Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Í janúar hefjast sýningar á einu
stærsta sjónvarpsverkefni síðustu
ára hér á landi, The Biggest Lo
ser Ísland, og eiga Akurnesingar
fulltrúa á meðal keppenda í þátt
unum. Inga Lára Guðlaugsdóttir
er 31 árs félagsfræðinemi við Há
skóla Íslands og starfar í söluturni
Stöðvarinnar á Akranesi. The
Biggest Loser Ísland þættirnir
eru byggðir á erlendri fyrirmynd
samnefndra raunveruleikasjón
varpsþátta sem notið hafa mikilla
vinsælda undanfarin ár. Þúsundir
einstaklinga hvaðanæva úr heim
inum hafa farið í gegnum heilsu
ferli The Biggest Loser og hafa
gjörbreytt lífsháttum sínum með
góðum árangri. Milljónir manna
fylgjast vikulega með sjónvarps
þættinum og margir Íslendingar
hafa árum saman verið aðdáend
ur bandarísku útgáfu The Biggest
Loser en í þáttunum stórbæta
keppendur heilsu sína og missa
oft ótrúlega mörg kíló á skömm
um tíma.
Það er mikil spenna fyrir ís
lensku þáttunum og sóttu þrettán
hundruð einstaklingar um að kom
ast í þá. The Biggest Loser Ísland
eru teknir upp víðsvegar á Reykja
nesinu og dvöldu tólf keppendur í
tíu vikur á heilsuhó telinu á Ásbrú
undir leiðsögn þjálfara þáttarins,
þeirra Everts Víglundssonar og
Gurrýjar Torfadóttur, sem veittu
keppendum þann stuðning sem til
þarf í átt að breyttum lífsháttum.
Tökum þáttanna er lokið, að und
anskildum úrslitaþættinum sem
sýndur verður í beinni útsendingu
í apríl. Allir þátttakendur eru því
komnir heim en eru ennþá í stífu
æfingaprógrammi því keppninni
er hvergi nærri lokið.
Boðið verður upp á sérstaka
forsýningu á fyrsta þætti The
Biggest Loser Ísland fyrir íbúa á
Akranesi og nágrenni í Bíóhöll
inni, miðvikudaginn 8. janúar kl.
20.30. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir. Það eru SkjárEinn og Saga
Film sem framleiða íslensku út
gáfuna af The Biggest Loser. Inga
Lind Karlsdóttir mun stýra þátt
unum sem sýndir verða á fimmtu
dagskvöldum frá og með 23. janú
ar á SkjáEinum.
Hægt er að skoða kynningar
stiklu fyrir The Biggest Loser Ís
land hér: (https://www.skjarinn.
is/frelsi/trailer/biggestloserisl
and/)
-fréttatilkynning
Inga Lára Guðlaugsdóttir er meðal
keppenda í þáttunum.
Akurnesingur á meðal
þátttakenda í The Biggest
Loser Ísland
- Forsýning fyrsta þáttar í Bíóhöllinni
miðvikudaginn 8. janúar
Laugardaginn 21. desember voru
38 nemendur brautskráðir frá FVA
á Akranesi. Athöfnin fór fram á sal
skólans og hófst klukkan 14. Jens B.
Baldursson aðstoðarskólameistari
flutti annál haustannar og Baldvin
Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
Már Kristjánsson nýstúdent flutti
ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Af
þeim 38 sem útskrifuðust voru 18
stúlkur og 20 piltar. Þrír höfðu lok
ið burtfararprófi af iðnbraut og 35
höfðu lokið stúdentsprófi. Flestir,
eða 30, eiga lögheimili á Akranesi.
Af hinum átta eru fimm víðsveg
ar að af Vesturlandi, einn á heim
ili í Neskaupstað, einn í Garðabæ
og einn í Reykjavík. Tónlistarmenn
sem fram komu við athöfnina voru
Sólveig Rún Samúelsdóttir sem
söng við undirleik Birgis Þóris
sonar og flautuleikarar nir Patrycja
Szalkowicz, Elsa María Guðlaugs
dóttir og Sigrún Ágústa Sigurðar
dóttir.
Nokkrir útskriftarnemar fengu
verðlaun og viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur og störf að
félagsmálum. Nöfn þeirra sem
gáfu verðlaun eru innan sviga:
Elísa Svala Elvarsdóttir fyr
ir ágætan námsárangur í íþróttum
(Landsbankinn á Akranesi) og í líf
fræði (Soroptimistasystur á Akra
nesi).
Hekla Haraldsdóttir fyrir ágætan
námsárangur í efnafræði (Norður
ál ehf.) og í þýsku (Íslandsbanki á
Akranesi).
Jón Björgvin Kristjánsson fyr
ir ágætan námsárangur í íþróttum
(Rótarýklúbbur Akraness).
Magnús Björn Sigurðsson fyrir
ágætan námsárangur í stærðfræði
(Endurskoðunarskrifstofa Jóns
Þórs Hallssonar).
Sólveig Rún Samúelsdóttir fyr
ir bestan árangur á stúdentsprófi
við Fjölbrautaskóla Vesturlands
á haustönn 2013 (Fjölbrautaskóli
Vesturlands), fyrir góð störf að fé
lags og menningarmálum í skól
anum (Minningarsjóður Karls
Kristins Kristjánssonar) og fyr
ir ágætan námsárangur í efnafræði
(Efnafræðifélag Íslands), íslensku
og sögu (Uppheimar), líffræði (El
kem Ísland ehf.) og þýsku (Ey
mundsson á Akranesi).
Sveinn Kristján Sveinsson fyrir
ágætan námsárangur í tölvufræði
(Omnis).
Valdimar Ingi Brynjarsson fyr
ir góð störf að félags og menning
armálum í skólanum (Minning
arsjóður Karls Kristins Kristjáns
sonar) og fyrir ágætan námsárang
ur í uppeldisfræði (Verkalýðsfélag
Akraness).
Valdís Marselía Þórðardóttir fyrir
ágætan námsárangur í raungrein
um (Gámaþjónusta Vesturlands)
og í stærðfræði (GT Tækni ehf.).
mm/ Ljósm. Guðni Hannesson.
Útskriftarhópurinn ásamt Atla Harðarsyni skólameistara og Jens B. Baldurssyni aðstoðarskólameistara.
Nýstúdentar við athöfnina.
Sólveig Rún Samúelsdóttir dúx skólans á haustönn ásamt Atla Harðarsyni skóla-
meistara.