Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Eldri nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði stóðu fyrir busavígslu í skólanum sl. fimmtudag. Veður var gott og var talsverður atgangur þegar nýnem- ar voru teknir í heldri manna tölu. Um kvöldið var síðan haldinn dans- leikur í Samkomuhúsinu þar sem Ingó og Veðurguðirnir léku fyrir dansi. Myndirnar tala sínu máli um stemninguna. tfk Skessuhornsmótið í knattspyrnu fór fram á laugardaginn á Skalla- grímsvelli í Borgarnesi. Þetta er annað skiptið í röð sem mótið fer fram, eftir að hafa verið endurvakið eftir níu ára hlé síðasta sumar. Létt stemning einkenndi mótshaldið sem knattspyrnudeild Skallagríms skipulagði og ekki spillti fyrir að gott veður var í Borgarnesi á laug- ardaginn. Leikfyrirkomulag var sjö manna bolti og leiktími 2x10 mínútur. Fjögur lið mættu til leiks að þessu sinni; Bifröst F.C., Vin- ir Kobba Skúla, Stjórnin F.C. og Sveittir bakarar. Eftir harða keppni stóð liðið Vinir Kobba Skúla uppi sem sigurvegari en liðið sigraði alla þrjá leiki sína. Þetta er annað árið í röð sem liðið sigrar og mun það því vafalaust gera allt sem í þess valdi stendur til að verja titilinn aft- ur að ári. Í öðru sæti varð lið Bif- röst F.C. með sex stig, í því þriðja Stjórnin F.C. með þrjú stig og loks varð lið Sveittra bakara í fjórða sæti án stiga. hlh Haustdagahátíð Menntaskóla Borg- arfjarðar í Borgarnesi fór fram síð- astliðinn fimmtudag og föstudag, en efnt var til hennar í stað busa- vígslu sem víða er landlæg í öðr- um menntaskólum landsins. Ný- nemar jafnt sem eldri nemar tóku þátt í hátíðinni sem var að sögn tíð- indamanns Skessuhorns í MB afar vel heppnuð. Á fimmtudeginum fór fram keppni í sápubolta í Skalla- grímsgarði sem lauk með grillveislu í garðinum og munaði um að veð- ur var með betra móti. Daginn eftir skipulögðu eldri nemendur léttan innanhússleik fyrir nýnema þar sem markmiðið var að kynna Hjálm- aklett, húsnæði menntaskólans. Að kynningu lokinni hélt hópurinn í rútu áleiðis til Reykjavíkur þar sem m.a. var farið í litabolta og stigaleik í miðborginni. Deginum lauk með grillveislu á góðum stað. hlh Búið sig undir keppni í litabolta. Vel heppnuð haustdagahátíð í MB Efnt var til sápubolta í Skallagrímsgarði. Busað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Vinir Kobba Skúla sigruðu á Skessuhornsmótinu LIðið Vinir Kobba Skúla með sigurlaun sín ásamt meistara sínum, Jakobi Skúlasyni fyrrum formanni knattspyrnudeildar Skallagríms. Lið Bifrastar F.C. lenti í öðru sæti. Stjórnin F.C. hafnaði í þriðja sæti. Lið Sveittra bakara sem varð í fjórða sæti. Barist um boltann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.