Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Page 8

Skessuhorn - 20.11.2013, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Dóra og Rúnar óstöðvandi BORGARFJ: Briddsspilarar úr Borgarfirði og nærsveitum hitt- ust þriðja sinni í Logalandi að kveldi 18. nóvember sl. Tilefn- ið var jú keppnin um besta tví- menningsparið 2013. Dóra og Rúnar eru óstöðvandi þessa dagana og skoruðu 231 stig eða 60%. Spurning hvort menn ættu ekki að fá spilagjaldið end- urgreitt ef þeim tekst að taka stig af hjónunum? Flemming og Sveinn fundu sig vel þetta kvöld og urðu í 2. sæti með 218 stig, þriðju urðu svo Skaga- mennirnir Karvel og Magnús Heiðarr með 216 stig. Í heild- arkeppninni eru Rúnar og Dóra komin með þægilegt forskot, 701,7 stig, Sveinbjörn og Lárus eru með 664 stig og bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn hafa halað inn 637 stigum. –ij Opið hús á föstudaginn AKRANES: Starfsbraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi verður með opið hús föstu- daginn 22. nóvember frá klukkan 9:30 til 13:30. Til sölu verða ýms- ir munir sem nemendur starfs- brautar hafa búið til. Kaffi og vöfflur í boði gegn vægu gjaldi. Allir eru velkomnir segir í frétta- tilkynningu frá nemendum og starfsfólk starfsbrautar FVA. –mm Staðfestu samruna og kaup RVK: Hluthafafundur í HB Granda hf., sem haldinn var 12. nóvember sl., staðfesti samruna Laugafisks ehf. við félagið sam- kvæmt samrunaáætlun félaganna frá því í ágúst á þessu ári. Sam- runinn miðast við 1. júlí 2013 og tekur HB Grandi hf. við öll- um rekstri, eignum og skuldum, réttindum og skyldum félagsins í samræmi við samrunaáætlun. Til að mæta samruna félaganna verð- ur hlutafé HB Granda aukið um 15,6 milljónir króna og er skipti- hlutfall hlutabréfanna 16 þann- ig að hver hluthafi í Laugafiski ehf. fær einn hlut í HB Granda hf. fyrir 16 hluti í Laugafiski ehf. Þá var á sama fundi samþykkt að hækka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna á síðasta sölu- gengi First North, sem var 16,2. Verður hinu nýja hlutafé öllu var- ið til að kaupa alla hluti í Vigni G. Jónssyni hf. á Akranesi. Hluthafar Vignis G. Jónssonar hf. geta einir skrifað sig fyrir hinum nýju hlut- um. Þannig fylgir forgangsrétt- ur hluthafa HB Granda hf. ekki þeirri hækkun hlutafjár. –mm Fluttu fjölda erinda STYKKISH: Dagana 8. og 9. nóvember sl. hélt Líffræðifélag Íslands yfirlitsráðstefnu um ís- lenskar líffræðirannsóknir en síð- ast var slík ráðstefna haldin 2011. Náttúrustofa Vesturlands var nú með fleiri framlög á slíkri ráð- stefnu en nokkru sinni fyrr, eða tíu talsins, ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðrar stofn- anir. Starfsmenn Náttúrustof- unnar fluttu fjögur erindi og voru meðhöfundar að þremur til við- bótar og voru auk þess á með- al höfunda þriggja veggspjalda sem kynnt voru á ráðstefnunni. Sjá nánar á vef Náttúrustofunn- ar; www.nsv.is –mm Atvinnuleysi eykst milli mánaða LANDIÐ: Skráð atvinnuleysi í land- inu í októbermánuði var 3,9% og jókst um 0,1 prósentustig frá septem- ber. Atvinnuleysi jókst meira á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu í október. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 17 á höfuðborgar- svæðinu en fjölgaði um 125 að með- altali á landsbyggðinni. Atvinnuleysi á landsbyggðinni var að meðaltali 3% og á höfuðborgarsvæðinu 4,4%. Minnst var atvinnuleysið á Vestfjörð- um 2;1% og mest á Suðurnesjum 5,7%. Atvinnuleysi á Vesturlandi í október var 2,4% og hafði aukist um 0,3 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt mánaðalegu yfir- liti Vinnumálastofnunar um atvinnu- ástandið voru að meðaltali skráð- ir 6.233 atvinnulausir í október og fjölgaði um 108 að meðaltali frá sept- ember. Í október fjölgaði körlum um 112 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum fækkaði um fjórar. Var at- vinnuleysið 3,3% meðal karla og 4,6% meðal kvenna. Skráð atvinnu- leysi að meðaltali frá janúar til októ- ber 2013 var 4,5%. –þá Breytingar á fjölda og varpárangri ritu STYKKISH: Náttúrustofa Vestur- lands og Rannsóknasetur Háskóla Ís- lands á Snæfellsnesi vöktuðu fjölda hreiðra og varpárangur hjá ritu í Hvítabjarnarey við Stykkishólm frá 2008-2013 og í björgunum á utan- verðu Snæfellsnesi frá 2011-2013. Fjöldi hreiðra ritunnar á þessum rannsóknartímabilum náði hámarki í Hvítabjarnarey og á utanverðu Snæ- fellsnesi árið 2012. Hann var lægst- ur árið 2011. Varpárangur var mun betri í Hvítabjarnarey en á utanverðu Snæfellsnesi. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru kynntar á Líffræði- ráðstefnunni sem haldin var í Reykja- vík dagana 8. og 9. nóvember. –mþh Aflatölur fyrir Vesturland 9. - 15. