Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Side 18

Skessuhorn - 20.11.2013, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Mikið hefur verið talað um kreppu á Íslandi eftir bankahrun haustið 2008. Á fjórða tug síðustu aldar var líka kreppa. Þá bjó stór hluti lands- manna í sveitunum og verðið fyr- ir dilkaskrokkinn fór úr átján nið- ur í átta krónur. Reynir Guðbjarts- son fyrrum bónda á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum fæddist í þeirri kreppu árið 1934 og fann fyrir fá- tæktinni sem henni fylgdi fram á unglingsárin. Þegar Reynir rifjar upp bernskuárin er varla trúandi að svona hafi aðbúnaðurinn verið sem fólk þurfti að lifa við á fyrri hluta liðinnar aldar og jafnvel fram yfir það. En þó almenningur hafi ekki haft tækifæri til mennta á þessum tíma og búa sig á þann hátt betur undir lífið, þá lærði það eitt og það var að bjarga sér. Reynir kynntist ungri heimasætu á einu af kjarna- býlunum í sveitinni, Helgu Björgu Sigurðardóttur á Kjarlaksvöllum. Saman stofnuðu þau til búskap- ar og bjuggu síðan á Kjarlaksvöll- um alla sína búskapartíð. Þau voru samstíga í búskapnum eins og allt- af hefur verið nauðsynlegt til sveita á Íslandi. Reynir vann mikið með búinu og varð m.a. sjálfmennt- aður í vélaviðgerðum. Starfrækti hann verkstæði á Kjarlaksvöll- um um langt skeið og á annatím- um svo sem í heyskapnum að sumr- inu var oft lítið sofið þegar halda þurfti heyvinnutækjunum gangandi í sveitinni. Þau Reynir og Helga hafa þrjú síðustu árin haldið heim- ili á Akranesi að vetrinum en eru í sveitinni á sumrin. Á Kjarlaksvöll- um hafa tvö börn þeirra af fimm, Hugrún og Bjarki, búið um nokk- urt skeið með sínum fjölskyldum. Ólíku saman að jafna Það var hríðarmorguninn síðast- liðinn miðvikudag sem blaðamað- ur Skessuhorns kíkti við hjá þeim Reyni og Helgu þar sem þau búa í fjölbýlishúsinu að Stillholti 19 á Akranesi. Helga sat og prjónaði en Reynir sagðist reyna að slappa af og hafa það rólegt enda heilsan ekki verið upp á það besta síðustu árin. „Ég vildi alltaf láta verkin ganga hratt og vel og það eru mikil við- brigði núna að hafa lítið fyrir stafni. Ætli megi ekki segja að ég hafi stundum stressað mig á hlutnum en það þýðir ekki lengur,“ segir Reyn- ir. Í ljós kemur að ólíku er saman að jafna í uppvextinum hjá þeim Helgu og Reyni. Hún frá einu efn- aðasta heimilinu í sveitinni en hann ólst upp í mikilli fátækt. Reynir fæddist á Sælingsdal í Hvammssveit haustið 1934 en á fardögum næsta vor fluttu foreldrar hans Guðbjart- ur Jóhannsson og Karitas Hann- esdóttir að Belgsdal í Saurbæ. Þar voru þau mjög stutt, næst var flutt að Hvoli í sömu sveit. Þar voru þau í húsmennsku og bjuggu í húsi sem byrjað var að byggja sem prestsset- ur. Hætt var við það þegar komn- ir voru kjallaraveggir. Komið var þaki yfir veggina en byggingin hélt þó ekki vatni. „Þegar rigndi rann vatnið inn á gólfið undan brekk- unni sem húsið stóð við. Mamma átti stafi úr einni eða tveimur tunn- um. Þegar rigndi dreifði hún þeim um gólfið til að við börnin gætum stiklað á þeim. Ég hef samt grun um að oft höfum við stigið fram hjá og orðið blaut í fæturna,“ seg- ir Reynir og kímir þegar hann lýs- ir aðbúnaðinum á Hvoli. Reynir er næstelstur átta systkina. Hann seg- ir að það hafi verið stór stund hjá foreldrum sínum vorið 1940 þeg- ar þeir urðu sjálfstæðir ábúendur á jörðinni Miklagarði og keyptu hana nokkrum árum síðar. Þetta var þó skammgóður vermir því haustið eftir að flutt var í Miklagarð brann ofan af fjölskyldunni. Um það leyti kom fimmta barnið í heiminn. Ljós- móðurinni í sveitinni leist ekki bet- ur á aðbúnaðinn en svo að hún tók nýfædda barnið heim með sér. Byggðu skóla og heimavist Helga Björg Sigurðardóttir