Skessuhorn - 20.11.2013, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013
Fyrr á þessu ári stóð SAFT fyrir
gerð könnunar á netnotkun barna
og unglinga hér á landi. Markmið
könnunarinnar var að afla upplýs-
inga um notkun barna og unglinga
á netinu og nýta í kjölfarið þær
upplýsingar til vitundarvakningar
um möguleika netsins og örugga
netnotkun barna og unglinga.
„Fáðu já!“ er 20 mínútna stutt-
mynd sem ætlað er að skýra mörk-
in milli kynlífs og ofbeldis, vega
upp á móti áhrifum klámvæðingar,
brjóta ranghugmyndir á bak aftur
og innræta sjálfsvirðingu í nánum
samskiptum. Myndin var gerð með
aldurshópinn 15 – 18 ára í huga og
leikstýrt af Páli Óskari Hjálmtýs-
syni. Hún var frumsýnd í janú-
ar á þessu ári í velflestum grunn-
og framhaldsskólum landsins. Í
SAFT könnuninni voru 10. bekk-
ingar beðnir um að meta mynd-
ina Fáðu Já! auk þess sem reynt var
að leggja mat á áhrifamátt hennar
með nokkrum spurningum.
Nú hefur SAFT kynnt helstu
niðurstöður könnunar um áhrif
myndarinnar. Þar kemur m.a. fram
að fleiri strákar en stelpur héldu
að það yrði auðveldara en áður
að tala um kynlíf. Tæplega 95%
barna í 10. bekk höfðu séð Fáðu
já! myndina og fannst miklum
meirihluta þeirra sem höfðu séð
hana hún vera áhugaverð. Tæp-
lega 66% þeirra barna sem séð
höfðu myndina fannst þau skilja
betur muninn á kynlífi í raun-
veruleikanum og kynlífi sem sýnt
er í kvikmyndum og klámi. Rúm-
lega 26% fannst þau skilja þenn-
an mun mikið betur og tæplega
40% nokkuð betur en áður en þau
sáu myndina. Sléttum 34% fannst
myndin ekki breyta neinu þar um.
Rúmlega 70% þeirra barna sem
séð höfðu myndina, fannst þau
skilja betur hvað það þýðir að fá
samþykki fyrir kynlífi eftir að hafa
séð myndina. Um 24% finnst þau
skilja það mikið betur og tæplega
47% nokkuð betur. Tæplega þrír
af hverjum tíu fannst myndin ekki
breyta neinu varðandi skilning
þeirra á þessu.
Börnin voru að lokum spurð
hvort þau héldu að það yrði auð-
veldara eða erfiðara en áður að tala
um kynlíf við aðra eftir að þau sáu
myndina. Rúm 44% héldu að það
yrði auðveldara en áður að tala um
kynlíf við þann sem þau langar að
stunda kynlíf með, en 55% héldu
að Fáðu já! breytti engu þar um.
Fleiri strákar en stelpur héldu að
það yrði auðveldara en áður að tala
um kynlíf við þann sem þá langar
að stunda kynlíf með eftir að þeir
sáu myndina. Tæplega 24% héldu
að það yrði auðveldara en áður
að tala um kynlíf við kennara og
naumlega 75% að myndin myndi
ekki breyta neinu þar um. Slétt
19% héldu að það yrði auðveldara
en áður að tala um kynlíf við for-
eldra sína en ríflega 79% töldu að
myndin myndi ekki breyta neinu
hvað það snertir. mm
Hrútaskráin fyrir árið
2013 til 2014 hef-
ur nú verið birt á vef
Ráðgjafarmiðstöðv-
ar landbúnaðarins. Í
þessu mest lesna riti
á landsbyggðinni
er að finna upplýs-
ingar um 47 hrúta,
þrjátíu hyrnda,
þrettán kollótta,
einn feldfjárhrút,
einn ferhyrndan
hrút og tvo for-
ystuhrúta. Auk
þessa er að finna
í skránni yfirlit
um afkvæmarann-
sóknir á vegum sauðfjársæð-
ingastöðvanna
í haust og
grein um stór-
virka frjósem-
iserfðavísa og
nýtingu þeirra.
Prentuð út-
gáfa skrárinnar
er svo væntan-
leg síðar í þess-
ari viku. Verð-
ur henni dreift á
hrútakynningar-
fundum búnaðar-
sambandanna um
land allt en fund-
irnir verða haldn-
ir dagana 20.-27.
nóvember. mm
www.appaman.web.is
Bæjarlind 6 • 201 Kópavogi
Sími 519 7561
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Úlpudagar
14.-28. nóv.
20% afsláttur af
öllum dúnúlpum
Hrútaskráin komin út
Áhrif sýningar stuttmyndar um
kynlíf mæld hjá tíundu bekkingum
Myndbrot úr Fáðu já!
Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is
Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa
samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að
fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum
landsins í formi fyrirlestra og námkskeiðs sem nefnist
Verndarar barna.
Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna
um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi
fyrirbyggja það.
3920
Börn sem sáu
brúðusýninguna
Krakkarnir í
hverfinu
6740
Hlutu fræðslu á
vegum Blátt
áfram árið 2012
1000
Unglingar fengu
lífsleiknifræðslu
950
Fullorðnir gerðust
Verndarar barna
870
Fullorðnir hlustuðu á
fyrirlestra um forvarnir
Verum upplýst
-verndum börnin okkar!