Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Page 9

Skessuhorn - 11.09.2013, Page 9
9MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 D a g u r í s l e n s k r a r n á t t ú r u 2 0 1 3 Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru 16. september bjóða Landmælingar Íslands til örnefnagöngu undir leiðsögn Ásmundar Ólafssonar. Mæting er kl. 16:30 í Akranesvita. Þaðan verður gengið að Aggapalli. Boðið verður upp á tónlistaratriði í Akranesvita og kaffi og kleinur á Aggapalli. Ef veður verður óhagstætt til gönguferðar verður göngunni frestað. Vinsamlegast fylgist með á heimasíðu Landmælinga Íslands www.lmi.is eða á Facebook-síðu Landmælinga Íslands www.facebook.com/landmaelingar.islands. Björgunarfélag Akraness Inntaka nýrra meðlima í Björgunarfélag Akraness Á hverju hausti geta áhugasamir einstaklingar hafið þjálfun til inngöngu í Björgunarfélag Akraness. Annars vegar er hægt að sækja um inngöngu í Unglingadeild félagsins og hins vegar í nýliðaþjálfun. NÝLIÐAÞJÁLFUN: Allir sem taka þátt í leitar- og björgunarstörfum á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þurfa að ganga í gegnum nýliðaþjálfun. Kynningarfundur um nýliðastarfið verður haldinn þriðjudaginn 17. september kl. 20 í húsi Björgunarfélagsins að Kalmannsvöllum 2. Allir sem fæddir eru árið 1997 og fyrr eru velkomnir. Tökum sérstaklega vel á móti eldri einstaklingum. UNGLINGADEILDIN ARNES: Í unglingadeildinni Arnes er leitast við að kynna unglingum starf Björgunarfélagsins á lifandi og skemmtilegan hátt. Allir unglingar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit sem eru að hefja nám í 9. eða 10. bekk (fæddir ´98 og ´99) geta tekið þátt í starfi unglingadeildarinnar. Kynningarfundur verður haldinn sunnudaginn 15. september kl. 20 í húsi Björgunarfélagsins að Kalmannsvöllum 2. HVETJUM ALLA TIL AÐ KOMA Í HEIMSÓKN OG KYNNA SÉR STARFIÐ Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Á vettvangi Borgarbyggðar er nú unnið að undirbúningi göngu- stígalagningar fyrir Suðurnes- kletta í Borgarnesi. Suðurnes- klettar eru sunnan við Landnáms- setrið og Kaupvang, elstu hús bæj- arins skammt ofan við Brákarpoll. Á klettunum var áður olíutank- ur Skeljungs, samkvæmt heimild- um Skessuhorns, en einnig hús sem hýsti landtökubúnað símstrengs Landsímans. Við hönnun stígs- ins er gert ráð fyrir að hann muni liggja frá Bjarnarbraut, framhjá Suðurnesskeri, að malarvegi sem liggur frá Brákarbraut inn á klett- inn. Lengd stígarins er ráðgerð 140 metrar sem skiptist í grófum dráttum í 30 metra langa brú, sem verður við klettabeltið sem snýr að Bjarnarbraut, og 110 metra langan malargöngustíg. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar vinnur að undir- búningi framkvæmdarinnar og er hönnunarvinna á lokastigum. Þeg- ar þeirri vinnu lýkur verður leitað verðtilboða hjá verktökum en von- ast er til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári. hlh Unglingadeildin Arnes er starf- andi hópur innan Björgunarfélags Akraness fyrir krakka í 9. og 10. bekk. „Við erum að hefja starfsemi á ný eftir sumarið og verður margt spennandi á dagskránni í vetur. Fundir eru á sömu tímum og venj- an hefur verið, eða á sunnudags- kvöldum klukkan 20. Fyrsti fund- ur vetrarins var sl. sunnudag í húsi Björgunarfélags Akraness, K2, við Kalmansvelli 2. Mæting var með ágætum og komu um 30 unglingar á fundinn. Athygli vakti að nánast enginn af Neðri Skaganum kom á fundinn og gæti það bent til þess að auglýsing hafi ekki skilað sér,“segir í tilkynningu frá BA. Þar segir einnig að ekki þurfi þó að örvænta því enn sé tekið við nýju fólki og eru allir velkomnir á næsta fund sem verður næsta sunnudag. Nýir umsjónarmenn eru tekn- ir við unglingadeildinni, en farið var í gamla útkallslista og dregn- ir út reynsluboltar miklir. Þeir eru Sigurður Sigurjónsson og Hjört- ur Hróðmarsson, gamlir félagar úr Hjálparsveitinni sem hoknir eru af reynslu bæði í útivist og uppeldi unglinga. Krakkar fæddir 1998 og 1999 eru velkomin til þátttöku í Ar- nes til að kynnast af eigin raun heil- brigðu og skemmtilegu starfi með björgunarsveit. Eins og áður seg- ir er dagskrá vetrarins spennandi. Þá hóf Björgunarfélag Akraness nýliðastarfið að nýju í gær, þriðju- daginn 10. september. Fyrir fund- inum lágu drög að dagskrá vetrar- ins, en nýliðastarf er fyrir fólk fætt 1997 og fyrr. Umsjónarmenn ný- liða verða Daníel Magnússon og Sæþór Sindri Kristinsson. Margt verður að gerast hjá BA fólki um næstu helgi. Tekið verð- ur á móti unglingum úr norskri björgunarsveit sem er á ferðalagi hér á landi. Þeir gista á Akranesi og á laugardag verður farið með þeim og gert eitthvað skemmtilegt. Á laugardaginn fer Akur-1 í „mont- ferð“ til Reykjavíkur og verður bíll- inn til sýnis á 30 ára afmæli 4x4 á Ís- landi, segir einnig í tilkynningunni frá BA. Þann dag fer Akur-4 í ekki síðra verkefni, en kannski ekki með eins mikinn „glamúr“ og hjá Akri- 1. Það felst í því að koma smölum í Skarðsheiðinni á rétta staði. Nán- ari upplýsingar um starf Björgunar- félags Akraness má sjá á heimasíð- unni bjorgunarfelag.is mm Svipmynd úr fjölbreyttu starfi Arnes, unglingadeildar Björgunarfélags Akraness. Ungmenni hvött til þátttöku í Björgunarfélagi Akraness Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja. Göngustígur fyrir Suður- neskletta í burðarliðnum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.