Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Qupperneq 28

Skessuhorn - 11.09.2013, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Vörur og þjónusta www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is Flutningar fyrir einstaklinga & fyrirtæki STEINI STERKI Borgarnesi 861 0330 SENDIBÍLA ÞJÓNUSTA Þorsteinn Aril íusson 861 0330 SENDIBÍLAÞJÓNU Réttum, sprautum hjólastillum Rúðuskipti Almennar viðgerðir Reitarvegi 3, 340 Stykkishólmi 690 2074 / 438 1586 TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar Pennagrein „Menningarlíf er ein af forsendum búsetu, rétt eins og atvinna, heilbrigð- isþjónusta, menntun og félagslegt ör- yggi. Hlutverk ríkisins í menningar- málum snýr einkum að því að skapa skilyrði og standa vörð um menningu og menningararf.“ Í menningarstefnu stjórnvalda sem kom út í vor sem leið, er menningarstefnunni ætlað að end- urspegla þann kraft sem einkenn- ir menningarlíf á Íslandi og stuðla að enn frekari eflingu þess. Menning- arstefnan er gott veganesti fyrir alla sem starfa að menningarmálum, gef- in út af Mennta- og menningarmála- ráðuneyti 2013. Með gerð menning- arsamninga leggja stjórnvöld áherslu á að hlúa sérstaklega að þeim svæðum sem síst geta notið þjónustu frá helstu menningarstofnunum landsins. Sér- stök áhersla er á að efla menningu barna og ungmenna í landinu öllu og stuðla að því að þau séu virkir þátt- takendur. Menningarstofnanir eru hvattar til þess að skipuleggja dagskrá sína með börn og ungmenni í huga og haga starfsemi sinni þannig að þau eigi greiðan aðgang að listum og menningu, óháð efnahag og búsetu. Hvatt er til samvinnu stjórnvalda við þá fjölmörgu aðila sem starfa á sviði menningar. Stjórnvöld leggja áherslu á ár- angursríkt samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra á sviði menningarmála og hvetja til þess að þessir aðilar taki höndum saman um einstök menningarverkefni. Menn- ingarsamningar eru gerðir við lands- hlutasamtök um stuðning við menn- ingarstarf á landsbyggðinni. Menn- ingarráð Vesturlands hefur haft þessi sjónarmið að leiðarljósi í starfi sínu frá upphafi styrkveitinga 2006. Hér verður sagt frá nokkrum verkefnum sem menningarráð styrkti og tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Gott samstarf er með Markaðs- stofu Vesturlands og menningarráði. Meðal annars voru veittir styrkir til þess að efla kynningarefni menn- ingartengdrar ferðaþjónustu í sam- starfi við RARIK sem styrkir Menn- ingarráð Vesturlands um samtals tvær miljónir á árumum 2012 og 2013. Sá styrkur fer alfarið til markaðsstof- unnar til eflingar á markaðssetningu menningarviðburða. Sögutengd verkefni eru fjölmörg, t.d. er sögusvið Laxdælu og Eiríks- sögu í Dölum. Ef ferðin hefst í Gils- firði þá hafa styrkir menningar- ráðs um nám og störf í fyrsta land- búnaðarskóla landsins í Ólafsdal gert uppbyggingunni þar verulega mik- ið gagn. Þar hefur sýningarefni ver- ið unnið á þann hátt að auðvelt er að flytja það milli svæða og hefur fyrri sýningin ferðast í Þjóðmenningarhús- ið í Reykjavík og í Landbúnaðarhá- skóla Íslands að Hvanneyri. Ólafsdal- ur er opinn á sumrin og þar er haldin Ólafsdalshátíð ár hvert, sögusýning- ar og listsýningar eru þar á sumrin. Í