Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Side 1

Skessuhorn - 20.11.2013, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 47. tbl. 16. árg. 20. nóvember 2013 - kr. 600 í lausasölu 10 töflur 25% afslát tur Hvíldarstólar Tau- eða leðurklæddir Opið virka daga 13-18 Í þriðja skipti á jafn mörgum árum glímir Mæðrastyrksnefnd Vest- urlands við húsnæðisskort. Engu að síðu mun nefndin aðstoða eft- ir fremsta megni þá sem þess þurfa fyrir jólin, en með öðrum hætti en undanfarin ár. Nefndin hefur á liðn- um árum, fyrir andvirði söfnunarfjár, veitt um 140 fjöl- skyldum aðstoð sem fólgin hef- ur verið í mat- argjöfum. Nú verður styrkur til fjölskyldna hins vegar í formi úttektarkorta í verslunum Bón- us. Mæðra- s t y r k s n e f n d Vesturlands hefur aðsetur á Akra- nesi en styður við fólk á öllu Vestur- landi sem sækir um fjárhagsaðstoð til nefndarinnar. Þess má geta að Bónus rekur verslanir á Akranesi, í Borgar- nesi og Stykkishólmi þannig að að- gengi fólks er gott til að nýta stuðn- ing nefndarinnar með þessum hætti. „Vegna húsnæðisleysis höfum við ekki möguleika á að taka við matar- gjöfum að þessu sinni,“ segir Aníta Björk Gunnarsdóttir sem sæti á í stjórn Mæðrastyrksnefndar Vestur- lands. „Hins vegar nýtist stuðning- ur í formi úttektarkorta í verslunum ekki síður þeim sem þarfnast aðstoð- ar. Úthlutun mun einfaldlega gerast með þeim hætti að við deilum öllum þeim peningagjöfum sem við öflum jafnt niður á þá skjólstæðinga sem sækja um aðstoð.“ Aníta Björk segist búast við að svipað margir sæki um aðstoð nefndarinnar og síðustu ár og bindur vonir við að úthlutun til hvers og eins skjólstæðings nefndarinnar gæti numið allt að 15.000 krónum á hvern skjólstæðing/fjölskyldu. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós, bæði hvernig aflast og hversu margir sækja um til nefndarinnar. Aníta Björk segir að fólk þurfi að hringja til nefndarkvenna til að sækja um að fá úttektarkortin. „Tökum við þá niður nafn og síma- númer og afhendum kortin svo í kringum 10. desember næstkom- andi. Símanúmerin sem hringja má í eru: 868-3547 (Aníta) og 898-1231 (María Ólafsdóttir). Stjórn Mæðra- styrksnefndar er skipuð fimm kon- um og mun hún í heild annast út- hlutun kortanna,“ segir Aníta. Mæðrastyrksnefnd Vesturlands biðlar nú til einstaklinga, stofn- ana og fyrirtækja sem eru aflögufær um stuðning. „Margt smátt ger- ir eitt stórt,“ segir hún. Hægt er að leggja framlög inn á söfnunarreikn- ing nefndarinnar á bankareikn- ing: 0186-05-65465 og kennitala: 411276-0829. Aníta Björk segir að gott væri ef fjárstuðningur ber- ist í síðasta lagi um næstu mánaða- mót til að nefndin sjái hvað verð- ur til úthlutunar og geti í framhald- inu pantað úttektarkortin. Úthlut- un þeirra mun fara fram í húsnæði RKÍ við Skólabraut 25A á Akranesi eða verða send til skjólstæðinga nefndarinnar búi þeir utan Akra- ness. mm Arinbjörn Hauksson frá Borgarnesi er rafvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi skemmtilega mynd var tekin föstudaginn 1. nóvember sl. en þá var starfsfólk OR að prófa svokallaða Tetra gátt til að sjá hvort tetrasamband næðist niður í brunn á hitaveitulögn við Litlu Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit. Augnablikið þar sem Arinbjörn og hesturinn hittast er vissulega hlýlegt. Ljósm. Hildur Ingvarsdóttir. Mæðrastyrksnefnd Vesturlands mun úthluta Bónuskortum Aníta Björk Gunn- arsdóttir. Mæðrastyrksnefnd Vesturlands mun í ár deila peningum út til skjólstæðinga sinna í formi úttektarkorta í Bónus. Húshitun snarhækkar Íbúar á svokölluðum „köldum“ svæðum horfa fram til þess að rík- isvaldið lækki verulega niður- greiðslu á raforku til húshitunar. Þá er að leita leiða til að hita hús- in með öðrum hætti en með raf- magni, eða draga í það minnsta úr raforkukaupum. Í Skessuhorni í dag er opnuumfjöllun þar sem m.a. er rætt við Kristinn Jónasson bæjar- stjóra Snæfellsbæjar. Hann er jafn- framt formaður Samtaka sveitarfé- laga á köldum svæðum. Íbúar Snæ- fellsbæjar hafa öðlast áhugaverða reynslu af notkun varmadælna til að vinna húshita úr bergi, sjó, lofti og vatni og þannig sparað stórar fjár- hæðir í kaupum á rafmagni. Einn- ig er talað við Árna Kópsson bor- mann sem hefur áralanga reynslu af leit að heitu vatni. mm

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.