Skessuhorn - 11.09.2013, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
„Ástand vegarins hér á Fellsströnd
er alveg skelfilegt og hefur ástand
hans og annarra vega hér á svæð-
inu skapað gríðarlega neikvæðni
hjá viðskiptavinum okkar í sumar,“
segir Guðmundur Halldórsson eig-
andi Sveitasetursins í Vogi á Fells-
strönd í Dölum, um ástand vega í
sýslunni. Skessuhorn fjallaði í síð-
ustu viku um ástand Þverárhlíðar-
vegar í Borgarfirði, sem hefur ver-
ið án nægjanlegs viðhalds um langa
hríð og óánægju íbúa vegna þess. En
Þverhlíðingar eru hvergi nærri ein-
ir um óánægju vegna ástands vega.
Talsverðrar óánægju hefur m.a.
gætt meðal íbúa á Fellsströnd með
ástand Klofningsvegar í sumar, en
vegurinn er malarvegur líkt og svo
margir tengi- og stofnvegir í Döl-
um. „Óteljandi dekk hafa sprung-
ið á bílum um veginn hér í sumar,
meira að segja jeppadekk, svo slæmt
er ástandið,“ bætir Guðmundur við.
Hann nefnir sem dæmi að ekki hafi
verið sett ný möl í Fellsstrandar-
veg í sumar og segir hann því ljóst
að sömu skemmdirnar og voru fyr-
ir rásun og heflun Vegagerðarinn-
ar á veginum í sumar muni fljótlega
koma í ljós aftur. Gera þarf mun
betur að hans mati og telur hann
bestu lausnina að byggja nýjan veg
með bundnu slitlagi. „Ástand veg-
anna hér í kring skiptir öllu máli fyr-
ir rekstur okkur hér í Vogi og sömu-
leiðis aðra starfsemi hér á svæðinu,
svo ekki sé minnst á íbúana sjálfa. Á
Fellsströnd er sem dæmi rekin mik-
ilvæg starfsemi á Staðarfelli og þá er
eitt stærsta kúabú Vesturlands starf-
rækt á Lyngbrekku, þangað sem
stórir bílar þurfa að aka um með
mjólk og fóður. Ástandið er bara
ekki bjóðandi lengur.“
Vill sjá betri
forgangsröðun
Sveinn Gestsson er bóndi á Stað-
arfelli á Fellsströnd og jafnframt
skólabílsstjóri svæðisins en hann
ekur alla virka daga með skólabörn
í Auðarskóla í Búðardal. Hann seg-
ir ástand vegarins vera skelfilegt og
kallar eftir betri forgangsröðun hjá
hinu opinbera. „Ástandið er ein-
faldlega þannig að það vantar allt
efni í veginn hér á Fellsströnd. Það
dugar ekki að skrapa efni úr hliðun-
um heldur þarf að bera nýtt efni í
veginn til að bæta hann raunveru-
lega. Við íbúarnir fáum þau svör frá
Vegagerðinni að það vanti peninga
til að gera það sem þarf. Samt eru
til peningar hjá hinu opinbera til að
setja í önnur verkefni og hefði ég
til dæmis glaður viljað sjá helming-
inn af því efni sem lagt hefur verið
í reiðvegi frekar í malarvegi lands-
ins, eins og þeim vegi sem ligg-
ur um Fellsströnd,“ segir Sveinn.
„Svo annað dæmi sé tekið þá vann
ég í allt sumar við að keyra erlenda
ferðamenn þvers og kruss um há-
lendi Íslands og ég lýg því ekki að
versti vegurinn sem ég keyrði á
þessum tíma var vegurinn heima
á Fellsströnd. Svo vont er ástand-
ið og forgangsröðunin hjá stjórn-
völdum.“
Sveinn segist aka um 140 km. eft-
ir malaravegi á dag vegna skólaakst-
ursins og segir hann viðhald skóla-
bílsins mun meira en venjulegt geti
talist vegna ástand vegarins. „Álag-
ið á veginn hefur líka aukist síðustu
ár vegna aukinnar umferðar ferða-
manna um svæðið og munar um að
opnað var hótel í Vogi á þessu ári.
Síðan er sjúkrastöð hér á Staðarfelli
sem margir nýta. Ég minni á að fólk
hefur áhuga á að búa hér á svæðinu,
byggja upp starfsemi og nýta þau
tækifæri sem svæðið hefur upp á að
bjóða. Þá skiptir öllu máli að vegur-
inn sé í lagi,“ segir Sveinn sem kall-
ar eftir aðgerðum.
