Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Föstudaginn 20. desember sl. voru 14 stúdentar brautskráðir frá Fjöl­ brautaskóla Snæfellinga í Grund­ arfirði. Af félagsfræðabraut braut­ skráðust þau Erna Katrín Gunn­ arsdóttir, Eydís Ösp Þorsteinsdótt­ ir, Jón Þór Magnússon, Kristfríð­ ur Rós Stefánsdóttir, Lilja Kolbrún Þorvarðardóttir, Rúnar Geirmunds­ son, Sædís Ragna Ingólfsdóttir, Sæ­ vör Þorvarðardóttir og Unnur Sig­ urþórsdóttir. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Elín Sóley Reynis­ dóttir, Hrefna Rós Lárusdóttir, Sig­ þór Freyr Þórsson, Særós Ósk Sæ­ valdsdóttir og Viktoría Sif Við­ arsdóttir. Athöfnin hófst á því að Jón Eggert Bragason skólameist­ ari brautskráði nemendur og flutti ávarp. Þar talaði hann til nýstúdenta m.a. um að það að útskrifast úr fram­ haldsskóla væri dæmi um að menn hefðu sett sér markmið og náð því. Það að ná settu markmiði væri vís­ bending um að næsta markmið sem menn settu sér kæmi einnig til með að heppnast. Helga Lind Hjartardóttir náms­ ráðgjafi afhenti síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan náms­ árangur. Fjölbrautaskóli Snæfell­ inga, sveitarfélögin sem standa að skóla num auk þýska sendiráðsins og Landlæknisembættisins gáfu viður­ kenningarnar en skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi Fram­ haldsskóli sem er stýrt af embætt­ inu. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Særós Ósk Sævaldsdóttir. Sæ­ rós Ósk hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, spænsku, líffræði og jarðfræði. Hún hefur stundað tónlistarnám af kappi og spilað með Stórsveit Snæfellsness frá stofnun hennar ásamt því að syngja fyrir skólans hönd í tvígang í söng­ keppni framhaldsskólanna. Sævör Þorvarðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu. Unnur Sigurþórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði og Lilja Kolbrún Þorvarðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árang­ ur í sálfræði. Einnig hlaut Elín Sól­ ey Reynisdóttir viðurkenningu fyr­ ir góðan árangur í þýsku og Viktoría Sif Viðarsdóttir fyrir góða ástundun í íþróttum. Kvenfélagið Gleym mér ei gefur einnig nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. En þar má m.a. finna þvotta­ leiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu matvæla. Tónlistaratriði frá Stórsveit Snæ­ fellsness er fastur liður í útskrift­ arathöfn skólans og að þessu sinni flutti sveitin tvö lög við góðar und­ irtektir. Sveitin er skipuð nemend­ um skólans og er samstarfsverkefni milli skólans og tónlistarskólanna á Snæfellsnesi. Meðal hljómsveitar­ meðlima eru fjórir útskriftarnem­ ar sem héldu nú sína lokatónleika með hljómsveitinni. Þetta voru þau Elín Sóley Reynisdóttir, Hrefna Rós Lárusdóttir, Jón Þór Magnússon og Særós Ósk Sævaldsdóttir. Þau fengu öll viðkenningu fyrir störf sín í þágu hljómsveitarinnar ásamt Sævöru Þorvarðardóttur sem hefur leikið stórt hlutverk sem gjaldkeri sveitar­ innar frá stofnun hennar. Kveðjuorð til nýstúdenta fyr­ ir hönd kennara og starfsfólks flutti að þessu sinni Freydís Bjarnadótt­ ir kennari við skólann. Þá hélt Jó­ hannes Fannar Einarsson ræðu fyr­ ir hönd útskrifaðar stúdenta en það eru fimm og hálft ár síðan hann lauk námi frá FSN. Kristfríður Rós Stef­ ánsdóttir hélt kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta þar sem hún talaði fal­ lega um skólann og kvaddi kennara og starfsfólk fyrir hönd nýstúdenta. Athöfnin var lífleg og skemmti­ leg ekki síst fyrir tilstuðlan skemmtilegrar kynningar sem var í höndum Lofts Árna enskukenn­ ara. Henni lauk með því að Jón Eggert skólameistari bauð gestum til veitinga. mm/hlh Útskrift frá Fjölbrautaskóli Snæfellinga Tónlistarflutningur skipaði stóran sess við útskriftina. Útskriftarhópurinn skömmu áður en athöfnin hófst. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.