Skessuhorn - 20.11.2013, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
„Við komum því til skila –
eitthvað áleiðis“
Leiðari
Póstþjónusta í dreifbýli er viðkvæmt mál enda hefur verið sótt að þess-
um sjálfsögðu mannréttindum að fá sendan póst, óháð búsetu. Nú virð-
ist sem yfirlýst markmið stjórnvalda sé að skerða þessa þjónustu enn frek-
ar í skjóli hagræðingar og arðsemiskröfu til Íslandspósts, svo vitlaus sem
sú krafa nú er. Dreifbýlingar, þessi sífellt smækkandi hópur Íslendinga
sem hlutfall af heilli þjóð, virðast í sífellt fleira tilliti eiga í vök að verj-
ast og nægir að nefna sem dæmi minni niðurgreiðslu húshitunarkostnað-
ar á köldum svæðum, eins og við fjöllum um í Skessuhorni þessa vikuna.
Sökum þess að almennum bréfasendingum hefur fækkað á liðnum árum
í takt við aukin tölvusamskipti, telur ríkisfyrirtækið Íslandspóstur of dýrt
að þjóna með sama hætti íbúa í dreifðum byggðum þessa lands og íbúa
í þéttbýli. Allt skal því gert, hvort sem tautar eða raular, til að draga úr
þjónustu í skjóli hagræðingar. Rótfastir póstkassar heim við bæi og ná-
grenni þeirra eru nú rifnir upp með rótum og með fulltingi starfsmanna
ríkisfyrirtækisins Vegagerðarinnar er þeim nú þessa dagana plantað sem
allra lengst frá íbúðarhúsum í sveitum, helst úr sjónmáli, jafnvel mörg-
um kílómetrum frá mannabyggð. Með tilstuðlan enn einnar ríkisstofnun-
arinnar, sem heitir Póst- og fjarskiptastofnun, eru löglærðir menn í inn-
anríkisráðuneytinu látnir semja reglugerð sem nú liggur að því er virðist
fullmótuð merkt „Drög“ á vef ráðuneytisins. Reglugerð þessi heitir „Um
breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu númer
364/2003.“ Einungis virðist vanta staðfestingu ráðherra.
En víkjum að hinni væntanlegu reglugerð. Þar kennir ýmissa grasa, svo
sem: „Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur
eða meiri miðað við samskonar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa
heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag.“ Þetta kýs
ég að túlka með þeim hætti að daginn eftir að reglugerðin verður undir-
rituð af ráðherra, muni póstdreifingardögum í dreifbýli fækka um helm-
ing frá því sem nú er. Þá segir í 16. grein þessarar væntanlegu reglugerð-
ar að í þéttbýli skuli bréfakassi (póstlúga) vera við eða í húsi. Þéttbýli er
skilgreint þar sem 200 eða fleiri búa og að hámarki 200 metrar eru á milli
húsa. Þegar kemur að reglum um dreifbýli hveður hins vegar við allt ann-
an tón um staðsetningu póstkassa. Þar þarf engar bréfalúgur, þar skulu
íbúar ræsa bíl og aka jafnvel marga kílómetra eftir póstinum sínum. Póst-
kassar skulu nú vera á vegamótum afleggjara ef þeir eru allt að 500 metra
langir. Ef afleggjari er lengri og tvö hús eða færri eru á tveggja kílómetra
afleggjerum tengi- eða stofnvegar, þá mega póstkassarnir bara vera þar
sem póstinum sýnist, þ.e. enn lengra og jafnvel í næstu sveit ef því er að
skipta. Er nema eðlilegt að íbúar í sveitum landsins séu forviða? Hvar
er samræmið í þjónustu við íbúa þéttbýlis og dreifbýlis? Til hvers erum
við með alla þessa alþingismenn sem fulltrúa landsbyggðarinnar, ef þeir
stöðva ekki svona endemis vitleysu?