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 23.400 kg. Mestur afli: Signý HU: 11.937 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 44.034 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 11.554 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 508.233 kg. Mestur afli: Vilhelm Þorsteinsson EA 260.209 kg í einni löndun. Ólafsvík 13 bátar. Heildarlöndun: 208.436 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 39.801 kg í fjórum löndunum. Rif 8 bátar. Heildarlöndun: 105.518 kg. Mestur afli: Esjar SH: 19.656 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 16.490 kg. Mestur afli: Fjóla SH 4.448: 4.448 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Vilhelm Þorsteinsson EA – GRU: 260.209 kg 14. nóv. 2. Hringur SH – GRU: 55.786 kg. 14. nóv. 3. Grundfirðingur SH – GRU: 46.024 kg. 11. nóv. 4. Helgi SH – GRU: 43.358 kg. 11. nóv. 5. Farsæll SH – GRU: 42.987 kg. 11. nóv. -mþh Vegna mikillar eftirspurnar eft- ir Jóla-Steðja, þá hefur Brugg- hús Steðja í Borgarfirði fjárfest í flutningstæki og ráðið starfskraft til að annast dreifingu á jólabjórn- um. „Viðkomandi dreifingaraðili er mjög glaðlyndur og hvers manns hugljúfi sem tekur öllum fagnandi,“ segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. Hér sést hann fara með fyrstu sendinguna frá Brugghúsinu. Með þessu hefur Brugghús Steðja tek- ið fyrsta skref til umhverfisvænnar dreifingar. mm Síðastliðinn laugardag var olíu dælt af tönkum flutningaskipsins Fernöndu þar sem það var bund- ið við bryggju á Grundartanga. Á sunnudaginn voru landfest- ar skipsins svo leystar og þar með hófst hinsta ferð þess. Dráttarbát- urinn Magni dró skipið til Helgu- víkur þar sem Hringrás mun ann- ast niðurrif þess. Á vef Faxaflóa- hafna segir að ýmislegt hafi komið upp á í ferlinu frá bruna til förgun- ar skipsins og eitt og annað þurfi að skoða í ljósi reynslunnar. „Aðal- atriði málsins er þó að Landhelgis- gæslan stóð sem fyrr frábærlega að björgun áhafnar skipsins og gerði hvað hægt var til að draga úr lík- um á að bruninn skapaði hættu á mengun.“ mm/ Ljósm. Faxafloahafnir.is „Vegna vegaframkvæmda og ógæti- legs aksturs ökumanna um merkt vinnusvæði á Kjalarnesi við Móa í síðustu viku, voru fastar hraðamynda- vélar á svæðinu virkj- aðar og mynda nú þá ökumenn sem aka hraðar en leyfileg- ur hámarkshraði seg- ir til um meðan fram- kvæmdir standa yfir. Leyfilegur hámarks- hraði er 50 km/klst,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Skessuhorni hefur borist staðfest- ing á að fjölmargir ökumenn hafi feng- ið myndavélarblossa á sig þegar þeir hafa ekið um Kjalarnes að undanförnu þegar þeir hafa ekið um vinnusvæð- ið við Móa á hraða sem er jafnvel töluvert yfir ríkjandi hámarkshraða. Slík hraðasekt getur verið verulega íþyngjandi sé ekið langt yfir leyfileg mörk, eins og þau eru kynnt á skilt- um við veginn núna. „Vélarnar voru virkjaðar á mánu- dag í liðinni viku og sýna því mið- ur að ökumenn virða ekki nægjan- lega hraðamerkingar á vinnusvæð- um né heldur rétt starfsmanna á svæð- inu til öryggis. Töl- ur sýna að á hverri mínútu að meðal- tali er ekið of hratt í gegnum vinnusvæð- ið. Lögreglan vill því nota tækifærið til að hvetja ökumenn til að gæta eigin örygg- is og annarra með því að fylgja þeim merk- ingum sem við vinnu- svæði eru og ekki síð- ur ítreka að þeir öku- menn sem ekki virða gildandi hámarks- hraða á Vesturlandsvegi á Kjalar- nesi mega eiga von á sektum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. mm Á fundi miðstjórnar Alþýðusam- bands Íslands í síðustu viku voru tillögur hagræðingarhóps ríkis- stjórnarinnar ræddar og var þungt hljóð í mönnum. Miðstjórninni þykir það skjóta skökku við að á meðan ríkisstjórnin ræðir við for- ystu verkalýðshreyfingarinnar um sátt og samstarf á vinnumarkaði sé nefnd á vegum þeirrar sömu rík- isstjórnar að vinna að breyting- um á kjarnaþáttum á vinnumark- aði. Sumar tilagnanna eru m.a.s. komnar í farveg innan ráðuneyt- anna. „Þó ASÍ telji tækifæri til að breyta ýmsu í stofnanaumgjörð vinnumarkaðarins þá er hér of langt gengið. Tillögur hópsins um breytingar á skipulagi lykilstofnana vinnumarkaðarins á borð við Fæð- ingarorlofssjóð, Vinnumálastofn- un og Vinnueftirlit, hugmynd- ir um breytingar á framlögum til jöfnunar lífeyrisréttinda, réttinda þeirra sem missa vinnuna til at- vinnuleysisbóta eða á fyrirkomu- lagi starfsendurhæfingar gengur þvert á vilja verkalýðshreyfingar- innar og er ekki gæfulegt innlegg í þær kjaraviðræður sem fara í hönd. Miðstjórn ASÍ krefst þess að ekki verði hróflað við þessum kjarna- þáttum vinnumarkaðarins án sam- ráðs,“ segir í tilkynningu frá sam- tökunum. mm Brugghús Steðja hefur ráðið nýjan dreifingaraðila Fernanda verður rifin í Helguvík Tillögur hagræðingahópsins féllu í grýttan jarðveg í miðstjórn ASÍ Margir hafa fengið óumbeðna mynd í fjölskyldualbúmið

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.