þau voru loks tekin í notkun. hlh Frönsk þáttargerð um íslenska hestinn á Snæfellsnesi Nicolas stóðst ekki mátið og kannaði hvort hesturinn hentaði í vaulting. Það reyndist rétt. Nicolas Andreani, ein aðalpersóna þáttarins, ásamt hestinum Sindra frá Keldudal í reiðhöll Einars Ólafssonar í Söðulsholti. Eitt fjölbýlishús af þremur óselt á Akranesi ar. Ásett verð á eignina er 138 millj- ónir króna, það er um sjö milljón- ir að meðaltali á íbúð. Þeir verktak- ar sem spáð hafa í eignina hingað til hefur ekki þótt það ásættanlegt verð, enda viðurkennd staðreynd að byggingakostnaður í dag er í mörg- um tilfellum allnokkru yfir mark- aðsverði fasteigna. Á dögunum voru afhentar full- búnar íbúðir í fjölbýlishúsi við hlið- ina á Hagaflöt 7; á Holtsflöt 9, sem selt var í apríllok á þessu ári. Það hús var lengra komið en hús- ið við Holtsflöt þegar það var selt, á byggingarstiginu ríflega tilbúið fyrir tréverk. Athygli vakti að íbúð- irnar á Holtsflötinni eru nú all- ar farnar í útleigu án þess að hafa verið auglýstar og má af því merkja skort á leiguhúsnæði á Akranesi. Þá keypti fyrr á þessu ári félagið SH7, fjölbýlishúsið á Sólmundarhöfða 7, en uppsteypa þess húss var skammt komin þegar hrunið skall á og var lengi i eigu dótturfélags Lands- bankans. Uppsteypa Sólmundar- höfða 7 gengur vel en íbúðir þar er ætlaðar til sölu fyrir markhópinn 50 ára og eldri. þá Blokkin Hagaflöt 7, uppsteypt með gleri í gluggum og þakjárni, er ennþá óseld en hún er í eigu Íbúðalánasjóðs. Nýjar rólur eru meðal nýju leiktækjanna. Að auki hefur rými leiksvæðis á lóð leik- skólans verið stóraukið eins og sjá má. Ný leiktæki tekin í notkun á Skýjaborg Hluti nýju leiktækjanna á Skýjaborg.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.