Skessuhorn - 20.11.2013, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Umferðaróhöpp
rakin til hálku
AKRANES: Þrjú umferðaró-
höpp urðu í hálkunni sem myndað-
ist um helgina á Akranesi og í ná-
grenni bæjarins. Óhapp var tilkynnt
til lögreglu á sunnudag þar sem bif-
reið rann út af Akrafjallsvegi. Eng-
in meiðsli urðu á fólki og bifreið-
in óskemmd eftir atvikið. Þá missti
ökumaður stjórn á bifreið sinni í
hálku á Vesturlandsvegi við Kúlu-
dalsá. Fór bifreiðin út af vegin-
um og valt heilan hring. Ökumað-
ur slapp með minniháttar meiðsli
en var fluttur á sjúkrahús til skoð-
unar. Bifreiðin var mikið skemmd
og var flutt af vettvangi með drátt-
arbifreið. Einn árekstur var innan-
bæjar á Akranesi skömmu síðar, á
gatnamótum Stillholts og Vestur-
götu. Engin slys urðu á fólki en ein-
hverjar skemmdir urðu á bifreið-
unum. Einn ökumaður var hand-
tekinn um helgina grunaður um
ölvun við akstur á Skagabraut. Var
ökumanni, sem var töluvert ölvað-
ur, sleppt að lokinni blóðtöku og
yfirheyrslu. Þá var annar ökumað-
ur stöðvaður á óskráðri og númers-
lausri bifreið í vikunni þar sem hann
ók um götur Akraness. Við nánari
skoðun reyndist ökumaðurinn vera
sviptur ökuréttindum og bifreiðin
að auki ótryggð.
–þá
Unnið að skipu-
lagi grænna svæði
AKRANES: Á fundi skipu-
lags- og umhverfisnefndar Akra-
ness sl. mánudag var meðal dags-
árleiða heildarskipulag grænna
svæða á Akranesi. Íris Reynisdótt-
ir garðyrkjustjóri kynnti verkefnið.
Nefndin fagnaði því að þessi vinna
væri farin af stað, þar sem hún muni
nýtast vel í skipulagsvinnu til fram-
tíðar. Á sama fundi var rætt um nýtt
deiliskipulag Akurshóls, Akursbraut
5. Fram kom að álit þeirra sem
um feril skipulagsins hafi fjallað að
málsmeðferð sé með fullnægjandi
hætti með tilliti til laga og reglu-
gerða þar að lútandi. Engar athuga-
semdir bárust vegna tillögunnar. Í
bókun frá umræddum fundi skipu-
lags- og umhverfisnefndar segir að
í ljósi umræðna á fundinum verði
skoðað hvernig hægt væri að gera
íbúa almennt virkari í skipulagsmál-
um. –þá
Lýsa áhyggjum
vegna lögreglumála
BORGARBYGGÐ: Sveitarstjórn
Borgarbyggðar lýsti miklum áhyggj-
um varðandi stöðu löggæslumála í
Borgarfirði og Dölum á fundi sín-
um sl. fimmtudag. Sveitarstjórnin
lagði fram bókun á fundinum þar
sem segir að lögregluembættið hafi
búið við fjársvelti mörg undanfar-
in ár og staðan sé algjörlega óásætt-
anleg. Greinilegt væri þegar born-
ar eru saman fjárveitingar til emb-
ættisins við fjárveitingar til annarra
svæða að ekki sé rétt gefið. „Þeg-
ar horft er á Vesturland þá spann-
ar umdæmi lögreglunnar í Borgar-
firði og Dölum um 80% af lands-
hlutanum. Þegar skoðaður er mála-
fjöldi undanfarin ár er greinilegt að
mannfæð og samdráttur er farinn
að valda því að dregið hefur veru-
lega úr eftirliti og fyrirbyggjandi að-
gerðum. Þessi staða er algerlega óá-
sættanleg, bæði fyrir þau samfélög
sem um ræðir í Borgarfirði og Döl-
um, sem og það góða fólk sem við
löggæslu starfar á svæðinu. Sveitar-
stjórn Borgarbyggðar skorar á fjár-
veitingarvaldið að bæta úr þann-
ig að þessi staða valdi ekki frekari
skaða,“ segir í bókuninni sem öll
sveitarstjórnin stendur að. –þá
Klemmdist á
höfði
LBD: Lögreglunni í Borgarfirði og
Dölum barst í vikunni tilkynning
um vinnuslys í álverinu á Grundar-
tanga. Þar klemmdist starfsmaður á
höfði en slapp án teljandi meiðsla frá
óhappinu. Ein aðstoðarbeiðni barst
vegna ófærðar. Þar var um að ræða
hollenska ferðamenn á Hummer
jeppa sem sátu fastir á Arnarvatns-
heiðarvegi. Tilkynnt var um sjö um-
ferðaróhöpp í vikunni og urðu lítils-
háttar meiðsli á fólki í einu óhapp-
inu. Þá var einn ökumaður stöðvað-
ur í vikunni vegna gruns um akstur
undir áhrifum fíkniefna.
