Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Taka á ný upp
sýningar á
Sagnakonunni
AKRANES: Leikfélagið
Skagaleikflokkurinn mun í
næstu viku halda æfingar og
hefja á ný sýningar á Sagna
konunni Guðnýju í Görð
um, móður Snorra Sturlu
sonar, í leikstjórn Jakobs S.
Jónssonar. Höfundur verks
ins er Óskar Guðmunds
son í Véum. Verkið var sýnt
í Safnaskálanum í Görð
um sex sinnum á liðnu ári
við ágætar undirtektir. Aðal
leikarinn í sýningunni, Guð
björg Árnadóttir, fékk þar
ágæta dóma fyrir túlkun sína
á Guðnýju. Næstu sýningar
verða föstudaginn 10. janú
ar, sunnudaginn 12. janú
ar, þriðjudaginn 14. janúar
og fimmtudaginn 16. janúar.
Allar sýningar hefjast klukk
an 20 og er hægt að panta
miða í síma 7738511.
-mm
Klára sparkvöll
á árinu
REYKHÓLAR: Sveitar
stjórn Reykhólahrepps fagn
aði því á fundi nýverið að
börn í Reykhólaskóla láti
til sín taka og komi mál
efnum sínum á framfæri. Á
fundinum var tekið fyrir er
indi frá nemendum í Reyk
hólaskóla þar sem borin var
fram ósk um lýsingu á spark
velli við skólann. Í bókun
frá fundi sveitarstjórnar seg
ir að í samþykktri fjárhags
áætlun fyrir árið 2014 sé gert
ráð fyrir að framkvæmdir við
sparkvöll við Reykhólaskóla
verði kláraðar á árinu. Þar
með talin er lýsing við völl
inn, þannig að börnin geti
þá nýtt völlinn þegar dimma
tekur.
–þá
Baróninn
í Landnáms-
setrinu
BORGARNES: Þórarinn
Eldjárn rithöfundur ætlar að
segja sögu Barónsins á Hvít
árvöllum á Sögulofti Land
námssetursins í Borgarnesi
10. janúar næstkomandi kl.
20. Í frásögn sinni varpar
Þórarinn ljósi á þennan dul
arfulla mann sem átti hér
stuttan stans um aldarmót
in 1900 en lifði lengi í minn
ingu þeirra sem hittu hann.
Þórarinn skrifaði heimilda
skáldsögu um ævi Barónsins
í bók sem kom út árið 2004.
Baróninn var kanadískur
borgari, Gauldréc de Boilleu
að nafni. Hann var af frönsk
um aðalstignum og lærð
ur hljóðfæraleikari. Hann
keypti Hvítárvelli 1898 og
settist þar að með mikil
áform um búrekstur. Gatan
Barónsstígur í Reykjavík er
við hann kennd en þar reisti
de Boileeu barón fjós fyr
ir 40 kýr. Umsvif barónsins
voru nýstárleg og djörf og
vöktu mikla athygli. Að lok
um komst hann í fjárkröggur
og stytti sér aldur í Englandi
1901. Síðan hefur minningin
um hann lifað sem hálfgerð
goðsögn á Íslandi.
–mþh
Heimilisofbeldi
tilkynnt í tvígang
LBD: Tvö heimilisofbeldis
mál komu til kasta lögregl
unnar í Borgarfirði og Dölum
um og eftir áramótin. Engin
formleg kæra hefur enn sem
komið er borist eða verið lögð
fram í þessum málum, að sögn
lögreglu. Af umferðarmálum í
umdæminu er það að frétta að
einn ökumaðurinn var tekinn
fyrir ölvun við akstur um ára
mótin. Alls urðu fjögur um
ferðaróhöpp tengd vetrarfærð
í umdæmi LBD í liðinni viku
öll án teljandi meiðsla.
–þá
Iðkendum
fjölgar lítillega
LANDIÐ: Nýlega voru birtar
iðkendatölur fyrir árið 2012 í
starfsskýrslu Íþróttasambands
Íslands. Fjöldi „iðkana“ jókst á
milli áranna 2011 og 2012 lít
illega eða um 1,2%. Samtals
voru 119.810 sem stunduðu
íþróttir innan ÍSÍ árið 2011 en
þar af voru um 30.000 manns
sem lögðu stund á fleira en
eina íþróttagrein. Tæplega
helmingur, eða 47% iðkenda
voru 15 ára og yngri, 60,9%
karlar og um 39,1% kon
ur. Þegar kynjamunur í yngri
hópi er skoðaður er munurinn
minni, um 45% hjá stúlkum á
móti 55% hjá drengjum. Þátt
taka í knattspyrnu var mest,
eða 19.672 iðkendur, þá kem
ur golf með 17.129 iðkendur
og hestaíþróttir með 10.783
iðkendur. Mesta hlutfallslega
aukningin var í lyftingum, en
þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á
árinu 2011 í 459 á árinu 2012.
