Skessuhorn - 11.09.2013, Síða 7
7MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Stórtónleikar í Grundarrði
Sunnudaginn 15. september kl 18.00
í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
býður Grundarfjarðarbær til sérstakra fortónleika
fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar eða FIFO.
Frítt er inn á tónleikana.
Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit
Reykjavíkur og úr Alþjóðlegri fílharmóníusveit UNESCO í París, undir leiðsögn
hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er friðarlistamaður UNESCO.
Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson
og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.
Verndari viðburðarins er forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því beina athygli að fransk
íslenskum tengslum sem lýsa sér meðal annars í vinasambandi Grundarfjarðar og Paimpol.
Eftirfarandi fyrirtæki styrkja viðburðinn:
Hjálmfríður Hjálmarsdóttir í Stykk-
ishólmi verður 100 ára laugardag-
inn 14. september næstkomandi. Í
tilefni af þessum merku tímamót-
um kíkti blaðamaður Skessuhorns í
heimsókn til hennar á Dvalarheim-
ilið í Stykkishólmi og ræddi stutt-
lega við Hjálmfríði. Hún er fædd og
uppalin í Grænhóli á Barðaströnd.
Foreldrar hennar hétu Hjálmar
Guðmundsson og Guðrún Sigríð-
ur Jónsdóttir. „Ég er fædd á Græn-
hól og uppalin, skírð og fermd í
Hagakirkju. Mest alla ævina hef ég
þó búið í Stykkishólmi.“ Aðspurð
hvort jörðin hafi verið stór svarar
Hjálmfríður að Grænhóll hafi verið
kot eins og tíðkaðist að kalla smá-
býli á þeim tíma. „Þetta voru mörg
kotin þá og hver fjölskylda átti eina
kú og einhverjar kindur. Hver fjöl-
skylda þurfti að eiga kú sem hægt
væri að mjólka fyrir börnin.“
Hjálmfríður segir föður sinn hafa
verið mjög trúaðan og að hann hafi
innleitt hjá henni að vera heiðarleg
og vönduð í öllu sem hún tæki sér
fyrir hendur. „Amma mín hugsaði
líka mikið um mig og kenndi mér
alla góða siði,“ segir Hjálmfríð-
ur og bætir við: „Mín uppvaxtarár
voru ákaflega ljúf og skemmtileg.
Við börnin lékum okkur í fjörunni
að skeljum og steinum og mér leið
alltaf ljómandi vel.“
Sjálfstæð og dugleg
Þrátt fyrir að Hjálmfríður hafi
lengst af búið í Stykkishólmi vann
hún einnig í öðrum bæjarfélögum
á Snæfellsnesi. „Ég hef alltaf ver-
ið sjálfstæð og hef viljað vinna fyrir
mér. Ég hafði gaman af því að vinna
og gat ekki hugsað mér að sitja auð-
um höndum. Ég var að vinna við
sitthvað um leið og ég varð gjald-
geng til þess. Ég vann t.d. í Ólafsvík
í þrjú ár. Þá var ég fengin á heimili
þar sem konan var mikill sjúkling-
ur og ég hugsaði um það heimili
þar til húsmóðirin náði heilsu aftur.
Þetta vann ég við eins og mitt eig-
ið heimili og mér leið ákaflega vel
þar.“ Hjálmfríður starfaði einnig á
St. Fransiskusspítalanum á kvenna-
geðdeildinni sem starfrækt var þar
um tíma. „Ég lærði aldrei neitt og
var bara svona vinnukona þarna. Ég
var að sinna sjúklingunum á deild-
inni sem voru yfirleitt um 18 hverju
sinni. Þær voru kátar konurnar og
maður hló oft með þeim. Ég kunni
mjög vel við þá vinnu og ég kunni
vel við að vinna hjá St. Fransis-
kussystrum. Þær voru gæðakon-
ur; prúðar og góðar,“ segir Hjálm-
fríður.
Hefur ekkert
að kvarta yfir
Hjálmfríður segir að mikið hafi
breyst varðandi umönnun eldra
fólks á Íslandi frá því þegar hún
var að alast upp. „Þegar ég var
þriggja eða fjögurra ára sá ég gam-
almenni. Þá sagðist ég óska þess að
verða ekki svona gömul, en konan
sú var vanhirt og fötin hennar gat-
slitin. Það hafa orðið alveg ótrúleg-
ar breytingar varðandi virðingu al-
mennt og aðbúnað eldra fólks. Mér
er oft hugsað til þess hvað breyting-
ar hafa verið miklar þegar ég hugsa
um gamla tímann.“
Hjálmfríður giftist aldrei og
eignaðist ekki börn „Ég mun þó
alltaf líta á Guðmundu systurdóttur
mína sem mína eigin dóttur,“ segir
hún. Hjálmfríður segist að endingu
Kynbundinn launamunur á land-
inu öllu mældist 11,4% í nýrri
kjarakönnun sem Capacent fram-
kvæmdi fyrir BSRB. Þegar kyn-
bundni launamunurinn er skoðað-
ur eftir landssvæðum sést að hann
er mjög breytilegur á milli staða. Ef
höfuðborgarsvæðið er borið sam-
an við landsbyggðakjördæmin sést
að óútskýrður kynbundinn launa-
munur á höfuðborgarsvæðinu er
10,4% á meðan landsbyggðakjör-
dæmin mælast saman með 13,6%
kynbundinn launamun. Kynbund-
inn launamunur þeirra sem búsett-
ir eru á höfuðborgarsvæðinu fer frá
því að vera 12,1% á árinu 2012 nið-
ur í 10,4% nú. Kynbundinn launa-
munur á Vestfjörðum og Vestur-
landi dregst lítillega saman á milli
ára, var 17,3% en er nú 16,6%.
Mestu breytingar á kynbundnum
launamun eftir landssvæðum á milli
ára verða hins vegar á Suðurnesj-
um/Suðurlandi og Austur/Norð-
urlandi. Launamunurinn eykst á
Suðurlandi og Suðurnesjum, fer frá
18% og upp í 20% á meðan jákvæð
þróun verður á Austur- og Norð-
urlandi. Þar fer kynbundinn launa-
munur úr 11,6% í fyrra og niður í
5,7% árið 2013. mm
Mikill munur á launa-
mun eftir landssvæðum
Hefur alltaf liðið vel í Stykkishólmi
Hjálmfríður Hjálmarsdóttir verður100 ára næsta laugardag
kunna vel við sig á Dvalarheimlinu
í Stykkishólmi. „Ég hef átt ósköp
góða ævi og mér þykir skemmti-
legt að hugsa til þess sem liðið er.
Ég hef ekkert yfir ellinni að kvarta.
Það er hugsað vel um mig og allt
gert fyrir íbúa hérna,“ segir hún að
endingu.
sko
Hjálmfríður Hjálmarsdóttir verður 100 ára gömul 14. september nk.