Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013
Vélstjóri - Þörungaverksmiðjan
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember n.k.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá.
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum framleiðir
þang- og þaramjöl í háum gæðaflokki. Ársverk
hjá fyrirtækinu s.l. ár voru 14 auk starfa verktaka
við þangslátt. Afurðirnar eru að langmestu leyti
fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu alginats,
fóðurbætis, áburðar og snyrtivara. Á Reykhólum
er mikil náttúrufegurð. Þar er m.a. grunnskóli,
leikskóli, heilsugæsla, dvalarheimili, verslun,
sundlaug og bókasafn auk annarrar þjónustu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu
verksmiðjunnar www.thorverk.is
Helstu verkefni
• Öflun og flutningur hráefnis fyrir verksmiðju
fyrirtækisins á Reykhólum
• Vélgæsla og viðhald
• Skipulagning viðhalds véla-, tækja- og búnaðar
• Vinnur náið með viðhaldsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
• Réttindi til að sinna vélgæslu (VS-3 réttindi)
• Reynsla af sambærilegu starfi er mikilvæg, s.s. af
viðhaldi véla og tækja og rafmagnsbúnaðar
• Reynsla af vinnu við vökva- og viðhaldskerfi
• Áhugi á gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnun á
vinnustað er æskileg
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum óskar eftir að ráða til starfa vélstjóra á Gretti BA.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf í fallegu umhverfi Reykhóla. Starfið og staðsetningin
gæti hentað mjög vel fjölskyldufólki með yngri börn.
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225
Aðstoð til
fjárvana heimila!
Mæðrastyrksnefnd Vesturlands mun í desember
n.k. úthluta fjárstyrkjum í formi Bónus-korta til
einstaklinga og fjölskyldna á Vesturlandi sem
þarfnast stuðnings.
Peningastyrkir óskast frá fyrirtækjum og
einstaklingum sem vilja leggja málinu lið.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Kærleikskveðja,
Stjórn Mæðrastyrksnefndar Vesturlands
Reikningsnúmer: 0186-05-65465
kt. 411276-0829
www.skessuhorn.is
Aðventublað
Skessuhorns
kemur út
27. nóvember
Þeim sem vilja nýta sér blaðið til auglýsinga er bent á að
hafa samband við markaðsdeild í síma
433-5500 eða senda tölvupóst á:
palina@skessuhorn.is eða valdimar@skessuhorn.is.
Sökum þess hvað blaðið verður stórt að þessu sinni er
síðasti skilafrestur auglýsinga fimmtudaginn
21. nóvember.
Laugavegur 18,
101 Reykjavík
í húsi Máls og menningar
Sími: 511 3399
Ármúla 18,
108 Reykjavík
Sími 511 3388
Opið mán-fös 9-18 og lau 11-15
Prjónabækur í úrvali
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Rauði krossinn á Akranesi fékk
skemmtilega heimsókn nýverið
þegar félagarnir Björn H. Björns-
son og Sveinn Sturlaugsson litu við
með forláta slides-sýningarvél og
myndaseríu sem inniheldur skyndi-
hjálparnámskeið eins og þau voru
kennd af Birni árin 1968 - 1979 á
Akranesi og nágrenni. Björn, sem
er Strandamaður að uppruna, var
í lögreglunni og árið 1967 bauðst
honum að fara til Danmerkur á
leiðbeinendanámskeið í skyndi-
hjálp ásamt þremur öðrum. Hann
kenndi svo skyndihjálp með öðrum
störfum í tíu ár, en auk þess að vera
í lögreglunni var hann lengi hafn-
sögumaður á Akranesi. Björn gaf
Rauða krossinum ýmislegt fleira,
svo sem kennslugögn og bæklinga
í skyndihjálp, frá þeim tíma sem
hann kenndi námskeiðin. „Það fer
vel á því að taka við þessari gjöf
núna þegar Rauða kross hreyfingin
er að undirbúa mikið átak í skyndi-
hjálp í tengslum við afmælisárið
2014 þegar Rauða kross hreyfing-
in á Íslandi fagnar 90 ára afmæli,“
segir Anna Lára Steindal hjá Akra-
nesdeild RKÍ.
