Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Úlfar Eysteinsson matreiðslumað-
ur á Þremur frökkum hefur mat-
reitt hvalkjöt í 30 ár og alltaf seg-
ir hann að það hafi slegið í gegn.
Í samtali við Skessuhorn aðspurður
um hvernig ætti að matreiða grind-
hvalakjötið sem skorið var á Snæ-
fellsnesi um síðustu helgi, sagði
Úlfar góða byrjun að skera kjötið
í stykki sem væru á stærð við rúg-
brauð eða hálft franskbrauð. Gott
væri að setja kjötið í lofttæmdar
umbúðir en þannig geymist það vel
í kæli í um vikutíma. Úlfar sagði að
mörgum finnist gott að hafa hval-
kjöt í forrétt. Þá sé það skorið í
þunnar sneiðar líkt og frímerki að
stærð sem dýft er í japanska soja-
sósu þegar þess er neytt.
Þegar steikin er undirbúin er
byrjað á því að skera kjötið í eins
sentimeters þykkar sneiðar þvert á
vöðvann. Síðan er það látið liggja
í smástund í grill- og steikarol-
íu meðan grillið eða pannan er að
hitna. Sneiðarnar eru síðan þerr-
aðar aðeins áður en þær eru lagð-
ar til steikingar, 36 sekúndur á aðra
hlið og 32 sekúndur á hina. Á með-
an eru þær kryddaðar með sítrónu-
pipar og svörtum pipar. Úlfar seg-
ir að með þessari meðalsteikingu sé
kjötið meyrt og gott þannig að ekki
þurfi tennurnar á það. Hann seg-
ir að fyrirtaks meðlæti með steik-
inni og öðrum mat úr hvalkjötinu
sé kartöflusalat og piparsósa.
Einnig megi útbúa úr hvalkjöt-
inu bæði snitsel og hakk, svo sem í
hamborgara. „Þegar ég hakka kjöt-
ið, hakka ég alltaf hráar kartöflur
með því. Það er eins með snitsel-
ið og hamborgarana að það gild-
ir það sama og með þunnu sneið-
arnar, að steikja sem minnst. Ann-
ars verður kjötið seigt og þú færð
bragð af því sem þér líkar ekki,“
segir Úlfar. Hann segist oft vera
spurður af því hvers vegna hann sé
á sínum veitingastað að bjóða upp
á hvalkjöt þegar besti fiskur í heimi
komi frá Íslandi. „Ég segi að kjöt-
ið úr ótenntum hval sé besta rauða
kjötið sem boðið er upp á í heim-
inum. Ekki kvikasilfursmengað og
laust við öll lyf,“ segir Úlfar Ey-
steinsson.
þá
Iðjuþjálfafélag Íslands, í samstarfi
við Landlæknisembættið, stend-
ur fyrir Skólatöskudögum víðsveg-
ar um landið dagana 30. september
til 4. október sem bera yfirskriftina
,,Létta leiðin er rétta leiðin”. Skóla-
töskudagar eru haldnir af iðjuþjálf-
um um allan heim í september að
bandarískri fyrirmynd. Síðastliðið
haust tóku 19 íslenskir iðjuþjálfar
og 13 iðjuþjálfanemar við Háskól-
ann á Akureyri þátt í verkefninu
og veittu fræðslu til rúmlega 1100
grunnskólabarna.
„Skólataskan spilar stórt hlut-
verk í lífi barns sem stundar skóla.
Nauðsynlegt er að nemendur, for-
eldrar og samfélagið í heild sé með-
vitað um áhrif rangrar notkunar
skólatöskunnar á líkamlega heilsu
barna og ungmenna þar sem stoð-
kerfisvandi er vaxandi vandamál í
nútíma samfélagi. Á Skólatösku-
dögum fræða iðjuþjálfar nemendur,
foreldra og kennara um rétta notk-
un á skólatöskum. Nemendur fá að
vigta skólatöskurnar sínar og reikna
út hvort skólataskan sé af æskilegri
þyngd miðað við þeirra eigin lík-
amsburði. Börnin fá einnig í hend-
urnar leiðbeiningar um hvernig
taskan á að vera stillt, hvernig best
sé að raða í hana og hvaða þætti
er mikilvægt að horfa á þegar ný
taska er keypt. Iðjuþjálfarnir munu
auk þess veita almenna fræðslu um
rétta líkamsbeitingu en stoðkerfis-
vandi barna og ungmenna er vax-
andi vandamál. Skólatöskudögun-
um er því ætlað að hafa forvarn-
argildi um leið og veitt er fræðsla
til skólaumhverfisins. Frekari upp-
lýsingar er hægt að nálgast á www.
ii.is,“ segir í tilkynningu frá Iðju-
þjálfarafélagi Íslands.
mm
Í næstu viku verður opnuð ný sýn-
ing í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þar
er sögð saga Hallsteins Sveinsson-
ar (1903-1995) frá Eskiholti í Borg-
arhreppi. Hallsteinn var mörgum
kunnur, ekki síst í listheiminum.
Lífsskoðanir hans voru á marg-
an hátt áhugaverðar og líf hans
samtvinnað merkum kafla í lista-
sögu landsins. Í sýningunni er lögð
áhersla á hugsjónir hans og pers-
ónuleika sem laðaði að sér marga
af þekktustu myndlistarmönnum
Íslands. Meðal þess sem sjá má er
hvernig þeir myndgerðu þennan
hollvin sinn í teikningum, málverk-
um og höggmyndum.
Hallsteinn var fæddur í vest-
ur Dölum en flutti ásamt foreldr-
um sínum í Eskiholt árið 1925.