Það er alveg ljóst að næstu daga stendur til að innanríkisráðherra skrifi
undir reglugerðina sem ég hef hér nefnt. Það mun beinlínis skerða sjálf-
sögð réttindi fólks í sveitum. Íslandspóstur er hins vegar fyrir löngu far-
inn að vinna eftir þessum breytingum og færsla póskassa með valdi, gegn
vilja íbúa, er fyrir löngu hafin án þess að nokkrar heimildir hafi verið til
þess. Það gefur hins vegar auga leið að ekkert öryggi er lengur falið í því
að senda póst og verðmætar sendingar út á land með pósti. Í ljósi þess
að hið ágæta fyrirtæki Íslandspóstur hefur slegið um sig með slagorðum
á borð við: „Við komum því til skila,“ þá er vinsamleg ábending til slag-
orðahöfunda þess ágæta fyrirtækið að því verði hér eftir breytt í: „Við
komum því til skila - eitthvað áleiðis.“
Magnús Magnússon.
Samkvæmt frumvarpi að fjárhags-
áætlun fyrir Hvalfjarðarsveit, sem
lagt var fram til fyrri umræðu á fundi
sveitarstjórnar sl. þriðjudag, er gert
ráð fyrir 205 milljónum til fram-
kvæmda á næsta ári. Langstærsta
framkvæmdin er ljósleiðaravæðing í
sveitarfélaginu, en framkvæmdir við
það verkefni eru nýlega hafnar. Á
þessu ári er gert ráð fyrir 130 millj-
ónum til verkefnisins en á næsta ári
165 milljónum. Áætlunin gerir ráð
fyrir að lagningu ljósleiðarans ljúki
eigi síðar en 15. júní næsta sumar. Til
framkvæmda í Melahverfi II er áætlað
að verja 15 milljónum á næsta ári. Til
hitaveituvæðingar í sveitarfélaginu er
áætlað að verja einnig 15 milljónum
króna og til hitaveitu Hlíðarbæjar 10
milljónum. Í fjárhagsáætluninni er
gert ráð fyrir 190 milljónum í eigin
fjármögnun til verkefnanna. Einnig
gerir frumvarpið ráð fyrir 180 millj-
óna lántöku. Í áætluninni er gert ráð
fyrir 3,5% kostnaðarhækkunum á
næsta ári. Rekstrarafgangur A- og
B-hluta fjárhagsáætlunar er áætlað-
ur 27,5 milljónir. Við gerð fjárhags-
áætlunarinnar var m.a. stuðst við þær
upplýsingar sem fram komu á fjár-
málaráðstefnu sveitarfélaganna síð-
asta haust.
þá/ Ljósm. áþ.
Síðar í þessari viku kemur út rit-
ið „Hér heilsast skipin“ eftir Guð-
jón Friðriksson sagnfræðing. Bók-
in kemur út hjá Uppheimum í
samstarfi við Faxaflóahafnir. Hér
er mikið rit að vöxtum að ræða, í
tveimur bindum saman í öskju og
ríkulega myndskreytt. Eftirfarandi
er kynningartexti um verkið:
„Hér birtist í tveimur bind-
um saga Faxaflóahafna. Til þeirra
teljast Reykjavíkurhöfn, Akranes-
höfn, Borgarneshöfn og Grundar-
tangahöfn. Ritunin nær ennfrem-
ur til sögu helstu hafna á svæð-
inu allt frá upphafi Íslandsbyggð-
ar. Þar má nefna Hvítárvelli í Borg-
arfirði, hafnir í Hvalfirði, Straum-
fjörð á Mýrum og Þerneyjarsund.
