Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Page 4

Skessuhorn - 11.09.2013, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fákeppni – vinsælasta keppnisgreinin Fáum sem reka fyrirtæki á innanlandsmarkaði í dag dylst að viðskiptaum- hverfið er nú afar erfitt. Að undanförnu hef ég rætt við kaupmenn, ýmsa í þjónustu og iðnaði og hafa þeir svipaða sögu að segja. Segja greinilegt að árið í fyrra og það sem af er þessu séu þau erfiðustu frá hruni. Nú á almenn- ingur minna milli handanna og hefur það keðjuverkandi áhrif á öll þjón- ustu- og vörukaup sem fólk getur ýmist slegið á frest eða neitað sér um. Fólk verður hins vegar, vilji það áfram draga fram lífið, að kaupa matvöru, tryggingar, eldsneyti á bíla, orku til kyndingar og skipta við einhvern bank- ann. Eðli þeirra fyrirtækja sem eru á fyrrgreindum mörkuðum er að þau eru fá og starfa á fákeppnismarkaði af því við erum fámenn þjóð. Álagn- ing þessara fyrirtækja og óréttlát gjaldtaka miðað við ástandið í þjóðfélag- inu á sinn stóra þátt í að íslenskur almenningur er í miklu verri stöðu en ástæða er til. Hin ástæðan felst í samverkandi þáttum sem eru afleiðingar hrunsins, svo sem að svigrúm til launahækkana hefur ekki verið til staðar, verðbólga étur upp þær litlu launahækkanir sem þó hafa orðið frá hruni, lán hækka enda flest verðtryggð, vextir eru háir og eftir stendur fólk með skertan kaupmátt. Nánast ekkert hefur að undanförnu verið rædd sú staða sem hér ríkir í fákeppnisgreinunum. Jafnvel velti ég því fyrir mér hvort ástæðan sé sú að valdablokkir í þjóðfélaginu reka fjölmiðlana sem einhvers eru megnugir. Ég útiloka það ekki sem eina af skýringunum. Hvað um það; með fákeppnis- greinum meina ég þau fyrirtæki sem eignast hafa ráðandi hlutdeild í íslensk- um nauðsynjavöru- eða þjónustumarkaði og skipta honum með sér. Við höf- um þrjú olíusölufyrirtæki, þrjár til fjórar ráðandi keðjur á matvörumarkaði, fjögur tryggingafélög sem einhverja markaðshlutdeild hafa að ráði og þrjá banka á neytendamarkaði auk nokkurra veikburða sparisjóða. Þá má nefna að eftir búsetu hefur fólk yfirleitt ekki raunverulegt val um hvar það getur keypt aðgang að orku til húshitunar. Allir þeir þjónustu- og vöruþættir sem ég hef hér nefnt eru fólki nauðsynlegir, sumir lífsnauðsynlegir, og það vita þeir sem eiga þessi fyrirtæki. Grátbroslegast af öllu er svo sú staðreynd að í mörgum tilfellum eru eigendur þessara fyrirtækja lífeyrissjóðir sem sagð- ir eru eign okkar. Við búum í einu fámennasta ríki heims miðað við landsstærð. Aðstæður hér eru því þannig að erlend fyrirtæki hafa takmarkaðan eða engan áhuga á að koma sér hér fyrir, jafnvel þótt engar viðskiptahindranir væru því til fyrirstöðu. Olíufélögin verða ekki fleiri, matvörukeðjum mun ekki fjölga né veitufyrirtækjum. Í þessum greinum mun því áfram ríkja fákeppni eða jafn- vel einokun eins og ég upplifi fyrirkomulag veitustarfseminnar. Jafnvel þótt Ísland gerðist 28. ríkið í samsteypu Evrópulanda get ég ekki séð að evrópsk stórfyrirtæki myndu bíða hér í röðum eftir að hefja starfsemi. Kannski að tryggingafélögum mynd fjölga um eitt eða tvö því þar þarf ekki mikið ann- að en skrifstofustól, borð, síma og tölvu til að tryggingasali gæti byrjað um- boðsstarfsemi í nýju landi. Þá er ég kominn að kjarna málsins. Hefur einhver að undanförnu orðið var við barlóm yfir slæmri afkomu fyrrgreindra