Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.01.2014, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Freisting vikunnar Jólakaka með súkkulaði- rúsínum að hætti Guðrúnar að Eiði Freistingu vikunnar er að þessu sinni jólakaka með súkkulaðirús­ ínum og á Guðrún Lilja Arnórs­ dóttir bóndi að Eiði í Kolgrafa­ firði heiðurinn að henni. Kökuna bakaði Guðrún fyrst þegar hún var að undirbúa fund viðbragðs­ aðila vegna síldarinnar í Kolgrafa­ firði í nóvember ásamt Bjarna Sig­ urbjörnssyni eiginmanni sínum. Von var á þriðja tug fundargesta með stuttum fyrirvara og var af­ ráðið að skella í nokkrar jólakökur til að bera fram á fundinum. Guð­ rún komst að því í miðjum bakstr­ inum að rúsínur vantaði. Þá voru góð ráð dýr. Ekki þurfti reynd­ ar að leita langt yfir skammt, því á heimilinu leyndist kassi af súkku laðirúsínum sem brúkaður var í bakstrinum. Árangurinn lét ekki á sér standa og gerðu fund­ armenn góðan róm að jólakök­ unum hennar Guðrúnar. Skessu­ horn birtir hér uppskriftina með góðfúslega leyfi hennar. 300 gr. smjörlíki mjúkt. 300 gr. sykur. 8 egg. 800 gr hveiti. 8 tsk. sléttfullar lyftiduft. Smá mjólk Einn kassi súkkulaðirúsínur. Smjörlíki og sykur hrært létt í skál í um 15 mín. Eggin sett loks í, eitt í einu. Hveiti og lyftiduft sett varlega í og síðan mjólkin og rúsín­ urnar. Deig síðan sett í form. Bak­ að við 170 gráður í um 40 mín. Guðrún Lilja kveðst nota gömlu aðferðina frá ömmu og mömmu hennar, stingur prjóni í kökuna eftir þennan tíma. Ef prjónninn hreinsar sig er kakan bökuð en ef deig festist á prjóninum er hún ekki nægjanlega bökuð. Kol grafafjörður sé orðinn einn af þekktari fjörðum á Íslandi. Und­ ir þetta taka hjónin að Eiði. „Þetta er búið að vera ótrúlegur tími. Það skrítna er að við áttuðum okkur eig­ inlega ekki á því undir hversu miklu álagi við vorum fyrr en allt var yfir­ staðið og hreinsunarstarfi að ljúka. Í nóvember þegar síldin snéri aft­ ur í fjörðinn vorum við með mun meiri ugg í brjósti en síðasta vetur. Þá höfðum við ekki hugmynd um hvers konar afleiðingar síldardauð­ inn gæti haft. Þetta hefur því ver­ ið lærdómsríkt í meira lagi,“ segja þau. Nokkurn tíma tók fyrir stjórn­ völd að ákveða hvað gera ætti við dauðu síldina í Kolgrafafirði eft­ ir fyrri dauðann sem var í desem­ ber 2012. Óvissan olli verulegum áhyggjum heima að Eiði. „Fyrstu viðbrögð frá yfirvöldum voru þau að þetta væri eins og hver ann­ ar hvalreki þar sem landeigendur ættu að bera ábyrgð á hreinsun. Við sættum okkur ekki við þau svör. Það fór nokkur vinna í að koma fulltrú­ um stjórnvalda í skilning um um­ fang dauðans. Bæjarstjórn Grund­ arfjarðarbæjar og fleiri aðilar í sam­ félaginu tóku einnig upp málstað okkar um að það þyrfti að hreinsa fjörur fjarðarins. Öll tvímæli voru loks tekin af á fundi heima í stof­ unni á Eiði í janúar. Þar sátu full­ trúar yfirvalda, sveitarstjórnarmenn í Grundarfirði, við og loks Svandís Svavarsdóttir sem þá var umhverf­ isráðherra. Á fundinum tók Svandís af allan vafa um hreinsunarstarfið, þvert gegn því sem rætt var um á fundinum. Hún sagði einfaldlega: „Hér verður eitthvað gert,“ rifjar Bjarni upp. Hann bætir við að með þessu hafi Svandís skipað sér í sveit með Davíð Oddssyni í huga þeirra hjóna. „Stundum þarf að hafa hug­ rekki til að taka ákvarðanir, sumar djarfar. Ljóst er að þarna var rétt ákvörðun tekin. Svandís og hennar fólk á heiður skilinn fyrir það. Við viljum síðan að það komi fram að við höfum yfir höfuð átt góð sam­ skipti við fulltrúa stjórnvalda sem hafa tekið vel á móti erindum okk­ ar.