ár var sýningin um Guðlaugu Zak- ariusardóttur og konurnar í Ólafsdal. Um 1.000 manns komu á sýninguna í Ólafsdal og á Ólafsdalshátíðina. Eiríksstaðir í Haukadal hafa einn- ig fengið styrki og styrkur var veitt- ur til þess að útbúa og flytja efni um Eirík rauða fyrir skólanemendur. Það efni hefur einnig verið flutt í skólum í Reykjavík og fyrir erlenda gesti stað- arins. Brjáluð ást, heimboð til Guðrún- ar Ósvífursdóttur og Bolla Þorleifs- sonar að Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi, til þess að fagna sam- starfsverkefni þriggja norrænna leik- húsa og heimamanna í Dölum. Far- ið var á Laxdæluslóðir, Laxdæla með augum tveggja kynslóða. Þá var sýn- ing um Gelísk áhrif fengin að láni frá Görðum á Akranesi og sett upp að Laugum. Handritin alla leið heim. 350 ára afmælis Árna Magnússonar hand- ritasafnara sem fæddist í Dölum var minnst í samvinnu við Árnastofnun og söfnin í Dalasýslu. Gerð var eft- irmynd af handriti Staðarhólsbók- ar rímna og hún færð Dalamönn- um. Fóstri handritsins var Kjart- an Sveinsson tónlistarmaður úr Sig- ur Rós. Hann og Steindór Ander- sen fóru með rímur úr Skarðsbók rímna við afhendingu í Tjarnarlundi. Þá var ráðstefna um handritasöfnun að Laugum og til stendur að Árna- stofnun gefi út og komi með fróðleik í skólana. Kynningarrit voru gefin út á mörgum tungumálum. Handrita- söfnun Árna Magnússonar er á varð- veisluskrá Menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Eldfjallasafnið í Stykkishólmi, al- þjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forngripir, minjar og stein- tegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors. Hann hef- ur stundað eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim. Norska húsið hefur einnig fengið styrki til þess að efla sýningarhald í húsinu og þar hafa margar frábærar sýningar hlotið styrk frá Menningarráði Vest- urlands. Í sumar Sjónarspil, Steinþórs Sigurðssonar leikmyndahönnuðar og listmálara. Sjálfbærni og menningar- arfur mætast, flökkusýning frá Lista- safni Reykjavíkur. Sýning og fróðleg- ur fundur um menningararf og sjálf- bærni. Í Grundarfjarðarbæ hefur menn- ingarráð styrkt Sögumiðstöðina og verkefni tengd Eyrbyggju, sagna- hefð, sögu franskra sjómanna í Grundarfirði og menningarsamstarfi við Paimpol, en haldin verður frönsk listahátíð í Grundarfirði um næstu helgi. Þar kemur meðal annars fram frönsk-íslensk kammersveit. Kvik- myndahátíðina Northern Wave sem sýnir stuttmyndir m.a. fræðslumynd- ir og nútímakvikmyndalist, og tón- listarmyndbönd og er frábært inn- legg í menninguna í Grundarfirði og Vesturlandi öllu. Í Snæfellsbæ hefur Átthagastofan haldið utanum margskonar áhuga- verð verkefni. Eitt þeirra var mjög vönduð hátíð til heiðurs söngkonunni Maríu Markan. Sýning um ljóðskáld- ið Jóhann Jóhannsson, Fiskasafnið í Ólafsvík hefur sett upp sýningu með aðstoð Menningarráðs. Í þjóðgarðin- um og í Átthagastofunni hefur m.a. verið unnin kynning um landnáms- konuna Guðríði Þorbjarnardóttur. Frystiklefinn leikhús á Rifi hefur flutt Hetju um Bárðarsögu Snæfellsáss og Góða hálsa um Axlarbjörn auk fleiri verkefna og fengið lof fyrir hjá leik- hússgagnrýnendum. Frá upphafi hefur Menningarráð styrkt Reykholt sem er