fædd- ist á Kjarlaksvöllum 11. mars 1938. Hún var eina barn foreldra sinna, Sigurðar Ólafssonar bónda og Júlí- önnu Eiríksdóttur kennara. „Það var gott bú heima en ekki stórt. Síðan munaði gríðarlega miklu um kennaralaunin hjá mömmu. Ég ólst því upp á efnuðu heimili á þess tíma mælikvarða. Fyrstu árin mömmu í kennarastarfinu var farskóli og kennt víða í sveitinni, auk heima og bæja í nágrenninu í Ólafsdal og í Innri-Fagradal og á Fossi. Svo tóku foreldrar mínir sig til og byggðu hús fyrir skóla og heimavist á Kjar- laksvöllum. Þá átti ég þrjá vetur eftir í skóla. Skólanum var skipt í eldri og yngri deild og kennt hálf- an mánuð í einu. Í pínu lítilli skóla- stofu voru sjö tveggja manna borð. Í tveimur herbergjum voru fjórar kojur auk stærra rúms þar sem tveir gátu sofið. Ef þurfti á að halda gistu nemendur í íbúðarhúsinu,“ segir Helga. Reynir skýtur því inni í að Sigurður tengdafaðir sinn hafi svo sofið á ganginum og verið vistar- vörður. Í skólanum á Kjarlaksvöll- um voru líka börn sem komið hafði verið fyrir á bæjunum frá Reykjavík og víðar að. „Pabbi lék við krakk- ana úti í frímínútunum og tók síð- an strákana, ekki síst þá böldnustu, með sér til gegninga,“ segir Helga og Reynir bætir við. „Ég hef hitt marga sem voru í skóla á Kjarlaks- völlum hjá tengdaforeldrum mín- um og eiga þaðan skemmtilegar og góðar minningar.“ Fjárhússbygging varð aðhlátursefni Reynir og Helga Björg kynntust ung og hún var ekki nema 17 ára þegar þau fóru að huga að því að stofna til búskapar á Kjarlaksvöll- um. „Ég hef reyndar grínast með það að ég hafi fyrst sofið hjá kon- unni minni þegar ég var tíu ára og þá var hún ekki nema sex ára. Þá var farskólinn á Kjarlaksvöllum og vegna veðurs komst ég ekki heim til mín um helgi. Þá svaf ég til fóta hjá þeim mæðgum,“ segir Reynir og hlær. Hann segist ekki hafa verið gamall þegar hann fór að leita eft- ir vinnu í sláturhúsinu í Salthólma- vík að haustinu. „Ég fór ungur að vinna að heiman, í byggingarvinnu og greip alla vinnu sem til féll. Einn vetur var ég til sjós á nýsköpunar- togaranum Skúla Magnússyni sem gerður var út frá Reykjavík. Ég keypti mér snemma vörubíl og fékk vinnu hingað og þangað með hann, ekki síst við fjárflutninga svo sem í seinni fjárskiptunum 1957 sem urðu út af mæðuveikinni. Þá vorum við Helga að byrja búskap á Kjar- laksvöllum. Ég fékk út úr fjárskipt- unum 20 kindur og tengdafaðir minn 40. Fljótlega réðumst við í að byggja 200 kinda fjárhús. Það var nú eiginlega hlegið af okkur í sveit- inni fyrir að ráðast í þá framkvæmd. Ég fékk nágranna minn sem lagtæk- ur var við smíðar, Finn Þorleifsson í Þverdal, til að hjálpa mér við að smíða grindurnar í húsin. Það pass- aði að ég gat tekið féð inn á grind- ur á Þorláksmessu 1959. Ég man að Finnur sagði þá að sér þætti gam- an ef hann lifði það að ég fyllti hús- in. Það liðu ekki nema tvö eða þrjú ár þangað til ég var búinn að fjölga fénu svo mikið að þau voru orðin full,“ segir Reynir og brosir. Unnið sólarhringum saman Reynir segir að mörg fyrstu bú- skaparárin á Kjarlaksvöllum hafi hann unnið mikið. Bæði var hann að vinna á jarðýtu við ræktunarstörf og í mjólkurkeyrslu, var mjólkur- bílstjóri í eitt ár. „Þá var það stund- um þannig að ég var í mjólkur- keyrslu á daginn og svo sló ég á nóttunni. Einu sinni var ég búinn að vaka í rúma tvo sólarhringa og fyrir höndum var mjólkurkeyrsla. Þá kom Haukur bróðir minn og sagði að þetta gengi ekki lengur, hann skildi taka fyrir mig mjólkur- keyrsluna þann daginn.