Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Qupperneq 26

Skessuhorn - 11.09.2013, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Brattar fjalls um brúnir hér - blása vindar svalir Vísnahorn Úti er lífsins ergi og þras, andinn fyllist glettum, er ég þukla góðlegt glas í Gillastaðaréttum. Ég vona reyndar að það sé alveg óþarfi að rifja þessa vísu Hallgríms í Ljárskógum upp fyr- ir Dalamenn en það er svosem ekkert öruggt í lífinu og að auki hafa annarra héraða menn ekki nema gott af að lesa hana líka en hérna kemur önnur úr sömu smiðju: Syngjum kátir, kveðum óð, köstum gráti og trega. Fyllum hlátri hjartans sjóð hlýtt og mátulega. Stafnsrétt í Svartárdal hefur allt frá því rétt- in var flutt að Stafni árið 1812, eða fyrir 201 ári, verið ein helsta samkoma í Skagafjarðar og Húnavatnssýslum og lengst af sóttu þang- að nánast allir sem vettlingi gátu valdið af svæðinu. Mætti kannske lýsa stemningunni þar örlítið með þessari stöku sem ég reyndar man ekki höfund að í svipinn: Þá er flaskan full er mér finnst ég varla hálfur en þegar flaskan ófull er er ég fullur sjálfur. Að minnsta kosti má telja víst að fleiri flösk- ur hafi farið tómar úr Stafnsrétt en komu þangað í því ástandi. Spurning hvort það gilti öfugt um heimasæturnar. Rósberg Snædal var um árabil fastagestur í Stafnsrétt og full ástæða til að gægjast aðeins í Stafnsréttarvís- ur hans: Bliknar margt og bleik er grund, blómaskart i valnum. Á þó hjartað óskastund innst i Svartárdalnum. Haustið býður öllum oss, úti er blíða og friður. Safnið líður líkt og foss Lækjarhlíðar niður. Fótanettan fák má sjá -flýgur um þetta staka. Sléttum réttareyrum á ýmsir spretti taka. Hér er líf og líka fjör, lagleg víf og jeppar. Heyrast gífuryrði ör, óðir rífast seppar. Það er sparkað, kjaftað, kítt, karlar þjarka um hross og skjátur. Þar er slarkað, þjórað, spýtt. Þá er Marka-Leifi kátur. Svona bras er siður forn, sumir hrasa og slaga, taka i nasir tóbakskorn, tappa úr glasi draga. Miðla ég tári á mannfundi manni náradregnum. Þessi árans andskoti ætlar að klára úr fleygnum. Hér má heyra kvæðaklið, kitlar eyra staka Stafns á eyri ætlum við eins og fleiri að vaka. Senn að völdum svefninn fer, sveit i tjöldin skríður. Svo er öldin önnur hér, er á kvöldið líður. Jakob Ó. Pétursson frá Hranastöðum, sem var lengi ritstjóri Íslendings á Akureyri, orti töluvert undir nafninu Peli. Eitt sinn bauð Rósberg Pela með sér vestur í Stafnsrétt, en hinn kvaðst ekki fara lengra en í Reykárrétt hjá Hrafnagili í Eyjafirði: Frammi í Stafni er fólkið ríkt, fagurt safn af Kili, en féð er jafnan fóstri líkt frammi á Hrafnagili. Þannig að Rósberg varð að fara Pelalaus í Stafnsrétt í það skiptið (ja eða með öðruvísi pela). Oft er líka gleðskapur nokkur í göngum og gangnamenn á Eyvindarstaðaheiði gistu í fjölda ára á svokallaðri Svörtukvíslareyri og var þar oft glatt á hjalla. Jónas Illugason frá Brattahlíð hafði lengi verið einn af leitar- mönnum Eyvindarstaðaheiðar en á síðustu árum hans er hann var fluttur á Blönduós buðu vinir hans honum í bílferð fram á heið- ina og skutu síðan undir hann hesti svo hann fór töluvert um. Jónas var þá um áttrætt en þá munu hafa orðið til vísur hans um Svörtukv- íslareyri: Ýms upprifjast atvikin. Óm ég liðins heyri, er ég lít í síðsta sinn Svörtukvíslareyri. Hér var ærsla áfanginn áratugi fleiri, nú ber sorgarsvipbrigðin Svörtukvíslareyri. Æfð var mörg ein íþróttin og arnar flíkað leiri og margur sopinn seytillinn á Svörtukvíslareyri. Alheimsdrottinn mikli minn mína bæn þú heyri; vernda og blessa sérhvert sinn Svörtukvíslareyri. Óðum styttist áfanginn, annar byrjar meiri. Leggst ég brátt í síðsta sinn á svörtu kvíslareyri. Frænda og vina flokkurinn, farinn heims af leiri, fagnar mér í fyrsta sinn á fögru kvíslareyri. Biskupstungnamenn og Svínvetningar hitt- ust lengi vel í leitum á Kili og var þá oft glatt á hjalla enda leynir sér ekki tilhlökkunin í þess- um vísum Guðna Þórarinssonar á Kjarans- stöðum: Látum fákinn fara á skeið fjalla yfir salinn uns vér komumst alla leið inn í Þjófadalinn. Þar er margt sem gleður geð, grund með tærum lindum og brattar jökulbrúnir með bláum fjallatindum. Brattar fjalls um brúnir hér blása vindar svalir. Þar sem hist nú höfum vér heita Þjófadalir. Vindar svalir suðri frá sveima um kalinn völlinn þó skal smala þokugrá Þjófadalafjöllin. Þess ber að geta að ég hef heyrt nefnda að minnsta kosti átta höfunda að vísunni um Þjófadalafjöllin en mér þykir Guðni á Kjar- ansstöðum að mörgu leyti líklegastur og að þessar vísur séu samstæðar. Annars er víst kominn tími á að ljúka þessu og ætli við ger- um það ekki best með vísu Önnu frá Steðja: Þó að mitt sé bogið bak, brostin allri rænu heyri ég ennþá hófatak í heiðinni minni grænu. