Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Vilja endurskoðun á verðlagsmálum AKRANES: Á aðalfundi sjó­ mannadeildar Verkalýðsfélags Akraness, sem haldinn var daginn fyrir gamlársdag, voru samþykktar nokkrar ályktanir. Meðal annars til sjávarútvegsráðherra um að taka verðlagsmál sjávarafurða til gagn­ gerrar endurskoðunar. Einkum í ljósi þeirrar staðreyndar að þjóð­ arbúið í heild sinni verði af millj­ örðum króna ár hvert vegna þess að nú sé í gildi tvöföld verðlagn­ ing á sjávarafurðum. Á fundinum var mótmælt afnámi sjómannaaf­ sláttar. Einnig krafðist aðalfund­ ur sjómannadeildar VLFA þess að allur fiskur færi á markað, eða að fiskmarkaðsverð verði ætíð látið gilda þegar veiðar og vinnsla eru á einni og sömu hendi og afla land­ að beint inn í vinnsluna. –þá Stungu af án þess að borga REYKH/DALIR: Félagar úr Björgunarsveitinni Heimamönn­ um í Reykhólahreppi og Björgun­ arsveitinni Dagrenningu á Hólma­ vík fóru skömmu fyrir jól upp á Þröskulda til aðstoðar fólki sem sat þar fast í þremur bílum. Fólkið var flutt á gististað hjá Ferðaþjón­ ustunni Þurranesi í Saurbæ en bíl­ arnir skildir eftir. Þegar kom fram á morgundaginn eftir kom í ljós að fólkið var farið frá Þurranesi og hafði fengið far til að sækja bílana. Í einum bílnum var par sem kom svo aftur og gerði upp gistinguna en fólkið í hinum bílunum lét aldrei sjá sig né heldur heyra frá sér. Frá þessu er sagt á vef Reyk­ hólahrepps. „Maður bara skilur þetta ekki,“ segir Brynjólfur Víðir Smárason formaður Björgunar­ sveitarinnar Heimamanna. „Þarna eru menn úr tveimur björgunar­ sveitum búnir í sjálfboðavinnu að bjarga fólki í vandræðum og svo er ekki einu sinni hægt að borga fyrir gistinguna sem búið var að kaupa, heldur stungið af. Þetta er ekki bara leiðinlegt, þetta er ljótt,“ seg­ ir Brynjólfur. –þá Lántaka vegna framkvæmda á Höfða AKRANES: Á fundum bæjar­ ráðs og bæjarstjórnar Akraness milli jóla og nýárs var samþykkt ábyrgð á lántöku dvalarheimil­ isins Höfða upp á 60 milljónir króna. Lánið er tekið hjá Lána­ sjóði sveitarfélaga vegna bygg­ ingar nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli, sem komu til framkvæmda fyr­ ir nokkru. Ábyrgðin skiptist milli eignaraðila að Höfða, en þar á Akraneskaupstaður 90% og Hvalfjarðarsveit 10%. Lántakan var samþykkt samhljóða í bæjar­ stjórn Akraness. –þá Tilfæringar á brennustæði á Hvanneyri LBD: Vegna framkominna kvart­ ana frá hesteigendum á Hvann­ eyri til lögreglunnar í Borgar­ firði og Dölum var fyrirhugað brennustæði fært á Hvanneyri. Sátt náðist um að brennan yrði tendruð þar sem hún var stað­ sett fyrir ári. Um litla áramóta­ brennu var að ræða og tókst vel með að kveðja árið við þá „krútt­ legu“ brennu eins og einn að­ komumaður hafði á orði, en hann var þarna í fyrsta sinn um áramót, segir í dagbók lögreglunnar. -þá Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð­ ar rétt fyrir jólin var samþykkt að hefja undirbúning fyrir félagsmið­ stöð ungmenna í sveitarfélaginu. Ungmennaráð Dalabyggðar skor­ aði á sveitarstjórn að setja í for­ gang að útvega húsnæði fyrir félags­ miðstöð fyrir ungmenni í sveitarfé­ laginu. Sveitarstjórn og byggðaráð samþykktu að ráðinn verði starfs­ maður í samvinnu við UDN sem fyrst og að honum verði m.a. falið að aðstoða ungmennaráð við að koma á fót félagsmiðstöð. „Það hefur ver­ ið helsta baráttumál hjá okkur að fá félagsmiðstöð fyrir unglinga. Það vantar nauðsynlega fyrir unglinga hér einhvern stað þar sem þeir geta hist, sinnt áhugamálum og haft fé­ lagsskap. Eftir grunnskólann er lítið hér fyrir unglingana við að vera. Við erum líka að vonast til að ef við fáum félagsmiðstöð geti hún orðið kveikja að meira starfi hjá unglingunum,“ segir Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir einn þriggja fulltrúa í ungmennaráði Dalabyggðar. þá V i ð b r a g ð s á æ t l u n Hvalfjarðarganga hef­ ur verið endurskoðuð og samþykkt af þeim sem hlut eiga að máli, sú þriðja sinnar teg­ undar frá upphafi. Hún tekur til verkaskipt­ ingar og samskipta þeirra sem að málum koma við óhöpp eða slys í göngunum. Sér­ stök viðbragðsáætlun var í gildi þegar göng­ in voru opnuð sumar­ ið 1998. Hún var end­ urskoðuð frá grunni 2004 og hefur verið í gildi í þeim búningi þar til nú að nýja viðbragðsáætlunin leysti hana formlega af hólmi miðviku­ daginn 18. desember síðastliðinn. Almannavarnadeild ríkislög­ reglustjóra stýrði vinnu við end­ urskoðun áætlunarinnar. Megin­ markmið þess verkefnis var að setja áætlunina upp á