Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Taka á ný upp sýningar á Sagnakonunni AKRANES: Leikfélagið Skagaleikflokkurinn mun í næstu viku halda æfingar og hefja á ný sýningar á Sagna­ konunni Guðnýju í Görð­ um, móður Snorra Sturlu­ sonar, í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar. Höfundur verks­ ins er Óskar Guðmunds­ son í Véum. Verkið var sýnt í Safnaskálanum í Görð­ um sex sinnum á liðnu ári við ágætar undirtektir. Aðal­ leikarinn í sýningunni, Guð­ björg Árnadóttir, fékk þar ágæta dóma fyrir túlkun sína á Guðnýju. Næstu sýningar verða föstudaginn 10. janú­ ar, sunnudaginn 12. janú­ ar, þriðjudaginn 14. janúar og fimmtudaginn 16. janúar. Allar sýningar hefjast klukk­ an 20 og er hægt að panta miða í síma 773­8511. -mm Klára sparkvöll á árinu REYKHÓLAR: Sveitar­ stjórn Reykhólahrepps fagn­ aði því á fundi nýverið að börn í Reykhólaskóla láti til sín taka og komi mál­ efnum sínum á framfæri. Á fundinum var tekið fyrir er­ indi frá nemendum í Reyk­ hólaskóla þar sem borin var fram ósk um lýsingu á spark­ velli við skólann. Í bókun frá fundi sveitarstjórnar seg­ ir að í samþykktri fjárhags­ áætlun fyrir árið 2014 sé gert ráð fyrir að framkvæmdir við sparkvöll við Reykhólaskóla verði kláraðar á árinu. Þar með talin er lýsing við völl­ inn, þannig að börnin geti þá nýtt völlinn þegar dimma tekur. –þá Baróninn í Landnáms- setrinu BORGARNES: Þórarinn Eldjárn rithöfundur ætlar að segja sögu Barónsins á Hvít­ árvöllum á Sögulofti Land­ námssetursins í Borgarnesi 10. janúar næstkomandi kl. 20. Í frásögn sinni varpar Þórarinn ljósi á þennan dul­ arfulla mann sem átti hér stuttan stans um aldarmót­ in 1900 en lifði lengi í minn­ ingu þeirra sem hittu hann. Þórarinn skrifaði heimilda­ skáldsögu um ævi Barónsins í bók sem kom út árið 2004. Baróninn var kanadískur borgari, Gauldréc de Boilleu að nafni. Hann var af frönsk­ um aðalstignum og lærð­ ur hljóðfæraleikari. Hann keypti Hvítárvelli 1898 og settist þar að með mikil áform um búrekstur. Gatan Barónsstígur í Reykjavík er við hann kennd en þar reisti de Boileeu barón fjós fyr­ ir 40 kýr. Umsvif barónsins voru nýstárleg og djörf og vöktu mikla athygli. Að lok­ um komst hann í fjárkröggur og stytti sér aldur í Englandi 1901. Síðan hefur minningin um hann lifað sem hálfgerð goðsögn á Íslandi. –mþh Heimilisofbeldi tilkynnt í tvígang LBD: Tvö heimilisofbeldis­ mál komu til kasta lögregl­ unnar í Borgarfirði og Dölum um og eftir áramótin. Engin formleg kæra hefur enn sem komið er borist eða verið lögð fram í þessum málum, að sögn lögreglu. Af umferðarmálum í umdæminu er það að frétta að einn ökumaðurinn var tekinn fyrir ölvun við akstur um ára­ mótin. Alls urðu fjögur um­ ferðaróhöpp tengd vetrarfærð í umdæmi LBD í liðinni viku öll án teljandi meiðsla. –þá Iðkendum fjölgar lítillega LANDIÐ: Nýlega voru birtar iðkendatölur fyrir árið 2012 í starfsskýrslu Íþróttasambands Íslands. Fjöldi „iðkana“ jókst á milli áranna 2011 og 2012 lít­ illega eða um 1,2%. Samtals voru 119.810 sem stunduðu íþróttir innan ÍSÍ árið 2011 en þar af voru um 30.000 manns sem lögðu stund á fleira en eina íþróttagrein. Tæplega helmingur, eða 47% iðkenda voru 15 ára og yngri, 60,9% karlar og um 39,1% kon­ ur. Þegar kynjamunur í yngri hópi er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátt­ taka í knattspyrnu var mest, eða 19.672 iðkendur, þá kem­ ur golf með 17.129 iðkendur og hestaíþróttir með 