Skessuhorn - 03.01.2014, Side 17
17FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Föstudaginn 20. desember sl. voru
14 stúdentar brautskráðir frá Fjöl
brautaskóla Snæfellinga í Grund
arfirði. Af félagsfræðabraut braut
skráðust þau Erna Katrín Gunn
arsdóttir, Eydís Ösp Þorsteinsdótt
ir, Jón Þór Magnússon, Kristfríð
ur Rós Stefánsdóttir, Lilja Kolbrún
Þorvarðardóttir, Rúnar Geirmunds
son, Sædís Ragna Ingólfsdóttir, Sæ
vör Þorvarðardóttir og Unnur Sig
urþórsdóttir. Af náttúrufræðibraut
brautskráðust Elín Sóley Reynis
dóttir, Hrefna Rós Lárusdóttir, Sig
þór Freyr Þórsson, Særós Ósk Sæ
valdsdóttir og Viktoría Sif Við
arsdóttir. Athöfnin hófst á því að
Jón Eggert Bragason skólameist
ari brautskráði nemendur og flutti
ávarp. Þar talaði hann til nýstúdenta
m.a. um að það að útskrifast úr fram
haldsskóla væri dæmi um að menn
hefðu sett sér markmið og náð því.
Það að ná settu markmiði væri vís
bending um að næsta markmið sem
menn settu sér kæmi einnig til með
að heppnast.
Helga Lind Hjartardóttir náms
ráðgjafi afhenti síðan nemendum
viðurkenningar fyrir góðan náms
árangur. Fjölbrautaskóli Snæfell
inga, sveitarfélögin sem standa að
skóla num auk þýska sendiráðsins og
Landlæknisembættisins gáfu viður
kenningarnar en skólinn tekur þátt
í verkefninu Heilsueflandi Fram
haldsskóli sem er stýrt af embætt
inu.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Særós Ósk Sævaldsdóttir. Sæ
rós Ósk hlaut einnig verðlaun fyrir
góðan árangur í íslensku, spænsku,
líffræði og jarðfræði. Hún hefur
stundað tónlistarnám af kappi og
spilað með Stórsveit Snæfellsness frá
stofnun hennar ásamt því að syngja
fyrir skólans hönd í tvígang í söng
keppni framhaldsskólanna. Sævör
Þorvarðardóttir hlaut viðurkenningu
fyrir góðan árangur í sögu. Unnur
Sigurþórsdóttir hlaut viðurkenningu
fyrir góðan árangur í félagsfræði og
Lilja Kolbrún Þorvarðardóttir hlaut
viðurkenningu fyrir góðan árang
ur í sálfræði. Einnig hlaut Elín Sól
ey Reynisdóttir viðurkenningu fyr
ir góðan árangur í þýsku og Viktoría
Sif Viðarsdóttir fyrir góða ástundun
í íþróttum.
Kvenfélagið Gleym mér ei gefur
einnig nýstúdentum leiðbeiningar út
í lífið. En þar má m.a. finna þvotta
leiðbeiningar ásamt góðum ráðum
við geymslu matvæla.
Tónlistaratriði frá Stórsveit Snæ
fellsness er fastur liður í útskrift
arathöfn skólans og að þessu sinni
flutti sveitin tvö lög við góðar und
irtektir. Sveitin er skipuð nemend
um skólans og er samstarfsverkefni
milli skólans og tónlistarskólanna á
Snæfellsnesi. Meðal hljómsveitar
meðlima eru fjórir útskriftarnem
ar sem héldu nú sína lokatónleika
með hljómsveitinni. Þetta voru þau
Elín Sóley Reynisdóttir, Hrefna Rós
Lárusdóttir, Jón Þór Magnússon og
Særós Ósk Sævaldsdóttir. Þau fengu
öll viðkenningu fyrir störf sín í þágu
hljómsveitarinnar ásamt Sævöru
Þorvarðardóttur sem hefur leikið
stórt hlutverk sem gjaldkeri sveitar
innar frá stofnun hennar.
Kveðjuorð til nýstúdenta fyr
ir hönd kennara og starfsfólks flutti
að þessu sinni Freydís Bjarnadótt
ir kennari við skólann. Þá hélt Jó
hannes Fannar Einarsson ræðu fyr
ir hönd útskrifaðar stúdenta en það
eru fimm og hálft ár síðan hann lauk
námi frá FSN. Kristfríður Rós Stef
ánsdóttir hélt kveðjuræðu fyrir hönd
nýstúdenta þar sem hún talaði fal
lega um skólann og kvaddi kennara
og starfsfólk fyrir hönd nýstúdenta.
Athöfnin var lífleg og skemmti
leg ekki síst fyrir tilstuðlan
skemmtilegrar kynningar sem var
í höndum Lofts Árna enskukenn
ara. Henni lauk með því að Jón
Eggert skólameistari bauð gestum
til veitinga. mm/hlh
Útskrift frá Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Tónlistarflutningur skipaði stóran sess við útskriftina.
Útskriftarhópurinn skömmu áður en athöfnin hófst. Ljósm. tfk.