sama hátt og aðrar séráætlanir í almannavarnakerfinu, svo sem fyrir flugvelli, hafnir, jarð­ skjálfta og eldgos. Ný viðbragðs­ áætlun Hvalfjarðarganga nær til lögreglu, slökkviliða, starfsmanna Spalar, björgunarsveita, Landhelg­ isgæslunnar, sjúkrahúsa, Vegagerð­ arinnar og fleiri. þá Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Dalabyggðar fyrir næsta ár og næstu þrjú ár var samþykkt við seinni um­ ræðu á fundi sveitarstjórnar þriðju­ daginn 17. desember sl. Þar er gert er ráð fyrir að rekstarniður­ staða Dalabyggðar verði lítillega jákvæð á hverju ári á áætlunartíma­ bilinu. Skuldahlutfall verði áfram um 70%, það er að meðtöldum líf­ eyrisskuldbindingum, og að fjár­ hagsleg viðmið sem sett eru fram í sveitarstjórnarlögum séu þann­ ig uppfyllt. Til að þetta sé mögu­ legt þarf að sýna töluvert aðhald í rekstri sveitarfélagsins, segir í bók­ un frá fundinum. Á árinu 2014 er gert ráð fyrir að heildartekjur A­ og B­hluta sveit­ arsjóðs Dalabyggðar verði um 664 millj. kr. en heildargjöld án fjár­ magnsliða um 643 millj. kr. Fjár­ magnsliðir verða neikvæðir um 20 milljónir króna og rekstrarniður­ staða samstæðu jákvæð um rúma eina milljón króna. Áætlað er að rekstarniðurstaða A­hluta verði já­ kvæð um 2,6 millj. kr. Fjárfest verður samkvæmt áætl­ uninni fyrir 38 milljónir og ný lán­ taka verður allt að 35 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði komið upp aðstöðuhúsi á íþróttavelli í Búðardal, urðunarstað í landi Höskuldsstaða, endurnýja aðstöðuhús á tjaldsvæði í Búðardal, ljúka endurbótum utanhúss á Dala­ búð og stjórnsýsluhúsi og byrja á fráveitukerfi í hesthúsahverfi. Gert er ráð fyrir að leik­ og tón­ listarskólagjöld og mötuneytisgjöld hækki um 2,5% en aðrar gjaldskrár hækki almennt um 4,2%. Í fjár­ hagsáætluninni er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfall verði um 7% og handbært fé í árslok 2014 verði um 30 milljónir króna. þá Sturlaugur H. Böðvarsson AK var eitt fárra skipa á veiðum í lok árs­ ins. Skipið kom til hafnar aðfarar­ nótt gamlársdags með 80 tonn af góðum fiski. Lagt var upp í túrinn á miðnætti ann­ ars í jólum en ekki var hægt að veiða fyrsta sólarhringinn vegna veðurs. ,,Það var ekki fyrr en um miðnætti sólarhring síðar að vindhrað­ inn fór niður fyrir 20 m/s og þá gátum við tekið fyrsta holið. Við byrjuð­ um í kantinum vestur af Halanum og veiddum austur eftir og á laug­ ardeginum vorum við að veiðum á Þverálshorninu. Þorskveiðin var góð og við fengum einnig ýsu með. Síðasta holið tókum við svo út af Snæfellsjökli og fengum þá fjögur til fimm tonn af ufsa og karfa. Allt er þetta mjög góður fiskur og vel á sig kominn,“ sagði Eiríkur Jónsson í frétt á vef HB Granda. Eirík­ ur segir veiðarnar hafi að mestu hafa verið á Vestfjarða­ miðum á þessu ári. Lætur nærri að þorskafli skips­ ins sé um 2.300 tonn á árinu. Það er veruleg aukn­ ing frá fyrri árum þegar mest áhersla ísfisktogaranna var lögð á veiðar á karfa og ufsa. ,,Hér áður fyrr vorum við um það bil með 800 til 1.200 tonn af þorski á ári sem nokkurs konar meðafla með karfa og ufsa,“ segir Eiríkur. þá Þokkalegur jólatúr hjá Sturlaugi Viðburðir um hátíðirnar Ýmsar samkomur eru fastir liðir yfir hátíðarnar, jól og áramót. Hér eru nokkrar svipmyndir af samkomum í Borgarfirði og Borgarnesi. Í Brúarási í Hálsasveit er áratuga hefð fyrir jólatréssamkomu. Komið er saman, dansað í kringum jólatréð og jólasveinar kíkja í heimsókn. Á eftir er síðan drekk- hlaðið kökuhlaðborð. Ljósm. bhs. Hópur ungs tónlistarfólks í Borgarfirði hefur nú í nokkur ár boðið íbúum í hér- aðinu á tónleika. Að þessu sinni smekkfyllti Uppsveitin Reykholtskirkju með söng og tónlistarflutningi. Ljósm bhs. Hinn guðdómlegi gleðileikur var sýndur á þriðja dag jóla í Hjálmakletti í Borgar- nesi, en verkið er nú sýnt annað hvert ár á sama tíma. Að þessu sinni var Eiríkur Jónsson leikstjóri en söngur og leikur í höndum Borgnesinga og nærsveitunga. Nær húsfyllir var á sýninguna og góð stemning. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. Félagsmiðstöð í undir- búningi í Dölunum Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir einn þriggja fulltrúa í ungmennaráði Dalabyggðar. Frá undirskrift neyðaráætlunarinnar. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar og Stefán Eiríksson lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ný og endurskoðuð viðbragðs- áætlun vegna Hvalfjarðarganga Rekstur Dalabyggðar verði í jafnvægi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.