10.783 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum, en þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á árinu 2011 í 459 á árinu 2012. Að baki iðkendafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að um 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og er það nánast óbreytt hlutfall frá árinu 2011. –þá Fyrirtæki á Vesturlandi eru lík­ legri til að ráða fleiri starfsmenn í vinnu en að segja upp fólki á næstu 12 mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri vefkönnun sem Samtök sveitarfélaga á Vest­ urlandi stóð að meðal fyrirtækja í landshlutanum í nóvember. Þar kemur fram að tæplega 25% fyrir­ tækja telja að starfsmönnum muni fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuð­ um á meðan um 10% fyrirtækja býst við að starfsmönnum fækki lít­ ið eitt. Þá gera 2% fyrirtækja ráð fyrir því að fækka mikið í starfs­ mannahaldi sínu. Um 65% fyrir­ tækja sjá síðan fyrir sér óbreyttan starfsmannafjölda á næstu 12 mán­ uðum. Að mati þeirra Vífils Karls­ sonar og Einars Þorvaldar Eyjólfs­ sonar, sem sjá um úrvinnslu könn­ unarinnar hjá SSV, benda niður­ stöðurnar til þess að viðleitni fyr­ irtækjanna ætti að birtast í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu. Atvinnuhorfur á Vesturlandi eru því einkar góðar á árinu sem nú er gengið í garð. „Það að 90% fyrirtækja á Vest­ urlandi sjái fyrir sér fjölgun eða óbreyttan fjölda starfa gæti ver­ ið vísbending um gott starfsöryggi fyrir íbúa svæðisins,“ sagði Víf­ ill í samtali við Skessuhorn. „Þeg­ ar Vesturlandi var skipt upp í fernt (Akranes og Hvalfjörður, Borgar­ fjarðarsvæði, Snæfellsnes og Dali) kom í ljós að áhugi fyrir fjölgun starfsmanna var helst bundinn við Borgarfjarðarsvæðið. Þá var ferða­ þjónustan frekar á þeim buxu num að ráða fólk en ríkisfyrirtæki að segja fólki upp. Að öðru leyti var ekki marktækur munur á svörun á milli landssvæða, atvinnugreina og eignarforms fyrirtækjanna.“ Tæplega 200 fyrirtæki svöruðu könnuninni af u.þ.b. 900 starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils. hlh Háskólinn á Bifröst byrjaði í haust að bjóða nemendum upp á námskeið í gerð rekstr­ aráætlana í samstarfi við fyr­ irtæki á Vesturlandi. Sam­ starfið felur í sér að fyrirtæk­ in veita aðgang að rekstrar­ upplýsingum í ársreikningi og nemendur vinna áætl­ anir út frá þeim upplýsing­ um. Nemendur eru því að vinna að áætlunum sem á að nota í raunverulegum fyrir­ tækjum en ekki tilbúnum eins og oftast er gert í námi. 27 fyr­ irtæki víðsvegar af Vesturlandi hafa komið til samstarfs og hjálpa þannig til við að búa til kunnáttu hjá nemendum. Háskólinn á Bif­ röst tengist með þessu verk­ efni atvinnulífinu í nærum­ hverfi sínu sterkari böndum og bæði nemendur og fyrir­ tæki njóta góðs af því, segir á vef háskólans. Vilhjálmur Egilsson rektor hélt á liðnu hausti fundi í samstarfi við Arion banka og Landsbank­ ann víðsvegar um Vestur­ land til að kynna fyrirtæk­ jum verkefnið. Voru viðtök­ ur fyrirtækja góðar eins og það sýnir að 27 fyrirtæki eru nú komin til samstarfs við Há­ skólann á Bifröst. þá Kennari á námskeiðinu er Ingólfur Arnarson. Góðar viðtökur fyrirtækja á Vesturlandi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru líklegri til að ráða fleira fólki í vinnu á árinu. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Fjórðungur fyrirtækja býst við að ráða fleira starfsfólk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.