“ Bændur á Kjarlaksvöllum í Saurbæ eru þekktir fyrir það að þurfta ekki að vera upp á aðra komna með vélaviðgerðir og smíði ýmsa. Reynir setti á stofn verkstæði heima á Kjarlaksvöllum sem hann starfrækti í áratugi og var þar með mann með sér í vinnu í hátt í áratug. Þetta gerði Reynir án þess að hafa iðnmenntun, en hvernig fór hann að því að sækja sér þessa þekkingu? „Ja, það var nú bara þannig að vet- urinn áður en ég byrjaði að vinna á jarðýtunni hjá Ræktunarsamband- inu, bað ég um að fá að vinna með manni sem vann að viðgerðum á henni og fleiri vélum. Það var í eina skiptið eftir að ég varð fullorðinn sem ég bað um vinnu. Ég kvaðst ekki vera að sækjast eftir kaupi en fékk svo kaup fyrir vinnuna. Þenn- an vetur lærði ég svolítið inn á vél- ina og drifbúnaðinn og svo bættist við ýmiss önnur þekking með tím- anum. Það var oft mikið að gera á verkstæðinu, ekki síst á háannatím- unum yfir sumarið. Þá var oft ansi lítið sofið, unnið langt fram á næt- ur,“ segir Reynir. Samtakamáttur sveitunganna Þau Reynir og Helga eru ennþá ná- tengd Saurbænum og samfélaginu þar. Helga var líka mikill bóndi, segist oft hafa hugsað til þess þeg- ar hún var lítil að hún hefði átt að vera strákur. „Ég vildi helst vera í útiverkunum og hef alltaf haft gaman af fénu. Það skemmtileg- asta var að taka á móti lömbun- um á vorin og ósjaldan kom það fyrir að ég var beðin að hjálpa til á öðrum bæjum þegar ær áttu erf- itt með burð.“ Þau Helga og Reyn- ir eru sammála því að Saurbærinn sé að mörgu leyti frábrugðin öðr- um sveitum á Íslandi. Saurbæing- ar voru þekktir fyrir að vera sjálf- um sér nógir og atvinnusköpun þar var mikil á tímabili, einkum í kringum kaupfélagið sem reynd- ar er ekki til lengur. Samtakamátt- ur sveitunganna var mikill og þau Reynir og Helga segjast hafa verið meðal þeirra sem nutu góðs af því. Reynir hafði frumkvæði að því á sínum tíma þegar stofnað var félag um saumastofu sem starfrækt var í nokkur ár á Efri-Brunná. Það var á þeim árum sem útflutningur á ís- lenskum ullarflíkum var einn helsti vaxtarsproti í iðnaði á Íslandi og saumastofur spruttu upp víða um land. Reynir telur að rekja megi þá uppbyggingu sem varð í Saurbæn- um á sínum tíma til framkvöðuls- ins Torfa í Ólafsdal. Hans starf hafi orðið hvatinn af ýmsum félögum og framtaki í sveitinni. Afurðagott bú Spurður um búskapinn á Kjarlaks- völlum um tíðina segir Reynir að þar hafi alltaf verið rekið afurða- gott bú. „Um árabil var að með- altali rúmlega tvö lömb eftir ána og meðalvigtin síðustu árin hef- ur oft verið um 18 kíló. Fyrir um tveimur áratugum var gerð rann- sókn á fjárbúum í landinu í þágu búvísinda. Ráðunautar völdu tíu bú á landinu sem höfðu gott skýrslu- hald, en reyndar voru það ekki nema fimm búanna á endanum sem voru inni í rannsókninni. Okk- ar bú var meðal þeirra og við vor- um svolítið stolt af því.“ Reynir var búinn að rifja upp ým- islegt í okkar spjalli m.a. að hann hafi alltaf trúað því að álfar hafi búið í svokölluðu Kasti, eða Kast- ala sem var skammt frá bernsku- heimili hans við Hvol. „Ég held við getum ekki útilokað neitt og vit- um ekki um margt sem er að ger- ast í kringum okkur. Allra síst get- um við útilokað líf eftir dauðann og til hvers væri þetta svo allt saman ef það væri ekki,“ sagði Reynir rétt áður en Helga kona hans snarar steiktum steinbít á borðið í hádeg- inu. Þau vilja endilega að blaða- maður borði með þeim. „Það var þannig þegar ég var að alast upp að ef einhver kom í heimsókn var ekki við annað komandi en hann þæði góðgerðir. Þeir sem voru að veiða í ánni sluppu sjaldan við að koma heim í kaffi, þótt faðir minn þekkti þá ekki neitt.“ þá Svaf fyrst hjá konunni sinni tíu ára gamall Í heimsókn hjá Reyni og Helgu frá Kjarlaksvöllum í Saurbæ Kjarlaksvellir og áin í klakaböndum. Reynir Guðbjartsson og Helga Björg Sigurðardóttir frá Kjarlaksvöllum á heimili sínu á Stillholti 19 á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.