Tíðarfar hefur áhrif
Að sögn Sæmundar Kristjánsson-
ar yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í
Búðardal, hefur tíðarfar í sumar gert
það að verkum að erfitt hefur reynst
að sinna því viðhaldi sem var á áætl-
un. „Vætutíðin í sumar hefur ver-
ið mjög óheppileg fyrir malarveg-
ina í Dölum, sérstaklega nú í ágúst.
Þetta er ólíkt því tíðarfari sem verið
hefur síðustu ár sem einkennst hef-
ur af miklum þurrkum. Vegirnir hér
á svæðinu hafa holast mikið vegna
vætunnar og fyrir vikið reynist erf-
iðara fyrir okkur að viðhalda þeim,
svo ekki sé minnst á að vinna verkin
við ásættanlegar aðstæður.“
Viðhaldsaðgerðir í sumar felast
aðallega í rásun vega segir Sæmund-
ur, þar sem efni í vegköntum er
heflað aftur í vegina og endurunnið
með malarbrjót. Að auki er á áætlun
að setja nýtt malarlag í verstu kafl-
ana á nokkrum vegum, m.a. Efri-
byggðaveg við Hellu, Skarðsströnd
á Klofningsvegi og loks á hluta
Snæfellsnesvegar á Skógarströnd.
Góðar aðstæður hafa verið undan-
farna daga fyrir starfsmenn Vega-
gerðarinnar að sinna viðhaldi, segir
Sæmundur, og stendur vinna nú yfir
á fullum krafti. Unnið verður síðan
að verkefnum næstu daga og verður
þá til dæmis ráðist í ofaníburð á um-
ræddum vegarköflum.
Draumurinn er
bundið slitlag
Sæmundur viðurkennir að mal-
arslitlag er víða orðið ansi lítið
og sumsstaðar er ekki neitt nema
drulla og grjót eftir í vegköntum
sem útilokað sé að hefla til að ná
sléttu og góðu yfirborði fyrir um-
ferðina. Þetta ástand á malarvegun-
um er langt frá því að vera ásættan-
legt fyrir umferðina. „Ástand malar-
veganna hér er yfirhöfuð slæmt, þó
misslæmt. Álag á þá hefur líka ver-
ið að aukast undanfarin ár, til dæmis
vegna fjölgunar ferðamanna, og eru
fjölfarnir vegir eins og vegurinn um
Gufudal vestur á firði og Laxárdals-
vegur undir mjög miklu álagi. Mið-
að við þau fjárframlög sem eru veitt
í viðhald reynist það því erfitt verk-
efni að viðhalda vegunum sóma-
samlega.“ Best af öllu að hans mati
er auðvitað að nægilegt fjármagn
verði sett í viðhald svo hægt sé að
sinna þeim verkefnunum nægjan-
lega vel sem blasa við. „Draumur-
inn er loks sá að lagt verði bundið
slitlag á þessa vegi. Malarvegirnir á
svæðinu eru víðast hvar þannig upp
byggðir að lítið þarf til þess að leggja
á þá bundið slitlag, en vissulega eru
hér kaflar sem þarf að byggja betur
upp áður en til slíkra aðgerða kem-
ur. Við skulum vona að fjármagn
til viðhalds vega verði stóraukið á
næstu árum og átak verði gert til að
koma bundnu slitlagi á sem flesta
malarvegi.“
„Verulegt áhyggjuefni“
Davíð Pétursson, formaður sam-
göngunefndar Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi og oddviti
Skorradalshrepps, segir að ítrek-
að hafi verið skorað á ríkisvaldið að
leggja aukið fé til vegamála á Vest-
urlandi á síðustu árum. „Við höfum
verulegar áhyggjur af stöðu mála.
Síðan fyrir hrun höfum við talað
fyrir daufum eyrum stjórnvalda og
þar af leiðandi hefur lítið sem ekk-
ert gengið að fá fjármagn í verkefni.