okkar helsta menningarstofnun á Vesturlandi. Síðast sýningu um Snorra Sturlu- son í Reykholti sem var opnuð í vor. Í Reykholt er einstaklega gaman að koma, staðurinn er prýði í sveitinni og falleg umgjörð um merka menn- ingu staðarins. Reykholt sækja marg- ir ferðamenn vegna sögu staðarins en einnig er kirkjan vinsælt tónlistarhús, nægir þar að nefna Reykholtshátíð- ina. Þá hefur Landnámssetur Íslands í Borgarnesi hlotið styrki til fjölbreytts sýningarhalds og tónleika. Land- námsseturs hefur fengið margskon- ar viðurkenningar í gegnum árin og skapað fjölda starfa á svæðinu, aukið fjölbreytni í listviðburðum og menn- ingartengdri ferðaþjónustu. Fuglar í náttúru Íslands og Börn í 100 ár í Safnahúsi Borgarfjarðar eru einstaklega fallegar sýningar, hann- aðar af Snorra Frey Hilmarssyni með styrkjum m.a. frá menningarráði. Þá hefur Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri notið styrkja menning- arráðs og Hið blómlega bú, kvik- myndaþættir um mat og matargerð í Borgarfirði, sem svo sannarlega slógu í gegn á síðasta ári. Listsýningar og ráðstefnur um Hallgrím Pétursson í Hvalfjarðarsveit í samstarfi við Snorrastofu hafa hlotið styrki menningarráðs. Hernámssetur og Litla hvalasetrið á Ferstiklu. Unn- ið er að sögutengdum óperuflutningi í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þá hefur menningartengd ferðaþjónusta ver- ið styrkt m.a þar sem farið er á slóðir Helgu Jarlsdóttur úr Harðarsögu og Hólmverja. Kvikmyndin Hvalfjörð- ur, sem valin var til þátttöku í Can- nes og fékk aukaverðlaun dómnefnd- ar, var styrkt af Menningarráði Vest- urlands. Á Akranesi hafa söguleg verk- efni gjarnan tengst Byggðasafninu í Görðum. Þar hefur menningarráð styrkt sýningar t.d. nú síðast um gel- ísk áhrif á Vesturlandi sem Friðþjóf- ur Helgason og Þorvaldur Friðriks- son settu saman. Eldsmiðja sem hef- ur eflt áhuga manna á þessu forna handverki þannig að nú í sumar var þar Norðurlandamót eldsmiða, sem tókst mjög vel. Umgjörð safnsins er frábær, starfsemin fjölbreytt og nýt- ist fræðslustarfi mjög vel. Leikriti um sagnakonuna Guðnýju Böðvarsdótt- ur frá Görðum, leikrit sem Skaga- flokkurinn flytur en samið af Óskari Guðmundssyni verður flutt í haust á Akranesi af Skagaleikflokknum. Þessi verkefni sem ég hef talið hér upp eru öll sögutengd, sérstök fyrir Vesturland og skapa atvinnu og efla ferðaþjónustu, bæði erlendra og ís- lenskra ferðamanna. Einnig styðja þau við menntunarframboð og menningu á svæðinu með fjölbreytt- um sýningum og fræðslu sem stendur öllum skólum til boða. Í lokaskýrslum frá styrkhöfum til menningarráðs er mjög oft tek- ið fram að styrkur menningarráðs hafi gert þeim kleift að framkvæma og koma af stað verkefnum. Nokk- ur þessara verkefna hafa síðan hald- ið áfram að þróast og sum þeirra orð- ið að árlegum viðburðum. Þá hafa menningarstyrkirnir opnað leið að öðrum styrkjum til þess að efla starf- semina enn frekar. Ég mun síðar fjalla um fleiri verk- efni sem styrkt hafa verið af Menn- ingarráði Vesturlands. Menningarráð auglýsir styrki í nóvember fyrir árið 2014. Elísabet Haraldsdóttir, menningar- fulltrúi Vesturlands. Efling menningartengdra verkefna á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.