Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Freisting vikunnar Freistingu vikunnar að þessu sinni fáum við frá Hildi Halldórsdóttur, lífeindafræðingi. Hildur hefur alla tíð haft áhuga á hollustu og heil- brigði og hefur gaman af allskonar eldamennsku og tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Hildur á tvær dætur sem henni er umhugað um að fái holla og góða næringu, vítamín og andoxunarefni. Í febrúar 2012 var Hildur í fæðingarorlofi og mat- aræði hennar var orðið frekar ein- hæft. Hún tók sig því til og fór daglega að blanda sér heilsudrykki með misgóðum árangri. Að útbúa heilsudrykk sem inniheldur næga næringu og næringarefni í réttum hlutföllum getur verið kúnst því að sjálfsögðu þarf allt að bragðast vel. Hún leitaði að uppskriftum á veraldarvefnum en lítið var til á ís- lensku auk þess sem upplýsingar um næringarinnihald drykkjanna var af skornum skammti. Hún fór því að skrifa niður uppskriftirn- ar, reikna út næringargildi þeirra og tók myndir af drykkjunum svo auðveldara væri fyrir hana að muna hvernig þeir litu út. Uppskriftirn- ar setti hún inn á fésbókarsíðu til að halda betur utan um þær. Vinir og vandamenn Hildar deildu síð- unni og á stuttum tíma varð síðan mjög vinsæl. Nýverið kom út bók- in Heilsudrykkir Hildar sem inni- heldur 50 auðveldar uppskrift- ir fyrir alla fjölskylduna. Hildur sendi Skessuhorni eina bráðholla og frískandi uppskrift. Lime heilsudrykkur 1/2 banani 10-15 græn vínber 1 lítið avocado safi af 1/2 lime börkur af 1/2 lime, rifinn 2 dl. heilsusafi frá Ölgerðinni Öllu blandað vel saman þar til silkimjúkt. Þessi er líka frábær í frostpinna fyrir krakkana. Frísklegur lime heilsudrykkur Framhaldsskólahornið Borðtennismeistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir árið 2013 var krýndur í vikunni sem leið. Krist- inn Magnús Pétursson vann á borð- tennismótinu og er því nýkrýnd- ur meistari skólans. Að öðru leyti hefur vikan verið róleg hjá Snæfell- ingum en jólaskemmtun nemenda- félagsins verður haldin í næstu viku og er undirbúningur hafinn fyr- ir hana. Síðustu helgi fór fram síðasta keppni 32ja liða úrslita í MORFÍS (Mælsku og rökræðukeppni fram- haldsskóla á Íslandi). Fjölbrauta- skóli Vesturlands tók á móti liði Menntaskólans á Akureyri. Um- ræðuefni viðureignarinnar var al- menn skynsemi og mælti FVA á móti en MA mælti með. Lið Fjöl- brautaskóla Vesturlands varð úr leik að þessu sinni, en dómnefnd gaf einróma niðurstöðu. Sölukvöld var haldið í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands 13. nóvem- ber sl. Þar gátu nemendur pant- að sér bás og komið með hvað sem var til að selja og markmiðið var að skapa „Kolaportsstemningu“ en markaðir hafa verið vinsælir und- anfarið ásamt því að margir hafa verið iðnir við að selja og kaupa hluti á Fésbók. „Það voru nokkr- ir nemendur sem komu og seldu föt og einhverjir voru með kökur. Það komu ekki eins margir og við vonuðum en veðrið var okkur ekki hliðhollt í þetta skiptið. Það væri samt gaman að halda þessu við og gera þetta að árlegum viðburði, þá verður kannski meiri stemning fyr- ir þessu,“ sagði Margrét Helga Ís- aksen, formaður NFFA eftir sölu- kvöldið. grþ Fimmtudagskvöldið 12. desember mun tónlistarkonan Lay Low koma fram á tónleikum í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Lay Low þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hún fyrir löngu síð- a n vakið lands- athygli fyrir einstaka hæfi- leika sína, f r á b æ r a r lagasmíðar, þ r ó t t m i k - inn hljóð- færaleik og silkimjúka söngrödd. Lay Low gaf á dög- unum út sína fjórðu b r e i ð - skífu sem ber heit- ið “Talking About the Weather”. Á nýju plötunni svíf- ur andi sveitarinnar yfir, en Lovísa fluttist nýverið frá borginni suður á land þar sem hún hafði áður búið. Heimkoman í sveitina, friðurinn og kyrrðin, æskan og sjálfstæðisbar- átta listakonunnar urðu því nokkuð óvænt yrkisefni plötunnar þar sem áður ótroðnar slóðir