fákeppnisfyrirtækja? Slíkur bar- lómur hljómaði stöðugt í eyrum okkar snemma á síðasta áratug. Eru bankar, tryggingafélög, veitufyrirtæki, olíufélögin eða matvörukeðjurnar eitthvað að kvarta yfir afkomunni? Nei, aldeilis ekki, það er þagað um slíkt, vegna þess að álagning þeirra er út yfir allt velsæmi og þau hagnast gríðarlega. Afkoma þessara fyrirtækja mælist í milljörðum ársfjórðungslega og með því að birta tölurnar er í raun verið að hlægja upp í opið geðið á okkur vesalingunum sem verðum að skipta við þessi apparöt. Áhrif fákeppninnar eru þau að t.d. munar iðulega ekki nema 10 aurum á verði bensínlítrans, 1-4% verðmunur er milli stærstu matvörukeðjanna. Tryggingafélögin hækka iðgjöld um tugi prósenta og treysta því áfram að verðvitund fólks sé í ólagi og tiltölulega fáir kvarti til að fá lækkun. Ef þetta er ekki hin afleita gerð fákeppni, þá get ég alveg eins verið jólasveinn. Á meðan til þess gerðar eftirlitsstofnanir, eins og Sam- keppnisstofnun, eru gagnslausar, tapar almenningur. Meðan stjórnvöld setja ekki fákeppnisgreinum einhverjar skorður verða hinir ríku ríkari og óréttlæt- ið eykst. Ég sætti mig ekki við það. Magnús Magnússon. Leiðari Árið 2012 var tekjuafkoma ríkis- ins neikvæð um 65 milljarða króna eða 3,8% af landsfram- leiðslu, en 2011 var hún neikvæð um 91 millj- arð króna sem sam- svarar 5,6% af lands- framleiðslu. Tekjur hins opinbera á árinu námu 740 milljörðum króna og jukust þær á milli ára um 59 milljarða. Útgjöld jukust um 34 milljarða króna og voru 806 millj- arðar. Þetta kemur fram á Hagtíðum Hagstofu Íslands. Á öðrum árs- fjórðungi þessa árs var tekjuafkoman neikvæð um 16,3 milljarða króna og er það lakari niðurstaða en á sama tímabili 2012 þegar hún var neikvæð um 14 milljarða. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam tekjuhallinn 2,9% af lands- framleiðslu tímabilsins. Árið 2012 jókst landsframleiðsla að raungildi um 1,4% og er það annað árið í röð sem hún eykst, en landsframleiðsla jókst um 2,7% árið 2011. Heildarskuldir ríkis- sjóðs námu 1.913 millj- örðum króna í lok ann- ars ársfjórðungs 2013 sem samsvarar 109,1% af áætlaðri landsfram- leiðslu ársins. Eignir rík- issjóðs umfram skuld- ir eða hrein peningaleg eign var neikvæð um 864 milljarða króna í lok árs- fjórðungsins og samsvar- ar það 47,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs dróst sam- an um 61 milljarð króna milli annars ársfjórðungs 2012 og 2013. sko Borgarbyggð er með landstærstu sveitarfélögum þessa lands. Af því leiðir að umfang refa- og minka- veiða er mikið til að stofni þessa vargs sé haldið niðri sem frekast er unnt. Sveitarfélagið kostar að stórum hluta vinnu við eyðingu minka og refa og er á þessu ári 16 veiðimönnum úthlutað kvóta sem þeir mega veiða og fá greitt fyrir úr sveitarsjóði samkvæmt útgefinni verðskrá. Samkvæmt yfirliti sem Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggð- ar hefur tekið saman um veiðarn- ar, kemur í ljós að síðastliðin fimm- tán ár, frá 1. september 1998 og til 31. ágúst 2013, hefur sveitarfélagið greitt grenjaskyttum fyrir eyðingu 5.103 refa og 4.429 minka. Reyndar eru það þrjú ár á fyrr- greindu tímabili, árin 2005 til 2007, sem hleyptu meðalveiðinni veru- lega upp. Þá var veitt allt upp í 476 refir á einu ári. Í framhaldi þess að kostnaður sveitarfélagsins jókst um meira en helming við veiðarn- ar var byrjað að setja