Hann stundaði nám í Íþróttaskól-
anum í Haukadal árið 1930, en var
búsettur í Reykjavík frá 5. áratugn-
um. Þar starfaði hann sem smiður
og handverksmaður, en var alla tíð
mikill listunnandi, um gekkst lista-
menn mikið og rammaði inn mikið
af verkum þeirra. Hann átti þegar
fram liðu stundir mikið og merki-
legt safn listaverka. Hallsteinn
flutti í Borgarnes árið 1971 og gaf
þá listasafn sitt þangað ásamt pen-
ingagjöfum. Hann bjó síðustu æviár
sín á Dvalarheimili aldraðra í Borg-
arnesi þar sem hann var einnig með
smíðaverkstæði. Sýningin í Safna-
húsi er sérstaklega styrkt af sveitar-
stjórn Borgarbyggðar sem þannig
vottar minningu þessa öðlings virð-
ingu á afmælisári hans.
Á sýningunni eru m.a. verk eftir
Ragnar Kjartansson, Kjarval, Haf-
stein Austmann, Pál Guðmunds-
son frá Húsafelli, Þorvald Skúla-
son, Kristján Davíðsson, Jóhann
Briem, Þorbjörgu Höskuldsdótt-
ur og Nínu Tryggvadóttur. Sérstök
áhersla er á verk Ásmundar Sveins-
sonar myndhöggvara, bróður Hall-
steins, en veigamikill þáttur í hug-
sjón hans var að miðla verkum Ás-
mundar í Borgarfjörðinn og átti
hann m.a. stóran þátt í að verkið
Sonatorrek var sett upp við Borg á
Mýrum árið 1985.
Sýningin verður í Hallsteinssal,
en verður opnuð fimmtudaginn
19. september kl. 17.30 með hátíð-
ardagskrá á neðri hæð Safnahúss.
Sýningin mun standa fram til loka
janúar. Fólk er hvatt til að koma og
kynna sér sögu þessa merka manns
sem ekki hafði áhuga á veraldlegum
auði en sýndi á ævikvöldi sínu ein-
staka rausn í garð síns heimahéraðs.
Skólastofnunum er sérstaklega bent
á að notfæra sér sýninguna en boð-
ið verður upp á fræðslu um hana
fyrir börn á öllum aldri auk leið-
sagnar fyrir fullorðna.
-fréttatilkynning
„Þegar ég var að alast upp í Fær-
eyjum var grindarkjöt borðað einu
sinni í viku. Núna er það orðið
mun sjaldnar. Ég vandist því ekki
að borða það steikt eins og núna
er orðið algengt að elda það og
mörgum finnst reyndar jafn gott og
nautakjöt,“ segir Finnur Gerdbo í
Ólafsvík. Finnur var 15 ára gam-
all þegar hann fór af heimaslóð-
um í Vogi í Suðurey og hefur búið
á Íslandi frá 1955. Hann segir að
grindarkjötið hafi bæði verið hengt
upp og þurrkað á æskuslóðum hans,
sem og að kjöt og spik hafi verð salt-
að, bæði þurrsaltað og pækilsaltað.
Með kjötinu bæði hertu og söltuðu
hafi spikið verið borðað ásamt kart-
öflum og þótt herramannsmatur.
Finnur segist sjálfur aldrei hafa
tekið þátt í að drepa og verka grind,
en líkt og við Ólafsvík og Rif um
helgina hafi allt kjöt verið hreins-
að af beinunum. „Þegar fréttist af
grindarvöðum við sandinn var gef-
inn út tilkynning og menn hættu
vinnu á miðjum degi til að ganga
til verksins. Þegar búið var að reka
grindina upp á sand og hún drepin,
var sýslumaður kallaður á vettvang.
Hann mældi alla hvalina og merkti
þá hverjum báti fyrir sig. Hann út-
hlutaði dýrunum eftir fjölskyldu-
stærð bátsverja og ef fólk var gest-
komandi hjá þeim veitti hann auka-
úthlutun vegna þess. Ef þannig hitt-
ist á að dýrin komu upp á sand að
kvöldinu var slegið upp balli með-
an sýslumaður var að vinna sitt verk
og hvalskurðurinn byrjaði síðan um
morguninn þegar fólk kom af ball-
inu. Þegar frágangi öllum var lok-
ið var beinunum komið fyrir í skútu
og siglt með þau út á hafdjúp þar
sem þeim var sökkt. Ekkert var því
skilið eftir sem gat valdið lyktar-
mengun eða óþrifum,“ segir Finn-
ur. Aðspurður hvort hann hafi ein-
hvern tímann heyrt á það minnst að
grindarkjöt væri varasamt til neyslu
fyrir ófrískar konur eða fólk með
undirliggjandi sjúkdóma, sagð-
ist Finnur aldrei hafa heyrt á það
minnst. „Ég man ekki eftir neinu
dauðsfalli út af grindaráti í Færeyj-
um, en einu sinni var mannslát rak-
ið til skerpukjöts af sauðfé, þar sem
kjötið hafði ekki verið rétt með-
höndlað,“ sagði Finnur.
þá/ Ljósm. af.
Sýning opnuð til minningar um
Hallstein Sveinsson
Iðjuþjálfar veita fræðslu
á Skólatöskudögum
Fræg mynd af grindhvaladrápi í Færeyjum.
Þá var grindarkjöt borðað
einu sinni í viku
Finnur Gerdbo í Ólafsvík, sem fór frá
Færeyjum 15 ára gamall og hefur búið
á Íslandi síðan 1955.
Meyrt og gott
meðalsteikt hvalkjöt
Hvalkjötið komið á diskinn.
Úlfar Eysteinsson.