eru fetaðar. Á tónleikunum í Borgarnesi mun Lay Low njóta fulltingins hljómsveit- ar sinnar sem skipuð er þeim Birki Hrafni Gísla- syni og B a s s a Ó l a f s - syni og m u n u þau flytja lög af nýju plöt- unni í bland við eldra efni. U m u p p h i t u n sér Snorri H e l g a s o n en hann hefur verið á ferð og flugi og komið fram vítt og breitt til að fylgja eftir útgáfu plötu sinn- ar ,,Autumn Sky” frá í haust. Hús- ið opnar klukkan 21.00 og hefjast hljómleikarnir hálftíma síðar. -fréttatilkynning Nokkur umræða hefur orðið um stöðu og framtíð Kirkjuhvols á Akranesi og hvaða hlutverk geti hentað húsinu. Kirkjuhvoll hef- ur verið nýttur m.a. til listsýninga og er húsið nú ítrekað boðið út til leigu. Bæjaryfirvöld verða að sinna ákveðnu frumkvæði ef reka á þetta veglega hús svo sómi sé að fyr- ir bæjarbúa. Hinn valkosturinn er að selja húsið ef bæjaryfirvöld sjá hvorki tilgang né möguleika til að reka það við hæfi. Gefum okkur að Akranesbær vilji Kirkjuhvol áfram sem lítið menn- ingarsetur. Hvað er þá til ráða? Ekkert er frítt í slíkum áformum og bærinn þarf því að kosta nokkru til að hleypa lífi og rekstrargrunni fyrir slíkt hús. Til þess þarf að gera „allt húsið“ nothæft þannig að fjöl- breytt starfsemi geti rúmast þar með góðu aðgengi, bæði að jarð- hæð, aðalhæð sem og risi. Hvern- ig er það hægt? Jú, slíkt hefur ver- ið leyst víða mjög vel. Nægir þar að nefna hið gamla Zimsen hús við Hafnarstræti í Reykjavík sem hafði enn verri aðgengismál en Kirkju- hvoll. Það hús var gert upp og flutt í Grófina. Byggt var við húsið „bakdyramegin“ glæsilegt glerhús sem hýsir stigaganga á milli þriggja hæða og lyftu. Tekur þessi glervið- bygging á bakhlið enga athygli frá þeirri gersemi sem þetta gamla hús er. Nákvæmlega þetta sama mætti gera við Kirkjuhvol, bara með enn myndarlegri hætti, því þar er nóg pláss. Í slíku glerhúsi sem yrði út frá bakhlið hússins, að bílgeymsl- unni, gæti farið saman glæsilegt anddyri, nútímalegt stigahús á milli allra þriggja hæðanna með góðu lyftuaðgengi. Hina fallegu gömlu bílgeymslu Kirkjuhvols mætti tengja sem hluta af slíkri byggingu og skapa á jarðhæðinni lítið nota- legt kaffihús fyrir gesti. Með því að skapa leið til að nýta allt hús- ið til menningar og listastarfsemi yrði til ákveðinn möguleiki til að gera þetta sögulega hús rekstrar- hæft, bæði fyrir menningar- og list- viðburði, auk annars, ýmsa fundi og sem móttökuhús Akranesbæjar. Ár hvert gæti Kirkjuhvoll orðið til dæmis sérstæð miðstöð námskeiða, föndurs og jólamarkaða í nóvember og desember og dregið sem slíkt að sér fólk úr öðrum byggðarlögum. Svona mætti lengi telja, möguleikar eru fjölmargir. En, fyrst og fremst þurfa bæjaryfirvöld að sjá tækifærin og hlúa að þeim. Meðfylgjandi er mynd af umræddu Zimsenhúsi, sést glerbyggingin sem um var rætt þar vel. Pálmi Pálmason Leikararnir Guðjón Davíð Karls- son, betur þekktur sem Gói, og Þröstur Leó Gunnarsson héldu uppi fjörinu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á þriðjudaginn í liðinni viku. Þá voru þeir með sýninguna Gói og baunagras- ið en sýningin var liður í dag- skrá Rökkurdaga sem lauk undir vikulok. Vel var mætt á sýninguna og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega, börn sem fullorðnir, enda eru þeir Gói og Þröstur miklir skemmtikraftar. Hér bregða þeir á leik að lokinni sýningu þegar þeir árituðu vegg- spjöld fyrir gesti. tfk Bókin Heilsudrykkir Hildar inniheldur 50 auðveldar uppskriftir fyrir fólk á öllum aldri.Þessi skærgræni heilsudrykkur er bæði góður og stútfullur af næringarefnum. Fleiri uppskriftir má finna á heimasíðu Hildar, heilsudrykkir.is. Sýndu Góa og baunagrasið Guðmundur Jensson, forseti NFSN, Kristinn Magnús Pétursson borð- tennismeistari og Nökkvi Freyr Smárason, meðlimur skemmtinefndar NFSN. Borðtennis og rökræðukeppni Hvað á að gera við Kirkjuhvol? Pennagrein Lay Low með hljómleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.