Skessuhorn - 11.09.2013, Qupperneq 5
5MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
SKRÁÐU ÞIG NÚNA!
www.lbhi.is/namskeid
endurmenntun@lbhi.is - síma 433 5000
Endurmenntun LbhÍ
Mengun - meðhöndlun úrgangs
Hefst 16. sept. á Hvanneyri
Mengun - vatnsmengun
Hefst 21. okt. á Hvanneyri
Cornelis Aart Meijles
umhverfisverkfræðingur í Hollandi
Lífrænn landbúnaður
Ragnhildur Helga Jónsdóttir
umhverfisfræðingur við LbhÍ
Hefst 20. sept. á Hvanneyri
Trjáfellingar og grisjun
Í samstarfi við Skjólskóga
Björgvin Örn Eggertsson
skógfræðingur við LbhÍ
Hefst 17. sept. á Þingeyri
Á stubbnum
Ýmsir sérfræðingar á sviði
skógræktar
Hefst 1. nóv. á Hvanneyri
Hefst 22. mars 2014 á Hvanneyri
Margt er um að vera í Dölum síð-
astliðinn laugardag. Meðal þess má
nefna að réttað var í Ljárskógarétt
og Tungurétt og þá var Laxdæluhá-
tíð þar sem Guðrún Ósvífursdótt-
ir bauð gestum heim til veislu að
Laugum. Þá var svokölluð heima-
smölun þeirra Laxdælinga farin á
laugardag. Veður var hlýtt og gott
til smalamennskunnar þrátt fyrir að
blési hressilega. Féð var margt og
gekk smölun að öllu leyti vel. Eins
og myndirnar bera með sér var glatt
á hjalla og margir þátttakendur.
Það þótti þó tíðindum sæta
að fjögur pör gengu í hjónaband
þennan sama dag þar sem að töl-
urnar 7, 9 og 13 þykja álitleg-
ur brúðkaupsdagur. Ein vígslan
fór fram í Kvennabrekkukirkju en
þrjár í Hjarðarholtskirkju. Systkin-
in frá Engihlíð í Laxárdal fóru t.d.
ríðandi til kirkju eftir að hafa rétt-
að með sínum væntanlegu mökum
og fylgdu þeim margir gestir. Eft-
ir vígsluna héldu þau til síns heima.
Fögnuður var svo fram eftir kvöldi
víða í sveitinni að afloknu góðu
dagsverki.
bae
Einstakur menningarviðburð-
ur mun eiga sér stað í Grundar-
firði næstkomandi sunnudag þeg-
ar hin nýstofnaða fransk-íslenska
sinfóníuhljómsveit, FIFO, held-
ur sína fyrstu tónleika. Hljómsveit-
in var stofnuð í kjölfar heimsóknar
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta
Íslands til Frakklands fyrr á þessu
ári. Markmið hljómsveitarinnar er
að kynna franska og íslenska tón-
list ásamt því að beina sjónum að
fransk-íslenskum tengslum sem lýsa
sér til dæmis í vinabæjartengslum
Grundarfjarðar og frönsku borg-
arinnar Paimpol. Þá er það einn-
ig markmið hljómsveitarinnar að
vekja athygli á sögulegum atburð-
um sem tengja þjóðirnar. Hljóm-
sveitin er samsett af hljóðfæra-
leikurum úr Kammersveit Reykja-
víkur og meðlimum úr Sinfóníu-
hljómsveit UNESCO. Amine Ko-
urder er stjórnandi hljómsveitar-
innar en hann er friðarlistamaður
UNESCO og hefur starfað víða í
Frakklandi og einnig við Óperuna
í St. Pétursborg.
Tónleikarnir hefjast klukkan 18
á sunnudaginn í sal Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga og á efnisskránni
eru verk eftir tónskáldin Albert
Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson
og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Ein-
leikari er Martial Nardeau, flautu-
leikari. Meðal gesta á tónleikunum
verða borgarstjóri Paimpol ásamt
starfsmönnum, franski sendiherr-
ann og Lionel Tardy þingmaður
útlendingadeildar franska þingsins.
„Þetta er einstakur og stór viðburð-
ur á okkar mælikvarða og að mörgu
að huga í undirbúningi,“ segir
Alda Hlín Karlsdóttir menningar-
og markaðsfulltrúi Grundarfjarð-
ar og bætir við: „Ég vona að fólk
láti þennan viðburð ekki framhjá
sér fara.“ Mánudaginn 16. septem-
ber mun FIFO síðan halda tónleika
í Norðurljósasal Hörpu, en þann
dag verða 77 ár liðin síðan skipið
Pourqoui Pas? fórst út af Mýrum.
sko
Stórtónleikar í Grundarfirði
Heimasmölun og nokkur
brúðkaup sama daginn