Vegna þessa höfum við óskað eft-
ir fundi með innanríkisráðherra til
að ræða samgöngumál í landshlut-
anum og bindum við vonir við að af
honum verði á næstunni.“
Spurður um viðhald á malarveg-
um sérstaklega segir Davíð að vegna
fjárskorts geti Vegagerðin ekki sinnt
því viðhaldi sem þarf nauðsynlega
að eiga sér stað. „Þá hafa sáralitlar
nýframkvæmdir farið fram á Vest-
urlandi frá hruni og er einung-
is hægt að nefna framkvæmdir við
nýju brúna yfir Reykjadalsá, á Borg-
arfjarðarbrú og á Uxahryggjavegi í
Lundarreykjadal. Það verður að
gera betur en þetta því slæmt ástand
vega hefur áhrif á búsetuval fólks og
sömuleiðis þá þjónustu sem stólar
á góða og greiðfæra vegi, svo sem
ferðaþjónustuna,“ segir Davíð sem
veltir því fyrir sér hvernig ástand-
ið verði þegar fjöldi erlendra ferða-
manna hingað til lands fer yfir eina
milljón eins og allt virðist benda til
að gerist innan fárra ára. „Ástandið
er því verulegt áhyggjuefni.“
hlh
Lögreglan á Akranesi þurfti síðdeg-
is á miðvikudaginn í síðustu viku að
hafa afskipti af ölvuðum manni sem
komið hafði sér fyrir á dekki kútters
Sigurfara á Safnasvæðinu í Görðum.
Maðurinn hafði áfengi með í för og
virtist ætla að halda partí um borð
í Kútternum. Þá var hann einn-
ig með bensín og hafði í hótunum
um að kveikja í sér og kútternum
einnig. Að sögn vitna sem Skessu-
horn ræddi við var hann í kúttern-
um í um klukkustund og grýtti m.a.
dósum og flöskum frá borði. Lög-
reglan reyndi að tala manninn til og
náði loks að yfirbuga hann án þess
að til átaka kæmi. Maðurinn var
færður til skýrslutöku á lögreglu-
stöð þar sem hann fékk að sofa úr
sér. sko
Starfsmannafélag Rarik í Stykk-
ishólmi ætlar að setja upp hraða-
skilti við innkeyrsluna í Stykkis-
hólm. Á fundi skipulags- og bygg-
ingarnefndar Stykkishólms nýverið
var uppsetning skiltisins samþykkt.
Gretar Daníel Pálsson er í forsvari
fyrir starfsmannafélagið og Skessu-
horn ræddi við hann um verkefnið.
Það mun verða sett upp við þjóð-
veginn við Hamraenda, en þar er
70 kílómetra hámarkshraði. „Um-
ferðin um þennan vegarkafla er
mjög hröð og við höfum verið að
velta fyrir okkur hvað hægt væri að
gera til að draga úr umferðarhraða
og auka öryggi gangandi og hjól-
andi vegfarenda. Þeir eru marg-
ir sem ganga og hjóla í vinnuna
hérna á Hamraenda,“ segir Gretar
og bætir við: „Rannsóknir hafa sýnt
að svona hraðaskilti virka.“
Fjármögnun verkefnisins hef-
ur staðið yfir í nokkurn tíma „Við
höfum verið að vinna að fjármögn-
un skiltisins frá því í janúar og höf-
um verið í góðu samstarfi við bæ-
inn og Vegagerðina. Niðurstað-
an var sú að við fengum styrk úr
Umhverfisöryggissjóði. Orkusal-
an styrkir okkur og Rarik líka. Við
munum svo leggja fram vinnu við
uppsetningu skiltisins og rafvæð-
ingu,“ segir Gretar. Auk þess að að-
vara ökumenn við of hröðum akstri
mun skiltið safna upplýsingum og
með litlum aukakostnaði væri hægt
að setja upp hraðamyndavél í fram-
tíðinni. sko
Skiltið mun vera sett upp á þessum vegarkafla þar sem er 70 kílómetra hámarks-
hraði.
Vilja auka öryggi og draga úr
umferðarhraða í Stykkishólmi
Gretar Daníel Pálson hjá Rarik í
Stykkishólmi.
Þessar eigur mannsins urðu eftir þegar lögregla hafði handtekið hann.
Ölvaður maður
í Kútter Sigurfara
Gagnrýna ástand malarvega í Dölum
Djúpar holur sem þessa má því miður
finna víða á malarvegum Vesturlands.
Frá Klofningsvegi á Fellsströnd, skammt frá eystri gatnamótum Efribyggðarvegar.
Myndin er tekin í síðustu viku.