Saga hafnanna er verðugt viðfangs-
efni sem varðar sjálfar undirstöður
samfélagsgerðarinnar og hvernig
hafnir og starfsemin við þær mót-
uðu bæjarfélögin. Í þessu verki ger-
ir höfundurinn þessari merku sögu
skil með þeim hætti sem hann hefur
getið sér frægðar fyrir í fyrri verk-
um.“
Þá segir að tilefni söguritunar-
innar sé að hundrað ár eru liðin frá
því að hin mikla hafnargerð hófst
í Reykjavík. Hún var á þeim tíma
umsvifamesta og fjárfrekasta fram-
kvæmd Íslandssögunnar. Frá því
að hafnargerðinni lauk 1917 hef-
ur hún verið lífæð höfuðborgarinn-
ar og líklega átt stærstan þátt í því
mikla forskoti sem Reykjavík náði
umfram aðra kaupstaði á landinu á
flestum sviðum. Hafnir og hafna-
svæði hafa um langan tíma ver-
ið burðarásinn í atvinnulífi flestra
þéttbýlisstaða á Íslandi, grundvöll-
ur fiskveiða, viðskipta, iðnaðar og
samgangna. Saga hafna og starf-
semi þeim tengdri er því órjúfandi
þáttur í lífi og sögu eyþjóðar.
mm
Tillögu um sameiningu Garða-
prestakalls á Akranesi og Saurbæj-
arprestakalls í Hvalfjarðarsveit var
vísað frá á Kirkjuþingi sl. mánudag.
Þegar Agnes Sigurðardóttir biskup
mælti fyrir tillögunni sagðist hún
hafa skipt um skoðun og styddi því
ekki eigin tillögu. Hún féllist á þau
rök gegn sameiningunni sem fram
komu frá báðum sóknum. Á fund-
um í sóknunum var lýst andstöðu
við sameininguna, í henni fælist
enginn sparnaður eða hagræðing
og ná mætti þeim markmiðum fram
með öðrum hætti. Í bréfum úr hér-
aði sem biskup vitnaði til kom fram
að fólk í báðum sóknum gat ekki
sætt sig við að sóknarprestur þeirri
flytti sig um set. þá
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var
til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl.
fimmtudag. Páll S. Brynjarsson
sveitarstjóri segir að áætlunin ein-
kennist af vilja sveitarstjórnar til að
halda rekstrinum í jafnvægi og lækka
skuldir. Áætlað er að veltufjármun-
ir verði 215 milljónir, varið verði til
afborgunar skulda 225 milljónum
og nýjar lántökur verði 70 milljónir.
Skuldaviðmið þegar búið verður að
reikna inn fjárfestingar vegna dval-
arheimilis verði komið niður fyr-
ir 130% í árslok 2014. Gert er ráð
fyrir fjögurra milljóna tekjuafgangi í
fjárhagsáætluninni.
Áætlað er að varið verði til fram-
kvæmda 130 milljónum króna á
næsta ári. Páll sveitarstjóri segir að
fjárfestingaráætlun muni fá frek-
ari umfjöllun milli umræðna. Í um-
ræðunni um fjárhagsáætlun opnaði
Björn Bjarki Þorsteinsson formað-
ur byggðarráðs og fræðslunefnd-
ar á þann möguleika að byggja við
grunnskólann. Í framhaldinu lagði
minnihluti bæjarstjórnar fram til-
lögu um að hafinn yrði undirbún-
ingur viðbyggingar sem myndi inni-
halda fjölnota sal, vinnurými kenn-
ara, tómstundaskóla og endur-
bætta verkgreinaaðstöðu. Í greinar-
gerð með tillögunni segir að núver-
andi skólahúsnæði sé hvorki matsal-
ur né fjölnota salur og hafi því þurft
að leita út fyrir skólann með skóla-
mötuneyti og til að halda ýmsa við-
burði eins og skólasetningu, skóla-
slit, árshátíð skólans o.fl. „Húsnæði
tómstundaskólans er orðið of lítið til
að sinna öllum þeim fjölda nemenda
sem nýta sér þá þjónustu sem þar er
í boði og er nauðsynlegt að bregðast
við þeirri stöðu sem allra fyrst,“ seg-
ir í bókun minnihlutans. þá
Hér heilsast skipin heitir
væntanleg bók um hafnir
Svipmynd frá Borgarneshöfn.
Hætt við sameiningu Garða-
og Saurbæjarprestakalls
Jafnvægi og skuldalækkun í
fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Áætlaðar framkvæmdir fyrir 205 milljónir í
Hvalfjarðarsveit á næsta ári