Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Í janúar hefjast sýningar á einu stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára hér á landi, The Biggest Lo­ ser Ísland, og eiga Akurnesingar fulltrúa á meðal keppenda í þátt­ unum. Inga Lára Guðlaugsdóttir er 31 árs félagsfræðinemi við Há­ skóla Íslands og starfar í söluturni Stöðvarinnar á Akranesi. The Biggest Loser Ísland þættirnir eru byggðir á erlendri fyrirmynd samnefndra raunveruleikasjón­ varpsþátta sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár. Þúsundir einstaklinga hvaðanæva úr heim­ inum hafa farið í gegnum heilsu­ ferli The Biggest Loser og hafa gjörbreytt lífsháttum sínum með góðum árangri. Milljónir manna fylgjast vikulega með sjónvarps­ þættinum og margir Íslendingar hafa árum saman verið aðdáend­ ur bandarísku útgáfu The Biggest Loser en í þáttunum stórbæta keppendur heilsu sína og missa oft ótrúlega mörg kíló á skömm­ um tíma. Það er mikil spenna fyrir ís­ lensku þáttunum og sóttu þrettán hundruð einstaklingar um að kom­ ast í þá. The Biggest Loser Ísland eru teknir upp víðsvegar á Reykja­ nesinu og dvöldu tólf keppendur í tíu vikur á heilsuhó telinu á Ásbrú undir leiðsögn þjálfara þáttarins, þeirra Everts Víglundssonar og Gurrýjar Torfadóttur, sem veittu keppendum þann stuðning sem til þarf í átt að breyttum lífsháttum. Tökum þáttanna er lokið, að und­ anskildum úrslitaþættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu í apríl. Allir þátttakendur eru því komnir heim en eru ennþá í stífu æfingaprógrammi því keppninni er hvergi nærri lokið. Boðið verður upp á sérstaka forsýningu á fyrsta þætti The Biggest Loser Ísland fyrir íbúa á Akranesi og nágrenni í Bíóhöll­ inni, miðvikudaginn 8. janúar kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það eru SkjárEinn og Saga Film sem framleiða íslensku út­ gáfuna af The Biggest Loser. Inga Lind Karlsdóttir mun stýra þátt­ unum sem sýndir verða á fimmtu­ dagskvöldum frá og með 23. janú­ ar á SkjáEinum. Hægt er að skoða kynningar­ stiklu fyrir The Biggest Loser Ís­ land hér: (https://www.skjarinn. is/frelsi/trailer/biggest­loser­isl­ and/) -fréttatilkynning Inga Lára Guðlaugsdóttir er meðal keppenda í þáttunum. Akurnesingur á meðal þátttakenda í The Biggest Loser Ísland - Forsýning fyrsta þáttar í Bíóhöllinni miðvikudaginn 8. janúar Laugardaginn 21. desember voru 38 nemendur brautskráðir frá FVA á Akranesi. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Jens B. Baldursson aðstoðarskólameistari flutti annál haustannar og Baldvin Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Már Kristjánsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Af þeim 38 sem útskrifuðust voru 18 stúlkur og 20 piltar. Þrír höfðu lok­ ið burtfararprófi af iðnbraut og 35 höfðu lokið stúdentsprófi. Flestir, eða 30, eiga lögheimili á Akranesi. Af hinum átta eru fimm víðsveg­ ar að af Vesturlandi, einn á heim­ ili í Neskaupstað, einn í Garðabæ og einn í Reykjavík. Tónlistarmenn sem fram komu við athöfnina voru Sólveig Rún Samúelsdóttir sem söng við undirleik Birgis Þóris­ sonar og flautuleikarar nir Patrycja Szalkowicz, Elsa María Guðlaugs­ dóttir og Sigrún Ágústa Sigurðar­ dóttir. Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga: Elísa Svala Elvarsdóttir fyr­ ir ágætan námsárangur í íþróttum (Landsbankinn á Akranesi) og í líf­ fræði (Soroptimistasystur á Akra­ nesi). Hekla Haraldsdóttir fyrir ágætan námsárangur í efnafræði (Norður­ ál ehf.) og í þýsku (Íslandsbanki á Akranesi). Jón Björgvin Kristjánsson fyr­ ir ágætan námsárangur í íþróttum (Rótarýklúbbur Akraness). Magnús Björn Sigurðsson fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði (Endurskoðunarskrifstofa Jóns Þórs Hallssonar). Sólveig Rún Samúelsdóttir fyr­ ir bestan árangur á stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn 2013 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir góð störf að fé­ lags­ og menningarmálum í skól­ anum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) og fyr­ ir ágætan námsárangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), íslensku og sögu (Uppheimar), líffræði (El­ kem Ísland ehf.) og þýsku (Ey­ mundsson á Akranesi). Sveinn Kristján Sveinsson fyrir ágætan námsárangur í tölvufræði (Omnis). Valdimar Ingi Brynjarsson fyr­ ir góð störf að félags og menning­ armálum í skólanum (Minning­ arsjóður Karls Kristins Kristjáns­ sonar) og fyrir ágætan námsárang­ ur í uppeldisfræði (Verkalýðsfélag Akraness). Valdís Marselía Þórðardóttir fyrir ágætan námsárangur í raungrein­ um (Gámaþjónusta Vesturlands) og í stærðfræði (GT Tækni ehf.). mm/ Ljósm. Guðni Hannesson. Útskriftarhópurinn ásamt Atla Harðarsyni skólameistara og Jens B. Baldurssyni aðstoðarskólameistara. Nýstúdentar við athöfnina. Sólveig Rún Samúelsdóttir dúx skólans á haustönn ásamt Atla Harðarsyni skóla- meistara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.