“ Kraftaverk unnið í hreinsunarstarfi Guðrún segir að reynslan úr Við­ ey hafi komið sér vel þegar kom að því að eiga samskipti við yfirvöld vegna síldardauðans. „Við einsett­ um okkur frá upphafi að vera ekki með nein leiðindi heldur reyna eft­ ir mætti að kynna fyrir embættis­ mönnum ástandið í firðinum með áherslu á afleiðingarnar. Í störfum okkar í Viðey áttum við samskipti við ýmsa aðila í kerfinu. Þar lærð­ um við hvernig best er að nálgast fólk og fá áheyrn. Þetta hafðist. Það má segja að fundurinn með Svan­ dísi hafi verið farsæl niðurstaða af þessari nálgun,“ segir Guðrún. Það reyndist líka hið mesta lán, því ráðherra og fulltrúar ríkisins höfðu varla yfirgefið Kolgrafafjörð þegar seinni dauðinn varð að veru­ leika 30. janúar. „Okkur var sagt á fundinum umrædda að desember­ dauðinn hafi verið einstakt tilfelli. Varla leið síðan sólahringur þangað til að bera fór á merkjum um aðra holskeflu,“ bætir Bjarni við. Hlut­ irnir gengu hratt í kjölfarið. „Áður en langt um leið var hreinsunarstarf komið á fullt. Síld og grút var mok­ að ofan í grafir sem grafnar voru í fjörunni eftir að hætt var við að keyra grút suður í Fíflholt til urð­ unar. Þar voru margar krónur spar­ aðar. Hreinsunin var framkvæmd af grundfirskum vélaverktökum. Þeir eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu, sinntu starfi sínu vel og unnu að okkar mati kraftaverk.“ Röskun á búverkum Óhætt er að segja að snarpt síldar­ ævintýri hafi átt sér stað í firðinum fyrstu dagana eftir báða síldardauð­ ana. Í Kolgrafafjörð kom fjöldinn allur af fólki, fulltrúar félagasam­ taka og íþróttafélaga auk skóla­ krakka til að tína upp ferska síld til að selja til fjáröflunar. Sömuleiðis lögðu ófáir fjár­ og hrossabændur leið sína í fjörðinn ásamt fylgdar­ liði til að ná sér í frítt fóður. „Alls­ kyns fólk kom í gegnum hlaðið hjá okkur til að komast niður í fjöruna til að sækja síld þessa daga. Einn­ ig var fólk að koma til að skoða að­ stæður. Þessu fylgdi talsvert áreiti og rask á bústörfum hjá okkur. Iðu­ lega kom fyrir að hefðbundin bú­ verk voru unnin á óhefðbundn­ um tímum. Oftar en ekki þurftum við að leiðbeina fólki um aðstæður og staðhætti. Maður var nokkrum sinnum kallaður út til að losa fólk sem hafði fest bílana sína. Einnig varð nokkuð áreiti af því að svara allskyns erindum, t.d. frá fjölmiðl­ um um ástandið í firðinum. Þessu þurfti þó öllu að sinna. Það reynd­ um við að gera eftir bestu getu.“ Ýmis áhrif á lífríkið Að sögn þeirra hjóna er lífríkið í firðinum orðið talsvert breytt í kjöl­ far síldardauðans. „Fyrir það fyrsta er orðin nokkur breyting á fugla­ lífinu hérna. Það drápust þó ekki margir fuglar vegna grútarmeng­ unar eins og margir hafa haldið. Kolgrafafjörður er hins vegar orð­ inn yfirfullur af vargfugli. Það er mjög slæmt fyrir annað fuglalíf. Við vitum að hafsbotninn austan­ megin í firðinum þar sem síldinni skolaði að landi er þakinn grúti sem á til að reka upp í fjörurnar. Vest­ urhlutinn er hins vegar betur far­ inn. Kindurnar okkar eru hættar að sækja í fjörurnar aðallega út