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Bókasafn Grundarfjarðar verður á næstunni fært í húsnæði Sögumið- stöðvarinnar í miðjum bænum þar sem það verður starfrækt. Bókasöfn hafa átt undir högg að sækja á mörg- um sviðum með örri tækniþróun og bættu aðgengi að bókum og tíma- ritum á internetinu. Í Sögumið- stöðinni verður mun minna pláss fyrir bækur en er í núverandi bóka- safni. „Um 20% af bókum safnsins fer í nýja húsnæðið. Afgangurinn fer í geymslu en verður þó auðvitað skráður í kerfið og hafður aðgengi- legur. Núna er ég að tína úr safn- inu það sem fer í Sögumiðstöðina, afgangurinn fer til geymslu en auk þess verður eitthvað grisjað. Ný- verið grisjaði ég heilan ruslapoka af efni sem allt var orðið aðgengilegt á netinu,“ segir Sunna Njálsdóttir forstöðukona bókasafnsins í samtali við Skessuhorn. Tilgangur bókasafna að jafna stöðu Rafræn útgáfa bóka er framtíðin og er hún þegar hafin. Hinar hefð- bundnu bækur munu þó alltaf halda velli að mati Sunnu. „Á landsþingi bókasafna í fyrrahaust sögðu er- lendir fyrirlesarar að spennubæk- ur og aðrar léttbækur yrðu rafræn- ar. Prentútgáfur yrðu framleidd- ar eftir pöntunum og þegar er far- ið að bjóða upp á slíkt. Þeir sögðu þó að allar myndabækur og borð- bækur myndu blómstra og tímarit einnig en þau færu einnig á netið. Fólk vill hafa eitthvað í höndunum. Tæki geta einnig frosið í miðjum lestri og rafmagnið farið af. Þá er nú betra að hafa bók við höndina. Bækur munu því aldrei hverfa,“ segir Sunna. Hún segir ennfremur að lestur hafi aukist og þar hafi kilj- an og rafbækurnar hjálpað til. „Það er óhemju mikið gefið út af kiljum. Fólk bíður ekki eftir að bókasafnið kaupir þær heldur kaupir þær sjálft. Okkar hlutverk er jafnvel að breyt- ast að því leyti að við getum ekki náð í það nýjasta á undan einstak- lingunum. Þörfin fyrir bókasafnið liggur þá kannski í því að vera fyr- ir þá sem hafa ekki efni á að kaupa bækur eða hafa ekki tæknikunnáttu til að nýta sér nýja miðla. Tilgang- urinn hefur ávallt verið að jafna stöðu fólks. Að þeir sem geti ekki nálgast bækurnar sjálfir sitji ekki eftir.“ Hljóðbækur hafa náð nokkrum vinsældum á undanförnum árum, en ekki eru allir sem geta nýtt sér þær. „Til dæmis á fullorðið fólk ekki tæki til að hlusta á hljóðbæk- ur. Það ætti jafnvel að vera hlut- verk bókasafna að leysa slík vanda- mál eða hvetja aðra til að leysa þau. Tækin eru oft flöskuhálsinn og mig langar að hafa spjaldtölvur til reiðu fyrir fólk sem vill kíkja í tímarit á internetinu,“ segir Sunna. Vilja gera að samfélagsmiðstöð Óskin er sú að Sögumiðstöðin verði nýtt af íbúum sem samfélagsmið- stöð og þeir eigi fleiri erindi þang- að en á bókasafnið. Jafnvel að félög eða klúbbar haldi fundi eða að fólk hittist. Stefnt er á að hafa kaffihúsa- rekstur áfram í Sögumiðstöðinni og safnasýningar. „Það er verið að sækjast eftir því að fólk geti sest inn í Sögumiðstöðina, fengið sér kaffi og stoppað og hitt annað fólk. Það er þekkt einkenni á bókasöfnum á Íslandi og sérstaklega úti á landi, að fólk kemur inn, fær bók lánaða og fer svo út. Það stoppar ekki. Í mið- bænum verður bókasafnið í leiðinni og reynslan sýnir að við það fjölg- ar heimsóknum. Ég vona að bóka- safnið verði fasti punkturinn í starf- seminni. Þáttur upplýsingamið- stöðvar ferðamanna sem er rekin í húsinu á sumrin verður færður í bókasafnið yfir vetrartímann. Það verður alltaf hægt að leita eftir upp- lýsingum í bókasafninu. Þetta getur orðið hliðið að Grundarfirði,“ seg- ir Sunna að endingu. sko Bókavörðurinn segir að bækur muni aldrei hverfa Bókasafn Grundarfjarðar verður sett upp í húsnæði Sögumiðstöðvarinnar. Sunna Njálsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.