Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Qupperneq 23

Skessuhorn - 20.11.2013, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 Sagnakonan eftir Óskar Guðmundsson Leikgerð: Jakob S. Jónsson og leikhópurinn Frumsýnt verður 22. nóvember kl. 20:00 í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi. Næstu sýningar: 2. sýning laugardagur 23. nóv. kl. 20.00 3. sýning þriðjudagur 26. nóv. kl. 20.00 4. sýning fimmtudagur 28. nóv. kl. 20.00 5. sýning laugardagur 30. nóv. kl. 20.00 6. sýning mánudagur 2. des. kl. 20.00 Miðaverð er 1000 kr. (ath. ekki posi). Takmarkaður sætafjöldi. Einnig er boðið upp á súpu og brauð á undan sýningu, þarf það þá að koma fram í miðapöntun. Leiksýning, súpa og brauð 2800 kr. Miðapantanir eru í síma 897- 4125. Einnig er hægt að panta í gegnum e-mail á leikf.skagaleikfl@gmail.com. Sagnakonan er styrkt af Menningarráði Vesturlands. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn sýnir í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi S K E S S U H O R N 2 01 3 Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Snorri Hjálmarsson á Syðstu - Fossum í Andakíl komu fram á Sagnakvöldi Safnahúss Borgar- fjarðar sl. miðvikudagskvöld ásamt Braga Þórðarsyni höfundi bók- ar sem nýverið kom út um Snorra. Að loknum upplestri úr bók Snorra og bókinni Frá hestum til hest- afla eftir Bjarna, tóku Snorri og Bjarni nokkur lög saman við und- irleik þess síðarnefnda á gítar. Þeir félagar hafa brallað ýmislegt sam- an og eiga um þessar mundir 50 ára samsöngsafmæli. Af þessu til- efni fóru þeir stuttlega yfir ferilinn í samsöng og glettnislegri frásögn við frábærar undirtektir áheyrenda. gj/ Ljósm: Jóhanna Skúladóttir. Á félagsfundi Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) ný- verið, sem haldinn var að Vogi á Fellsströnd í Dölum, voru samþykktar þrjár ályktanir sem varða mikilvægi þess að standa vörð um íslenskan menning- ararf og minjar og mikilvægi þeirra fyrir land, þjóð og okkar vaxandi ferðaþjónustu. Þessar ályktanir hafa nú verið send- ar forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og iðnaðarráðherra, sem ráð- herra ferðamála, og tvær einn- ig til Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Á 350 ára afmæli Vestlendingsins og Dalamannsins Árna Magnússon- ar handritasafnara, verða ályktanir SSV birtar hér, að beiðni Rögnvaldar Guðmundssonar formanns SSF: Handritin fái veglegan stað „Félagsfundur Samtaka um sögu- ferðaþjónustu hvetur stjórnvöld til að tryggja fjármagn til viðeigandi gæslu og umbúnaðar vegna handrita- sýningar í Þjóðmenningarhúsi svo að ferðamenn sem og Íslendingar geti áfram séð þar hluta þeirra þjóðar- gersema sem Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum varðveitir og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Jafnframt verði settur kraftur í að búa handritunum veglegan sýningar- og varðveislustað til framtíðar með byggingu á húsi íslenskra fræða enda eru íslenskar miðaldabókmenntir merkasta framlag Íslands til heims- menningarinnar og þýðingarmiklar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Rannsóknir á sögustöð- um og minjum Félagsfundur Samtaka um sögu- ferðaþjónustu harmar niðurskurð á fjármagni til fornleifarannsókna og hvetur stjórnvöld til að tryggja fé til aukinna rannsókna á sögustöð- um og minjum um allt land. Slík- ar rannsóknir eru ein forsenda þess að ferðamenn, íslenskir sem erlendir, geti fræðst um og notið menningar- arfleifðar Íslendinga. Sturla var lærisveinn Snorra Félagsfundur Samtaka um söguferða- þjónustu vekur athygli stjórnvalda og viðeigandi menningarstofnana á að árið 2014 verða liðin 800 ár frá fæðingu eins merkasta skálds þjóð- arinnar, Sturlu Þórðarsonar. Sturla Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma íþróttaaðstöðunn- ar í Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit. Stefnt er að því að opið verði fram- vegis sex daga vikunnar eða alla daga nema sunnudaga. Íþróttahús- ið og sundlaugin í Hvalfjarðarsveit hafa undanfarið verið opin mánu- daga til miðviku- daga kl. 16-21 og á fimmtudögum frá 17-22. Leng- ing opnunartím- ans nú er gerð til að koma til móts við óskir íbú- anna. Fleiri opn- unardagar gera íbúum sveitar- félagsins kleift að nýta sér þessa aðstöðu betur utan skólatíma og skipuleggja heimsóknir sér til heilsubótar. Laugardagsopn- un gefur fjölskyldum einnig meiri möguleika á að nýta sér laugina saman. Í Heiðarborg er lítil, en ágætlega búin innisundlaug þar sem meðal annars er starfræktur vatnleikfimi- hópur. Margir íbúar nýta sér að- stöðuna til að synda á vetrum eða skreppa í heita pottinn í hlýjunni innandyra og íþróttasalurinn hef- ur utan skólatíma verið nýttur m.a. fyrir leikfimitíma kvenna. Tækja- salurinn er ekki mikill í fermetrum talið, en með góðum búnaði fyr- ir þá sem vilja nota sér tækjabúnað til að styrkja líkama og sál. Nú er unnið að því að ganga frá ráðningu starfsmanns vegna lengingar opn- unartímans. jh Íþróttaaðstaðan í Heiðarborg framvegis opin sex daga vikunnar Hvetja til að staðinn verði vörður um íslenskan menningararf var lærisveinn Snorra Sturlusonar og skrifaði Íslendinga sögu Sturlungu auk fjölda annarra sagna og kvæða sem eru á meðal þess merkasta í ís- lenskum miðaldabókmenntum. Sam- tökin hvetja til þess að tímamótanna verði minnst með veglegum hætti og arfleifð Sturlu gerð sýnileg í Dölun- um þar sem hann lifði og bjó sem lögsögumaður, lögmaður og sagna- ritari til 1284.“ mm Söguslóðir hafa verið kortlagðar víða um land. Sú vinna er mikilvæg til að halda á lofti sögunni til að geta miðlað henni til gesta ekki síður en landsmanna. Bókalestur og fimmtíu ára samsöngsafmæli Safnast í vatnsleikfimi í Heiðarborg. Lítill en vel búinn tækjasalur MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! SMUROLÍUR OG SMUREFNI Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.