kvóta á þær. Á þessu 15 ára tímabili var að meðal- tali greitt fyrir 340 dauða refi á ári og 295 minka. Á nýliðnu veiðiári, eða til 31. ágúst síðastliðins, greiddi sveitarfélagið fyrir 283 refi og 164 minka. Bókfærður kostnaður Borg- arbyggðar á árinu verður ríflega 6,2 milljónir króna þegar allar veiði- skýrslur hafa skilað sér. „Það er 20% aukning á framlagi til veið- anna á þessu ári miðað við 2012. Auk þess hefur fengist samþykki sveitarstjórnar til að auka kvótann,“ segir Björg. mm Stefán Sveinbjörnsson í Borgarnesi hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri VR stéttarfélags. Stefán hef- ur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst síðustu misseri en áður var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Mýrasýslu og sérfræð- ingur í kjaramáladeild VR, svo einhver dæmi séu nefnd. Þá hefur hann fengist við kennslu og kenndi stærðfræði við Háskólann á Bifröst. Að auki hefur hann setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Stefán er með meistarapróf í lög- fræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS próf í viðskiptafræði frá Háskól- anum á Bifröst auk BS prófs í við- skiptalögfræði frá sama skóla. Áður hafði hann lokið prófi í rekstrar- fræði frá Samvinnuháskólanum og sveinsprófi í rafvirkjun. Þá er hann með próf í verðbréfaviðskiptum. Eiginkona Stefáns er Geirlaugu Jóhannsdóttur, verkefnastjóri til- raunaverkefnis um hækkað mennt- unarstig í Norðvesturkjördæmi, og eiga þau þrjú börn. Alls sóttu 65 um framkvæmdastjórastöðuna. hlh Síðastliðið vor skipaði Borgarbyggð ritnefnd til að undirbúa ritun bók- ar sem fjalla á um að 150 ár verða árið 2017 liðin frá því að Borgar- nes öðlaðist löggildingu sem versl- unarstaður. Ritnefndina skipa fimm íbúar og er Birna G. Konráðsdótt- ir formaður, en aðrir nefndarmenn eru Anna Guðmundsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Sóley Sigþórsdóttir og Theodór Þórðarson. Að sögn Páls S. Brynjarssonar hóf nefndin störf af krafti strax í vor og hefur fundað nokkrum sinnum. Meðal fyrstu verka nefndarinnar var að leggja til ráðningu höfundar að ritverkinu. Eftir ítarlega leit varð niðurstað- an að tveir voru taldir hæfastir; þeir Egill Ólafsson sagnfræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu og Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum í Reykholti. Nefndin klofn- aði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að endanlegu vali milli þeirra tveggja. Tveir vildu Egil, en aðrir töldu Óskar hæfastan til verksins. Ritnefnd vísaði málinu til byggðar- ráðs sem óskaði eftir því að Borg- arfjarðarstofa fundaði með ritnefnd og bókaði jafnframt eftirfarandi „Þar verði rætt um verklag, efnis- tök og áætlun um tímalengd verks- ins og tillaga að kostnaðaráætlun unnin. Byggðarráð telur að fyrr sé ekki tímabært að ráða höfund að ritun sögunnar.“ Borgarfjarðarstofa fundaði með ritnefnd nýverið og að sögn Páls sveitarstjóra mun byggð- arráð ásamt stjórn nú fara yfir mál- ið og væntanlega fela sveitarstjórn að kveða endanlega úr um hvort Egill eða Óskar skrái söguna og hvað verkið megi kosta. mm Stefán Sveinbjörnsson. Stefán ráðinn framkvæmdastjóri VR Samantekt um refa- og minkaveiði í Borgarbyggð Egill Ólafsson. Tveir taldir hæfastir til söguritunar Óskar Guðmundsson. Ríkissjóður skuldar 1.913 milljarða króna

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.