mm
Hagstofa Íslands gaf á föstudaginn
út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni
Hagtíðindum. Spáin spannar árin
2013 til 2018. Í henni er m.a. gert
ráð fyrir að landsframleiðsla aukist
um 2% á þessu ári og 2,5% á því
næsta. Einkaneysla eykst minna í ár
en í fyrra og fjárfesting dregst sam-
an um 3,1%. Á næsta ári er gert
ráð fyrir að einkaneysla taki betur
við sér og verði 2,5% en fjárfesting
aukist þá um 10,6% og vaxi út spá-
tímann. Samneysla eykst um 0,8%
á þessu ári, stendur í stað 2014 en
eykst hægt eftir það. Vöxtur einka-
neyslu og bati á vinnumarkaði var
góður á fyrri helmingi 2012, en
slakari á seinni hluta 2012. Mikil
styrking vinnumarkaðar á þessu ári
eykur ráðstöfunartekjur en það hef-
ur ekki enn skilað sér í kraftmeiri
einkaneyslu.
Spáð er 3,8% verðbólgu á
þessu ári og 3,6% á næsta ári.
Lausir kjarasamningar valda
meiri óvissu en ella um verðlags-
horfur á næstu misserum. Hag-
stofan gaf síðast út þjóðhagsspá
28. júní síðastliðinn og er ráð-
gert að gefa út næstu spá í byrjun
apríl 2014. Sjá nánar: www.hag-
stofa.is
mm
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur, mun fyr-
ir þessi jól gangast fyrir sölu á Nóa-
konfekti til styrktar starfsem-
inni. Konfektið, sem er sér-
merkt Krafti, er aðallega ætl-
að fyrirtækjum og stofnun-
um sem hyggjast kaupa kon-
fekt fyrir jólin sem gjöf til
viðskiptavina eða starfsfólks.
Með því að kaupa konfekt-
ið af Krafti er hægt að slá
tvær flugur í einu höggi, þ.e.
gefa jólalega gjöf og um leið
styrkja Kraft. Næstu vikur
munu aðilar frá Krafti hafa
samband við fyrirtæki og
stofnanir og bjóða konfekt-
kassana til sölu. Tvenns kon-
ar kassar verða í boði, hefðbundinn
konfektkassi og 1 kg. kassi með lausu
konfekti.
Stuðningsfélagið Kraftur var
stofnað 1. október 1999 og hefur
það að leiðarljósi að beita sameinuð-
um kröftum sínum til að aðstoða þá
sem þurfa á stuðningi að halda. Leit-
ast er við að aðstoða ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur og miðla upplýsing-
um sem auðvelda þeim að takast á
við sjúkdóminn. Félagið nýtur engra
opinberra styrkja en hefur þess í stað
notið velvilja og stuðnings al-
mennings í landinu.
„Það er von Krafts að sem
flestir kaupi Nóa-konfekt af
Krafti fyrir þessi jól þannig
að félagið geti haldið áfram
að vinna að hagsmunamál-
um þeirra sem veikjast af
krabbameini og aðstandend-
ur þeirra. Hægt er að panta
konfektið með því að senda
póst á netfang Krafts, kraft-
ur@kraftur.org eða hringja
í síma 540-1911 eða 866-
9600. Þá er einnig hægt að
nálgast konfektið á skrifstofu
Krafts í húsi Krabbameinsfélags Ís-
lands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.“
-fréttatilkynning
Konfektssala til styrktar Krafti
Hagvöxtur er lítill en spáð örlitlum
vexti á næsta ári
Færðu Akranesdeild RKÍ
gömul kennslugögn