Að baki iðkendafjölda eru
tæplega 86.000 einstaklingar
sem jafngildir því að um 27%
þjóðarinnar stundi íþróttir
með íþróttafélagi innan ÍSÍ og
er það nánast óbreytt hlutfall
frá árinu 2011.
–þá
Fyrirtæki á Vesturlandi eru lík
legri til að ráða fleiri starfsmenn í
vinnu en að segja upp fólki á næstu
12 mánuðum. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í nýrri vefkönnun
sem Samtök sveitarfélaga á Vest
urlandi stóð að meðal fyrirtækja
í landshlutanum í nóvember. Þar
kemur fram að tæplega 25% fyrir
tækja telja að starfsmönnum muni
fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuð
um á meðan um 10% fyrirtækja
býst við að starfsmönnum fækki lít
ið eitt. Þá gera 2% fyrirtækja ráð
fyrir því að fækka mikið í starfs
mannahaldi sínu. Um 65% fyrir
tækja sjá síðan fyrir sér óbreyttan
starfsmannafjölda á næstu 12 mán
uðum. Að mati þeirra Vífils Karls
sonar og Einars Þorvaldar Eyjólfs
sonar, sem sjá um úrvinnslu könn
unarinnar hjá SSV, benda niður
stöðurnar til þess að viðleitni fyr
irtækjanna ætti að birtast í aukinni
eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu.
Atvinnuhorfur á Vesturlandi eru
því einkar góðar á árinu sem nú er
gengið í garð.
„Það að 90% fyrirtækja á Vest
urlandi sjái fyrir sér fjölgun eða
óbreyttan fjölda starfa gæti ver
ið vísbending um gott starfsöryggi
fyrir íbúa svæðisins,“ sagði Víf
ill í samtali við Skessuhorn. „Þeg
ar Vesturlandi var skipt upp í fernt
(Akranes og Hvalfjörður, Borgar
fjarðarsvæði, Snæfellsnes og Dali)
kom í ljós að áhugi fyrir fjölgun
starfsmanna var helst bundinn við
Borgarfjarðarsvæðið. Þá var ferða
þjónustan frekar á þeim buxu num
að ráða fólk en ríkisfyrirtæki að
segja fólki upp. Að öðru leyti var
ekki marktækur munur á svörun á
milli landssvæða, atvinnugreina og
eignarforms fyrirtækjanna.“
Tæplega 200 fyrirtæki svöruðu
könnuninni af u.þ.b. 900 starfandi
fyrirtækjum á Vesturlandi, sem telst
nokkuð gott svarhlutfall að mati
Vífils. hlh
Háskólinn á Bifröst byrjaði
í haust að bjóða nemendum
upp á námskeið í gerð rekstr
aráætlana í samstarfi við fyr
irtæki á Vesturlandi. Sam
starfið felur í sér að fyrirtæk
in veita aðgang að rekstrar
upplýsingum í ársreikningi
og nemendur vinna áætl
anir út frá þeim upplýsing
um. Nemendur eru því að
vinna að áætlunum sem á að
nota í raunverulegum fyrir
tækjum en ekki tilbúnum eins
og oftast er gert í námi. 27 fyr
irtæki víðsvegar af Vesturlandi
hafa komið til samstarfs og hjálpa
þannig til við að búa til kunnáttu
hjá nemendum. Háskólinn á Bif
röst tengist með þessu verk
efni atvinnulífinu í nærum
hverfi sínu sterkari böndum
og bæði nemendur og fyrir
tæki njóta góðs af því, segir
á vef háskólans. Vilhjálmur
Egilsson rektor hélt á liðnu
hausti fundi í samstarfi við
Arion banka og Landsbank
ann víðsvegar um Vestur
land til að kynna fyrirtæk
jum verkefnið. Voru viðtök
ur fyrirtækja góðar eins og
það sýnir að 27 fyrirtæki eru
nú komin til samstarfs við Há
skólann á Bifröst. þá
Kennari á námskeiðinu er Ingólfur Arnarson.
Góðar viðtökur fyrirtækja á Vesturlandi
Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru líklegri til að ráða fleira fólki í vinnu á árinu.
Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Fjórðungur fyrirtækja býst við
að ráða fleira starfsfólk