–þá
Hagur Orkuveit-
unnar vænkast
OR: „Sparnaður í rekstri Orkuveitu
Reykjavíkur skilar fyrirtækinu stöð-
ugt batnandi afkomu,“ segir í til-
kynningu frá fyrirtækinu. „Raun-
kostnaður við reksturinn hefur
lækkað um 1,6 milljarð króna frá
árinu 2009 og í krónum talið nán-
ast staðið í stað. Rekstrarhagnaður
fyrir fjármagnsliði (EBIT) fyrstu níu
mánuði ársins 2013 nam 12,8 millj-
örðum króna en var 11,0 milljarð-
ar á sama tímabili 2012. Tekist hefur
að greiða niður vaxtaberandi skuld-
ir um 24,1 milljarð á árinu og „Plan-
ið“ frá 2011 skilar mun betri sjóðs-
stöðu en áætlað var.“ Árshlutaupp-
gjör samstæðu Orkuveitu Reykja-
víkur var samþykkt af stjórn fyr-
ir helgina. Hægt er að lesa um árs-
hlutauppgjörið á vef OR. –mm
Rannsaka hús-
bruna
ÓLAFSVÍK: Lögreglan á Snæ-
fellsnesi er með mál til rannsókn-
ar vegna bruna í heimahúsi. Brun-
inn varð um klukkan 06:00 aðfarar-
nótt sunnudagsins 10.11 sl. í húsi við
Ólafsbraut 62 í Ólafsvík. Lögreglan
óskar eftir að þeir sem hafi upplýs-
ingar sem gæti komið að notum við
rannsóknina hafi samband í síma
430-4146.
–af
Um hálft hundrað gesta mætti á
fræðslufund Ferguson félagsins
sem haldinn var í félagsheimilinu
Miðgarði í Hvalfjarðarsveit sl. mið-
vikudagskvöld. Þegar komið var að
félagsheimilinu mætti gestum tvær
dráttarvélar við innganginn; Fergu-
son TEF (díselvél) og MF 240,
báðar listavel uppgerðar. Gránann
á Magnús Ingimarsson og var vélin
sýnd á Ferguson-Hvanneyrarhátíð-
inni um árið og þótti bera af öðrum
vélum þar. Hin vélin er eign Ingi-
mars Magnússonar, föður Magnús-
ar. Þess má geta að Ferguson skúff-
una aftan á TEF-vélinni smíðaði
Ingimar sjálfur.
Að lokinni kynningu á Ferguson-
félaginu rakti Bjarni Guðmundsson
á Hvanneyri nokkra helstu þætti
íslenskrar dráttarvélasögu með
áherslu á Akranestraktorinn og
Þúfnabanann sem hvor á sinn hátt
tengdust þeim landshluta sem fund-
urinn var haldinn í. Báðar vélarnar
fá ítarlega umfjöllun í nýjustu bók
Bjarna „Frá hestum til hestafla.“ Þá
fjallar bókin hans Bjarna um land-
búnaðarjeppana en í máli höfundar
kom fram að notkun jeppa í land-
búnaði hafi sennilega verið hvað
mest hér á landi. Bjarni áritaði loks
og seldi bækur sínar þeim er vildu
og áritaði auk þess Ferguson og
Farmal bækurnar sem menn áttu
fyrir og komu með. Sjö bættust við
félagatal Fergusonfélagsins og fóru
félagar því yfir 200.
Sjá nánar myndir á heimsasíðu
félagsins: www.ferguson-felagid.
com mm
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar sl. fimmtudag var kos-
ið í nýja Umhverfis-, skipulags-
og landbúnaðarnefnd. Samkvæmt
nýrri samþykkt um stjórn Borgar-
byggðar verður breyting á nefnd-
um. Tómstundanefnd, umhverfis-
og skipulagsnefnd, landbúnaðar-
nefnd og Borgarfjarðarstofa hætta
störfum og verkefni þeirra flytjast
yfir til annarra nefnda.
Í nýrri umhverfis-, skipulags-
og landbúnaðarnefnd sitja sem að-
almenn: Ingibjörg Daníelsdóttir
formaður, Sigurður Guðmunds-
son varaformaður, Jónína Erna
Arnardóttir, Kolbeinn Magnús-
son og Þór Þorsteinsson. Ekki
verða breytingar á skipan annarra
nefnda. Þá var einnig samþykkt
breyting á skipan byggðarráðs frá
og með 1. janúar 2014 en þá tekur
Jóhannes F. Stefánsson sæti Geir-
laugar Jóhannsdóttur í byggðar-
ráði en Geirlaug verður varamað-
ur í ráðinu.
mm
Áhugasamir Ferguson
unnendur komu saman
Stokkað upp í nefndaskipan í Borgarbyggð
Á móti gestum í Miðgarði tóku tvær listavel upp gerðar vélar í eigu feðganna
Magnúsar Ingimarssonar og Ingimars Magnússonar.
Bjarni Guðmundsson fer yfir söguna.