Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Með stærri grindhvalavöðum síð-
ari árin lenti í sjálfheldu við strand-
lengjuna milli Rifs og Ólafsvík-
ur síðastliðið laugardagskvöld. Vit-
að er um vöður af grindhval á þess-
um slóðum um 1940, 1960 en síð-
ast árið 1982. Enn eldri heimildir,
og öllu stórtækari, um grindhvala-
vöður eru þó til. Árið 1813 óðu á
land í Hraunsfirði á Snæfellsnesi
nálægt 1500 grindhvalir og nytjuðu
bændur úr Mýra-, Snæfellsness-,
Dala-, Barðastrandar-, Stranda- og
Húnavatnssýslum afurðirnar. Nú á
laugardagskvöldið syntu þó einung-
is nokkrir tugir hvala upp í fjöru og
drápust. Strax um kvöldið var hafist
handa við að gera að dauðum hvöl-
um og reiknað með að gert hafi ver-
ið að þrjátíu hvölum þá strax um
kvöldið. Hræjum dýranna var kom-
ið fyrir í gámi sem fluttur var til
urðunar. Veður var slæmt á laug-
ardagskvöld og aðfararnótt sunnu-
dags; sunnan hvassviðri, mikið brim
og úrhellisrigning. Þegar hvassast
var um kvöldið fór vindur í hviðum
upp fyrir 40 metra á sekúndu. Hald-
ið var áfram að gera að dauðum hval
á sunnudagsmorgninum og verkinu
nánast lokið síðla dags samkvæmt
heimildamönnum Skessuhorns.
Fljótt brugðist við
Það var um klukkan 18 á laugar-
daginn sem menn urðu fyrst var-
ir við grindhvalavöðuna í höfn-
inni í Rifi. Talið var að um 70-80
dýr hafi þá svamlað um höfnina illa
gáttuð. Fjöldi þeirra synti svo upp
í fjöru austan við höfnina og með-
fram ströndinni og allt austur fyr-
ir Ólafsvík um nóttina. Að sögn
Heimis Þórs Ívarssonar, sem stadd-
ur var þar sem hvalirnir syntu fyrst
á land um klukkan 19 á laugardags-
kvöldið voru þeir á víð og dreif um
ströndina frá Rifi og töldu nokkra
tugi. Heimir sagði í samtali við
Skessuhorn að menn hefðu mjög
fljótlega byrjað að nýta kjötið, enda
er þekkt að margir sem búa á svæð-
inu eiga rætur í Færeyjum þar sem
nýting grindhvalakjöts og spiks er
alþekkt. Þekkingin var því til stað-
ar. Auk þess voru gerðar tilraun-
ir með að koma þeim hvölum sem
sáust með lífsmarki í fjöruborðinu
aftur á haf út. Vont veður og mikið
brim torveldaði þó þá vinnu.
Þegar birti til á sunnudags-
morgun voru taldir á milli fimm-
tán og tuttugu grindhvalir sem þá
lágu dauðir í fjörunni við Bug utan
við Fróðá, rétt austan Ólafsvíkur
auk nokkurra í fjörunni milli Rifs
og Ólafsvíkur. Engu að síður voru
þetta færri hvalir en búast hefði
mátt við miðað við þá sjón sem við
blasti skömmu fyrir myrkur kvöldið
áður. Einhverjum dauðu hvalanna
hafði því skolað á haf út um nótt-
ina. Á sunnudagsmorguninn var
svo einungis einn hvalur sjáanlegur
í höfninni í Rifi en nokkrir dauðir
í grjótgarðinum skammt frá höfn-
inni.
Ekki vitað hvað veldur
Síðasta stóra grindhvalavaða við
Snæfellsnes kom 1982, en þá
komu um 360 grindhvalir inn fyrir
Töskuvita í Rifi. Eins og fyrr segir
hefur þetta þó gerst nokkrum sinn-
um í manna minnum. Rifjað hefur
m.a. verið upp þegar 61 grindhval-
ir syntu í land og drápust í Harðar-
kambi við Rif upp úr 1940.
Aðspurður segir Jóhann Sigur-
jónsson hvalasérfræðingur og for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar að
ýmsar kenningar séu uppi um svona
hegðun grindhvala. Meðal ann-
ars nefnir hann að þeir geti ruglast
vegna breytinga á segulsviði jarð-
ar. Hvalir séu háðir segulsviðinu til
að átta sig. „Síðan er önnur kenn-
ing um að þetta sé einhvers konar
sjúkleiki í skynfærum hvalanna og
þá forystuhvalsins sem leiðir all-
an hópinn í þessar ógöngur. Hugs-
anlega vegna veðurfars eða vegna
truflana frá segulsviði jarðar. Oft
þegar reynt er að bjarga svona vöð-
um, þá leita þær aftur að landi. Það
voru gerðar miklar tilraunir í Rifi
um árið til að bjarga þeim. Þá náð-
ist að koma hluta þeirra út aftur,“
sagði Jóhann.
Getur haft neikvæð áhrif
á fósturþroska
Umræða hefur skapast um áhrif
neyslu grindhvalakjöts á fólk. Ró-
bert Arnar Stefánsson líffræðingur
hjá Náttúrustofu Vesturlands hef-
ur áhyggjur af neyslu þessa kjöts og
skrifar m.a. á Fésbókarsíðu sína sl.
mánudag: „Landlæknisembættið í
Færeyjum mælir gegn neyslu grind-
hvalakjöts, einkum vegna kvikasilf-
ursmengunar en kjötið inniheldur
einnig verulegt magn lífrænna, þrá-
virkra mengunarefna. Rannsókn-
ir hafa sýnt að kvikasilfur úr grind-
hvölum hefur m.a. alvarleg neikvæð
áhrif á fósturþroska.“ Róbert styð-
ur þessa umsögn sína skýrslu sem
Landlæknisembættið í Færeyjum
hefur gefið út.
mm/ Ljósmyndir sem fylgja frétt-
inni voru teknar á laugardegi og
sunnudegi: Ljósm. af.
Gríðarstór grindhvalavaða við Rif og Ólafsvík