af lykt­ armengun vegna brennisteins. Þar eru þó að finna iðagræna grasbakka sökum þess að grútarleifarnar virka sem áburður. Súlan lætur hins veg­ ar sjá sig áfram í firðinum. Sömu­ leiðis eru háhyrningar, höfrung­ ar og selir sem gæða sér á síldinni sem enn er eftir í firðinum,“ segir Guðrún. Styðja lokun fjarðarins Útlit var fyrir að annar síldardauði væri í uppsiglingu í nóvember síð­ astliðnum. Þá sneri síldin aftur inn í Kolgrafafjörð. Mikill viðbúnað­ ur varð viðhafður í firðinum. Tal­ ið var að um 60 þúsund tonna síld­ artorfa væri þar komin innfyrir brú. Guðrún og Bjarni ásamt bæj­ aryfirvöldum í Grundarfirði höfðu áður lagt til að loka firðinum til að koma í veg fyrir að síldin kæm­ ist inn fyrir brú á flóði. Við því var ekki orðið. „Sjávarútvegsráðherra gaf loks út leyfi til frjálsra veiða í firði num innan við brúna. Margir smábátasjómenn nýttu það. Okk­ ur þótti þar vel í lagt. Betra er að sjá síldina veidda og selda en að horfa á hana rotna í fjörunni. Yf­ irvöld sendu síðan fulltrúa sína á vettvang til að kanna aðstæður. Við hýstum um 30 manna fund heima á Eiði. Þar var tekin ákvörðun um hvað skyldi gera til að koma í veg fyrir annan dauða. Úr varð að reyna að smala síldinni með hljóðum og sprengjum út úr firði num – held­ ur nýstárleg og undarleg aðgerð. Hún heppnaðist þó ágætlega. Síld­ in er nú að mestu horfin úr firðin­ um, þó eitthvað af henni sé að finna þar enn,“ segir Bjarni sem þó hefur varann á með framhaldið. Þrátt fyrir góðan árangur með síldarreksturinn í nóvember eru þau þeirrar bjargföstu skoðunar að loka eigi firðinum til að koma í veg fyrir frekari dauða. „Við sjáum allavega ekki aðra leið. Það myndi vera varanleg lausn að okkar mati. Þetta hefur verið gert hér áður á Snæfellsnesi, t.d. í Hraunsfirði og í Lárósi með litlu raski fyrir lífríki. Það hefur í það minnsta sýnt sig að hinn kosturinn hefur haft slæm­ ar og dýrar afleiðingar fyrir sam­ félagið,“ hnýtir Guðrún við svör Bjarna. Landsmenn vinna vel í sameiningu Þrátt fyrir síldarvána þá horfa hjón­ in á Eiði björtum augum fram á veginn. Þau segja atburðina í Kol­ grafafirði og viðbrögðin við þeim hafa sýnt að þegar á reynir taka Ís­ lendingar höndum saman og leysa málin. „Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Þrátt fyrir allt dægurþras­ ið í landinu sem nóg er af eiga landsmenn það til að leysa málin í sameiningu. Þá stöndum við okk­ ur hvað best,“ segja þau. Að lok­ um kváðust þau vera ánægð með að vera útnefndir Vestlendingar árs­ ins af Skessuhorni. Viðurkenning­ in er þeim mikilvæg hvatning fyrir búreksturinn á Eiði og landvörslu á landamærum hins byggða bóls og óútreiknanlegrar náttúrunnar. hlh Frá fundinum stóra í stofunni á Eiði í nóvember síðastliðinn. Á miðri mynd situr Bjarni, þungt hugsi. Ljósm. tfk. Bjarni tekur mynd af Guðrúnu í fjörunni við Eiði skömmu eftir síðari síldar- dauðann. Ljósm. tfk. Um 52 þúsund tonn af síld eru talin hafa drepist í Kolgrafafirði síðasta vetur. Mikið af dauðri síld rak á land við Eiði, sem hér sest í bakgrunn. Ljósm. tfk. Snarpt síldarævintýri gerðist í firðinum eftir síldardauðann áður en rotnunin tók yfirhöndina. Hér eru grundfirsk ungmenni önnum kafin með bros á vör að safna saman síld – í sannkölluðu síldarlandi. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.